Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 34
34 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gerir daglega tilveru að nokkurs konar listformi, hvort sem þú raðar púðum á sófa eða tekur þátt í líflegum samræðum við vin. Forðastu að ofreyna þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Ferðaáætlanir þínar virðast óraunhæf- ar þar sem þú virðist hreinlega ekki hafa efni á að fara þangað sem þú hafðir hugsað þér. Eitthvað kemur í leitirnar sem þú hefur saknað lengi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gagnast þér lítið að vera stöð- ugt að líta um öxl og kvelja þig með gerðum hlutum. Fjölskyldumeðlimir sem þú hefur ekki séð í háa herrans tíð láta senn á sér kræla. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Yngri manneskja véfengir skoðanir þínar. Eitthvað er að brjótast um í þér og nauðsynlegt er að þú fáir málin á hreint sem fyrst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fjölskyldan kemur saman til að tala um erfiðleika fortíðarinnar. Einhver þér ná- inn dettur í lukkupottinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Ekki þreyta vinnufélag- ana með endalausum sögum af einkahögum þínum. Þú ert eins og lurkum laminn eftir jólahreingerninguna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefðu þér tíma til að eiga samveru- stundir með fjölskyldunni. Þú brýtur erfitt mál til mergjar. Ekki steypa alla í sama mót. Þú hittir naglann á höfuðið í deilumáli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í fínu formi og átt hik- laust að nota það bæði í leik og starfi. Til- litssemi og umburðarlyndi eru stikkorðin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu vera að taka áhættu í pen- ingamálum í dag, slíkt er líklegra til að hefna sín frekar en hitt. Hvar vilt þú vera eftir tíu ár og hvað getur þú gert til að ná því marki? 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert með hreint mjöl í poka- horninu og getur því brosað framan í heim- inn. Þú ert potturinn og pannan í jólaboðum fjölskyldunnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú heldur dauðahaldi í eitthvað á svipaðan hátt og þú gerðir þegar þú varst barn. Taktu eitt fyrir í einu og mundu svo að lofa ekki upp í ermina á þér í framtíðinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Neikvæðni er viðhorf sem sýgur ánægjuna úr líðandi stundu. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar. Pétur Pétursson skrifar umsjón-armanni skemmtilegan pistil en fundum þeirra bar saman um helgina í höfuðstað Norðurlands: „Eftir samtal okkar komst ég að því að ég hef sárafáar limrur ort á síð- ustu árum og gríp ógjarnan til þeirra á hagyrðingamótum. Mér líkar samt ágætlega við formið en trúlega finnst mér ég hafa á mér einhverja kvöð um absúrd efnistök, sem ég hef svosem litla rækt lagt við. Á árunum 1996-2003 stundaði ég nám í lýðheilsufræðum í Gauta- borg, 2-4 vikur í senn. Þá var limru- formið það eina sem ég notaði við yrkingar á erlendum málum. Einn mánuðinn gerði ég það að reglu að yrkja eina limru á dag og var þar auðvitað mesta bull innanum. Sendi þér til gamans þennan limruflokk.“ Hér eru limrur úr þeim sarpi Pét- urs: Það er hjartanu kært, sem að tungunni er tamt, bæði tóbak og pillur og brennivín rammt. Samt hún undarleg er þessi alhæfing hér, að oft leiti dópistinn langt yfir skammt. … Ljóst er það flestum, að vorkoman tekur sinn tíma, en tíðarfar batnandi kveikir í hjörtunum bríma. En sparaðu hljóð, þótt spáin sé góð, því oft veður-fræðingur elginn í villu og svíma. Hjálmar Freysteinsson var beð- inn um vísu „til að skreyta fyrir- lestur um umönnun aldraðra eða eitthvað því líkt“. Og smíðaði þessa: Þeir sem vilja hjúkra og hugga huga mættu að því vel að sigrað getur svartan skugga sólskinsbros og vinarþel. Ármann Þorgrímsson er í öðrum hugleiðingum: Bylgjan þegar brotnar há og bátinn rekur upp á sker að rifa seglin eftirá ósköp lítið gagnast mér. Jóhannes úr Meðallandi sendir Vísnahorninu kveðju, en hann „dreypti aðeins of mikið á bjór, rak svo augun í eitthvað fallegt og varð þá hugsað til málvinar síns: Ofurljóskur eru þar ósköp báðar fallegar; sannlega eru systurnar sýslumanni boðlegar“. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af absúrd limrum, sól- skinsbrosi og vinarþeli Í klípu „DANNI HÆTTI VIÐ. HANN VAR MEÐ BRJÓSTVERK OG ÁTTI ERFITT MEÐ AÐ ANDA. ÞEIR HALDA AÐ HANN SÉ MEÐ HJARTAKVEISU Á KEPPNISSTIGI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ HEFUR ÞAÐ FÍNT, EN ÉG?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... dagar víns og rósa. MAMMA, EF ÞÚ FENGIR ANNAÐ TÆKIFÆRI, MYNDIRÐU GERA EITTHVAÐ ÖÐRUVÍSI Í LÍFINU? ÉG MUNDI SENNILEGA HINKRA AÐEINS LENGUR. ÉG ÞARF BARA AÐ VERA GÓÐUR Í EINA VIKU Í VIÐBÓT FYRIR JÓL! JÓLAPOLKI! ÞAÐVERÐUREKKI AUÐVELT. SNJÓKORN FALLA...! Víkverji var með næturgest ádögunum, þriggja ára gamla sonardóttur sína. Mikill viðbúnaður var á heimilinu vegna komu jóla- sveinsins, sem þá nóttina var Stúf- ur. Eitthvað hefur smæð sveinka verið mikluð fyrir blessuðu barninu því það fullyrti að Stúfur væri svo lítill að hann væri með bleiu. Það voru ný tíðindi fyrir Víkverja. Áður en sú stutta fór í háttinn var skórinn reglum samkvæmt sett- ur út í glugga. Þá kom hins vegar babb í bátinn, henni þótti glugginn í svefnherberginu of hátt uppi til að raunhæft væri að Stúfur næði þangað með glaðninginn handa henni. Var nú gerð æðisgengin leit að glugga sem væri viðráðanlegur fyrir kappann. Fannst hann í stof- unni, þar sem nokkrir gluggar ná svo að segja frá lofti niður í gólf. Þóttist sú stutta hafa himin hönd- um tekið þegar hún áttaði sig á þessu og kom skónum vandlega fyrir í téðum glugga. Truflaði það hana ekkert að glugginn er ekki opnanlegur. Stúfur litli skilaði sér að sjálf- sögðu um nóttina og Víkverji getur ímyndað sér að hann hafi verið hæstánægður með þessa tillitssemi. Ófært að láta hann príla upp um alla veggi – með bleiuna á rassinum Borgaði Stúfur ríkulega fyrir sig með forláta póníhesti og vakti hann mikla lukku. x x x Einhver kann að segja að það sébjartsýni, jafnvel fífldirska, að setja upp margra mannhæða hátt jólatré utan dyra á Kjalarnesi. Það hafa menn eigi að síður gert, á ber- angri framan við félagsheimilið Fólkvang. Ekki var hið fjallmyndarlega tré búið að standa lengi er Kári gamli gerði atlögu og skellti því marflötu með hælkrók. Upp fór tréð aftur, enda Kjalnesingar ólseigir að upp- lagi og ýmsu vanir. Tveimur eða þremur dögum síðar lá tréð aftur í valnum – og Kári glotti við tönn. Þá kom krókur á móti bragði, Kjalnesingar víruðu tréð niður með nokkrum stálvírum allt í kring. Stendur það nú keikt á velli og Kári hefur séð sæng sína upp reidda. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. (Jeremía 31:3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.