Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra út- vegsmanna kemur í ljós að mikill meirihluti telur stjórnkerfi fisk- veiða vera betra hér á landi en í öðrum löndum. 71,7% þeirra sem tóku afstöðu telja að stjórnkerfi fiskveiða sé heldur eða mun betra en í öðrum löndum. 11,2% telja kerfið alveg eins en 17,1% telur stjórnkerfi fiskveiða hér á landi verra en í öðrum löndum. Þetta kemur fram í frétt á vef LÍÚ. LÍÚ lét einnig kanna hug fólks til mikilvægis íslensks sjávar- útvegs. Niðurstöðurnar voru af- gerandi en 96,9% telja íslenskan sjávarútveg annaðhvort mjög eða einstaklega mikilvægan fyrir Ís- land. Könnunin var gerð dagana 9.- 13. nóvember meðal Íslendinga á aldrinum 18-67 ára og var svar- fjöldinn 879. Telja kerfið betra en ann- ars staðar  Nær allir telja sjáv- arútveg mikilvægan Mikilvæg grein Gert að fiski. Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustu- bryggju í Landeyjahöfn. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að um sé að ræða nýja bryggju og verður hún staðsett gegnt ferju- bryggjunni í höfninni. „Þessi bryggja er aðallega hugs- uð fyrir dýpkunarskipin og eins vegna almenns viðhalds á mann- virkjum þarna við hausinn og hafnargarðana,“ sagði Sigurður. Hann segir að upphaflega hafi ver- ið ætlunin að nota bryggju Herj- ólfs fyrir dýpkunarskip og önnur skip sem sinni reglulegu viðhaldi hafnarinnar. Það hafi hins vegar ekki reynst vel að nota ferju- bryggjuna til þess. Sigurður sagði aðspurður að nýja bryggjan væri ekki vísbending um að til stæði að útvíkka hlutverk Landeyjahafnar. „Það er ekki hugs- unin,“ sagði Sigurður. Samkvæmt auglýsingu Siglinga- stofnunar eftir tilboðum í gerð þjónustubryggjunnar felst í verk- efninu meðal annars uppúrtekt og endurröðun á um 1.700 m3 af grjóti, niðurrekstur 34 platna í stálþil, stálþilsfestingar, um 1,300 m3 fylling, steypa um 44 metra kantbita og steypa 220 m2 þekju. Tilboð verða opnuð hjá Siglinga- stofnun 18. desember kl. 11.00. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 31. maí 2013. gudni@mbl.is Ný bryggja í Landeyjahöfn Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Nú á að bæta við þjónustubryggju gegnt ferjubryggjunni.  Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í þjónustubryggju sem er ætluð dýpkunarskipum og öðrum þjónustuskipum Lögreglan á Suðurnesjum hefur að und- anförnu haft til rannsóknar mál er varðar tilraun til smygls á kóka- íni til landsins. Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu tvær íslenskar stúlkur um tvítugt sem voru að koma frá London 20. nóvember síðastliðinn. Þær reynd- ust hafa kókaín innvortis, samtals tæplega 300 grömm. Að sögn lögreglunnar voru stúlk- urnar úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. desember, en hafa verið látnar lausar. Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi og ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins. Tvær konur teknar með kókaín innvortis Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. Jólarjómi allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.