Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 23
vegum 2003, var sölu- og markaðs-
stjóri við-burðardeildar hjá Fróða
(síðan Birt-ingur) 2004-2006, var
markaðs- og fjáröflunarstjóri
Krabbameinsfélags Íslands 2006-
2010 og byggði þá upp átakið Bleiku
slaufuna og Mottu mars (Karlmenn
og krabbamein) og hefur verið for-
stöðumaður Markaðs-stofu Vest-
fjarða 2010-2012.
Gústaf hefur haft ýmis áhugamál
um dagana:
„Ég byrjaði í golfi árið 1993 þegar
ég og félagi minn byggðum fyrsta
golfvöllinn á Patreksfirði. Sá völlur
er enn við lýði, var upphaflega sex
holur en er nú níu holu völlur.
Ég lék síðan golf í Reykjavík og
vann bikar í 3 flokki hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Ég fór niður í 6,9 í for-
gjöf en hætti í golfinu og snéri mér
að flugveiði árið 2007. Nú hnýti ég
eigin flugur, er með vídeóblogg um
fluguveiði og þvælist um landið
þvert og endilagt í veiðiferðum.
Þá hef ég haft áhuga á skotveiði
svo lengi sem ég man, reyni að kom-
ast sem oftast í rjúpu og á gæsa-
veiðar og að sjálfsögðu hreindýr. Ég
veiði í raun allt sem er ætt og hef
þess vegna engan áhuga á að skjóta
tófu.
Hins vegar drap ég einu sinni
mink þegar ég var að spila golf í
Leirunni. En það var hann sem
byrjaði. Hann lét ófriðlega og
steinlá fyrir níunni minni.“
Fljúgandi, fjarstýrð myndavél
Einhver önnur áhugamál?
„Ó já. Hann afi minn kom mér í
kynni við fjarstýrð módel, s.s. flug-
módel þegar ég var á unglingsárun-
um og ég hef haft áhuga á slíkum
fyrirbrigðum síðan. Ég segi ekki að
ég hafi legið yfir flugmódelum alla
tíð. En þessi áhugi blundar alltaf
með mér. Stundum hafa það verið
flugvélar og önnur loftför, stundum
áhugi á fjarstýrðum bátum og nú
hef ég ný lokið við að hanna átta
hreyfla fjarstýrðan myndavélapall
með FPV tækni sem gerir mér
mögulegt að sjá það sem pallurinn
„sér“. Þetta er afskaplega skemmti-
legt áhugamál.“
Fjölskylda
Eiginkona Gústafs er Sigrún
Bragadóttir, f. 8.3. 1970, viðskipta-
fræðingur við endurskoðunarskrif-
stofu á Ísafirði. Hún er dóttir Braga
Ragnarssonar vélstjóra og Maríu
Haraldsdóttur, starfsmanns hjá
ASÍ, en stjúpfaðir Sigrúnar er Sig-
mundur Steinarsson, fyrrv. íþrótt-
aritstjóri við Morgunblaðið.
Börn Gústafs frá fyrra sambandi
eru Hilmar Gústafsson, f. 21.4. 1994,
nemi við Tækniskóla Íslands, og
Soffía Gústafsdóttir, f. 15.1. 1997,
nemi.
Fóstursonur Gústafs og sonur
Sigrúnar er Sigmundur Bragi Gúst-
afsson, f. 11.9. 1996, nemi við MÍ.
Börn Gústafs og Sigrúnar eru
Gústaf Már Gústafsson, f. 4.2. 2005,
og María Dís Gústafsdóttir, f. 21.12.
2006.
Bræður Gústafs: Haraldur Gúst-
afsson, f. 22.3. 1970, verkstjóri hjá
Fjarðaráli á Reyðarfirði, og Ófeigur
Gústafsson, f. 26.11. 1997, d. 6.10.
2012, var starfsmaður við Fjarðarál.
Foreldrar Gústafs: Gústaf Gúst-
afsson, f. 10.2. 1954, kennari og að-
stoðarskólastjóri á Patreksfirði, og
Rannveig Haraldsdóttir, f. 10.8.
1954, kennari á Patreksfirði.
Úr frændgarði Gústafs Gúsafssonar
Gústaf
Gústafsson
Sigrún Siguðardóttir
húsfr. á Syðri-Grund
Jón Þorsteinsson
b. á Syðri-Grund í Svarfaðardal
Sigríður Dagmar Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Haraldur Ágústsson
húsasmíðam. í Rvík
Rannveig Haraldsdóttir
kennari á Patreksfirði
Rannveig Einarsdóttir
húsfr. í Þykkvabæ
Ágúst Jónsson
skáld og kennari í Þykkvabæ
Soffía Jakobsdóttir
húsfr. á Patreksfirði
Helgi Einarsson
rafstöðvarstj. á Patreksfirði
Ásdís Helgadóttir
húsfr. í Rvík
Gústaf Ófeigsson
leigubílstj. í Rvík
Gústaf Gústafsson
aðstoðarskólastj. á Patreksfirði
Kristín Ó. Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Örn Gústafsson
fyrrv. framvæmdastj. VÍS
Einar Gústafsson
símvirki hjá Gufunesradíói
Dagmar Haraldsdóttir
viðburðarstjóri
Afmælisbarnið Gústaf Gústafsson.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
Jón Sigurðsson fæddist í Stykk-ishólmi 7.1. 1912, sonur Sigurð-ar Ágústs Kristjánssonar, úr-
smiðs á Ísafirði Vigfússonar, frá
Öxney og Margrétar Oddfríðar
Skúladóttur frá Fagurey á Breiða-
firði. Jón ólst upp í Stykkishólmi og
var átta sumur hjá ömmu sinni úti í
Fagurey á Breiðafirði.
Jón flutti ungur til Reykjavíkur og
lenti þar í slagtogi með skáldum,
slæpingjum og gáfumönnum af ýms-
um toga. Hann varð ofdrykkjumaður
og deildi þá kjörum með útigangs-
mönnum sem þá voru nefndir rónar.
En þrátt fyrir slarkið var Jón yf-
irleitt fínn í tauinu og hvers manns
hugljúfi, sökum gáfna sinna og ljúf-
mannlegrar framkomu. Hann var
auk þess prýðilegur hagyrðingur, ef
ekki skáld.
Lífshlaup Jóns einskorðast ekki
við Hafnarstrætið. Það varð mun
viðburðaríkara. Hann var alla tíð
mjög trúaður maður, gekk í Hjálp-
ræðisherinn og boðaði fagnaðar-
boðskapinn á Lækjartorgi. Eftir það
háðu Bakkus og Hjálpræðisherinn
langvinnt einvígi um sál þessa dánu-
manns.
Jón gekk í herskóla Hjálpræðis-
hersins í Englandi, lauk þaðan próf-
um með miklum ágætum og gegndi
síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Herinn. Hann gekk einnig í breska
herinn, þjónaði þar um skeið og gerð-
ist síðan liðhlaupi sem var lífshættu-
legt brot. Reyndar flæktist hann víða
um heim og upplifði ótrúleg ævintýri
eins og lesa má um í einni skemmti-
legustu ævisögu sem skráð hefur
verið á íslensku: Syndin er lævís og
lipur, ævisaga Jóns, skráð af Jónasi
Árnasyni og útg. fyrst 1962.
Jón var góðvinur Steins Steinars
sem orti um hann tvö þekkt kvæði:
Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét
úr höfn, stóð Herinn á bryggjunni og
söng, en það kvæði birtist í ljóðabók-
inni Spor í sandi, og Hjálpræðisher-
inn biður fyrir þeim synduga manni
Jóni Sigurðssyni fyrrverandi kadett,
sem birtist í Ýmsum kvæðum.
Jón varð áttræður, lést í Reykjavík
29.5. 1992.
Merkir Íslendingar
Jón kadett
Sigurðsson
95 ára
Magnús Jónsson
90 ára
Jóhanna Arnmundsdóttir
85 ára
Þóra Björgvinsdóttir
80 ára
Erla Hrólfsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Patricia Ann Jónsson
75 ára
Elsa Finnsdóttir
Erna Guðný Þórðardóttir
Laufey Einarsdóttir
70 ára
Bára Sigurbergsdóttir
Elísabet Matthíasdóttir
Erla Jóna Sigurðardóttir
Hrefna Pétursdóttir
Jón Kristinn Ríkarðsson
Óðinn Geirsson
60 ára
Einfríður Þ.
Aðalsteinsdóttir
Guðrún Kristófersdóttir
Jakob Jónatan Möller
Lárus Einarsson
Stefán Hákonarson
Steinþór Gunnarsson
Trausti Kristjánsson
50 ára
Ásgerður Baldursdóttir
Ásmundur Bergmann
Þórðarson
Ásmundur Magnússon
Brynja Jónsdóttir
Daði Gils Þorsteinsson
Ellert Jón Gunnsteinsson
Hugrún Sigurðardóttir
James I. Alexandersson
Stefán Guðmundsson
Óskarsson
40 ára
Friðrik Þór Snæbjörnsson
Guðjón Víglundur Helgason
Halla Dís Hallfreðsdóttir
Hanna Gréta Pálsdóttir
Hilmar Páll Jóhannesson
Jón Rafn Valdimarsson
Prasit Tipmanee
Sólveig Birna Gísladóttir
30 ára
Alma Tryggvadóttir
Atli Þór Gunnarsson
Hulda María Newman
Vilhelm Arnar Kristjánsson
Þóra Dögg Júlíusdóttir
Þórlaug Sæmundsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna ólst upp á
Ísafirði, lauk kennaraprófi
frá Menntavísindasviði HÍ
og er nú leikskólakennari
við leikskólann Eyrarskjól
á Ísafirði.
Maki: Friðrik Hagalín
Smárason, f. 1983, vél-
stjórakennari við MÍ.
Börn: Elvar Ragnarsson,
f. 2006, og Helga Diljá
Friðriksdóttir, f. 2011.
Foreldrar: Arnór Magn-
ússon, f. 1955, og Dagný
Jónsdóttir, f. 1957.
Tinna
Arnórsdóttir
30 ára Helga ólst upp á
Vopnafirði en er nú búsett
á Egilsstöðum og starfar
þar við leikskóla.
Systkini: Svandís, f.
1965; Margrét, f. 1966;
Hreiðar, f. 1970; Gunn-
hildur Inga, f. 1979, og
Guðrún Sigríður, f. 1981.
Foreldrar: Geir Frið-
björnsson, f. 1943, fyrrv.
vörubílstjóri, og Laufey
Leifsdóttir, f. 1944, hús-
freyja sem starfaði við
umönnun á Vopnafirði.
Helga Kristjana
Geirsdóttir
30 ára Hjálmar er búsett-
ur í Kópavogi og stundar
húsamálun.
Maki: Hafdís Dögg
Bragadóttir, f. 1988.
Synir: Ernir Snær, f.
2005; Sigurgeir Máni, f.
2007 (stjúpsonur), og
Örn Einar, f. 2011.
Foreldrar: Guðrún B. Ein-
arsdóttir, f. 1960, bókari,
og Leifur Hjálmarsson, f.
1955, d. 1989. Stjúpfaðir
er Þorsteinn Garðarsson,
f. 1962, kerfisfræðingur.
Hjálmar Örn
Leifsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Skráðu bílinn þinn
frítt inn á
diesel.is
Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252
þegar þú ætlar að selja bílinn