Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Elsku tengda- mamma. Ég þakka fyrir ógleymanlegar stundir sem voru margar og var mér tekið strax opnum örmum hjá ykkur hjón- um. Við áttum margar ógleyman- legar stundir hér heima og úti á Flórída með fjölskylduna og einnig einn með ykkur. Mér er minnisstæð ferðin okkar þriggja til Spánar þar sem við keyrðum milli fjalla í leit að rétta grjótinu í eldhúsið þitt. Lýsandi dæmi um hörku þína í gegnum veikindin var þegar við Svanur mættum til Riverwo- od til þess að flytja milli húsa og Auður Jóna Árnadóttir ✝ Auður JónaÁrnadóttir fæddist í Keflavík 13. júlí 1947. Hún lést á Landspítal- anum 9. desember 2012. Útför Auðar fór fram frá Keflavík- urkirkju 17. desem- ber 2012. þú að sjálfsögðu gast ekki setið auð- um höndum og tókst barnakerru og tæmdir úr eld- hússkápunum og röltir yfir í nýja húsið og gekkst frá því þar. Ég þakka fyrir allan þinn stuðning í gegnum árin. All- ar mínar hugmynd- ir fengu alltaf góðan hljómgrunn og undirtektir og ég fékk alltaf hvatningu til framkvæmda hjá þér. Þegar á móti blés varst þú alltaf til staðar fyrir okkur og stappaðir í okkur stálinu. Ég hef alltaf sagt að þú værir límið í fjölskyldunni. Þinn óþekki tengdasonur, Vignir. Stórt skarð er nú höggvið í vinahópinn þegar hún Auður okkar er fallin frá. Við, í þessum hópi, höfum reyndar þekkt Auði misjafnlega lengi, sumir frá barnæsku en aðrir skemur en nánir vinir urðum við þegar USA-hópurinn varð til með golf- ferð fernra hjóna til Flórída í janúar 1998. Þessi hópur hafði þá aldrei ferðast saman en ferð- in tókst svo vel að hópurinn hef- ur síðan farið a.m.k. árlega í golfferð til útlanda og ótal ferðir innanlands. Þar er árlega keppnin mikla á Kiðjabergi eft- irminnilegust þar sem mikill golfbardagi er háður og síðan dvalið í sumarbústað á eftir. Eyjaferðir á Volcano open, heimsóknir í sælustaðinn í Skorradal, LEK mót o.s.frv., sí- fellt var leitað tilefna til að hitt- ast og eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem tekið var upp til að fjölga tilefnum til að hitt- ast var árlegt þorrablót hópsins þar sem hjón skiptust á að halda blótið. Hefur það verið árlegur viðburður allt frá fyrstu USA- ferðinni. Í ferðum okkar komu að sjálf- sögðu upp skemmtileg atvik. Eitt sinn þegar við vorum að koma frá Eyjum var ákveðið að framlengja ferðina vegna veður- blíðu og spila meira golf. Ákveð- ið var að gista á Hótel Selfossi og þegar við vorum búin að inn- rita okkur hringdi einhver dótt- irin í Auði að kanna hvar þau væru. Auður svaraði því snar- lega að það hefði verið ákveðið að fara í útilegu eftir Eyjaferð- ina. Hún fékk æði oft að heyra það síðan að Hótel Selfoss væri alveg ný skilgreining á útilegu. Það var einstaklega gaman að heimsækja þau hjón, alltaf var tekið afskaplega glæsilega á móti okkur, hvort sem var um miðja nótt í Flórída þegar hlað- borð beið þreyttra ferðalanga sem voru að koma frá Íslandi, heimsókn í Skorradalinn eða á Framnesveginn. Eftir að baráttan hófst fyrir alvöru hjá Auði fékk hún eig- inlega nafnið „naglinn“ í vina- hópnum, baráttuþrekið og æðruleysið var slíkt að allir fylltust aðdáun. Hún spilaði með okkur golf í Borgarnesi nú í september og ekkert okkar skildi hvernig hún megnaði það en ekkert var kvartað. Á eftir var matarboð og gisting í Skorradalnum og þar lagði Auð- ur sig að venju fram af fullum krafti, raunverulega langt um- fram það sem kraftarnir leyfðu. Sæmundur, elsku vinur, þinn missir er mikill. Þið hafið verið svo einstaklega samhent í leik og starfi að unun var að fylgjast með ykkur. Guð blessi þig og fjölskylduna og hjálpi ykkur að takast á við sorgina og tregann. Ykkar vinir, Guðný, Einar, Hafdís, Róbert, Ingibjörg og Júlíus. Hannes Ingi- bergsson afi minn var yndislegur maður. Mannvinur mikill, mjög hjálpsamur og með alveg ótrúlega mikla orku. Hann lifði fyrir það að uppfræða. Vann mestan hluta starfsferils síns sem leikfimikennari og ökukennari. Hann kenndi einnig mér, til að mynda á skíði þegar ég var fimm eða sex ára og svo síðar að keyra bíl. Afi stundaði ekki bara skíði heldur nánast alla útiveru, t.d. skotveiði, laxveiði og golf. Það síð- astnefnda átti hug hans allan eftir að hann komst á eftirlaun og fór hann um árabil í golf, nánast á hverjum einasta degi ársins. Skipti þá engu þótt það væri snjór á vellinum, þá var bara notuð lituð kúla og skotið af gúmmítíi. Eins og ég sagði hér að ofan var afi svakalega hjálpsamur, alltaf til í að sækja og skutla öllum þegar það þurfti. Fyrir fimm árum hjálpaði hann foreldrum mínum að smíða skemmu uppi í sumarbú- stað, þá 85 ára. Hann var þá og allt fram á seinasta dag mjög líkam- Hannes Ingibergsson ✝ Hannes Ingi-bergsson fædd- ist 24. október 1922 í Vestmannaeyjum. Hann lést á dvalar- heimilinu Skjóli 9. desember 2012. Útför Hannesar fór fram 17. desem- ber 2012. lega hraustur. Það var alltaf mjög gam- an að heimsækja afa og ömmu í Lálandi þar sem þau bjuggu alla mína æsku. Hann hafði gaman af því að leika við okkur systkinin, t.d. kenndi okkur íslenska glímu og glímdi við okkur á stofugólfinu. Afi hafði einnig mjög gaman af því að spila og spilaði mikið bridge og tefldi. Sjálfur hef ég líklegast erft spilaáhugann og orkuna frá afa, þótt ég sé ekki nærri jafnöflugur og hann. Fyrir fjórum árum missti afi eiginkonu sína og ömmu mína, hana Jónínu Halldórsdóttur. Eftir það fór minninu hjá honum að hraka hraðar og hefur hann und- anfarin tvö ár búið á Skjóli. Hon- um leið vel þar þótt hann áttaði sig ekki alltaf á hvar hann væri. Ég sótti hann oft þangað á sunnudög- um, en þá var okkur oft boðið í mat til foreldra minna. Hann vildi þá oft skrá sig út í móttökunni enda var hann bara í fríi á hóteli, líklega golfhóteli. Að lokum var það minn- istapið sem stytti þessa veru hans hér. Núna er hann kominn á betri stað og er þar með ömmu minni og heldur í hönd hennar og bíða þau þar brosandi og horfa inn í eilífð- ina. Gauti Kjartan Gíslason. Kær bekkjarsystir í E-bekkn- um í Melaskóla 1956-1962, Anna Kristjana Torfadóttir fv. borgar- bókavörður, er látin. Við hefðum ekki trúað því að senn væri kom- ið að kveðjustund þegar Anna var með okkur brosmild og glæsileg á 12 ára E-bekkjaraf- mæli í Iðnó við Tjörnina í byrjun júní sl. þó að við vissum að hún háði baráttu við alvarleg veik- indi. Hún er önnur úr bekkjar- og æskuvinahópnum sem við kveðjum, en áður sáum við á eftir Dúu, Sigþrúði Ingólfsdóttur, úr þessum mjög svo samheldna og uppátækjasama bekk að mati sumra lærifeðra í Meló á þeim tíma. Samt gekk ótrúlega vel hjá bekkjarkennaranum Rannveigu Löve að halda okkur að námsefn- inu og Ólafi Einarssyni þegar hann tók við bekknum og lauk hverjum kennsludegi með að lesa Jakob ærlegan sem enginn vildi missa af í þessum annars fjör- mikla og samheldna bekk. Þar af var Anna Kristjana fyr- irmyndarnemandi og ballerína bekkjarins í Ballettskóla Þjóð- leikhússins. Farsæl í starfi borg- arbókavarðar eins og vænta mátti og lagði áherslu á að rækta þjónustu við þá sem nýta sér bókakost og þjónustu Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Einnig á sviði stafrænnar tækni og nets- ins. Missir Veru einkadóttur Önnu og Gauta tengdasonar og mömmu Veru, systkina og fjöl- skyldna er mikill. Blessuð sé minning æskuvinkonunnar, Önnu Kristjönu Torfadóttur. F.h. E-bekkjar í Melaskóla, Margrét. Anna Torfadóttir borgarbóka- vörður tók mjög virkan þátt í þróun bókasafnamála á Íslandi, Anna Kristjana Torfadóttir ✝ Anna KristjanaTorfadóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1949. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 30. nóvember 2012. Útför Önnu fór fram frá Dómkirkj- unni 11. desember 2012. allt frá því að hún lauk námi í bóka- safnsfræði árið 1976. Hún var öflug í félags- og fræðslu- starfi stéttarinnar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bókavarða- félag Íslands og Fé- lag bókasafnsfræð- inga og síðar í sameiginlegu félagi, Upplýsingu. Hún var alltaf tilbú- in til að miðla þeirri þekkingu sem hún aflaði sér og hélt fjölda fyrirlestra um fagleg málefni og sinnti kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands, auk þess sem hún skrifaði talsvert um fagleg málefni og sérstaklega nýjungar sem voru að ryðja sér til rúms. Það var einkenni Önnu að fylgjast vel með því sem var að gerast er- lendis, hún hafði góð tengsl við kollega á Norðurlöndunum og tókst í starfi sínu sem borgar- bókavörður að innleiða margt af því besta frá nágrannaþjóðunum en almenningsbókasöfn á Norð- urlöndum þykja skara fram úr á heimsvísu. Anna var farsæll stjórnandi og átti aðkomu að helstu framfara- málum í starfi bókasafna hér á landi síðustu áratugina með ein- um eða öðrum hætti. Hún tók þátt í stefnumótun og þróun samstarfsverkefna, var lausna- miðuð og lagði ævinlega gott til málanna. Framsýni hennar, áhugi og metnaður fyrir hönd fagsins fleytti mörgum verkefn- um yfir erfiða hjalla. Hún var alltaf talsmaður samvinnu, að bókasöfn og starfsfólk þeirra ynnu saman, því þannig næðum við betri árangri. Meðal verkefna sem hún kom að má nefna Þjón- ustumiðstöð bókasafna, Lands- kerfi bókasafna, Alefli, notenda- félag Gegnis, Landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagna- söfnum eða Hvar.is og nefndir um endurskoðun laga um bóka- söfn. Þá var Anna varamaður í stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns frá því safnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna 1994 og til 2002 og sat sem aðalmaður 1997-1998. Hún bar hag safnsins ævinlega fyrir brjósti og fylgdist með starfsemi þess af áhuga. Ég átti þess kost að sitja með henni í stjórn Landskerfis bókasafna á árunum 2007-2012 og vil þakka sérstaklega fyrir það, en þar hafa verið afar frjó skoðanaskipti og gott samstarf. Það er sannarlega skarð fyrir skildi við ótímabært fráfall Önnu, en uppgjöf var ekki til í hennar orðabók og hún tók örlögum sín- um af æðruleysi. Við munum því halda merkinu á lofti með sam- vinnu og fagmennsku að leiðar- ljósi. Fyrir hönd starfsfólks Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns sendi ég fjölskyldu Önnu innilegar samúðarkveðjur og þakklæti fyrir hennar framlag til bókasafnamála á Íslandi. Ingibjörg Steinunn Sverr- isdóttir landsbókavörður. Anna Torfadóttir vann um 20 ár í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur sem bókasafnsfræð- ingur og síðar safnstjóri áður en hún tók við embætti borgarbóka- varðar af mér. Hún var afbragðs starfsmaður, áhugasöm, vel menntuð og mjög skipulögð. For- staða þessa stærsta almennings- bókasafns landsins er ærið starf. Er Anna tók við embættinu stóð tölvuvæðing safnsins yfir. Velja þurfti kerfi, færa safnkostinn inn o.s.frv. Tímafrekast en allra skemmtilegast býst ég við að hafi verið að undirbúa flutning aðal- safns úr hinu óhentuga húsnæði þar sem safnið var í tveimur byggingum við Þingholtsstræti yfir í miklu stærra húsnæði við Tryggvagötu, en þangað var þá nýflutt Borgarskjalasafn Reykjavíkur og nær samtímis aðalsafni Borgarbókasafns flutti Ljósmyndasafn Reykjavíkur þangað. Nærri má geta að flutn- ingur á jafnstóru safni og aðal- safn Borgarbókasafnsins er þarfnast góðs undirbúnings og þar komu sér vel skipulagshæfi- leikar Önnu. Hið frábæra starfs- lið safnsins með Önnu í broddi fylkingar var vandanum vaxið eins og sjá má þegar aðalsafnið í Tryggvagötu, Grófin, er skoðað. Þar lofar verkið meistarann. Ég votta Veru dóttur Önnu og öðrum aðstandendum einlæga samúð. Þórdís Þorvaldsdóttir, fyrrv. borgarbókavörður. Við kveðjum nú Önnu Krist- jönu Torfadóttur, borgarbóka- vörð, með söknuð í hjarta en þeg- ar vágestur tekur sér bólfestu í líkamanum er ekki spurt um ald- ur eða framtíðardrauma. Anna var mikill brautryðjandi í stétt bókasafnsfræðinga, frábær stjórnandi og góður félagi. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði með bókmenntasögu sem auka- grein árið 1976 en hún lét ekki þar við sitja og sótti nám í mann- kynssögu og trúarbókmenntum við Háskóla Íslands fyrir utan óteljandi lengri og styttri nám- skeið sem hún sótti bæði hér- lendis og erlendis til að fylgjast sem best með í faginu. Anna byrjaði snemma að vinna við bókasafnastörf og var t.d. í hluta- starfi við skólasafn Breiðagerð- isskóla áður en hún lauk náminu, var á Amtsbókasafninu á Akur- eyri og víðar en lengst var hún viðloðandi Borgarbókasafn. Fljótlega var augljóst að þar fór efni í góðan stjórnanda sem Anna var. Hugur hennar var sí- kvikur og hún hafði mikinn áhuga á öllu sem snerti bókasöfn og rétt almennings til að hafa að- gang að upplýsingum. Hún hafði líka mikinn áhuga á menntun bókasafnsfræðinga og faglegum þroska stéttarinnar. Virðingin var gagnkvæm og stéttin veitti henni viðurkenningu sem heið- ursfélaga fyrr á þessu ári. Þegar Anna lauk BA-prófinu var erfitt að komast í framhalds- nám og þegar tækifæri bauðst að fara í meistaranám með fjar- námssniði var Anna ein af þeim fyrstu hér á landi sem skráðu sig til þess náms við Bókavarðaskól- ann við Háskólann í Aberyst- wyth í Wales og þaðan lauk hún prófi í stjórnun 1995. Ritgerð hennar fjallaði um ákvarðana- töku og hvernig nýta má upplýs- ingar til að undirbyggja ákvarð- anir. Eftir nokkur ár sem millistjórnandi á Borgarbóka- safni tók hún við sem Borgar- bókavörður 1998 og gegndi því starfi á meðan kraftarnir leyfðu eða fram á árið 2012. Anna var óþreytandi að inn- leiða breytingar og með dyggum stuðningi starfsfólksins gerði hún Borgarbókasafnið að menn- ingarmiðstöð sem Reykvíkingar geta verið mjög stoltir af. Ég tel ekki á neinn hallað með því að segja að Anna hafi verið einn færasti og faglegasti bókasafns- fræðingur þjóðarinnar. Hún var hugmyndarík og horfði á vanda- mál sem viðfangsefni, og var mjög glögg að sjá lausnir fremur en að einblína á vandann. Það er því mikill missir að þessari flottu konu sem bar merki bókasafna hátt og hlúði að stofnuninni sinni með ráðum og dáð. Sigrún Klara Hannesdóttir. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÁGÚSTU SIGURDÓRSDÓTTUR húsmóður og bónda, Götu, Hrunamannahreppi. Katrín Stefánsdóttir, Anton Viggósson, Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigurdór Már Stefánsson,Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, SELMU JÓHÖNNU SAMÚELSDÓTTUR frá Steinstúni. Starfsfólki Höfða á Akranesi eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Ágúst Gíslason, Gísli Ágústsson, Jóhanna Kristín Teitsdóttir, Samúel Ágústsson, Anna Berglind Einarsdóttir, Guðlaugur A. Ágústsson, R. Edda Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Már Einarsson, Arnar H. Ágústsson, Steinunn Ó. Benediktsdóttir og ömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.