Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 21
ins eftir Spitzer. „Obama er í aðstöðu til að hafa forgöngu í málinu en ég tel mjög ólíklegt að nýja þingið setji ný byssulög.“ Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeild þingsins og margir þingmanna flokksins eru andvígir því að löggjöfin verði hert. Einn þeirra sagði um helgina að hægt væri að af- stýra slíkum blóðsúthellingum í skól- um með því að vopna starfsmenn þeirra til að gera þeim kleift að verja sig og börnin, að því er fram kemur í frétt The Telegraph. Því fer þó fjarri að vandamálið sé skortur á byssum því hlutfall þeirra sem eiga byssur er miklu hærra í Bandaríkjunum en öðrum löndum. Áætlað er að um 270 milljónir skot- vopna séu í eigu almennra borgara í Bandaríkjunum, þar af er um þriðj- ungur skammbyssur. AFP Klökkur Barack Obama forseti viknaði þegar hann minntist fórnarlamb- anna við minningarathöfn í Sandy Hook-skólanum í Newton. Bushmaster .223 Heimild: Bushmaster Firearms International/Budsgunshop.com Aðalvopn árásarmannsins sem varð 20 börnum og sex fullorðnum að bana í Sandy Hook-barnaskólanum í bænum Newton í Bandaríkjunum á föstudaginn var Öll fórnarlömbin urðu fyrir þremur til 11 skotum Útgáfa af M4-herriffli og ætluð fyrir almennan markað Stærð skothylkis: 30 skot Lögreglumenn fundu nokkur skothylki í Sandy Hook-skólanum Sjálfhlaðandi Byssan var í eigu móður árásarmannsins, sem hafði keypt hana með löglegum hætti. Hann skaut móður sína til bana áður en hann fór í skólann Tvær skammbyssur fundust einnig á staðnum Lengd: 100,3 cm Þyngd: um 3,3 kg (án skothylkis) Verð: 700$-1,000$ (89.000-127.000 kr.) FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 37 ára kona sem var ákærð fyrir að geyma höfuðkúpur og mannabein í íbúð sinni var í gær látin laus gegn skilorði og dæmd til að gangast undir meðferð hjá geðlækni. Saksóknarar sögðu að konan hefði notað beinin „í ýmsar kyn- ferðislegar athafnir“ en héraðs- dómstóll í Gautaborg hafnaði þeirri ásökun. Dómstóllinn sagði að konan hefði gerst sek um lögbrot með því að „raska ró látinna“, safna höfuð- kúpum og beinum og geyma þau á heimili sínu. Hún var einnig dæmd sek um ólöglega byssueign, en það var eina ákæruatriðið sem hún ját- aði. SVÍÞJÓÐ Dæmd fyrir að geyma höfuðkúpur 23 ára gömul námskona liggur nú á sjúkrahúsi í Delhí, höfuðborg Indlands, eftir líkamsárás og hópnauðgun í strætisvagni. Konan var á ferð ásamt karlkyns vini sínum í fyrrakvöld þegar ráðist var á þau. Árásarmennirnir rifu fötin utan af þeim, börðu þau og hentu þeim út úr vagninum. Bæði voru lögð inn á sjúkrahús og er konan sögð í lífshættu. INDLAND Í lífshættu eftir hópnauðgun Innanríkisráðuneyti Ísraels kvaðst í gær hafa heimilað verktökum að hefj- ast handa við undirbúning umdeildra áforma um að reisa 1.500 íbúðir í landtökubyggð gyðinga í Austur- Jerúsalem. Tals- maður ráðuneytis- ins sagði að skipu- lagsnefnd þess hefði sagt verk- tökunum að þeir gætu reist 1.500 íbúðir en ekki 1.600 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Liðið gætu mánuðir eða ár þar til framkvæmdirnar yrðu samþykktar endanlega, að sögn fréttaveitunnar AFP. Áformin ollu deilu milli Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísra- els, og Bandaríkjastjórnar þegar þau voru fyrst tilkynnt árið 2010. Reisa á íbúðirnar í Ramat Shlomo, land- tökubyggð gyðinga í Austur- Jerúsalem sem Ísraelar náðu á sitt vald árið 1967. ÍSRAEL Heimila 1.500 íbúðir í Austur-Jerúsalem Hundruð þúsunda Norður-Kóreu- manna söfnuðust saman í miðborg Pjongjang í gær til að minnast þess að ár er liðið frá dauða Kim Jong-Il, sem stjórnaði Norður-Kóreu frá árinu 1994 og tók við af föður sínum, Kim Il-Sung, fyrsta leiðtoga komm- únistaríkisins. Ártíðarinnar var minnst með þriggja mínútna þögn í öllu landinu. Norðurkóreska ríkis- sjónvarpið sýndi minningarathöfn- ina í Pjongjang í beinni útsendingu. Myndir sem teknar voru af eigin- konu Kim Ung-Un, sonar og eftir- manns Kim Jong-Il, þóttu benda til þess að hún væri barnshafandi. Kim fjórði á leið í heiminn? AFP Ártíð Blóm lögð að styttum af Kim-Il Sung og Kim Jong-Il í Pjongjang. Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000 husgogn.is Heill heimur af ævintýrum Nilfisk hrein snilld fyrir jólin Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Power P40 blá, 2000w, hepasía Listaverð 49.900 Tilboð 44.900 Power ECO hvít, 1250w, hepasía Listaverð 45.900 Tilboð 39.900 Bravo Parquet, silfur 2000w, hepasía Listaverð 39.400 Tilboð 29.900 Bravo rauð, 2000w, Hepasía Listaverð 36.400 Tilboð 27.600 Extreme Hygienic blá, 2000w, hepasía Listaverð 68.900 Tilboð 58.900 Extreme Complete, 2100w, Hepasía Listaverð 79.900 Tilboð 69.900 Handy 2in1, kremuð, ljós 12v Listaverð 24.200 Tilboð 19.700 Handy 2 in 1, 25v lithium, rauð Listaverð 31.200 Tilboð 25.900 Handy 2in1, 18v lithium, Svört Listaverð 27.500 Tilboð 22.800 Coupe NEO parquet silfur, 2000w, Hepasía Listaverð 28.800 Tilboð 24.400 Coupe NEO rauð, 2000w, Hepasía Listaverð 24.800 Tilboð 21.400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.