Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Einmitt núna í svartasta skamm- deginu, þegar þjóðin er að draga fram jólaljósin og önnum kafin við að undirbúa náðarhátíð norð- urhjarans – ævaforna hefð, er rétt að ræða lítillega vandmeðfarin málefni, líkt og þekkingu Svía á kjarnorkuknúinni raforkufram- leiðslu sem sú tæknivædda þjóð tendrar ljósin sín með. Nýlega lauk endurnýjun eins af þrem kjarnakljúfum Ringhals- kjarnorkuversins nærri Varberg á vesturströnd Svíþjóðar. Hrikalegt mannvirki! Svíar verða eins og aðrir að reiða sig á raforku og strax er farið að ræða um minnk- andi þörf á innflutningi rafmagns frá Noregi, ekki síst í ljósi þess að vatnsaflsvirkjanirnar búa að mikl- um rigningum í landinu síðustu misserin. Öryggisviðbúnaðurinn og verk- lagsferlarnir í Ringhals eru vita- skuld í sífelldri endurskoðun og öll framganga þeirra í þessu máli – sem og hjá t.d. Volvo og Scania – er þvílík, að nágrannaþjóðirnar gerðu rétt í að hafa hana til fyr- irmyndar, gætu þær það. Vísast munu íslenskir vinstri- grænir nú reka upp ramakvein sem lengi munu bergmála innan veggja þeirra bygginga sem hýsa ráðuneytin sem þeir hafa illu heilli lagt undir sig – og sliga íslenska samfélagið, sárlega vantandi víð- sýnt fólk og reynt í framtíðar fyr- irliðasveitina. Ekki þetta illa heppnaða samkrull sem skapaðist eftir skelfilegasta lost sem hent hefur eina þjóð svo menn muni. Lygar og svik talin í lagi; „Það varð hér hrun.“ Leyndarhyggja leyfð. Hvernig svo til allt gat farið á versta veg og bæði tíma og verð- mætum sóað – almenningur hrak- inn út á kaldan klakann í kyn- slóðatali og fyrirtækjum fórnað í kjölfar skefjalausustu skuldasöfn- unar bankaeigenda sem mann- kynssagan kann að greina frá – verður ugglaust í framtíðinni tekið fyrir sem dæmi um þjóðarógæfu á alþjóðamælikvarða. Gott að Ís- lendingar eru ekki grátgjarnir. Þetta hlýtur samt allt að lagast með vorinu – sem ævinlega kemur á eftir vetrarkuldunum. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Rafmagn ræður för Frá Páli Pálmari Daníelssyni Bréf til blaðsins Þeir skriffélagar Gunnar H. Gunn- arsson og Örn Sig- urðsson, langtímatals- menn svonefndra Samtaka um betri byggð, senda mér kveðju í grein sinni í Morgunblaðinu 12. desember. Svo mörg- um rangfærslum er þar safnað á einn stað að erfitt er að leiðrétta þær allar innan þeirra stærðarmarka, sem gilda fyrir aðsendar greinar til blaðsins. „Flugvellirnir í upptalningu Leifs eru að meðaltali í 5,8 km fjarlægð frá miðborgunum.“ Hártoganir af þessu tagi eru í besta lagi hjákátleg- ar, þegar haft er í huga að umrædd- ar sex stórborgir, Boston, London, New York, Stokkhólmur, Rio de Janeiro og Washington D.C., þekja mjög stór landsvæði, og eru varla með „miðborg“ sína skilgreinda í einum litlum punkti. Í nánari skil- greiningu þeirra félaga er Reykja- víkurflugvöllur síðan sagður „í mið- borginni sjálfri í 0,0 m fjarlægð – í Ground Zero“! Um raunverulega miðju höfuð- borgarinnar má eflaust deila. Á vef- síðu Reykjavíkur var skráð að stundum hefði verið bent á mót Að- alstrætis, Hafnarstrætis og Vest- urgötu sem upprunalega miðju Reykjavíkur, en þar sé gamall við- miðunarpunktur allra götunúmera borgarinnar. Á vefsíðunni var þó einnig birt mun raunhæfari við- miðun um „miðju búsetu“ og sýnd tilheyrandi kort, sem miðuðu síðast við apríl 2010. Þá var þungamiðja búsetu í Reykjavík á austanverðri skólalóð MS og Vogaskóla við Ferjuvog, en þungamiðja búsetu á öllu höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir austan Hörgsland, skammt frá Fossvogsskóla. „Ákveðið hefur verið að leggja niður Bromma-flugvöll.“ Í janúar sl. stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir málþingi um flugmál og fjallaði þar m.a. Henrik Littorin frá Swedavia um flug- velli Stokkhólms- borgar. Þar kom fram, að frá því að Arlanda byrjaði að þjóna milli- landafluginu árið 1962 hefði margsinnis komið til álita að loka Bromma-flugvelli, en ávallt verið fallið frá því. Árið 2008 hefði síð- an verið gert „lang- tímasamkomulag“ milli sænsku flugmálastjórn- arinnar (þá LFV, nú Swedavia) og borgarstjórnar Stokkhólms um áframhaldandi rekstur Bromma og gildir það til ársins 2038. „Aðeins er leyft sjónflug um London City Airport.“ Hvernig dettur mönnum í hug, að flugvöllur, sem þjónar þremur milljónum far- þega á ári, 20% fleiri en fara samtals um Keflavík og Reykjavík, sé aðeins með sjónflug? Hið rétta er að á LCA-flugvellinum eru tvö blind- lendingarkerfi (ILS), hvort á sínum enda flugbrautarinnar, fjarlægð- armælir (DME), radíóviti (NDB) og aðflugsljós, þannig að þarna er fyrst og fremst um að ræða blindflug (IFR). „Í tveimur óháðum rannsóknum erlendra flugvallarsérfræðinga um 1964 (Hellmann, Svíþjóð / Buckley, BNA) er Vatnsmýri talin lakasti kosturinn af fjórum á höfuðborg- arsvæðinu.“ Hér hefði nú vel mátt geta þess, að skilgreint verkefni bæði Buckleys og Hellmanns var að kanna möguleika á stórum flugvelli í eða við höfuðborgina, sem gæti sinnt öllu íslensku millilanda- og innanlandsflugi. Í forsendum Buck- leys var miðað við tvær flugbrautir, 2.134 m langa aðalflugbraut (síðar lengd í 3.048 m) og 1.951 m þver- braut (síðar lengd í 2.749 m). Slíkur flugvöllur kemst að sjálfsögðu hvergi fyrir í Vatnsmýrinni og skýr- ir það þáverandi röðun valkostanna. Svo vill til, að mér sem þáverandi framkvæmdastjóra flugöryggisþjón- ustu Flugmálastjórnar Íslands var falið að vinna náið með hinum merka verkfræðingi Bertil Hell- mann (sem er frá Finnlandi en ekki Svíþjóð) og þekki því vel til hug- mynda hans og gagna frá þessum tíma. Bæði Buckley og Hellmann komust að þeirri meginniðurstöðu, að eina raunhæfa stæðið fyrir stór- an flugvöll við höfuðborgina væri á Álftanesi. Hins vegar sló þáverandi félagsmálaráðherra (sem reyndar var einnig samgönguráðherra) þann möguleika fljótt út af borðinu, þegar hann aflétti öllum fyrri hömlum á byggð á Álftanesi, – en það er önnur og mun lengri saga! „Staðfesti dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að athugun á skyggni og skýjahæð gæfi til kynna að nýting flugvallar á Hólmsheiði yrði yfir 96%. Flugrekendur telja að 95% nægi.“ Hér eru þeir félagar enn einu sinni að rugla saman kröfum. Mér er ekki kunnugt um aðra 95%- kröfu en þá sem tilgreind er í al- þjóðareglum svonefnds ICAO Ann- ex 14 (Aerodromes), sem fjallar um hönnun, byggingu og rekstur flug- valla, og varðar eingöngu nauðsyn- legan fjölda flugbrauta til þess að 95% lágmarksnýtingu verði náð miðað við tiltekin gildi þess hlið- arvinds, sem flugvélar þola. Þessi krafa hefur ekkert að gera með hugsanlega nýtingu flugvallar miðað við tiltekin gildi skyggnis og skýja- hæðar, sem m.a. eru veruleg háð þeim tækjabúnaði, sem þar er til- tækur fyrir blindaðflugið. Að sjálf- sögðu þarf sú nýtingartala að vera miklu hærri, eða yfir 99%. Hafa ber í huga að möguleikar á lendingu í aðeins 95% tilvika þýðir að umrædd- ur flugvöllur væri „lokaður“ í 18 daga á ári – og hætt er við að núver- andi leiðakerfi Icelandair myndi fljótlega hrynja ef slíkt ætti að gilda fyrir Keflavíkurflugvöll. Miðjumoð og meinlokur Eftir Leif Magnússon » Bæði Buckley og Hellmann komust að þeirri meginniðurstöðu, að eina raunhæfa stæðið fyrir stóran flugvöll við höfuðborgina væri á Álftanesi. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Hádegistilboð virka daga fram að jólum. Súpa, nýbakað brauð og gratineraður Plokkfiskur 1890 kr Geymslu- fiessar hillur geta allir sett saman Skrúfufrítt og smellt saman í bílskúrinn, geymsluna, heimili› og fyrirtæki› og dekkjahillur viðbótare ining kr. 1 1.357.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.