Morgunblaðið - 07.01.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.01.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is 750 listamenn taka þátt í árlegri listahátíð í Sydney AFP Hafið eitt gríðarstórt baðkar? Gul gúmmíönd í ofurstærð beið þess á laugardag að vera fleytt inn í Darling-höfn í Sydney í Ástralíu til að marka upphaf árlegrar listahátíðar borgarinnar. Öndin er verk hollenska listamannsins Florentijns Hofmans en hann er einn af þeim 750 listamönnum frá 17 þjóðlöndum sem taka þátt í hátíðinni. Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði í ávarpi í gær að átökin í land- inu væru ekki á milli ríkisstjórnar- innar og stjórnarandstöðu, heldur á milli þjóðarinnar og óvina hennar. Hann kallaði andspyrnumenn þræla Vesturveldanna og sagði erlenda hryðjuverkamenn, sem styddust við hugmyndafræði al-Kaída, standa bakvið uppreisnina. Assad lagði fram áætlun til að binda enda á átökin og sagði fyrsta skrefið að erlend ríki létu af stuðn- ingi við þá sem vildu steypa honum af stóli. „Strax í kjölfarið munum við láta af hernað- araðgerðum,“ sagði hann en út- listaði ekki hvernig eftirliti með slíku vopna- hléi yrði háttað. Þá sagði for- setinn að stjórn- völd myndu stofna til viðræðna við andstæðinga sína og komast að sam- komulagi sem síðan yrði sett í þjóð- aratkvæði. Í kjölfarið yrði stofnað til þingkosninga og ný ríkisstjórn myndi taka við. Talsmaður Sýrlenska þjóðarráðs- ins sagði ljóst að Assad hygðist ekki ganga að neinni málamiðlun sem fæli í sér að hann léti af völdum og að hann vildi sjálfur velja þá sem sætu hinum megin við samningaborðið. Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, kallaði ræðu Assad meira en hræsnisfulla. Hann sagði dauðsföll, ofbeldi og kúgun í Sýr- landi sköpunarverk forsetans og sagði að enginn myndi láta blekkjast af innantómum loforðum. Guido Westerwelle, utanríkisráð- herra Þýskalands, hvatti Assad til að skipa öryggissveitum sínum að láta af ofbeldinu frekar en að gefa óljósar yfirlýsingar um vilja til vopnahlés. Þá sagði talsmaður Catherine Ashton, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu, að sambandið héldi fast í þá afstöðu að Assad yrði að fara frá völdum og greiða leiðina fyrir pólitískum valdaskiptum. holmfridur@mbl.is Kynnti eigin friðaráætlun  Lofar að hætta hernaðaraðgerðum láti erlend ríki af afskiptum sínum  Segir uppreisnarmenn þræla Vesturveldanna  Hræsni, segir utanríkisráðherra Breta Bashar al-Assad Þúsundir bókatitla, sem hafa verið á bannlista í Tyrklandi í áratugi, voru síðastliðna helgi teknar af listanum. Meðal þeirra voru Kommúnistaávarp Karls Marx og Friedrichs Engels og verk eftir Joseph Stalín og Vladimír Lenín, auk teiknimyndasagna, heims- atlass, skýrslu um ástand mannrétt- indamála í Tyrklandi og ritgerðar um Kúrda. Forsaga málsins er sú að í júlí síð- astliðnum samþykkti tyrkneska þingið frumvarp sem kvað á um að allar ákvarðanir sem teknar voru fyrir árið 2012 um að banna sölu og dreifingu á útgefnu efni féllu úr gildi ef enginn dómstóll staðfesti ákvörðunina innan sex mánaða. Sá frestur rann út á laug- ardag án þess að nokkur slíkur dómur félli. Formaður samtaka útgefenda í Tyrklandi, Metin Celal Zeynioglu, sagðist um helgina hafa heimildir fyrir því frá dómsmálaráðuneyti landsins að um allt að 23.000 titla væri að ræða, þótt einhverjir þeirra hefðu reyndar verið endurprentaðir og seldir í gegn- um árin án þess að yfirvöld hefðu haft af því afskipti. Margir draga í efa að ákvörðun þingsins um að aflétta ritskoðun af þessu tagi endurspegli raunverulega hugarfarsbreytingu og sagði Omer Faruk, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ayrinti-útgáfufyrirtækisins, í samtali við AFP að stjórnvöld myndu halda áfram að gera eins og þeim sýndist. Hann tók sem dæmi bókina Philo- sophy in the Bedroom eftir Sade markgreifa. Hæstiréttur hefði snúið ákvörðun yfirvalda um að banna bók- ina en hún væri engu að síður enn gerð upptæk. Þrátt fyrir að hafa sínar efasemdir sagði Zeynioglu að aflétting bannsins myndi þó hafa a.m.k. ein jákvæð áhrif. „Mörgum þeirra námsmanna sem handteknir eru í mótmælum er haldið í fangelsum af því að þeir hafa undir höndum ólöglegar bækur. Héðan í frá munum við ekki geta notað það sem af- sökun.“ Þúsundir titla teknar af bannlista AFP Bækur Kommúnistaávarpið fæst nú í bókaverslunum í Tyrklandi.  Efast um að hugur fylgi verki Evran knýr nú fram gríðarmiklar breytingar innan Evrópu en til þess að láta evrusam- starfið ganga þarf að koma til auk- inn samruni evru- ríkjanna. Þetta sagði David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, í viðtali við fjölmiðlamanninn Andrew Marr á BBC í gær og hótaði því að beita neit- unarvaldi gegn breytingum á Lissa- bon-sáttmálanum ef Bretar fengju ekki ákveðnar breytingar í gegn á sama tíma. „Þar sem þau þurfa að gera breyt- ingar þýðir það að þau eru að breyta eðli þeirra samtaka sem við til- heyrum. Þess vegna eigum við full- komlega rétt á því – og eigum ekki bara rétt á því heldur er okkur það kleift, af því að þau þurfa á breyting- unum að halda – að biðja um breyt- ingar okkur til handa,“ sagði Camer- on meðal annars. Forsætisráðherrann sagðist já- kvæður í garð breytinga á sáttmál- anum til að styrkja stöðu evrunnar en sagði að það væri fullkomlega eðli- legt að ef aðrir fengju breytingar í gegn fengju Bretar það líka. „Við vilj- um vera aðilar að Evrópusamband- inu, sérstaklega hinum innri mark- aði, en við myndum vilja gera breytingar,“ sagði hann. Cameron svaraði engu um það hvaða breytingar væri um að ræða en sagði að það væri ýmislegt sem Bret- ar stæðu betur utan við. Þá staðhæfði hann að önnur aðildarríki Evrópu- sambandsins myndu láta undan kröf- um Breta. „Ég er ekki forlagatrúar. Fólk sagði mér að það væri ómögulegt að gera breytingar á sambandi okkar. Ég tók við sem forsætisráðherra og hef þegar áorkað því að koma okkur út úr þeirri björgunarsveit sem síð- asta ríkisstjórn valdi að taka þátt í.“ Hótar að beita neit- unarvaldi David Cameron  Vill breytingar til handa Bretum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.