Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sú áætlun sem menn ætla þér að
fylgja er of áhættusöm fyrir þig. Þú ættir að
skella þér í jólagjafainnkaup fyrr en seinna.
Þú færð upplýsingar sem kæta þig mjög.
20. apríl - 20. maí
Naut Bjóddu vinunum heim í kvöld og
skemmtu þér. Þér finnst erfitt að vakna á
morgnana, farðu því fyrr að sofa. Fall er far-
arheill.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það verður enginn hlutur að veru-
leika bara vegna þess að þú óskar eftir því.
Makinn gerir allt fyrir þig með glöðu geði
þessa dagana. Launaðu honum með kossi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það myndi létta af þér miklum
áhyggjum ef þú gæfir þér tíma til þess að
koma fjármálunum á hreint. Ef þú þarft að
láta í minni pokann skaltu gera það með
reisn. Ekki er allt gull sem glóir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert ekki í miðju eldsins en þú skynjar
hitann mjög vel. Beindu athyglinni að fjár-
útlátum og taktu hugmyndir þínar alvarlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allt gengur sinn vanagang, en virðist
samt öðruvísi. Ástvinur vill vita meira, sjá
meira og upplifa meira. Þú ættir að hlusta
meira á þína innri rödd.
23. sept. - 22. okt.
Vog Spennandi tilboð gætu borist þér til
eyrna í dag. Kannski þú ættir að byrja átakið
þitt í dag?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur svo mörg járn í eldinum
að þú kemur eiginlega engu í verk. Ekki sýna
linkind í vissu máli. Jólin koma þótt þú takir
ekki allt í gegn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver reynir að gera þér lífið
leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina.
Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhalds fé-
lagsskapurinn þinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að láta afbrýðisemina ekki
ná tökum á þér í samskiptum við ástvini.
Hafðu þetta í huga er þú eyðir deginum í að
gefa öðrum það sem þeir þarfnast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það vantar ekki mikið upp á að
þér takist að klára það verkefni sem þér hef-
ur verið falið. Ekki gera ráð fyrir því að fóllk
heyri það sem þú ert að segja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Margskonar möguleikar blasa við.
Láttu stoltið ekki hindra þig í framtíðinni.
Samstarfsmennirnir eru glaðir í bragði og þú
kemur miklu til leiðar. Þér hættir til að taka
hlutina of alvarlega.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir
sendi umsjónarmanni póst með leið-
réttingu á vísum, sem birtust í tven-
nupistli hans í Stuðlabergi og teknar
voru upp í Vísnahorni: „Þar var far-
ið bræðravillt og fleira var rangt.
Vísur þessar átti ég skrifaðar eftir
öruggri heimild að ég taldi, sem
ekki reyndist vera. Rétt mun sagan
og vísurnar vera svona:
Leifur Auðunsson í Dalsseli og
Markús Jónsson, Borgareyrum á
Hólmabæjumí V-Eyjafjallahreppi,
frændur og vinir, voru í gleðskap
fram eftir laugardagsnóttu. Leifur
vaknaði snemma á sunnudags-
morgni og gekk að Borgareyrum,
sem ekki er langt. Markús svaf þá
fast og varð ekki vakinn.
Leifur skildi eftir þessa vísu:
Á sunnudögum sefur vært í syndafleti
af honum geta aðrir lært
aðeins leti.
Þegar Markús fékk vísuna orti
hann:
Latur skrifar letingja við litla snilli.
Latur hefur litla hylli,
latur flækist bæja milli.“
Jónas Ragnarsson benti umsjón-
armanni á forvitnilegan ritdóm
Kristjáns frá Djúpalæk í Verka-
manninum um Limrur Þorsteins
Valdimarssonar, en það var fyrsta
íslenska limrubókin og kom hún út
árið 1965. Þar segir Kristján að
limran sé „algjör hliðstæða íslenzku
ferskeytlunnar, og var notað á kúg-
unartímum til að skamma yfirvöld
undir rós um allt Bretaveldi og Ír-
land þá meðtalið. Vísurnar flugu
nafnlausar og hárbeittar og gerðu
sitt gagn eins og okkar.“
Hann tiltekur Sköpunarsögu Þor-
steins:
Guð varp handfylli af sandi
út í hyl.
Þá var heimurinn orðinn til
með sandi af gæðum —
nema seðlum og kvæðum.
Þar kom satan og andvakan til.
Og Kristján bætir við: „Lái mér
hver sem vill. En þetta þykir mér af-
skaplega skemmtilegur skáldskapur
og ég býð hiklaust limruna vel-
komna endanlega í flokk íslenzkra
braghátta.“
Og það er sjálfsagt að klykkja út
með þessari sorgmóðugu haust-
mynd Þorsteins:
Enn falla í þagnar ljúfa löð
ljóðin glöð
og út í móunum dvína.
Reynirinn fellir sín rauðu blöð
og ríkisstjórn krónuna sína.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af tvennum, limrum og
Sköpunarsögu Þorsteins
eftir Jim Unger
„HVAÐ MEINARÐU MEÐ AÐ ÖSKRA EKKI
Á HANN? HANN KEYPTI DEMANTSHÁLS-
FESTI FYRIR KÆRUSTUNA SÍNA MEÐ
GREIÐSLUKORTINU MÍNU!“
HermannÍ klípu
„VIÐ VILJUM HORFA Á KOSTI,
FREKAR EN GALLA. Í ÞÍNU TILFELLI
SJÁUM VIÐ HVORUGT.“
eftir Mike Baldwin
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast þú ríkari
en lottóvinningshafi.
EITTHVERT ÞEKKT
LYFJAOFNÆMI?
ÉG HÉLT AÐ
ÞETTA YRÐI
GAMAN.
ÚTI Í NÁTTÚRUNNI ...
SÆKJA OKKUR JÓLATRÉ ...
ÞÚ MEINAR
SÍMASTAUR?
VIÐ ÆTTUM AÐ
FARA NÚNA.Víkverji fékk sér bát á skyndibita-staðnum Subway á dögunum.
Svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að af-
greiðslustúlkan kom honum í opna
skjöldu. Brauðið var nýkomið úr ofn-
inum og vakti stúlkan, sem var
örugglega innan við tvítugt, athygli
Víkverja á því. Hvað haldið þið að
hún hafi sagt: „Brauðið er geðveikt
mjúkt,“ giska örugglega flestir á.
Nei, ekki aldeilis. Hún sagði:
„Brauðið er lungamjúkt.“ Lunga-
mjúkt, segir Víkverji og skrifar. Hún
sagði lungamjúkt. Minnstu munaði
að Víkverji táraðist yfir orðfærinu.
Enn er von fyrir æsku þessa
lands!
x x x
Á dögunum rifjaðist upp fyrir Vík-verja skondin saga af þremur
erlendum sambýlismönnum hans á
stúdentagörðum Háskóla Íslands
fyrir um tveimur áratugum. Þeir
voru þá nýkomnir til landsins frá
fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj-
anna og langaði að kynna sér nætur-
lífið í Reykjavík. Höfðu heyrt að það
væri með því besta sem gerðist á
byggðu bóli. Fengu þeir ýmsar upp-
lýsingar frá okkur, íslensku sambýl-
ingunum, um staði og annað slíkt.
Loks rann upp föstudagur og var
að vonum hugur í okkar mönnum.
Mikið lagt í undirbúning og ætluðu
þeir aldeilis að mála bæinn rauðan.
Í þessu ljósi var grunsamlega
dauft yfir þeim þegar þeir komu og
hlömmuðu sér niður í sjónvarps-
herberginu á Garði um níuleytið um
kvöldið. Við spurðum hvort ekki lægi
vel á þeim. „Við látum það alveg
vera,“ var svarið.
Hvers vegna? var spurt á móti
enda æsilegt kvöld á næturlífinu
framundan. „Þetta var hundfúlt,“
upplýsti þá einn, Litháinn í hópnum.
„Hvað meinarðu? Var?“ spurðum
við Íslendingarnir. „Eruð þið búnir
að fara?“
„Já,“ sagði Eistinn. „Við fórum
um sjöleytið niður í bæ og það var
ekki nokkur kjaftur inni á skemmti-
stöðunum. Þegar við vorum ennþá
einir klukkan hálf níu drifum við
okkur bara heim. Það er vonlaust
næturlíf í Reykjavík!“
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra
yður illt, ef þér kappkostið það sem
gott er? (1Pt. 3, 13.)
Salome Þorkelsdóttir
framkvæmdastjóri
- Þetta er minn staður!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n