Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Vinur minn og félagi, Jó-
hannes Ágústsson, lést 15. nóv-
ember sl. eftir snarpa glímu við
erfiðan sjúkdóm. Jóhannes var
einn af alltof fáum mönnum
sem höfðu mikla sjálfsvirðingu
Jóhannes
Ágústsson
✝ Jóhannes fædd-ist í Reykjavík
11. janúar 1953.
Hann andaðist á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans 15. nóvember
2012.
Útför Jóhann-
esar fór fram frá
Ytri-Njarðvík-
urkirkju 23. nóv-
ember 2012.
um leið og hann
virti skoðanir ann-
arra og ræddi þær
af heiðarleika. Það
eru ekki margir
sem hafa þá þörf
sem hann hafði til
að láta gott af sér
leiða eða hafa þann
vilja og fórnfýsi
sem hann hafði til
að berjast fyrir
umbótum í sam-
félagsmálum. Hann starfaði af
eldmóði sem almennur félagi og
stjórnarmaður í félagasamtök-
um bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Hann var félagi í sænska sósíal-
demókrataflokknum og síðar í
Umhverfisflokknum sænska.
Hann var bæjarfulltrúi í Gauta-
borg, í stjórn Samtaka her-
stöðvaandstæðinga á Íslandi,
starfaði í Amnesti Internatio-
nal, náttúruverndarsamtökum
o.fl. Jóhannes var alla tíð mjög
virkur í pólitísku félagsstarfi.
Jóhannesi kynntist ég fyrst
fyrir alvöru í gegnum náms-
mannasamtök Íslendinga þegar
ég hóf nám í Gautaborg 1981.
Við vorum skoðanabræður.
Báðir aðhylltumst við sósíalísk-
an anarkisma og ræddum sam-
an löngum stundum um lág-
marksríkið, forsendur og leiðir
að samfélagi jafnaðar og vald-
dreifingar. Þarna kom maður
aldrei að tómum kofanum hjá
Jóhannnesi því hann hafði bæði
yfirgripsmikla þekkingu á hug-
myndafræðistraumum og ekki
síst vestrænni stjórnmálasögu.
Við ræddum þessi mál langt
fram á nótt og þá fékk Karl
Marx oft sinn skerf af gagnrýni
og léttu hóli fyrir framlag sitt
til samfélagsvísindanna og an-
arkismans sem svo mörgum
sést yfir. Samræðurnar með Jó-
hannesi eru meðal minna bestu
og skemmtilegustu minninga
enda var hann húmoristi og
sagði kímnar sögur af mönnum
og málefnum. Svona gekk þetta
í yfir 30 ár, samræðurnar voru
síungar. En þó svo að við hitt-
umst oft með löngu millibili, því
báðir vorum við ýmist aðfluttir
eða brottfluttir Íslendingar, þá
var þráðurinn alltaf tekinn upp
aftur og samræðan hélt áfram.
Í minningunni var Jóhannes
sístarfandi og vinnusamur mað-
ur. Hann var framhaldskóla-
kennari á Íslandi og m.a. rektor
endurmenntunarskóla í Svíþjóð.
Á níunda áratugnum vann hann
hörðum höndum sem mennta-
skólakennari til að koma sér
þaki yfir höfuðið. Hann keypti
sér stóra íbúð á Tómasarhag-
anum í Reykjavík, en ég var
svo heppinn að leigja hjá hon-
um herbergi tvívegis þegar ég í
var í doktorsnámi og þurfti að
safna gögnum á Íslandi. Í þá
daga eins og nú voru launin lág,
ekki síst í ríkisgeiranum, og
menn neyddust til að vinna
mikla yfirvinnu. Jóhannes vann
tvöfalt á þessum árum og lýsti
ástandinu á vinnumarkaðnum
með fleygum orðum sem seint
gleymast. Ég spurði hann eitt
kvöldið út í yfirvinnuna og
vinnuálagið, þá sagði hann
brosandi: „Ástandið er orðið
þannig að það eina sem ég
heyri í fréttum er þessi eina
mínúta í lokin. „Þetta var helst
í fréttum“.“
Jóhannes var einn af þeim
sem maður vissi alltaf hvaða af-
stöðu höfðu í málum og stóð
fastur fyrir á sínum málstað.
Hann hafði til þess þor og heið-
arleika sem of fáir hafa. Hans
verður lengi saknað í vinahópn-
um. Aðstandendum hans votta
ég innilega samúð mína.
Ívar Jónsson.
Elsku vinur. Nú kveð ég þig í
hinsta sinn. Mér finnst lífið svo
ósanngjarnt að taka þig í burtu
svona ungan, rétt byrjaður að lifa
lífinu. Nýgiftur og nýbúinn að
eignast barn. Ég get ekki skilið
þetta. Af hverju? Ástin ykkar
Karenar var svo falleg og sterk.
Sjaldan hef ég séð neinn geisla
jafn mikið og ykkur tvö þegar þið
voruð saman. Það sem á ykkur var
lagt á ekki að þurfa að henda
nokkra manneskju.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson.)
Mig langar að þakka þér, Dav-
íð, fyrir jákvæðnina, æðruleysið
og fyrir að kenna mér hvað það
skiptir miklu máli að hugsa vel um
sig, því lífið er ekki sjálfgefið og
við verðum að læra að meta það.
Ég geri það í dag. Mig langar líka
að þakka þér fyrir að vera henni
Karenu svona yndislegur maður,
þið áttuð hvort annað svo skilið,
bæði svona yndislegt fólk.
Elsku besta Karen mín, Brynja
Vigdís og Hrafnkatla Rún, mér
þykir svo óendanlega vænt um
ykkur og finn svo til með ykkur.
Þið eigið hug minn allan.
Ykkar vinkona,
Oddrún.
Elsku vinir Arnar og Sigrún og
börn. Við flytjum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
og ástríkan föður lifa að eilífu og
veita ykkur styrk á sorgarstundu.
Litlu fjölskyldunni hans Davíðs
sendum við hlýjan hug og samúð-
arkveðjur sem og aðstandendum
öllum
Veturinn kallar
í vöggunni bærist
voðin sem verndar þig kuldanum frá.
Engillinn blíði
pabbi þinn vakir þér hjá.
Ég strýk þér um vanga
tindrandi lokkar
svo töfrandi flóð – yfir andlitið bjart.
Engillinn blíði
mig langar að segja svo margt.
Engillinn blíði
ég færi þér hvað sem þú þarft.
Feykir burt laufi
fennir í sporin
tíminn flýr banginn við árstíða hjal.
En ást mín hún varir
andann þótt fjari
í eilífðar dal.
Davíð Örn
Arnarsson
✝ Davíð Örnfæddist í
Reykjavík 17.
nóvember 1980.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
á afmælisdaginn
sinn 17. nóv-
ember 2012.
Útför Davíðs
Arnar var gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 26. nóvember 2012.
Veturinn kallar
hann vekur sem áður
barnið er faðir í vögguna
ber.
Engillinn blíði
ég er hér.
Engill minn blíði
ávallt hér.
(Kristinn G. Bjarnason)
Björgvin
Halldórsson
og fjölskylda.
Með örfáum orðum vil ég minn-
ast vinar míns Davíðs sem lést
langt um aldur fram.
Ég kynntist Davíð fyrst al-
mennilega fyrir u.þ.b. 17 árum í
Foldaskóla og urðum við fljótt
mjög góðir vinir. Davíð var einu ári
eldri en ég og hóf nám í Borgar-
holtsskóla eftir að hann kláraði
grunnskólann og það sama gerði
ég. Við vorum oftast samferða bæði
í skólann og úr honum og vorum
nánast alltaf saman í skólanum á
milli tíma og meira að segja svo
mikið að við vorum stundum spurð-
ir hvar hinn bróðirinn væri ef fólk
hitti okkur sinn í hvoru lagi á skóla-
göngunum.
Tónlist hefur alltaf verið stór
þáttur í okkar vinahópi og er óhætt
að segja að Davíð hafi haft mikil
áhrif þar m.a. á tónlistarsmekk
minn og eflaust marga fleiri. Hann
hafði mikinn áhuga á tónlist og var
mjög duglegur að finna og safna að
sér allskyns tónlist og kynna hana
fyrir okkur vinunum. Ég og Davíð
vitnuðum oft í þá tíma þegar Siggi í
mötuneytinu, eins og við kölluðum
hann, var sífellt að lána okkur gríð-
arlegt magn af geisladiskum með
hinum og þessum tónlistarmönn-
um og tónlistarstefnum.
Við vorum nágrannar og voru
þær ófáar stundirnar sem við átt-
um saman annað hvort heima hjá
mér eða honum að hlusta á og spila
tónlist. Manni fannst alltaf jafn
skemmtilegt að koma í heimsókn
til Davíðs í bláa húsið á sumrin þar
sem yfirleitt var bæði hlustað á
plötur og spilað á hljóðfæri. En
eins og margir vita þá var Davíð
mjög góður munnhörpuleikari og
gat einnig spilað vel á gítar í þau
skipti sem hann tók gítarinn upp.
Davíð var duglegur að draga
okkur vinina upp í sumarbústað
sem fjölskylda hans á og var til í að
fara með í flest allar aðrar
sumarbústaðaferðir innan vina-
hópsins. Það fylgdi því alltaf visst
öryggi að hafa Davíð með í för þeg-
ar farið var í ferðalög um landið því
hann var alltaf með alla hluti á
hreinu. Davíð hafði mikinn áhuga
á náttúrunni og útiveru enda dug-
legur að fara með okkur vinina í
göngur í þessum ferðum sem voru
alltaf jafn skemmtilegar, sama
hvernig viðraði, því honum tókst
alltaf að telja menn á að kíkja í
göngutúr.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt Davíð sem vin og þau áhrif sem
hann hafði á mig og mitt lífsvið-
horf.
Ég sendi Kareni, dætrum, for-
eldrum, systkinum og öðrum ætt-
ingjum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Munum að hinir dánu
eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru
aðeins farnir á undan.
Eiríkur Kristinn
Hlöðversson.
Það var 1949 að
tvær litlar stelpur hittust í fyrsta
skipti, önnur fjögurra ára en hin
fimm, sú fimm ára var Sigrún
sem nú er horfin okkur en lifir í
minningunum og þær eru marg-
ar. Hún átti heima á Hverfisgötu
en ég á Laugavegi og var Trað-
arkotssund á milli okkar og þar
hittumst við fyrst í fínum kjólum
með slaufur í hárinu. Það hefur
verið hátíðisdagur fyrst við vor-
um svona fínar. Þetta voru okkar
fyrstu kynni.
Sigrún
Halldórsdóttir
✝ Þórlaug SigrúnHalldórsdóttir
fæddist 20. janúar
1944 í Reykjavík og
lést hinn 18. nóv-
ember 2012 á Land-
spítalanum.
Útför Sigrúnar
fór fram í Grens-
áskirkju 26. nóv-
ember 2012.
Sigrún var dug-
leg í öllu sem hún
gerði, foringi í öllum
leikjunum okkar.
Hornabolti, brennó,
fallin spýtan, alltaf
var hún foringinn,
hárprúð og hávaxin,
en það varð hún
mjög snemma. Ekki
var alltaf mulið und-
ir hana, hún varð að
bjarga sér sjálf.
Föður sinn missti hún ung og
varð móðir hennar að vinna við
hreingerningar og þvotta í
heimahúsum til að halda heim-
ilinu saman.
Þegar við uxum úr grasi var
ýmislegt að gerast hjá okkur eins
og gengur og þá helst böll í Breið-
firðingabúð, en Sigrún var ekki
mikið fyrir að skemmta sér. En
að fara í bíó fannst henni gaman.
Hún fór í Verslunarskólann og
var búin að vinna sér fyrir skól-
anum sumarið áður. Þá var hún
komin í svolitð annan heim en
minn, en vináttan alltaf til staðar.
Sigrún fór til Bandaríkjanna
og var hjá Pálý systur sinni í ár,
þá voru það bréfaskriftir sem
gengu á milli.
Það var happadagur þegar
hún fór að vinna á Búrfelli. Hún
var búin að vinna þar um tíma
þegar hún hitti hann Gísla og
sagði mér með glampa í augunum
að hún ætti kærasta og hann væri
hærri er hún, það var stórt atriði.
Sigrún elskaði Gísla sinn og ég
held að hann hafi verið eina
sanna ástin hennar, hún var alltaf
svo hreykin af honum og í hennar
augum gat hann flest. Svo kom
fallega stúlkan hún Ásta og Sig-
rún ljómaði af gleði, sendi marg-
ar myndir svo ég gæti líka dáðst
að henni. Síðan kom prinsinn
hennar hann Halldór Rafn sem
er giftur henni Jóhönnu Ýri og
eiga þau Sigrúnu Ýri, Gísla
Hrafn og Hebu sem voru henni
eitt og allt.
En þrjósk gat hún líka verið og
gerði hún mig stundum svekkta
þegar við fórum að kaupa föt og
það varð að vera alveg eins kápa
og í fyrra. Við leituðum um allan
bæ og fundum svo eina græna
sem var alveg eins og gamla,
nema sú var rauð. Stundum var
hún að reyna að hafa vit fyrir
þessari vinkonu sem henni fannst
stundum erfið, en hún var alltaf
vinur. Henni fannst ég eiga börn-
in heldur ört og fannst henni þau
frekar ódæl og ætlaði ekki að
taka mig til fyrirmyndar í upp-
eldi, en ég held að okkur hafi báð-
um tekist vel til. Hún var mikið
fyrir dýr og átti oftast kisur.
Minnisstæðastur er hann Hosi,
fallegur grár kisi sem hún kom
stundum í heimsókn með í tösk-
unni. Þeim leiddist það ekki
dætrum mínum.
Ég talaði við hana daginn áður
en hún dó og við spjölluðum svo-
lítið saman. Henni var brugðið,
en ég spurði: „Ertu hrædd?“ Hún
svaraði: „Nei, ég er ekkert
hrædd Greta, vil að þessu fari að
ljúka.“
Gott var að geta kvatt þessa
vinkonu mína til 63 ára, það er
langur tími í vináttu og ég er
þakklát fyrir að hafa notið henn-
ar. Fjölskyldan, sem var henni
svo mikils virði, á alla mína sam-
úð. Farðu í friði mín kæra.
Margrét Andrésdóttir.
Ég kynntist Þóru fyrir nær 32
árum í jólafjölskylduboði. Þá
höfðum við Helgi nýhafið sam-
búð og tími til kominn að kynn-
ast fjölskyldunni allri. Við kom-
um bæði úr stórum fjölskyldum
og eldri systkini Helga áttu
stálpuð börn. Það var því heil-
mikið mál að hitta allan þennan
fjölda og verða hluti af hópnum.
Mér er sérlega minnisstætt þétt
faðmlag Magga, sem bauð mig
velkomna í fjölskylduna og mild-
Þóra Jóhanna
Hólm
✝ Þóra JóhannaÓskarsdóttir
Hólm fæddist á
Seyðisfirði 10. des-
ember 1945. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 12. nóvember
2012.
Útför Þóru fór
fram frá Lang-
holtskirkju 23. nóv-
ember 2012.
ur róandi svipur
Þóru. Tveimur ár-
um síðar giftum við
Helgi okkur og
Maggi var svara-
maður bróður síns,
en pabbi leiddi mig
inn kirkjugólfið.
Þó rúmur ára-
tugur væri á milli
okkar hjónanna og
Magga og Þóru
hindraði það ekki
að við næðum vel saman. Í upp-
hafi leituðum við ungu hjónin
talsvert til þeirra og þáðum ráð
og aðstoð. Síðar gátum við orðið
þeim að nokkru liði, til dæmis
var sumarbústaðurinn þeirra
smíðaður inni í húsinu okkar í
óinnréttuðu rými. Eftir að bú-
staðurinn var reistur áttum við
hjónin og strákarnir okkar góð-
ar stundir í Brekkukoti og í
gönguferðum um svæðið fræddi
Þóra okkur um fjallagróðurinn.
Í áranna rás slógu húsráðend-
ur ekki slöku við enda tók hlíðin
við Brekkukot stakkaskiptum
þegar árangur af ræktun þeirra
við bústaðinn kom í ljós. Þau
hjón höfðu mikið yndi af dvöl
sinni þar og við nutum þess að
koma í heimsókn og enn frekar
þegar ferfætlingurinn sem okk-
ur fylgdi var ávallt velkominn.
Það er til eftirbreytni hve
samtaka Maggi og Þóra voru
alla tíð. Þau unnu hlið við hlið
við að hlú að bústaðnum sínum
og gróðrinum, skelltu sér saman
í ferðalög út um allan heim,
glímdu við erfiðar krossgátur og
hófu saman iðkun á golfi. Maður
nefndi tæpast annað þeirra á
nafn án hins. Þau áttu ástríkt,
traust og gott samband við Kalla
son sinn og konu hans Guðnýju,
sem varð þeim sem bezta dóttir.
Barnabörnin Maggi og Þóra
Margrét voru augasteinarnir
þeirra. Þóra sagði mér þegar ég
var nýorðin amma sjálf, að
ömmuhlutverkið væri henni inni-
lega gefandi og barnabörnin
uppspretta endalausrar gleði og
hamingju.
Þóra var skarpgreind kona og
stálminnug, enda reiddu allir sig
í fjölskyldunni á að hún væri
með á hreinu hvern þann fróð-
leik, tímamót, atburði, nöfn og
staði sem aðra rétt rámaði í. Í
öllum veizlum, boðum og sam-
komum eða í undirbúningi að
slíkum viðburðum var hún sú
sem mundi þegar öðrum förl-
aðist, leiðrétti þegar aðra mis-
minnti og safnaði saman upplýs-
ingum þannig að rétt væri
skráð.
Þóra barst ekki á en hafði
þeim mun meira fram að færa
hvenær sem til hennar var leit-
að. Hún var gjafmild og góð við
syni okkar og fylgdist vel með
framförum þeirra.
Við Þóra skröfuðum margt
saman og vorum sammála um
réttlæti og ranglæti heimsins.
Þóra var víðlesin og við ræddum
mikið um bækur. Hún hafði
einnig mikla gleði af tónlist og
við fórum saman á jólatónleika
til hátíðarbrigða. Við áttum náið
og gott samband sem aldrei bar
skugga á og ég eignaðist í henni
kæra vinkonu.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin Þóru samfylgdina í gegn-
um allan okkar hjúskap og biðj-
um henni Guðs blessunar. Ást-
vinum hennar færum við okkar
hjartans samúðarkveðjur.
Pálína og Helgi.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn