Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 20

Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 ✝ Skjöldur Þor-grímsson fædd- ist í Grímsey 8. júní 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. desember 2012. Foreldrar hans voru Matthea Guðný Sigurbjörns- dóttir frá Grímsey, f. 25. júlí 1903, d. 28. nóvember 1968, og Þorgrímur Maríusson frá Húsavík, f. 4. desember 1904, d. 12. mars 1989. Systkini Skjaldar eru: Brynja, f. 7. júlí 1926, látin. Helga, f. 11. apríl 1930. Sig- urbjörn, f. 2. júlí 1931. Sigrún, f. 8. maí 1933, látin. Guðrún, f. 12. júní 1935, látin. Drengur, f. í maí 1943, látinn samdægurs. María, f. 22. júlí 1944, látin. Jónína, f. 20. janúar 1946, og Steinunn, f. 28. júní 1947. Fyrri kona Skjaldar var Vig- dís Tryggvadóttir, þau skildu. frá Barnaskóla Húsavíkur og Stýrimannaskólanum í Reykja- vík. Hann hóf sjómennsku 13 ára gamall við beitningu og róðra frá Húsavík með föður sínum. Hann fór á vetrarvertíð suður með sjó 1945, m.a. á Barðanum og Pétri Jónssyni. Skjöldur hóf störf á kaupskipum árið 1948, fyrst sem hjálparkokkur á Reykjafossi. Hann var einnig há- seti á Gullfossi, Tungufossi og Lagarfossi. Hann hefur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjómannafélag Reykjavík- ur. Þegar hann kom í land rak hann fiskbúð á Laugalæk í nokk- ur ár og hóf síðan störf hjá Fisk- mati ríkisins. Síðustu starfsárin sín vann hann hjá Borgarverk- fræðingi í Reykjavík. Samhliða stundaði hann alltaf sjóinn á trillunni sinni Mara RE 79. Sjó- mannadagsráð heiðraði Skjöld á sjómannadaginn 1996 fyrir störf hans í þágu sjómanna. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum og var einlægur jafnaðarmaður alla tíð. Síðustu fjögur árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Skjaldar fer fram frá Áskirkju í dag, 7. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Börn þeirra eru a) Una Svava, f. 4. maí 1950, maki Chuck Rogers. b) Þor- grímur, f. 1. ágúst 1952. c) Tryggvi Lúðvík, f. 12. jan- úar 1954, maki Halla María Árna- dóttir. Eftirlifandi eig- inkona Skjaldar er Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, f. 1. desember 1932. Börn þeirra eru: d) Ást- hildur, f. 9. júní 1955, maki Birg- ir Aðalsteinsson. e) Guðbjörg Skjaldardóttir, f. 13. júlí 1957, maki Sigurður Árnason. f) Matt- hías, f. 1. febrúar 1959, d. 19. september 1990. g) Guðrún Vikt- oría, f. 28. desember 1963, maki Björn Guðmundsson. Barna- börnin eru 24, langafabörnin 28 og langalangafabörnin 5. Skjöldur ólst upp á Húsavík öll sín æskuár. Hann lauk námi Jæja pabbi, þá er komið að kveðjustund. Það er margs að minnast. Allar ferðirnar niður á höfn á sunnudagsmorgnum þegar við systkinin vorum börn. Við kepptumst um að lesa bátanöfnin, oftast voru þetta ansi langir morgnar, við komumst lítið áfram því þú þekktir alla. Allar sumar- ferðirnar til Húsavíkur þar sem þú varst uppalinn og afi bjó og Gunna frænka á Húsavík en hún lést þann 28. nóv. sl., þremur vik- um á undan þér. Þú varst mikill sjómaður og áttir trillu um tíma sem hét Mari RE79. Mikið var gaman þegar þú sigldir með okk- ur mömmu, Gunnu V., Sigga og nokkrum barnabörnum um Faxaflóann – og við veiddum og veiddum. Svo settir þú okkur í land í Viðey meðan þú gerðir að aflanum. Þú varst líka mikið á rjúpnaveiðum. Þú greindist með Alzheimer um sjötugt en áttir nokkur góð ár eftir það. Svo fór að fjara undan og fyrir tæpum fjór- um árum fluttir þú inn á hjúkr- unarheimilið Skjól. Þrátt fyrir veikindin þekktir þú alltaf mömmu og okkur systur en minn- ið var farið. Litlu langafabörnin elskuðu þig enda mikill barna- karl. Það voru góðar stundirnar hjá ykkur Sigga Kefló og Nóa sem voru duglegir langafastrákar að heimsækja þig og borða með þér Freyjustaur eða spila bingó. Við í fjölskyldunni erum þakklát öllu starfsfólkinu á Skjóli fyrir frábæra umönnun. Pabbi minn, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum. Þín dóttir, Guðbjörg Skjaldardóttir (Bubba). Lífsbók pabba er lokið og á kveðjustund fyllist ég þakklæti yfir að hann skuli hafa fengið hvíldina og ekki síður þakklæti yfir að hafa átt hann fyrir föður. Það skorti ekkert á tengslin milli okkar pabba þó að ég hafi ekki al- ist upp með foreldrum mínum fyrstu tvö ár ævi minnar. Ég er ákaflega þakklát að þau tóku mig til sín þegar þau fóru að búa, þó að í boði væri að ég yrði áfram í góðu atlæti hjá afa og ömmu í Keflavík. Mér fannst alltaf svo ævintýra- legt að amma skyldi fara til Grímseyjar og eiga tvö elstu börnin sín þar, Brynju og pabba. Heimili þeirra á Vetrarbrautinni var ekki stórt, en þar var alltaf nægilegt húsrými og mikil vænt- umþykja. Þessi stóri systkinahóp- ur hefur alltaf haft mikil sam- skipti sín á milli. Og þaðan hefur hann með sér þessi sterku lífs- gildi, að láta sig aðra varða, hugsa um þá sem minna mega sín, gefa með sér, ríka réttlætiskennd, þessi gildi fylgja síðan afkomend- um hans líka út í lífið. Sjóður minninganna er stór. Vinnan í fiskbúðinni, þar kenndi hann mér á vigtina, pakka fiski inn í dagblöð, raða flökum fallega á bakka. Hakka ýsu með lauk í stóru hakkavélinni. Vera kurteis og brosandi við viðskiptavinina og láta ekki fara í taugarnar á mér þó haft væri á orði oft á dag: Að hugsa sér hvað þú ert dugleg (svo smá þögn) stúlka að afgreiða í fiskbúð. Hann treysti mér til að vera einni í búðinni þegar hann þurfti að sækja fisk og bakvið var alltaf malt og prinspóló. En eitt lærði ég aldrei og það var að flaka fisk, pabbi sá um þá hlið, hann sá líka um að alltaf væri til nóg af fiski, sama hvar ég bjó. Enda er uppáhaldsmaturinn minn glænýr fiskur stappaður með kartöflum og miklu smjöri. Við systkinin suðuðum mikið um að fá að eiga kött þegar við bjuggum í Njörvasundinu, en rök foreldranna voru að við byggjum í þríbýli og það væri ekki hægt, en pabbi bætti við að ef við byggjum í einbýli þá væri það í lagi. Að sú staða gæti orðið var ekki í mynd- inni. En þau urðu ein af frum- byggjum Neðra Breiðholts og fengu úthlutað einbýli og þá kom Klói á heimilið. Köttur sem var duglegur að bjóða öðrum köttum með sér. Pabbi tók stráknum sem ég kynntist í kaupavinnunni á Bakka vel enda búinn að kynnast honum sjálfur í heimsóknum sínum í sveitina. Þegar við svo eignuð- umst okkar fyrstu börn, tvö í einu, voru pabbi og mamma okk- ar stoð og stytta. Eins var það þegar við tókum okkur upp og fluttum í Seljatungu, þá fengum við allan þeirra stuðning. Pabbi var veiðimaður af lífi og sál, búinn að læra umgengni við náttúruna af föður sínum. Stundum hélt ég að það væri sjór í æðum hans en ekki blóð. Hann varð að sjá sjóinn og þar sem hvergi sást til sjávar frá Seljatungu, var farið í bíltúr niður í fjöru. Hann varð glaður þegar við tókum við á Bakka 1997, sjórinn, fjaran og áin, allt þetta þekkti hann vel. Áfallið varð mikið þegar hann greindist með Alzheimer 1998, en hann tókst á við það eins og hann ætlaði sér að gera allt sem léttast fyrir mömmu. Á Skjóli var hugsað um hann af hlýju og nærgætni. Þar sat hann oft við gluggann og horfði út á sjóinn. Þannig vil ég minnast hans. Þín dóttir, Ásthildur. Í dag er tengdafaðir minn, Skjöldur Þorgrímsson, kvaddur hinstu kveðju. Okkar samleið, sem einkenndist alltaf af miklum hlýhug og vinsemd, er orðin löng eða hartnær 45 ár. Mér er minn- isstætt þegar ég sem kornung kona var stödd í afmælisveislu sem haldin var til heiðurs „Togga Mara“ föður Skjaldar í Hafnar- firðinum, á heimili þeirra Maju systur Skjaldar og Bjarna. Þar heyrði ég gamla manninn stoltan lýsa ríkidæmi sínu en ríkidæmið voru afkomendurnir og velferð þeirra. Þetta viðhorf æskuheim- ilisins endurspeglaðist í lífsvið- horfi Skjaldar og í raun hans systkina allra þar sem áherslan var aldrei á efnisleg gæði heldur þau gæði sem mestu máli skipta í lífinu, fjölskyldu, fólkið í kringum okkur og í raun allt sem mannlegt er. Skjöldur var einn af þessum minnisstæðu persónuleikum sem maður hittir á lífsleiðinni. Hann var jafnaðarmaður ekki bara póli- tískur heldur jafnaðarmaður af lífi og sál, hafði skoðanir á flestu og lét þær óspart í ljós. Sjórinn og tengsl Skjaldar við hann var ríkur þáttur í hans lífi. Hann var veiðimaður eins og faðir hans og forfeður. Hann, eins og þeir, var gjafmildur á fenginn og það voru ófáir sem nutu þess. Hann sá til þess að veiðiáhuginn gengi niður til kynslóðarinnar sem á eftir kom. Um miðjan októ- ber ár hvert vakti hann okkur eld- snemma til að sækja soninn með sér á veiðar. Þeir feðgar áttu margar dýrmætar samveru- stundir í bústað nr. 63 í Munaðar- nesi. Þar eyddu þeir dögum á fjöllum og kvöldum í samveru og oftar en ekki í góðum félagsskap gamals vinar Skjaldar frá Húsa- vík, Péturs Guðjohnsen og Svein- björns sonar hans. Ég var þess aðnjótandi að vera með þeim feðgum í nokkrum svona haust- ferðum en þar flugu margar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Það er gaman að segja frá því þegar að synir Unu elstu dóttur Skjaldar, sem fæddir eru í Banda- ríkjunum og hafa alist þar upp, komu í heimsókn til Íslands og m.a. í sveitina til okkar Tryggva. Þeir fóru að telja upp fyrir okkur hvað hefði á daga þeirra drifið frá því að þeir komu til landsins. Höfðu þeir farið í bíltúr með afa sínum Skildi og í þeirri ferð komið við á ýmsum stöðum. Það sem þeim þótti merkilegast við ferðina með afa sínum var: „Hann afi þekkir alla í Reykjavík.“ Þetta lýsir Skildi vel. Hann var opinn, ræðinn, talaði eins við alla sem hann hitti og hafði þennan óbil- andi áhuga á öllu sem mannlegt var. Síðustu árin átti Skjöldur við veikindi að stríða. Sjúkdómurinn tók yfirhöndina og persónuein- kenni hans fjarlægðust æ meir. Þórhildur, Ásthildur, Bubba, Guðrún Viktoría og fjölskyldur þeirra systra sinntu Skildi í erf- iðum veikindum af einstakri um- hyggjusemi og alúð allt þar til yfir lauk. Ég kveð elskulegan tengda- föður minn með virðingu og kæru þakklæti fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Halla María Árnadóttir. Ég skal svara var kallað þegar síminn hringdi enda vissum við að líklega væri það afi að heyra í hópnum sínum. Við systurnar bjuggum þá í Flóanum og hringdi afi daglega og alltaf voru fréttir að færa, sumar stórar og aðrar smáar en á þær var hlustað af áhuga. Það var líka föst venja að láta vita hvernig gengi í skólanum og alltaf vorum við stoltar eftir að hafa lesið einkunnir upp fyrir afa í gegnum símann, hvort sem þær voru háar eða lágar þá skipti það ekki öllu, bara alltaf að gera sitt besta. Við þekkjum ekki annað en mikil tengsl við ömmu og afa. Þau komu oft austur fyrir fjall í heim- sókn og þar sem ekki sást til sjáv- ar af jörðinni var það föst venja að fara í fjörubíltúr. Eru þær ferðir ævintýralegar í minningunni, fór- um upp í vita og skoðuðum fornt rjómabú en mesti tíminn fór þó í göngu þar sem gersemar voru tíndar. Ennþá fyrr, þegar við systurn- ar vorum færri, þá tengjast minn- ingarnar um StriðustekkjarSkjöl- dafa líka sjónum. Þegar við bjuggum í Vesturbænum kom hann með rauðmaga og setti í vaskinn, náði í tusku og lét hann bíta í. Við systur sórum það að við skyldum aldrei borða fisk sem vogaði sér að bíta í borðtusku Gunnu frænku. Það heit héldum við í yfir áratug eða þangað til eitt sumarið í Skriðustekknum að afi steikti rauðmaga handa okkur sem bragðaðist mjög vel. Afi kenndi okkur margt, fór í bryggjubíltúra þar sem við lásum nöfnin af skipum og bátum og öll- um skiltum sem við sáum. Alltaf Skjöldur Þorgrímsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1976. Hann lést 29. des- ember 2012 eftir erfið veikindi. Móðir Gunnars var Jóhanna Gunn- arsdóttir Johnsen, f. 6. janúar 1943, d. 11. júní 1991. For- eldrar Jóhönnu voru Sigríður Guðmundsdóttir Johnsen og Gunnar Johnsen, Marklandi, Garðabæ. Faðir Gunnars var Guðmundur Bald- ur Jóhannsson, f. 19. febrúar 1942, d. 22. desember 2009. For- eldrar Guðmundar voru Bjarn- veig Þorsteinsdóttir og Jóhann Samsonarson Guðmundsson. Systkini Gunnars eru 1. Sigríð- ur, f. 1966, maki hennar er Ingv- ar Ingvarsson, dætur þeirra eru Ólafía, Jóhanna og Hanna Rakel. 2. Jó- hann Sigfús (sam- feðra), f. 1995. Maki Gunnars er Ólafur Högni Ólafs- son, f. 7. janúar 1961, slökkviliðs- maður og smiður. Þeir gengu í hjóna- band 15. júlí 2011. Gunnar ólst upp í Garðabæ. Að lokn- um grunnskóla fór hann í Verzl- unarskóla Íslands þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1996. Hann stundaði um tíma lög- fræðinám við HÍ. Gunnar starf- aði alla tíð við verslun og þjón- ustu, m.a. sem innkaupa- og verslunarstjóri. Útför Gunnars fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi mánu- daginn 7. janúar 2013 og hefst athöfnin kl. 15. Það er með sárum söknuði að ég kveð Gunna mág minn. Hann var gull af manni, sá alltaf það besta í öllum, einlægur og góður. Mér þótti afar vænt um hann og þá sérstaklega fyrir það hvað hann var góður við móður mína. Hann var mikill fagurkeri og bar heimili þeirra Óla vott um það. Við drúpum höfði harmi slegin og skiljum ekki hver tilgangurinn er með ótímabæru fráfalli ungs manns í blóma lífsins. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við áttum margar góðar stundir sam- an og er mér sérstaklega minn- isstæð sumarbústaðarferð sem við fórum í síðastliðið sumar. Með söknuði, þakklæti og virð- ingu kveð ég þig, elsku franski sjarmörinn minn. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Óla bróður sem annaðist Gunna af einstakri alúð og umhyggju uns yfir lauk. Fjöl- skyldu Gunna sendi ég einnig mínar dýpstu samúðarkveðjur. Takk fyrir allt, elsku Gunni. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa með okkur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Sigurbjörg Ólafsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að sjá á eftir Gunnari aðeins 36 ára gömlum. Vinskapur hefur verið með fjölskyldum okkar í 40 ár og við litum á hann sem einn af okk- ar fjölskyldu. Gunnar var strax sem lítill drengur hæglátur og hógvær en langt frá því að vera skaplaus. Hann var hreinn og beinn og til- gerð var honum ekki að skapi. Gunnar var glæsilegur maður og smekkvísi og snyrtimennska voru honum í blóð borin. Hann var trúr vinum sínum og kunni að hlusta og skipti þá engu máli þótt ára- tugir skildu að í aldri. Ég kveð elsku Gunnar minn með ljóði sem móðuramma hans, Sigríður Johnsen á Marklandi, kenndi mér sem barni og hefur leitað á hug minn síðustu daga: Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Skarðið sem Gunnar skilur eft- ir sig verður ekki fyllt. Ég votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing Gunnars Guðmundssonar. Ásta Emilsdóttir. Ég gleymi aldrei kókósilmin- um af flotta stráknum sem ég kynntist á fyrsta vinnudegi mín- um í Steinari Waage. Við Gunnar vorum bæði þannig að við settum alltaf upp smá varnarmúr þegar við kynntumst nýju fólki en það var enginn veggur sem hélt okkur frá því að verða bestu vinir. Við brölluðum ótal margt sam- an og ég á svo góðar og skemmti- legar minningar um þennan tíma okkar saman. Við leigðum saman í Kópavogi og við vorum hvort með sitt herbergið en herbergið hans Gunnars var sjaldan notað sem svefnstaður þar sem honum þótti alltaf best að fá að kúra hjá mér í stóra rúminu mínu, enda átti hann líka svo mikið af flottum fötum að herbergið hans dugði varla til. Ég á svo fallegar minningar um hann Gunna minn og mig langar að deila nokkrum með ykkur. Gunni kallaði mig oft mömmu sína eða „Mommy“ og hann elskaði að fá hjá mér soðnar kjötbollur og var það algert skil- yrði að ég stappaði þær með smjöri fyrir hann. Ein vinkona okkar rifjaði einmitt upp fyrir mér á dögunum að það var alltaf þannig að ég var alltaf í megrun og Gunnar að reyna að fitna, ótrú- leg samsetning á vinum þar. Gunnar kom einu sinni með mér og fjölskyldu minni í ferðalag til Ófeigsfjarðar þar sem ekki var hægt að baða sig nema í köldu vatni og höfðum við orð á því syst- urnar hvað hann Gunni var alltaf eins og nýstraujaður, alltaf slétt- ur og fínn, nýskriðinn úr svefn- pokanum. Gunnar var sannur vinur vina sinna og var alltaf til staðar fyrir okkur hvað sem bjátaði á. Hann var elskaður af öllum sem þekktu hann og fengu að njóta þessara allt of fáu ára sem hann lifði. Ég elska þig, Gunni minn, og mun aldrei gleyma þér. Takk fyr- ir að leyfa mér að vera hluti af þínu lífi, eins og þú sjálfur orðaðir það svo fallega. Guð veri með ykkur, elsku Óli, Sirrý, fjölskyldur og vinir. Þín vinkona, Tabitha Tara (Taby). Ég hef þekkt Gunnar alla mína ævi. Þegar ég var lítil hafði hann alltaf tíma til að leika við mig þótt hann væri eldri. Við eyddum heilu dögunum í að lita í litabækur og hlusta á ævintýrin með Hemma Gunn eða tónlistina úr myndinni Mermaids með Cher. Þegar við urðum eldri fórum við oft í bíltúra eða í bókakaffi og lásum öll slúð- urtímaritin. Gunnar var alltaf til staðar til að gefa mér ráð. Hann var helsti ráðgjafi minn þegar kom að tísku og hönnun og margt það flottasta og vandaðasta sem ég á eru gjafir frá honum. Það var líka svo gott að tala við hann því hann dæmdi mig aldrei og lét mig aldrei fá samviskubit yfir mistökum mín- um. Gunnar varð svo fljótt veikur og það var mikið áfall fyrir okkur öll. Eitt sinn þegar ég heimsótti hann á spítalann fór ég að há- gráta og hann faðmaði mig og sagði að ég ætti ekki að hafa áhyggjur; ég ætti bara að ímynda mér að hann væri með gubbupest en ekki heilaæxli. Það var svo gott að láta hann hugga mig að ég hélt áfram að segja honum frá öllu því sem var að valda mér áhyggjum og hann lét mér líða betur með fallegum orðum. Mér finnst hræðilegt að hugsa til þess að ég verði að halda áfram með líf mitt án þess að Gunnar geti tekið þátt í því. Ég vona að það sé til himnaríki því ef svo er þá veit ég að hann er þar og þá fæ ég kannski að hitta hann aftur. Steinunn Lilja Emilsdóttir. Elsku hjartans Gunnsi. Falleg- ur að utan sem innan, greindur, handlaginn og vandvirkur. Alltaf til staðar þegar ég kallaði. Í ell- inni ætluðum við að fara saman í Fjarðarkaup að versla – hann auðvitað ennþá óaðfinnanlegur í útliti með aðstoð botox og hárlit- unar, ég myndi bara vera í nátt- úrulega lookinu því hann væri þá loksins búinn að gefast upp á að gera einhverja glamúrgellu úr mér! Söknuðurinn er svo sár en ég ætla að reyna eins og ég get að láta ekki þessi erfiðu veikindi síð- astliðna mánuði skyggja á allar góðu minningarnar. Starfsfólki líknardeildar Landspítalans færi ég mínar bestu þakkir – þeirra umönnun var ljós í myrkri. Anný Lára Emilsdóttir. Gunnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.