Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Snjóbyssan framleiddi snjó í Ártúnsbrekku í
Reykjavík í gær. Er nú svo komið að brekkan er
orðin hálffull af snjó eftir að hafa verið auð í
gær. Verkið verður svo klárað í dag, að sögn
Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíða-
svæðanna. „Það er eilítið þyngra að renna sér í
þessum snjó en þetta er þó enginn gervisnjór,“
segir Magnús. Snjóbyssan er hluti af tilraun
Íþrótta- og tómstundaráðs. Byssan er í láni frá
framleiðanda og mun borgin í framhaldinu
ákveða hvort byssan verður keypt. „Við hvetjum
alla til að koma og prófa,“ segir Magnús.
Snjóframleiðsla er hafin í Ártúnsbrekku og munu skíðaáhugamenn brátt geta notið afrakstursins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framleiddur snjórinn geysist fram úr byssunni
Lögreglan leitaði í gær refsifanga
sem strauk úr fangelsinu á Litla-
Hrauni upp úr hádeginu. Maðurinn
heitir Matthías Máni Erlingsson og
er 24 ára. Hann afplánaði dóm fyrir
tilraun til manndráps.
Í gærkvöldi var ekki vitað hvern-
ig Matthías slapp úr fangelsinu. Á
mynd sem lögreglan birti virðist
hann vera að fara í útivist.
Skömmu síðar uppgötvaðist hvarf
hans. Í tilkynningu frá lögreglunni
kemur fram að vísbendingar séu
um að Matthías hafi fengið far á
Selfoss.
Konunni sem Matthías réðst á í
apríl síðastliðnum og reyndi að
myrða hefur verið komið í öruggt
skjól, samkvæmt heimildum mbl.is.
Lögreglan biður þá sem geta
gefið upplýsingar um ferðir Matt-
híasar að hafa samband við lögregl-
una á Selfossi í síma 480 1010.
Lögreglan leitar fanga
Dæmdur of-
beldismaður slapp
af Litla-Hrauni
Leitað Matthías Máni Erlingsson var í grárri hettupeysu, með svarta húfu.
Rammaáætlunin var rædd fram á
kvöld í gær en tekin var ákvörðun
um að fresta umræðum á ellefta tím-
anum í gærkvöldi.
Þingflokksformenn flokkanna
komu saman í gærkvöldi og ræddu
um framhaldið á dagskrá Alþingis.
Enn er eftir að taka fjárlagafrum-
varpið til umræðu en samkvæmt
formlegari dagskrá á Alþingi að
ljúka 20. desember. „Það standa yfir
viðræður en ekki er komin niður-
staða. Auðvitað mun niðurstaða nást
að lokum. Það vita það allir að hér
þarf að klára fjárlög fyrir áramót.
Deilurnar snúast um önnur mál,
hvort hægt sé að klára þau núna eða
hvort þau verða tekin fyrir í janúar,“
segir Illugi Gunnarsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokks.
Álfheiður Ingadóttir, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, vildi ekk-
ert segja um það hvort samninga um
þinglok væri að vænta. Þingflokks-
formennirnir sátu enn á fundi
skömmu fyrir miðnætti í gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var maður fluttur á sjúkra-
hús skömmu áður en fundinum var
slitið, en hann hafði skaðað sig inni á
salerni skammt frá þingpöllunum.
vidar@mbl.is
Engin sátt liggur
fyrir um þinglok
Rammaáætlunin rædd fram á kvöld
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
SÉRSMIÐI
innréttingar, borðplötur, sprautulökkun
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
„Ég geri þetta til þess að varpa fram
hugmyndum. Það er alltaf byrjunin.
Þótt þetta sé ekki raunhæft í dag
getur það orðið síðar. Heimurinn
breytist svo hratt,“ segir Örnólfur
Hall arkitekt um tillögu að nýju út-
liti háspennumastra.
Örnólfur tók eins og fleiri þátt í
samkeppni sem Landsnet efndi til
fyrir nokkrum árum og segist hafa
fengið ágætis umsögn. Hann miðar
við hefðbundið byggingarefni í til-
lögum sínum en segir hugsanlegt að
hægt sé að nota koltrefjar í staðinn.
„Ég hef ferðast um landið og séð
þessar skerandi beinu línur sem fara
illa í mjúku landslagi. Velti því fyrir
mér hvort ekki væri hægt að milda
línurnar og laga að landslaginu. Ég
fór að velta fyrir mér formum.“
Hugmynd hans grundvallast á að
möstrin dansi í gegnum landslagið,
eins og meðfylgjandi teikning hans
gefur til kynna. Léttleikanum á að
ná með þverslám með sveigðum
stögum upp og niður á víxl. Möstrin
eru svo spegluð til og frá. Önnur út-
færsla, svokölluð vættamöstur, á síð-
an að vera þar sem þörf er á sterk-
byggðari möstrum. Þau eiga að
minna á vætta- og tröllskapnað í
skammdeginu þar sem lýsing og
endurvarpskúlur notast til áhrifs-
auka. helgi@mbl.is
Dansandi háspennumöstur
Arkitekt
vill mýkja línur
í landslaginu
Mjúkar línur Háspennumöstrin eiga að dansa í gegnum landslagið.
Óvissa um ýmis
mál veldur því að
Herjólfur siglir
til Þorlákshafnar
en ekki Land-
eyjahafnar og
hefur gert frá
því skipið kom úr
viðgerð eftir
óhapp sem varð í
innsiglingunni til
Landeyjahafnar.
Á vef Herjólfs kemur fram að
beðið sé niðurstöðu rannsóknar-
nefndar sjóslysa en í kjölfar þess
óskuðu erlend tryggingafélög eftir
nánari upplýsingum. Einnig er beð-
ið eftir niðurstöðu vinnuhóps um
björgunaraðstæður í Landeyjahöfn.
Þá vill útgerðin hafa aukablöð í
skrúfu skipsins tiltæk en sex vikur
tekur að fá þau smíðuð.
Óvissa veldur því
að Herjólfur siglir
ekki í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir.
Fjölbýlishús við Orrahóla í Breið-
holti var rýmt þegar eldur logaði í
þaki hússins um klukkan 16 í gær.
Nokkrir íbúar voru í húsinu og
hlúðu starfsmenn Rauða kross Ís-
lands að þeim í strætisvagni sem
sendur var á staðinn.
Fjölmennt lið frá slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins kom á vett-
vang með tæki sín og tól og tók
ekki langan tíma að slökkva eldinn.
Engan sakaði og fengu íbúarnir
fljótlega að snúa til síns heima. Tal-
ið er að skemmdir á húsinu séu
minni en óttast var í fyrstu.
Fjölbýlishús rýmt
vegna elds í þaki