Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Hópnauðgun í strætisvagni 2. Lífið er stutt, haltu framhjá 3. Páll spáir jólaveðrinu 4. Settur bæjarstjóri leystur frá... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vegna gríðargóðrar aðsóknar á Strindberg-sýningu Nemendaleik- hússins hefur verið ákveðið að bæta við einni aukasýningu í kvöld í Smiðj- unni kl. 20. Sem fyrr er aðgangur ókeypis, en panta þarf miða gegnum netfangið: leikhus@lhi.is. Nemendaleikhúsið með aukasýningu  Tríó trompet- leikarans Snorra Sigurðarsonar leikur á KEX Hosteli í kvöld kl. 20.30. Með Snorra leika Ás- geir J. Ásgeirs- son á gítar og Gunnar Hrafns- son á kontrabassa, en sérstakur gestur er söngvarinn Kristbjörn Helgason. Á efnisskránni eru jólalög. Aðgangur er ókeypis. Jólalög í meðförum Tríós Snorra á KEX  Hinir árlegu jólatónleikar Dómkórsins í Reykjavík verða haldnir á morgun, 19. desember kl. 22, í Dómkirkj- unni. Á efnis- skránni verður m.a. lagið Jólagjöfin eftir Hörð Ás- kelsson. Ókeypis er inn á tónleikana og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jólatónleikar Dóm- kórsins á morgun VEÐUR Fjórtán af 16 leikmönnum svartfellska landsliðsins, sem varð Evrópumeistari á sunnudaginn, leika saman hjá ZRK Buducnost sem í vor vann Meistaradeild Evr- ópu. Launahæstu leikmenn liðsins fá allt að 250.000 evrur í árslaun fyrir að æfa og leika handknattleik, rúm- lega 40 milljónir króna,“ segir m.a. í viðhorfspistli Ívars Benediktssonar að loknu EM kvenna. »2 Hálaunaðir Evrópumeistarar Alexander Petersson þarf á hvíld að halda, að mati Guðmundar Þ. Guð- mundssonar, þjálfara hans hjá Rhein- Neckar Löwen, enda hefur hann varla getað kastað bolta undanfarnar fjór- ar vikur vegna meiðsla í öxl. „En hann verður að taka þessa ákvörðun sjálf- ur,“ segir Guðmundur, spurður um hvort Alexander geti spilað með Ís- landi á HM á Spáni í næsta mánuði. »3 Telur að Alexander Petersson þurfi hvíld Heimsmeistaratitill félagsliða í fót- boltanum skiptir greinilega Suður- Ameríkumenn meira máli en Evr- ópubúa. Leikmenn Corinthians fögn- uðu sigrinum á Chelsea um síðustu helgi á meiri og einlægari hátt en sést hefur síðan brasilískt lið vann keppnina síðast. Spurningin er sú hversu stór þessi titill á eftir að verða á næstu árum. »4 Hversu stór er heims- meistaratitillinn? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hef alltaf hlaupið mikið,“ segir Burkni Helgason hlaupari, en hann lætur sér ekki nægja að setja jóla- kortin sín í póst, heldur ber hann þau út sjálfur á hlaupum. Hann segir uppátækið hafa byrjað á mennta- skólaárunum. „Ég byrjaði á þessu upphaflega þegar ég var í jólapróf- unum í menntó, þetta var bara eins og svo margt annað sem maður dundar sér við frekar en að lesa fyrir próf.“ Í fyrra hljóp Burkni tvisvar út með jólakortin sín um 17 kílómetra leið í hvort skipti. „Ég held að lengsti túrinn sem ég hef nokkurn tímann farið með jólakort hafi verið 23 kílómetrar,“ segir Burkni en hann hleypur með um 20 jólakort í ár. Burkni hleypur um mestallt höf- uðborgarsvæðið en segist þó aldrei hafa hlaupið til Hafnarfjarðar eða Mosfellsbæjar. „Ég hef lengst farið til Garðabæjar og út í Grafarvog, þó ekki í sömu ferðinni.“ Burkni segist ekki vita til þess að aðrir hlauparar hafi tekið upp þennan sið eftir sér. Burkni hefur reynt að gera hlaup- in með jólakortin fjölbreyttari. Þeg- ar meiðsli settu strik í reikninginn hjólaði hann með kortin á áfanga- stað. „Svo fór ég einu sinni með stelpuna mína í hlaupakerru. Henni fannst það mjög gaman þessar fimm mín- útur áður en hún sofn- aði.“ Keyrir sum kortin á pósthúsið Þeir vinir Burkna sem eiga heima utan höf- uðborgarsvæðisins eða utan landsteinanna þurfa því miður að bíta í það súra epli að hann hleypur ekki með kortin til þeirra sjálfur heldur fer hann með þau á pósthúsið og lætur póstþjón- ustunni eftir að koma þeim til skila. „Ég hleyp ekki einu sinni með þau heldur keyri þau í hlað eins og aum- ingi,“ segir Burkni og hlær. Spurður um aðstæður til hlaupa á veturna segir Burkni allan gang vera á því. Oft sé fínasta hlaupafærið í desember rétt fyrir jól en síðan sé það mun verra í janúar. „Hins vegar þegar ég var að hlaupa með jólakort- in í fyrra þá var reyndar harðfenni í annað skiptið og í hitt skiptið var hálka og slabb, en oftar en ekki hef ég farið í glimrandi túra í sex til sjö stiga hita, þannig að það er engin leið að segja hvernig veðrið er,“ seg- ir Burkni. Því sé þó ekki að neita að oft geti veðrið hér verið slæmt á vet- urna. Með jólakortin á hlaupum  Burkni Helga- son ber jólakortin sín út sjálfur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hleypur Burkni Helgason hlaupari sést hér með jólakort í hendinni en hann hefur hlaupið með þau sjálfur til við- takenda síðan á menntaskólaárunum. Lengst hefur hann hlaupið með jólakort 23 kílómetra til viðtakanda. Burkni hefur stundað hlaup lengi. Hann er ÍR-ingur að upplagi og æfði lengi og þjálfaði hjá Breiðholts- risanum þar til nýlega. Að- koma Burkna að íþróttastarfi nú er að hann heldur víða- vangshlaup fyrir Framfarir, holl- vinafélag um millivegalengdir og langhlaup. Burkni segir að vel hafi gengið hjá sér í því hlut- verki. „Það gengur svona helv… fínt. Mótin eru haldin á haustin og eru aðallega til þess að krakkarnir hafi einhver verkefni á þessum árstíma.“ Víðavangshlaup Fram- fara hefur verið haldið níu sinn- um. Burkni á síðan von á eiginlegri stöðuhækkun í mótahaldi á næsta ári þegar hann mun sjá um Norð- urlandamót í víðavangshlaupum í Reykjavík. Mótið verður líklega haldið aðra vikuna í nóvember. SINNIR ÁHUGAMÁLINU VEL Heldur víðavangshlaup SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg átt, víða bjartviðri, en skúrir eða él norðantil fram yfir hádegi. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag Austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Dálítil rigning með suður- og austurströndinni, annars þurrt að kalla. Hlýnandi. Á fimmtudag og föstudag Austlæg átt, 5-10 m/s. Rigning með köflum suðaustan- og austanlands, en yfirleitt þurrt annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.