Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur lofað að gera allt sem í valdi
sínu standi til að koma í veg fyrir
mannskæða byssuglæpi eftir skot-
árás í barnaskóla í bænum Newtown í
Connecticut á föstudaginn var þegar
tvítugur maður skaut 26 manns til
bana í skólanum, þar af 20 börn á
aldrinum sex til sjö ára.
Forsetinn boðaði þó ekki neinar
sérstakar tillögur um herta löggjöf
um byssueign. Dianne Feinstein, ein
af áhrifamestu þingmönnum demó-
krata, hefur tilkynnt að hún ætli að
leggja fram lagafrumvarp 3. janúar
um að banna árásarriffla og skothylki
með meira en tíu skot.
Mörg sambandsríki, þeirra á með-
al Connecticut, hafa þegar sett
ströng lög um byssukaup, en þau
duga ekki þar sem lítið er hægt að
gera til að koma í veg fyrir að íbú-
arnir kaupi byssur í öðrum ríkjum.
Alríkislög, sem bönnuðu sölu á
árásarrifflum, féllu úr gildi árið 2004
þegar George W. Bush var forseti.
Fyrir forsetakosningarnar árið 2008
var Obama hlynntur því að lögin yrðu
sett aftur en hann hvatti ekki til
slíkra breytinga fyrir síðustu kosning-
ar vegna aukinnar andstöðu meðal al-
mennings við herta löggjöf um byssu-
eign. Til að mynda benti
Gallup-könnun, sem gerð var fyrir
rúmu ári, til þess að meirihluti Banda-
ríkjamanna, eða um 53%, væri and-
vígur banni við sjálfhlaðandi rifflum,
eða árásarrifflum, og aðeins 25%
væru hlynnt banni við skammbyssum.
Í nokkrum lykilríkjanna í forseta-
kosningunum í nóvember, t.a.m. Ohio,
Pennsylvaníu og Virginíu, er mikil
andstaða við breytingar á lögunum
um byssueign.
Styrkur samtakanna ofmetinn?
Obama og fleiri stjórnmálamenn í
Bandaríkjunum hafa verið tregir til
að beita sér fyrir hertri byssulöggjöf
af ótta við að missa atkvæði kjósenda
sem vilja engar breytingar á stjórnar-
skrárvörðum rétti sínum til að eiga
byssu. Um 4,3 milljónir manna eru fé-
lagar í samtökum bandarískra byssu-
eigenda sem eru á meðal öflugustu
þrýstihópanna í Washington.
Nú þegar Obama hefur náð endur-
kjöri og þarf ekki að hafa áhyggjur af
næstu forsetakosningum þarf hann
ekki að óttast samtök byssueigenda,
að mati Jonathans Lowy, fram-
kvæmdastjóra bandarískra samtaka
sem berjast fyrir hertri byssulöggjöf.
„Obama og aðrir demókratar hafa
misskilið og ofmetið styrk hagsmuna-
samtaka byssumanna. Staðreyndin
er sú að þau gelta mjög hátt, en bit
þeirra er mjög laust,“ hefur frétta-
veitan AFP eftir Lowy. „Í síðustu
kosningum eyddu samtökin miklum
peningum – 99% þeirra fóru til fram-
bjóðenda sem biðu ósigur og þannig
er þetta í nánast öllum kosningum.
Þau eyða miklum peningum, hafa
hátt og frambjóðendur þeirra tapa.“
Eiga 270 milljónir
af byssum
Robert Spitzer, höfundur
bókar um pólitísku deilurnar
um byssulöggjöfina, telur að
það sé ólíklegt að blóðsúthell-
ingarnar í Newtown verði til
þess að byssulöggjöfin verði
hert, þótt það sé ekki ómögulegt.
„Fólk er í losti yfir þessu,“ hefur
fréttavefur breska ríkisútvarps-
Reynt að herða byssulögin
AFP
Englar 27 útskornar englamyndir voru settar upp í Newtown til minningar um þau sem létu lífið í skotárásinni. Hún
hefur valdið miklum óhug meðal Bandaríkjamanna og kynt undir umræðunni um hvort herða eigi byssulöggjöfina.
Demókratar beita sér fyrir breytingum á löggjöfinni til að takmarka byssueign í Bandaríkjunum
Talið er að erfitt verði að knýja fram breytingarnar Bandaríkjamenn eiga 270 milljónir skotvopna
Um það bil 17.000 morð eru skráð í Bandaríkjunum á ári og um 70% þeirra
eru framin með byssum. Þetta jafngildir því að á hverjum degi eru 80
Bandaríkjamenn skotnir til bana.
Nær önnur hver fjölskylda í Bandaríkjunum geymir að minnsta kosti
eina byssu á heimilinu. Um helmingur sambandsríkjanna 50 hefur sett lög
sem heimila byssueigendum að bera vopn sín á flestum almennings-
stöðum.
Bill Clinton, þáverandi forseti, undirritaði árið 1993 svonefnd
Brady-lög sem kveða á um að verslanir megi ekki selja mönnum
byssur ef þeir eru á sakaskrá. Lögin ná þó ekki til um 40% af
viðskiptunum með byssur því þau eiga sér stað milli ein-
staklinga og á netinu, að sögn fréttavefjar BBC.
Andstæðingar breytinga á byssulöggjöfinni segja að ekki
sé hægt að koma í veg fyrir fjöldamorð með því að herða
lögin. „Byssur drepa ekki fólk, það er fólk sem drepur,“ er
viðkvæði þeirra sem vilja vernda réttinn til að eiga vopn.
80 skotnir til bana á dag
NÆR ÖNNUR HVER FJÖLSKYLDA Á BYSSU
Fórnar-
lömbin
syrgð í
Newtown.
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-18
20% afsláttur
af allri jólavöru
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Yfirvöld í Lyon í Frakklandi hafa ákveðið að þyrma lífi
tveggja fíla, Baby og Nepal, sem átti að lóga vegna þess
að þeir eru með berkla og hætta er á að þeir smiti gesti
og önnur dýr í dýragarði í borginni. Lóga átti fílunum
síðar í vikunni en ákveðið var að fresta því fram yfir
jólin og hugsanlega lengur vegna mótmæla. Um 11.000
manns skrifuðu undir áskorun um að fílunum yrði
þyrmt og forseti Frakklands tók undir áskorunina.
AFP
Lífi fílanna þyrmt yfir jólin