Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Eftirréttir Sollu bbbbn Eftir Sólveigu Eiríksdóttur Ljósmyndir: Matthías Árni Ingimarsson JPV 2012. 180 bls. Unnendur hráfæðis, sem og þeir sem kynn- ast vilja slíkri matargerð, ættu ekki að láta nýj- ustu bók Sólveigar Eiríksdóttur framhjá sér fara. Hún geymir m.a. hráfæðisuppskriftir að brownies, bökum, hnallþórum, konfekt- kúlum, ís og múffum. Í fyrsta kafla bók- arinnar fer Sólveig nokkrum orðum um helstu hráefni og grunnaðferðir við matseldina sem koma að góðum notum. Einnig minnir hún á hversu stórt hlutverk matvinnsluvélin og blandarinn leika við gerð hráfæðisrétta. Þó að sumar uppskriftirnar byggist á langri upptalningu eru leiðbeiningar skýrar og því engin ástæða til þess að fallast hendur fyrirfram þó réttirnir kalli á dálitla vinnu. Bókin er fallega hönnuð í litlu broti sem fer vel í hendi og myndirnar eru mikið fyrir augað. Höfundur minnir réttilega á að eftirréttir eru lúxus og þó að hráfæðiseftirréttir séu næring- arríkir og seðjandi komi þeir ekki í staðinn fyr- ir grænmeti og annan hollan mat. En hráfæð- isuppskriftirnar eru líka lúxusmatur í öðrum skilningi því þær kalla yfirleitt á hráefni sem er dýrara en ýmsir hefðbundnari eftirréttir. Múffur í hvert mál bbbbn Texti og myndir eftir Nönnu Rögnvaldardóttur Iðunn 2012. 112 bls. Matgæðingurinn Nanna Rögvaldardóttir hefur sent frá sér enn eina gæðabókina. Að þessu sinni deilir hún með lesendum 42 fjöl- breyttum múffuupp- skriftum sem henta jafnt að morgni sem kvöldi. Flestir eru sennilega vanir því að múffur séu sætar og því gætu uppskriftir á borð við t.d. hangi- kjötsmúffur, spínat- og fetamúffur eða gráða- osts- og rósmarínmúffur hljómað frekar fram- andi. En eins og Nanna bendir réttilega á geta múffur hentað afbragðsvel sem kvöldmatur eða kryddað brauðmeti með súpunni. Af sæt- um múffuuppskriftum sem óhætt er að mæla með eru Toblerone-múffur og trönuberja- og graskersfræjamúffur. Í inngangi bókarinnar segir Nanna að múff- ur séu hennar uppáhaldsbakkelsi sökum þess hversu einfaldar, fljótlegar, góðar og ótrúlega fjölbreyttar þær geta verið. Óhætt er að taka undir með Nönnu, því eftir að hafa bakað ófáar uppskriftir bókarinnar má ljóst vera að það tekur enga stund að skella í gómsætar múffur sem reyndar eru bestar nýbakaðar og rjúkandi heitar. Eitt helsta einkennið á bók Nönnu er hversu afslappað viðhorf höfundur hefur til matseldar og er það afar þakklátt. Sem dæmi leggur Nanna áherslu á að líta beri á upp- skriftir hennar sem grunnuppskriftir sem breyta megi á ýmsa vegu allt eftir smekk les- enda, því hvað sé til eða hvað pyngjan leyfi. Eldað með Ebbu í Latabæ bbbbm Eftir Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur Ljósmyndir: Árni Torfason Sögur 2012. 227 bls. Eldað með Ebbu í Latabæ er yndisleg bók í alla staði. Hún er stútfull af einföldum, fljótlegum og ekki síst girnilegum upp- skriftum sem henta vel allri fjölskyldunni. Bókin spannar allar helstu máltíðir dagsins, s.s. grauta og orku- drykki í morgunmat, brauð og álegg í drekku- tímanum, súpur, aðalrétti og meðlæti í kvöld- matinn og loks bæði sæta og salta eftirrétti. Markmið höfundar var að búa til bók sem höfðað gæti til allrar fjölskyldunnar jafnframt því að sýna fram á að það er miklu einfaldara og mun minni nákvæmnisvinna en margir halda að útbúa frá grunni hollan og góðan mat. Óhætt er að segja að höfundi takist þetta ætlunarverk sitt með glæsibrag, því bókin er frábær leiðarvísir fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í eld- húsinu undir góðri leiðsögn fullorðna fólksins. Þannig má í bókinni t.d. finna greinargóðar leið- beiningar um það hvernig eigi að gera hafra- graut, sjóða egg, fisk, kartöflur og hrísgrjón. Bókin er sérlega litrík og með fallegum mynd- um sem oft og tíðum veita lesendum nýjar hug- myndir um skemmtilega framreiðslu á einföldu hráefni. Á víð og dreif um bókina má síðan finna ýmis gullkorn og góð ráð frá höfundi sem oftar en ekki framkalla bros. Vissulega má deila um hversu æskilegt það sé að halda tilteknum vörumerkjum að börnum, en hins vegar verður ekki um það deilt að Latibær hefur ávallt staðið fyrir heilbrigðan lífsstíl og virðist höfða vel til ungviðisins. Ef hægt er að nýta þann áhuga til góðs þá er það hið besta mál. Matreiðslubækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar matreiðslubækur Sýning á verkum Ragnheiðar Jóns- dóttur myndlistarkonu var opnuð á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju í fordyri kirkjunnar á sunnu- dag. Ragnheiður, sem er fædd árið 1933, sýnir röð stórra kolateikn- inga sem hún kallar „Slóð“ en verk- in vann hún á árunum 2006 til 2012. Sýning Ragnheiðar í Hallgríms- kirkju kallast á við yfirlitssýningu á verkum hennar sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, en ferill Ragn- heiðar í myndlist spannar um 50 ár. Menntun sína sótti Ragnheiður í Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands en fyrstu sýninguna opnaði hún í Casa Nova árið 1968. Ragnheiður tók virkan þátt í að endurvekja fé- lagið Íslensk Grafík árið 1969 og kvaddi sér eftirminnilega hljóðs á 7. áratugnum með róttækum graf- íkverkum um stöðu konunnar. Sýnir í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Einar Falur Ragnheiður Stórar teikningar hennar eru í fordyri kirkjunnar. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.6 SKYFALL Sýndkl.6-9 PITCH PERFECT Sýndkl.8-10:15 WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 12 12 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð 16 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 NIKO 2 KL. 4 - 6 L HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.30 7 SKYFALL KL. 5 - 8 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 ARFUR NÓBELS KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 16 SNABBA CASH 2 KL. 10.40 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 10 KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16 HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.40 - 10 12 SKYFALL KL. 5.20 12 “GEÐVEIK RÓMANTÍK” -S.G.S., MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.