Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
Samanlagt var áhætta Glitnis vegna lánveitinga til Fons án viðunandi
trygginga komin í liðlega 24,5 milljarða króna í lok apríl 2008. Saksókn-
ari segir að Lárus og Magnús Arnar hafi árið 2008 samþykkt lánveitingu
upp á sex milljarða króna utan reglulegs fundar áhættunefndar bankans
og það að ástæðulausu. Hlutur Fons í Aurum Holdings Limited var settur
að veði.
En saksóknari bendir á að staða Aurum hafi verið afar léleg, upplýs-
ingar um verðmæti hlutarins hafa byggst á mati sem nánir samstarfs-
menn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, helsta áhrifamanns hjá Glitni og við-
skiptafélaga Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fons, lögðu fram.
Capacent mat nettóverðmæti Aurum á um 52 milljónir punda í árslok
2007 en Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group hf., taldi 6. maí að
það væri um 100 milljónir punda.
Bankinn hafi fyrr á árinu 2008 ítrekað þurft að veita Fons greiðslufrest
á gjaldföllnum afborgunum. Í júní 2008 var samanlögð áhætta Glitnis
vegna Fons komin í um 24,5 milljarða króna.
Ítrekaður greiðslufrestur
Hluti af fléttu þeirra Jóns Ásgeirs og Pálma gekk út á að hinn fyrrnefndi
fengi inn á sinn reikning einn milljarð af sex milljarða króna láninu til
Fons. Myndi Jón Ásgeir meðal annars nýta þetta fé til að greiða ótryggða
yfirdráttarskuld sína hjá Glitni upp á tæpar 705 milljónir króna.
Jón Ásgeir bað í febrúar 2008 bankann um yfirdrátt upp á 220 millj-
ónir króna. Starfsmenn voru tregir til þess enda engar tryggingar til
staðar. Fór Jón Ásgeir þá fram á að bankinn veitti Fons lán upp á 1.000-
1.500 milljónir króna. Gæti Fons þá gert upp skuld við Jón Ásgeir. Í febr-
úar fékk viðskiptastjóri bankans heimild til að veita Jóni Ásgeiri yfirdrátt
upp á 250 milljónir króna, í júlí var yfirdrátturinn fyrst hækkaður í 566
milljónir og loks í 720 milljónir, aftur án trygginga.
Aurum Holdings Limited var breskt móðurfélag skartgripakeðjanna
Goldsmiths, Mappin & Wepp og WOS. Aurum hét áður Goldsmiths en
nafninu var breytt 2007. Fons átti frá 2008 25,7% hlut í Aurum en
stærsti hluthafinn var BG Holdings ehf., dótturfélag Baugs Group í Bret-
landi. Sá hlutur er talinn hafa numið allt frá 41,9% upp í 49,9%.
Fram kemur í gögnum málsins að starfsmaður Glitnis sagði á minnis-
blaði frá apríl 2008 að afkoma Aurum væri undir væntingum og félagið
væri flokkað ógjaldfært. Það væri á athugunarlista bankans. Minnis-
blaðið var lagt fram á fundi fyrirtækjalánanefndar Glitnis í byrjun júní ár-
ið 2008.
Vegna taps á rekstri Aurum hafði Fons fært niður eignarhlut sinn 1.
janúar 2008 úr liðlega 2.855 milljónum króna í tæplega 1.468 milljónir.
Fyrirtækin sem komu við sögu í þessum viðskiptum voru mýmörg. Þú blá-
sól ehf. var einkahlutafélag í eigu Jóns Ásgeirs. Sagði hann í júlí 2010 að
milljarðurinn frá Fons hefði farið í að greiða skuld félagsins við hann per-
sónulega upp á tæpar 535 milljónir króna en einnig hefði hann sjálfur ætl-
að að borga, fyrir hönd Blásólar, hluta af byggingarkostnaði við skíðahótel í
Frakklandi.
Þegar milljarðurinn var millifærður af reikningi Fons samþykkti Pálmi
Haraldsson, aðaleigandi Fons og viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs í ýmsum fé-
lögum, færsluna með þeirri athugasemd að þeir hefðu verið að kaupa
skuldabréf af Þú blásól ehf. fyrir sömu fjárhæð.
Sex milljarða lánið frá Glitni var greitt til Fons 21. júlí 2008 en Fons milli-
færði daginn eftir einn milljarð af reikningi sínum hjá Glitni yfir á reikning
sinn í Kaupþingi banka í Lúxemborg. Þaðan var fjárhæðin með vöxtum flutt
í apríl 2009 á reikning enn eins félagsins, Talden Holding SA, vegna þess að
Fons hafði árið 2003 ábyrgst milljarðaskuld Talden við Kaupþing.
Skíðahótel og Þú blásól ehf.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Mikið er í húfi í málinu sem sérstak-
ur saksóknari hefur nú höfðað gegn
fjórum mönnum í hinu svokallaða
Aurum-máli. Um er að ræða þá Lár-
us Welding, fyrrverandi bankastjóra
Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson,
framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson,
einn af aðaleigendum bankans og
Bjarna Jóhannesson, fyrrverandi
viðskiptastjóra bankans.
Málið er kennt við Aurum, breska
skartgripakeðju sem var að meiri-
hluta í eigu íslenskra aðila, Baugs
Group og Fons. Hlutabréf Fons í
Aurum voru notuð sem helsta trygg-
ingin vegna sex milljarða láns Glitnis
til Fons 2008, hluti af því fé hafnaði á
reikningi Jóns Ásgeirs. Er Jón Ás-
geir sagður hafa á árinu 2008 í krafti
áhrifa sinna í Glitni „beitt Lárus og
Bjarna fortölum og þrýstingi og
hvatt til þess, persónulega og með
liðsinni Jóns Sigurðssonar, varafor-
manns stjórnar Glitnis Banka hf., og
Gunnars Sigurðssonar, forstjóra
Baugs Group,“ að yfirmenn Glitnis
samþykktu lánveitinguna.
Matið á Aurum
Við mat á verðmæti Aurum var
m.a. notast við persónulega skoðun
Gunnars Sigurðssonar hjá Baugi
Group. Gunnar gekk þar út frá því að
FS38 myndi selja hlut sinn í Aurum
til Damas, félags í Dubai. Sendi hann
Glitni skjal um viljayfirlýsingu
vegna fyrirhugaðra viðskipta. En
fram kemur í ákærunni að aðeins
hafi verið um óskuldbindandi yfirlýs-
ingu af hendi Damas að ræða.
Fram kemur í ákærunni að Jón
Ásgeir hafi gefið Lárusi Welding
ástæðu til að óttast um stöðu sína ef
hann neitaði að hlýða. Milljarður
króna af lánsfé sem umrætt félag í
eigu Fons hreppti fór síðan inn á
reikning Jóns Ásgeirs sjálfs.
„Honum [Jóni Ásgeiri] gat ekki
dulist að með lánveitingunni væru
ákærðu Lárus og Magnús Arnar að
misnota aðstöðu sína og valda bank-
anum verulegri fjártjónshættu en að
undirlagi ákærða Jóns Ásgeirs heim-
ilaði Fons hf. ráðstöfun á
1.000.000.000 króna af lánsfjárhæð-
inni inn á reikning ákærða Jóns Ás-
geirs sem hann tók við og nýtti í eig-
in þágu, meðal annars til að greiða
704.916.008 króna ótryggða yfir-
dráttarskuld sína hjá Glitni banka
hf.,“ segir í ákæru sérstaks saksókn-
ara. „Fékk ákærði Jón Ásgeir þann-
ig hlut í ávinningi af brotinu og naut
hagnaðarins.“
Lárus og Magnús Arnar eru
ákærðir fyrir umboðssvik með því að
hafa í júlí 2008 misnotað aðstöðu sína
og stefnt fjármunum bankans í veru-
lega hættu þegar þeir samþykktu í
sameiningu að veita einkahlutafélag-
inu FS38, „eignalausu félagi með
takmarkaða ábyrgð“, sex milljarða
króna lán án fullnægjandi trygginga
fyrir endurgreiðslu. Lánið var form-
lega veitt til að fjármagna kaup
FS38 á 25,7% hlut Fons hf. í Aurum.
Fons skuldaði Glitni
24,5 milljarða
Pálmi Haraldsson, aðaleigandi
Fons og Jón Ásgeir höfðu um árabil
verið nánir viðskiptafélagar og varð
Fons stór hluthafi í FL Group í apríl
2007. Jón Ásgeir var sem kunnugt er
maðurinn á bak við Fl Group, aðal-
eiganda Glitnis. Fram kemur í ákær-
unni að í nóvember sama ár fékk
Fons 2,5 milljarða króna að láni hjá
Glitni án trygginga og aftur sömu
fjárhæð í desember. Samanlagt var
áhætta bankans vegna Fons komin í
24,5 milljarða króna í lok apríl 2008.
Sakaðir um að misnota Glitni
Morgunblaðið/Kristinn
Umsvifamikill Jón Ásgeir Jóhannesson fór fyrir eigendahópnum á bak við
Glitni sem hrundi ásamt hinum bönkunum haustið 2008.
Jón Ásgeir Jóhannesson greiddi yfir 700 milljóna yfirdrátt sinn hjá Glitni með fé sem Pálmi Haralds-
son í Fons fékk að láni hjá bankanum vegna leikfléttu með hlutabréf í Aurum sem tryggingu
Allt að 6 ára fangelsi?
» Jón Ásgeir er ákærður fyrir
hlutdeild í umboðssvikum Lár-
usar og Magnúsar Arnars en til
vara fyrir hylmingu og til
þrautavara fyrir peningaþvætti.
» Sérstakur saksóknari segir
að við broti hinna ákærðu liggi
allt að sex ára fangelsi.
Morgunblaðið/Golli
Glóandi Goldsmiths-skartgripafyrirtækið er breskt og hluti af keðjunni
sem kennir sig við Aurum. Nafnið er latína og merkir gull.
Álitu Aurum „ógjaldfært“
VAFASÖM LÁNATRYGGING Í BRESKRI SKARTGRIPAKEÐJU
Yfirdráttur Jóns bólgnar