Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vestfirðingar vilja að haldiðverði áfram við gerð nýt-ingaráætlunar fyrirstrandsvæði Vestfjarða.
Vinna við skipulagningu Ísafjarðar-
djúps taki nú við þegar nýtingar-
áætlun fyrir Arnarfjörð er að verða
tilbúin.
Fjórðungssamband Vestfirð-
inga, Teiknistofan Eik og Há-
skólasetur Vestfjarða hafa síðustu
ár unnið að nýtingaráætlun fyrir
strandsvæði Vestfjarða. Fyrsti
áfangi, nýtingaráætlun fyrir Arn-
arfjörð, hefur verið kynnt fyrir
sveitarfélögum, stofnunum og íbú-
um. Er þetta fyrsta strandsvæða-
skipulagið hér við land.
Unnið er að nýtingaráætlun
með sama hætti og skipulagsáætl-
anir sveitarfélaga. Þannig er íbúum
gefinn kostur á að gera athugasemd-
ir á kynningartímabilinu.
Skipulagsvald sveitarfélaganna
nær aðeins út að netalögum, það er
115 metra frá stórstraumsfjöru-
borði. Í nýtingaráætlun strand-
svæða er ætlunin að skipuleggja
svæðið þaðan og að einni sjómílu út
frá grunnlínupunktum landhelg-
innar. Ekki hafa verið sett lög um
þetta efni en sveitarfélögin og
Fjórðungssambandið líta á nýting-
aráætlun sem stefnumörkun um það
hvernig sveitarfélögin vilja að svæð-
in séu nýtt.
Fiskeldi í öllum fjörðum
Nýting strandsvæða Vestfjarða
hefur aukist og hefur aldrei verið
fjölbreyttari en nú. Fiskeldi, kræk-
lingarækt og ferðaþjónusta er dæmi
um vaxtarbrodda til viðbótar við þá
nýtingu sem fyrir var, svo sem veið-
ar, hlunnindanýtingu og kalkþör-
unganám. Aukin nýting hefur leitt
til hagsmunaárekstra og aukins
álags á umhverfið. Dæmi um það er
baráttan um fiskeldisleyfi í Arnar-
firði. Nú er eldi í nánast öllum fjörð-
um Vestfjarða, frá Patreksfirði í Ísa-
fjarðardjúp.
Fjallað er um ýmis álitamál í
nýtingaráætlun Arnarfjarðar til árs-
ins 2024 og nýtingarþáttum raðað
niður. Gert er ráð fyrir ýmsum veið-
um í nánast öllum firðinum, þótt það
sé ekki sýnt á meðfylgjandi korti, og
teknir frá staðir fyrir aðra nýtingu
eins og sýnt er. Ekki er tekin afstaða
til deilna um hversu mikið fiskeldi
fjörðurinn ber en hvatt til frekari
rannsókna um það efni.
Vilja að haldið verði
áfram með skipulag
Nýtingaráætlun
Arnarfjarðar
Tálkni Tálknafjörður
Patreksfjörður
Bíldudalur
Þingeyri
Kópur
Se
lár
da
lu
r
Fíf
us
ta
ða
da
lu
r
Feigsdalur
Svalvogar
Djúpidalur
Fos
sd
alu
r
Tjaldanesdalur Hrafnseyri
Mosdalur
Hokinsdalur
Fossfjörður Reykjarfjörður
Trostansfjörður
Geirþjófsfjörður
Dynjandisvogur
Borgarfjörður
Efnisnám
Kalkþörunganám
Kræklingarækt
1=Starfsl. að 200 t.
Hlunnindanýting
1=Æðarvarp
Fiskeldi
R=Rekstrarleyfi f. fiskeldi
S=Starfsleyfi f. fiskeldi
Útivist
1=Veiðiár
2=Útsýnisstaðir
3=Útivistarfjörur
4=Kæjakar
5=Dýra- og fuglaskoðun
6=Sjóstangveiði
7=Hvalaskoðun
8=Köfun
Önnur nýting
1=Sæskrímsli
2=Beltisþari
Menningarminjar
1=Skipsflök
2=Aðrar minjar
Verndarsvæði
ARNARFJÖRÐUR
Grunnkort/Loftmyndir ehf.Heimild: Teiknistofan Eik /Fjórðungssamband Vestfirðinga
1
1
2
2
2
2
3
3
2
55
3
2
3
1
3
2
S
S
R
RS
RS
S
S
RS
R
1
1
1
1
1
1
2
2
2
2
2
1
6
6 7
7
7
4
8
8
7
7
4
7
2
5
1
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Björn ValurGíslason,sem kvart-
að hefur með eft-
irminnilegum
hætti undan
meintu málþófi við
afgreiðslu fjárlaga, lét sig
hafa það að tefja afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins með því
að taka þátt í umræðum um
það í gær.
Björn Valur bar fram
spurningar í andsvörum við
Bjarna Benediktsson og hefði
án efa talið þær málþóf úr
munni annarra, enda má
halda því fram að þær hafi
litlu bætt við umræðuna. Þó
er að sjálfsögðu ástæðulaust
að gagnrýna Björn Val fyrir
það eitt að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri í andsvörum
á þingi enda er það sjálfsagð-
ur réttur hans og nauðsyn-
legur liður í afgreiðslu þing-
mála að þingmenn taki þátt í
umræðu um þau þó að þeim
sem eru efnislega ósammála
kunni að þykja innleggið lít-
ilfjörlegt.
Björn Valur, Lúðvík Geirs-
son og fleiri stjórnarliðar
bregðast við umræðum ann-
arra um frumvörp með því að
tala um málþóf og krefjast
þess að þingmenn stytti mál
sitt og hleypi frumvörpum
áfram án frekari umræðu.
Þeir sjálfir mega hins vegar
„tefja“ umræðuna og þá eru
ásakanir um málþóf lagðar til
hliðar rétt á meðan.
Athugasemdir Björns Vals
við ræðu Bjarna Benedikts-
sonar lutu aðallega að því að
hagvöxtur hefði verið góður
hér á landi að undanförnu og
að fjárfestingar hefðu verið
miklar.
Þetta er sami söngur og
stjórnarliðar hafa kyrjað frá
því að þeir hófu
undirbúning kosn-
inganna næsta vor
og settu spunavél-
arnar á fullan
snúning. Áróð-
urinn gengur út á
að þrátt fyrir að fólk finni
ekki fyrir meintum árangri
ríkisstjórnarinnar þá sé allt á
réttri leið. Og ekki nóg með
það, erlendis horfi menn aðdá-
unaraugum til Íslands, eins og
Björn Valur minntist einnig á
í gær.
Bjarni benti á að hagvöxtur
hefði samkvæmt áætlun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og
stöðugleikasáttmálans átt að
vera yfir 4% hér á landi á ár-
unum 2012-14 en spár nú
gerðu aðeins ráð fyrir um
helmingi þess. Þá hefði fjár-
festing verið með minnsta
móti, ekki síst í sjávarútvegi
vegna óvissunnar þar. Ytri að-
stæður hefðu verið góðar hér
á landi en þrátt fyrir það
hefðu ný störf ekki orðið til.
Viðbrögð Björns Vals voru
að kvarta undan því að um-
ræðan um efnahagsmál væri
oft og tíðum yfirborðskennd
og ekki nógu djúp.
Út af fyrir sig er þetta rétt
hjá þingmanninum, umræðan
mætti vera dýpri. Dýpt um-
ræðunnar verður þó ekki
meiri við það að heimta að
þingmenn stytti mál sitt í um-
ræðum um stærstu frumvörp
ríkisstjórnarinnar eða við það
að stjórnarþingmenn keppist
öllum stundum við að spinna
sama ósannindaþráðinn um
stöðu efnahagsmála. Ef Björn
Valur og félagar fara að taka
umræðurnar alvarlega og
taka þátt í þeim af heilindum
er aldrei að vita nema þær
dýpki og verði jafnvel til
nokkurs gagns.
Ef spunanum linnir
geta umræður á
Alþingi farið að skila
meiri árangri}
Dýpri umræður
um efnahagsmál
Ríkisstjórngagnsæis hef-
ur verið að pukrast
lengi með nýjustu
útgáfuna af frum-
varpi sínu um stjórn fiskveiða.
Innan stjórnarflokkanna tókst
ekki að ljúka afgreiðslu frum-
varpsins svo unnt væri að
leggja málið fyrir þingið án af-
brigða á þessu ári en Stein-
grímur J. Sigfússon, ráðherra
sjávarútvegsmála í hjáverkum,
upplýsti að engu að síður yrði
reynt að koma því í gegnum
fyrstu umræðu og inn í nefnd.
Í svari við fyrirspurn Ragn-
heiðar Elínar Árna-
dóttur upplýsti ráð-
herrann að ekkert
hefði verið rætt við
þá sem starfa í grein-
inni vegna þessarar nýjustu
atlögu ríkisstjórnarinnar að
undirstöðuatvinnuveginum.
Ráðherrann sagðist þekkja
sjónarmið allra í málinu og þar
með væri samráð við þá sem
starfa í greininni eða aðra sem
þekkingu hafa á sjávarútvegi
óþarft.
Sjálfsagt er líka óþarfi að sóa
tímanum með því að ræða mál-
ið á þingi.
Steingrímur veit
hvað allir hugsa}Án samráðs R
íkisstjórnarmeðlimir og fylkingar
þeirra þreytast ekki á að tala um
hið mikla góðverk sem á að fram-
kvæma á næsta ári. Barnabæt-
urnar verða hækkaðar og skila-
boðin eru: verið glöð með þennan brauðmola
sem við köstum til ykkar og hættið svo að væla
um meira. Kjósið okkur svo aftur til valda í
vor.
Ég tel þetta góða aðgerð sem virðist ætla að
koma þeim verst settu mjög vel. Ég, einstæð
móðir á meðallaunum, mun líklega ekki njóta
góðs af því. Ég er jú á meðallaunum, næ að
borga alla mína reikninga um hver mánaðamót
og lifa með herkjum af restinni út mánuðinn.
Ég er þegn í fullri vinnu með skuldabagga sem
ég hef sniðið eftir vexti og því sér ríkisstjórnin
til þess að ég njóti ekki góðs af neinu sem hún
gerir. Allan góðæristímann var ég núðluétandi náms-
maður og vann eins mikið og ég gat með fullu námi til að
þurfa ekki að taka yfirdrátt með námslánunum. Það var
hark. Loksins er ég komst út á vinnumarkaðinn að fullu
var Ísland hrunið og síðan hef ég ekki fengið notið launa
erfiðis míns sem skyldi, því það er sama hvað ég vinn og
vinn mig upp um launaflokka þá sér ríkið til þess að mest-
allt fari í kassa þess. Geri ég mér þó fulla grein fyrir mik-
ilvægi þess að ríkiskassinn sé vel settur og greiði glöð
mína skatta um hver mánaðamót en mér finnst ríkið farið
að seilast heldur langt ofan í veskið mitt.
Ekki nóg með það heldur er allur peningurinn sem ég
lagði fyrir á mínum námsárum í útborgun á 50
fm blokkaríbúð upp étinn og vel það. Það er
búið að sjá til þess að ég get ekki stækkað við
mig á næstu árum og ríkið sér til þess að ég
get ekki sparað fyrir nýrri útborgun með
hækkunum á öllu því sem viðkemur daglegum
rekstri heimilis.
Þau flagga því að barnabætur hækki en sjá
á sama tíma til þess að þær komi allar aftur til
baka í ríkiskassann með hækkunum á öðrum
þáttum. Það lítur til dæmis allt út fyrir að
bensíngjöld hækki um um 4,6% á næsta ári.
Hverjir nota bíla mest? Það er barnafólkið.
Það er að keyra börnin sín til og frá og það er
háðara einkabílnum en þeir sem eru óbundnir
af því að þurfa að sækja börn í leikskóla eða í
skóla á ákveðnum tímum dags. Það á að
hækka fleira, m.a. bifreiðagjald og útvarps-
gjald, svo ekki sé talað um ýmis vörugjöld á matvörur og
aðrar vörur sem er mest keypt af þar sem eru fleiri en
einn í heimili. Það er bjart framundan hjá barna-
fjölskyldum þessa lands og ég þekki þær margar sem eru
komnar með kvíðahnút í maga vegna farsæls komandi
árs. Útgjöldin munu augljóslega aukast en enginn sér
launin hækka á móti.
Ég fagna því sem ríkisstjórnin gerir fyrir þá sem eru
verst settir. En það má ekki verða svo að þeir sem vinna
fyrir sínu fari sjái það í hillingum að verða atvinnulausir
því að hag þeirra sé betur borgið þannig en úti á vinnu-
markaðinum. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Farsælt komandi fjölskylduár
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ekki eru aðeins tekin frá svæði í
Arnarfirði fyrir veiðar, fiskeldi
og aðra slíka nýtingu því gert er
ráð fyrir verndun tiltekins
svæðis og útivistarsvæðum.
Geirþjófsfjörður er á náttúru-
minjaskrá vegna fjölbreytts og
fagurs landslags, ríkulegs gróð-
urs og skóglendis. Hann hefur
fengið að vera í friði vegna þess
hversu erfitt er að komast
þangað. Í nýtingaráætlun er
gert ráð fyrir að Geirþjófs-
fjörður verði verndaður sem
náttúrusvæði og honum þannig
hlíft við sjónmengun sem fylgir
fiskeldi. Þó er nefnt að skoðun
sæskrímsla sé heimil og hefð-
bundnar veiðar.
Innsti hluti Borgarfjarðar og
Dynjandisvogur eru teknir frá til
útivistar en þar upp af er foss-
inn þekkti, Dynjandi, sem er
friðlýstur sem náttúruvætti.
Geirþjófsfirði
verði hlíft
NÁTTÚRUVERNDARSVÆÐI