Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Auðvitað er frumvarpið málamiðlun ýmissa sjónarmiða og á sér langan að- draganda í gegnum allt þetta ferli og sáttanefndina sem Guðbjartur Hann- esson fór fyrir, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon at- vinnuvegaráðherra, um nýtt frum- varp um stjórn fiskveiða, sem hann segir stefnt að að fela atvinnuvega- nefnd til umsagnar fyrir jól. „Þarna er verið að reyna að mæta ýmsum sjónarmiðum og finna ein- hverjar málamiðlanir. Þar á meðal þessa, að það geti orðið virkur mark- aður með aflaheimildir í gegnum kvótaþing og að menn geti sótt sér þangað veiðiheimildir í einhverjum mæli, þeir sem vantar þær. Að kvóta- þingið auki sveigjanleika í kerfinu og opni það svolítið.“ Nýtingarleyfi og kvótaþing Hann segir fleira í frumvarpinu. „Menn eru þá kannski að finna mis- munandi áherslum búning í þessari blöndu, að búa til þessa tvo hluta kerf- isins: Nýtingarleyfi með handhafa hlutdeildanna til langs tíma gegn gjaldi og hins vegar hluta 2, pott, opn- ara kerfi þar sem kvótaþing leikur sitt hlutverk. Svo verða auðvitað fleiri þættir ofnir inn í þetta eins og strand- veiðar og tilteknar byggðaaðgerðir og svo framvegis.“ – Verður leitað afbrigða og allt gert til að hraða málinu fyrir jól? „Nei, ekki að öðru leyti en því að mér hefur þótt skynsamlegt verklag að koma því sem fyrst til nefndarinn- ar. Hún er málinu býsna vel kunnug og tekur þá við því og glímir við það. Það væri það sem ég hefði óskað mér,“ segir Steingrímur. Óhagkvæm ríkisafskipti Spurður út í þau ummæli Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG, í Morgunblaðinu í gær að kvóta- þingi sé ætlað að greiða fyrir aðgengi að greininni segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, slíkar hugmyndir fela í sér ríkis- afskipti og óhagkvæmni. „Þetta eru sömu gömlu hugmynd- irnar. Ríkið ætlar að hirða aflaheim- ildir af aðilum sem hafa keypt þær og láta stjórnmálamennina sýsla með þær. Það verður ekki byggðunum til framdráttar að hirða aflaheimildir af fyrirtækjunum til þess að bjóða þær upp með þeirri óvissu sem því tilheyr- ir varðandi rekstur og útgerð. Það er aldrei hægt að byggja upp starfsemi í útgerð á því að leigja kvóta, enda hafa menn enga vitneskju um hvaða afla þeir hafa til framtíðar eða á hvaða verði. Þá leiðir það til óhag- kvæmni að fjölga þeim aðilum sem stunda útgerð.“ Kvótaþing leiði til „opnara kerfis“  Atvinnuvegaráðherra segir kvótafrumvarpið málamiðlun SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það sem þeir ákveða að túlka er að það hafi verið gert samkomulag um málsmeðferðina, eins og hún var við fyrstu umræðu. En það var aldrei gert. Það var aldrei neitt samkomu- lag um það hversu margir þingmenn mættu tala. Þannig að í raun var aldrei neitt samkomulag brotið og þessi uppákoma hér á föstudaginn af hálfu Lúðvíks Geirssonar og Björns Vals Gíslasonar er þeim náttúrlega til háðungar,“ segir Ragnheiður Rík- harðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og 1. varaforseti Alþingis um meint samkomulag sem fulltrúar stjórnarliða á Alþingi halda fram að hafi verið gert varðandi fyrirkomu- lag 2. umræðu um fjárlög sem hefur verið á dagskrá síðan á fimmtudag. Ragnheiður vísar þarna til þess þegar umræddir þingmenn gengu framhjá ræðustól undir ræðu Illuga Gunnarssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, með spjald sem á stóð „MÁLÞÓF“ og var því beint að sjónvarpsmyndavél í salnum. Málið tekið upp í forsætisnefnd Ragnheiður segir Björn Val, for- mann fjárlaganefndar, hafa óskað eftir frestun umræðunnar um viku í þinginu og um það hafi verið gert samkomulag, en ekki annað. Nokkur umræða hefur verið um málið í þinginu, en þingmennirnir báðust afsökunar á gjörðum sínum aðfaranótt laugardags. Ragnheiður segir málið hafa verið tekið upp í for- sætisnefnd og segir ekki hægt að láta málið átölulaust. Hún segir að svona gjörning þurfi menn að hugsa fyrirfram. Vill nota andvirði upp í skuldir „Þetta er ekki eitthvað sem gerist í stundarákvörðun. Þeir þurfa að skrifa þetta og ákveða hvernig þeir ætla að haga sér. Hvað ef stefnu- ræða forsætisráðherra er flutt. Ætl- ar þá einhver að labba framhjá með spjald sem að stendur á LYGI? Þetta er glórulaus framkoma af hálfu þessara tveggja manna og þeim til háðungar,“ segir hún. Ragnheiður flutti í gær sína fyrstu ræðu um fjárlög. Þar gagnrýndi hún þær tillögur að nýta söluandvirði rík- iseigna inn í ríkisreksturinn. Hún segir að þingflokkurinn vilji nota söluandvirðið til niðurgreiðslu ríkis- skulda. „Við eigum að nota þær til að greiða niður skuldir og lækka vaxta- gjöld ríkisins því þetta er gjörsam- lega að sliga okkur. Þeir ætluðu árið 2012 að selja eignir fyrir á áttunda milljarð og það gekk ekki eftir. Nú er þessi hugsanlega sama eignaundir- staða undir svo og svo miklu í þessari svokölluðu fjárfestingaráætlun þeirra. En engir peningar í hendi,“ segir Ragnheiður. „Uppákoman þingmönnum til háðungar“  Ekkert samkomulag um málsmeðferð Morgunblaðið/Kristinn Fjárlög Ragnheiður segir ekkert samkomulag hafa verið gert um lengd 2. umræðu um fjárlög 2013. Umræða um fjárlög » Samkomulag var um fyrstu umræðu fjárlaga. Hún tók með öllu 11,2 klst. í ár en 8,1 klst. árið 2011. » Deilt er um fyrirkomulag annarrar umræðu. Hún hafði í gærkvöldi kl. 23:00 staðið í 28,5 klst. en tók alls 19,5 klst. árið 2011. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Þingmenn fjögurra flokka sem eiga sæti í allsherjar- og menntamála- nefnd Alþingis leggja til að framlög til heiðurslauna listamanna hækki úr 43,4 milljónum í 81,9 milljónir árið 2013. 27 manns munu njóta heið- urslauna samkvæmt tillögunni. Af þeim munu fimm fá rúmar 3,6 millj- ónir króna en 22 fá tæpar 2,9 millj- ónir. Skýringin er sú að samkvæmt lögum um heiðurslaunin nr. 66/2012 skulu þeir sem eru sjötugir og eldri njóta 80% af heiðurslaunum þeirra sem eru undir sjötugu. Þeir sem eru á listanum og eru undir sjötugu eru Edda Heiðrún Backman, Jónas Ingi- mundarson, Vigdís Grímsdóttir, Þrá- inn Bertelsson og Megas. Enginn framsóknarmaður stendur að tillög- unni. Siv Frið- leifsdóttir situr í allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að þingflokkurinn hafi tekið þá af- stöðu að vilja leggja af fyrirkomulag um heiðurs- laun listamanna en þess í stað nota fjármagnið til stuðnings við unga listamenn. Hún telur að það megi heiðra eldri listamenn með marg- víslegum öðrum hætti og nefndi sem dæmi að embætti forseta Íslands gæti annast það hlutverk. Vilja næstum tvöfalda heiðurslaun listamanna  Framsókn vill breyta kerfinu Heiðurslaun listamanna » Í fyrra fengu allir sem þáðu heiðurslaun 1,5 milljónir. » Í ár er lagt til að fimm manns fái 3,6 milljónir en 22 fái 2,9 milljónir. » Framsóknarmenn vilja af- nema kerfið og að ungir lista- menn njóti þeirra frekar. Þráinn Bertelsson Fyrirvarar Samfylkingar ÞRJÚ MEGINATRIÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Róður með Aðalbjörgu RE 5 Atvinnuvegaráðherra segir ýmsum sjónarmiðum mætt í kvótafrumvarpinu. Öll börn eiga rétt á Gleðilegum Jólum www.hvitjol.is Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins úr þingflokki Samfylk- ingarinnar gera fimm til sex þingmenn fyrirvara við fisk- veiðistjórnunarfrumvarpið, sem þingflokkurinn samþykkti í gær að senda inn í þingið. Lúta atriðin að leigupottinum og möguleikum til stækkunar, hve langt skuli ganga í úthlutun nýrra aflaheimilda með nýjum tegundum og að stærra hlutfall afla sem kemur á land skuli fara á íslenskan fiskmarkað. Fram kom í kosningastefnu- skrá Samfylkingarinnar að hún stefndi að fyrningarleið – t.d. 5% fyrningu aflaheimilda á 20 árum – en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er talað um að heildarafli verði innkall- aður og honum endurúthlutað á 20 árum. Á frumvarpið að endurspegla „samningaleið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.