Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 11
Skíðaganga Það er gott að teygja dálítið á líkamanum fyrir gönguna. Aðstaða Skíðagarpar næra sig við skála félagsins í Bláfjöllum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Hið árlega Santa Dash-hlaup fór fram í bresku borginni Liverpool nú í byrjun desembermánaðar í áttunda sinn. Í ár var hlaupið haldið í samstarfi við sjónvarpsstöðina ITV og tóku 8.500 manns víðsvegar af Bretlandi þátt í hlaupinu. Það var ólympíu- farinn Beth Tweddle sem byrjaði hlaupið en keppst var við að slá heimsmet í fjölda jólasveina á einum stað. Enda allir þátttakendur klæddir í jólasveinabúninga. Ágóði af hlaup- inu rann til sex góðgerðarsamtaka á Bretlandi, þar á meðal Marie Curie Cancer Care og Whizz-kidz. Í Santa Dash-hlaupinu er því hlaupið í sönnum jólaanda þess að betra sé að gefa en þiggja. Hlaupið er 5 km fyrir fullorðna og örugglega góð upphitun fyrir búðahlaup að- ventu og jóla. Börn undir 12 ára geta líka verið með og hlaupa þau 1 km. Santa Dash í Liverpool Jólastelpa Þessi ákvað að spara sér sporin og fá frekar far hjá pabba. Jólasveinar á hlaupum Sveinkasprikl Jólasveinar þurfa að teygja, rétt eins og aðrir hlauparar. AFP Jólasprettur Heilt haf af jólalegum hlaupurum á götum Liverpool nýverið, vegalengdin var fimm kílómetrar. Jólaöl Þyrstur sveinki eftir sprett. Íslandsgangan er árleg almenn- ingsganga á vegum Skíða- sambands Íslands og skíðafélög á hverjum stað sjá um framkvæmd- ina. „Í vetur fer Íslandsgangan fram á sex stöðum. Fyrsta gang- an verður á Akureyri 19. janúar og heitir hún Hermannsgangan. Í Reykjavík verður Bláfjallagangan 2. febrúar, á Ólafsfirði verður Fjarðargangan 9. febrúar, á Hólmavík verður Strandagangan 16. mars og á Húsavík 13. apríl verður Orkugangan. Lokagangan verður svo á Ísafirði hinn 4. maí, en það er svokölluð Fossavatns- ganga sem er stærsta gangan og mikil hátíð fyrir skíðagöngufólk með fjölda erlendra þátttakenda. Í Íslandsgöngunni þarf að ganga minnst 20 kílómetra, en það er líka boðið upp á styttri vega- lengdir fyrir alla aldurshópa, svo það er um að gera að taka þátt í sem flestum Íslandsgöngum eða einhverjum þeirra.“ Nánari upplýsingar um Íslands- gönguna eru aðgengilegar á heimasíðu Skíðasambandsins: www.ski.is. Minnst 20 km gengnir ÍSLANDSGANGAN Formaður Þóroddur F. Þóroddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.