Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 13

Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 VIÐTAL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Þó tækniþróun sé grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem orð- ið hefur í okkar auðlindadrifa hag- kerfi er einnig ljóst að tæknivæðing, menntun og þróun er undirstaða þeirra breytinga sem þörf er á fyrir ef lífskjör eiga að batna á Íslandi og vera sambærileg við önnur lönd,“ segir Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, við Morgunblaðið. Öll fyrirtæki þurfa tölvufólk Sl. haust varð helmingsfjölgun meðal nemenda í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði. Hilmar Bragi er spurður hver sé bakgrunnur þessara nemenda? Koma þeir í há- skólann með einhverja viðeigandi undirbúningsmenntun í tölv- unarfræðum? „Flestir okkar nemendur hafa bakgrunn af náttúrufræði- eða eðl- isfræðibrautum. Þeir eru því með lágmarksnám í stærðfræði og raun- vísindum. Sama gildir um tölvufræði og hugbúnaðarverkfræði,“ segir Hilmar Bragi. „Þessu má annarsvegar skipta í menntun í eiginlegri tölvufræði og síðan sambland af tölvunarfræði og ýmsum öðrum greinum verkfræði. Í reynd þurfa öll fyrirtæki og stofn- anir fólk með tölvumenntun. Hinn ört vaxandi leikjamarkaður kallar eftir fólki með menntun í grafískri tölvuvinnslu, ýmsum greinum og kerfi-, iðnaðar og hönnunar. Einnig og hugbúnaðargerð, en einnig fara samskipti þeirra við notendur fram í kerfum sem einnig krefjast þróunar, viðhalds og umsjónar tölvumenntaðs fólks. Kerfisstjórnun og stýringar eru annar mikilvægur þáttur í iðn- aðarframleiðslu og hönnun og fram- leiðslu hátæknivara. Stjórnun og umsjón viðskiptakerfa fyrirtækja er orðin mjög mikilvægt fagsvið sem kallar á sérþjálfun. Hönnun og með- höndlun gagnagrunna er athygl- isvert sérsvið sem þróast hefur gríð- arlega á undanförnum árum sem og reiknifræði.“ Á undraskömmum tíma Er aukin þörf fyrir tækni- og verkfræðimenntun í dag á einhvern hátt til marks um breytingar sem eru að eiga sér í stað á samfélaginu? Er Ísland að færast yfir í að verða tæknisamfélag í enn ríkari mæli? „Ef við ætlum að framleiða og selja vörur að þeim verðmætum sem standa eiga undir okkar lífskjörum þarf mikla fjölgun tæknimenntaðu fólki. Ekki einungis í tæknistörf heldur einnig í markaðs- og sölu- störf, stjórnun og fjármálastarfsemi. Við höfum séð aðrar þjóðir gera þetta til þess að koma sínum hag- kerfum í lag. Og í reynd er hægt að gera þetta á undraskömmum tíma, svo sem dæmin frá Finnlandi, Ír- landi og víðar frá sýna,“ segir Hilm- ar. Fyrirtæki afsprengi háskóla Hilmar Bragi er inntur eftir því hvernig samstarfi fyrirtækja í at- vinnulífinu við verkfræði og nátt- úruvísindasvið sé háttað, en það þekkir hann vel eftir margra ára starf hjá hátæknifyrirtækinu Össuri áður en hann réðst til Háskóla Ís- lands sl. sumar. Eru þau ekki mörg hver afsprengi háskólanna á Ís- landi? „Það má segja, að fjölmörg fyr- irtæki verði til innan sviðsins og mörg ný eru á teikniborðinu eða að hefja starfsemi. Það er líka löng hefð fyrir samstarfi við stór fyrirtæki á Íslandi. Svo einhver dæmi séu tekin eigum við samstarf við Lands- virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Marel, Össur, CCP-leikjafyrirtækið, Eflu, Mannvit, Verkís og fleiri um kennslu, rannsóknaverkefni, leið- sögn nemenda og fleira,“ segir hann. Huga að innviðum Hilmar Bragi segir að gera þyrfti ráð fyrir tvöföldun útskrifta há- skólamenntaðs fólks hér á landi á næstu árum. „Til þess að það sé hægt þarf að huga betur að innviðum og aðstöðu til kennslu. Einnig þarf að vinna bet- ur með framhaldsskólunum að und- irbúningi og hvatningu nemenda. Nokkur verkefni eru í gangi í þessa veru. Er það mín skoðun, að verði menntaskólanámið ekki stytt þurfi að nýta það betur til undirbúnings undir viðeigandi háskólanám.“ Menntun undirstaða breytinga  Helmingsfjölgun nemenda við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ  Tölvunarfræðin er vinsæl  Mikil þörf á tæknimenntuðu fólki  Fyrirtæki hafa orðið til innan sviðs eða eru á teikniborðinu Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Stór verkefni svo sem á sviði orkunýtingar krefjast mikillar verkþekkingar. Þar reynir mjög á verk- fræðinga, sem margir starfa hjá orkufyrirtækjum og í iðjuverum. Myndin er frá framkvæmdum við Búðarháls. Hilmar Bragi segir ýmis ný- mæli í tækni- menntun Háskóla Ís- lands. Helstu nýj- ustu dæmin séu í ferða- málafræðum, kerfislíffræði, nýjungum í iðnaðarverkfræði, verkefnastjórnun, framhalds- námi á sviði lífverkfræði, lífefnafræði og tölfræði. Iðn- aðarverkfræði-, vélaverk- fræði- og tölvunarfræðideildir séu þær fjölsóttustu innan verkfræði- og náttúruvís- indasviðs. Einnig sé jöfn og stöðug sókn í líf- og umhverf- isvísindadeild en auk þessara tilheyra jarðvísinda-, raf- magns- og tölvuverkfræði-, raunvísinda- og umhverfis- og byggingarverkfræðideild sviði því sem Hilmar Bragi er í for- svari fyrir. Margt nýtt er í boði TÆKNIMENNTUN Hilmar B. Janusson „Hópurinn var léttur í spori og ein- beittur á göngunni. Mér litist því vel á árið framundan, segir Páll Ás- geir Ásgeirsson. Hann er leið- sögumaður og stjórnandi verkefnis Ferðafélags Íslands, 52 fjöll, sem hófst á laugardaginn. Þá var geng- ið á Úlfarsfell í ágætu veðri og góðu færi Um 100 manns tóku þátt í þess- ari fyrstu fjallgöngu ársins. Þetta er fjórða árið sem 52 fjalla verkefnið er starfrækt á vegum FÍ. Hefur þátttaka ávallt verið góð, að sögn Páls. Eins og nafnið bendir til er gengið á 52 tinda á einu ári; það er jafn mörg fjöll og spilin í stokkn- um. Fjöllin eru um allt land; misjöfn að hæð og erfiðleikastigi. Lægst er líklega Öskjuhlíðin en í vor verður svo gengið á Hvannadalshnúk sem er 2.111 metrar á hæð og er hæsta fjall landsins. sbs@mbl.is Fjallagarpur Hópurinn á efsta hjalla Úlfarsfells sl. laugardag, þess albúinn að ganga á hvorki fleiri né færri en 51 fjall á árinu sem er framundan. Ætla einbeitt á fjöllin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.