Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 32
32 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Slappa af með fjölskyldunni,“ segir Valdimar Þór Skarphéðins-son bensínafgreiðslumaður aðspurður hvað hann hyggistgera í tilefni þrítugsafmælis síns í dag og bætir við að hann hafi um liðna helgi haldið fjölskylduboð í tilefni af afmælinu. Spurð- ur hversu margir hafi verið viðstaddir fjölskylduboðið um helgina segir Valdimar Þór að þar hafi verið nánustu systkini foreldra hans sem og hans eigin systkini. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu, það er stutt í jól og stutt í áramót þannig að það verður djammað um áramótin,“ segir Valdimar Þór. Þá segist hann eiga von á afmælisgjöfum þrátt fyrir að farið sé að styttast í jólin. „Ég fékk nokkra pakka í gær og fæ eitthvað af þeim á morgun en ég held ekkert rosalega mikið upp á þetta,“ segir Valdimar Þór. Aðspurður hvort hann kvíði því að komast á fertugs- aldurinn segir Valdimar Þór svo ekki vera. Að sögn Valdimars Þórs ætlar hann að taka það rólega í dag ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta er ekki dagurinn til að vera að djamma, þetta er virkur dagur, það væri annað ef þetta væri um helgi,“ segir Valdimar Þór að lokum. Valdimar Þ. Skarphéðinsson er 30 ára í dag Valdimar Þór er ekkert að stressa sig á afmælinu, því stutt er bæði í jól og áramót, en um áramótin ætlar hann að sinna afmælisdjammi. Slappar af með fjölskyldunni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Selfoss Ísak Freyr fæddist 18. nóv- ember kl. 2.01. Hann vó 3.780 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Rebekka Lea Te Maiharoa og Elvar Freyr Jónsteinsson. Nýir borgarar Reykjavík Sunna Margrét fæddist 12. ágúst kl. 16.45. Hún vó 3.674 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingi- björg Ebba Benediktsdóttir og Arnar Elísson. V ilhjálmur fæddist á Sauð- árkróki og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1972, prófi í við- skiptafræði frá HÍ 1977, MA-prófi í hagfræði frá University of Southern California í Los Angeles 1980 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla 1982. Vilhjálmur var hagfræðingur VSÍ 1982-87, var framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987-2003, alþm. fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra 1991- 2003, var fulltrúi í framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 2003-2004 þar sem hann stýrði skrifstofu á vegum Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna, var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu 2004-2006 og hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins frá 2006. Vilhjálmur sat í stjórn SUS 1975- Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA – 60 ára Morgunblaðið/Eggert Í Þjóðleikhúsinu Vilhjálmur Egilsson og kona hans, Ragnhildur Pála, á söngleiknum Ólíver, fyrir þremur árum. Einlægur og kankvís kjarasamningamaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær í taki Vilhjálmur hefur alltaf verið vinsæll af fólki úr öllum flokkum og af báðum kynjum. Hér er hann með fyrrum pólitískum mótherjum, Þór- unni Sveinbjarnardóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur, á aðalfundi SA. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! HEYRNARHLÍ FAR eru góð gjöf og ger a vinnuna skemmtilegr i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.