Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Golda Meir hóf feril sinn sem verka-
lýðsforingi og lauk starfsferli sínum
sem forsætisráðherra Ísraels.
Hún tók á móti gyðingum sem
neyddust til að
flýja frá öðrum
löndum þar sem
stolið var öllu af
þeim. Frá araba-
löndunum flýðu
um sex hundruð
þúsund gyðingar
og fjöldinn allur frá
Rússlandi og þeim
heimshluta. Ísrael-
ar tóku þessu fólki
fagnandi og nú dvelur það í heimalandi
sínu sem eldri borgarar við allt það ör-
yggi sem hægt er að búast við þegar
horft er til aðstæðna. Stjórnvöld elska
sitt fólk og hlúa að því eftir getu.
Á Íslandi kenna stjórnvöld sig við
velferð, en hvernig velferð? Erlent
fólk var flutt til landsins, það lá svo
mikið á að sumt af því kom á fölsuðum
skilríkjum. „Þetta fólk er komið til að
hjálpa okkur,“ sögðu stjórnvöld.
Reyndin var sú að fólkið kom sem
vinnukraftur til að þjóna atvinnu-
braski sem ekki vildi greiða starfsfólki
lífvænleg laun fyrir störf sín. Við er-
lenda fólkið er ekki að sakast, það kom
til landsins til að bjarga sér, en afleið-
ingarnar eru sláandi. Launakjör
verkafólks sett í uppnám, velferð-
arkerfið sett í uppnám, öryrkjar og
aldraðir hröktust af vinnumarkaðnum,
og svona mætti lengi telja. Nú er stað-
an sú að íbúðir sem byggðar/keyptar
voru af Reykjavíkurborg til hjálpar
m.a. efnalitlum eldri borgurum eru
uppteknar af þessu fólki og gamla
fólkið verður að leigja húsnæði á al-
mennum markaði og borga svo háa
leigu að ekkert er eftir til að kaupa
mat og lyf. Ef eldri borgari minnist á
þessa furðulegu forgangsröð við þá
sem útdeila höfuðborgarréttlætinu
og segja kannske: „Ég er barnfædd-
ur Reykvíkingur og hef greitt skatta
alla mína tíð til borgarinnar, hvers
vegna eru útlendingarnir teknir fram
yfir mig?“ þá er gjarnan svarið:
„Finnst þér ekki yndislegt að geta
hjálpað þessu fólki?“
Svar íslenska gamalmennisins við
þessu „metnaðarfulla“ svari réttlæt-
isvarðanna er þá að staulast til Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og biðja um
pening fyrir mat og lyfjum. Þurfi
gamalmennið á sjúkrahúsvist að
halda og leggist inn á LSH er hugsað
vel um það af yndislegu hjúkr-
unarfólki þá klukkutíma sem það fær
að vera þar inni en svo koma útskrift-
arsérfræðingarnir og segja „Við
verðum að geta útskrifað þetta fólk.“
Svo er það flutt heim í sjúkrabíl og
borið á börum upp á 4. hæð, með tvo
súrefniskúta og er komið aftur inn á
sjúkrahúsið eftir 1-3 daga, en þarf
sjálft að greiða sjúkraflutninginn
fram og til baka. Það er dýrt að vera
gamall, heilsulaus og blankur Íslend-
ingur.
Drottinn Jesús blessi örvænting-
arfulla og gamla kerfisleitendur og
veiti þeim hjálp. Ef Íslendingar
þyrftu að halda uppi fjölmennum her
eins og Ísraelsmenn til að verja vel-
ferð og sjálfstæði hefðu sumir ís-
lenskir ráðherrar annað þarfara að
gera en að mótmæla með Hamas-
samtökunum fyrir utan bandaríska
sendiráðið og senda Ísraelum tóninn.
Þeir ættu, ásamt borgarstjórn
Reykjavíkur, að líta sér nær og taka
Ísraela sér til fyrirmyndar í mann-
úðarmálum sinna eigin þegna og sýna
þeim heiður sem heiður ber.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON,
trésmiður.
Metnaðarfull velferð
Frá Ársæli Þórðarsyni
Ársæll Þórðarson
www.flora.is info@flora.is Réttarhálsi 2 110 Rvk Sími: 535-8500
Eingöngu sala til fyrirtækja
Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 / www.flexor.is
Opið alla virka daga 9–17.30
Panama Jack eru
komnir í Flexor
Vandaðir skór frá Spáni
• 100% vatnshelt leður
• Sérvalið spænskt leður
• Leður og mýkt í fóðringu
• Gummísóli
• 100% þægindi