Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 24

Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Gefðu þér því góðan tíma. 20. apríl - 20. maí  Naut Hamingjan bíður þín á næsta leiti en þú þarft að sýna dirfsku, en um leið þolinmæði til þess að finna hana. Trúðu á sjálfan þig og hlustaðu ekki um of á aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef útlitið virðist of gott til þess að vera satt er alltaf eitthvað hæft í því. Kannski áttu möguleika á því að vinna keppni eða heyrir af því að fólk er að tala vel um þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert fróðleiksþyrstur og skalt gefa þér tíma til að kynnast menningu ólíkra heima. Þú ættir að láta eftir þér að leita hug- svölunar í góðri bók, kvikmynd eða tónlist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur mikla þörf fyrir að flýja raun- veruleikann. Vertu ekkert að hafa áhyggjur af því og haltu áfram með lífið. Nú er ekki rétti tíminn til að standa í orðræðum á vinnustað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu sanngirnina að leiðarljósi, þeg- ar þú ferð fyrir vinnufélögum þínum. Að sama skapi skaltu vera varkár þegar kemur að fjár- hagslegum smáátriðum og viðskiptasamn- ingum um þessar mundir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert til í að leggja sitthvað á þig til þess að koma umbótum og breytingum til leiðar í vinnunni. Fáðu leyfi áður en lengra er haldið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert afar þrautseig/ur, það er bæði blessun og bölvun. Farðu á þínar uppá- haldsslóðir og finndu þann frið og þá ró sem endurnýja þig til frekari athafna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur sambönd í nánast öllum stéttum þjóðfélagsins. Mundu að sá er vinur, sem í raun reynist og hann/hún er bara ekki eitthvað sem hægt er að tína af trjánum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Ekki láta þau reka á reiðanum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n þig eða aðra í forgang í dag. Það er óvenjumikil við- kvæmni í loftinu í dag og því hætt við deilum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið erfitt að hafa augað stöðugt á framtíðinni en mundu að störf þín í dag leggja grunninn að morgundeginum. Draumórar og dagdraumar taka völdin. Ég hitti karlinn á Laugaveginumeftir messu í Dómkirkjunni, óskaði honum gleðilegs árs og þakkaði fyrir það gamla. Hann lét vel yfir sér og þegar ég spurði um heilsuna svaraði hann: Af heilsu sterkri ég státað get þótt stirðni fótur og gráni hárið. Varlega tek ég fet fyrir fet mín fyrstu skref inn í nýja árið, og þagði við eins og til að leggja áherslu á síðustu orðin. Spurði síð- an hvort ég hefði séð kryddsíldina á gamlársdag. „Nei, ég var í afmæli dótturdóttur minnar,“ svaraði ég. „Jóhanna var á sömu nótum og vant er og talaði illa um íhaldið,“ sagði hann þá og brosti skrítilega þegar hann bætti við: „En þið voruð sam- an í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, þeirri fyrstu sem innleiddi frjáls- hyggjuna, var það ekki? Og fór vel á með ykkur í íhaldinu og henni, sérstaklega Davíð og henni, ef ég man rétt!“ Vondlega henni varð svo meint af vinstri þæfingu. að ætti að fara, – en er of seint, – í endurhæfingu. Þorvaldur Thoroddsen fór um Snæfellsnes sumarið 1890 og komst svo að orði að yfir hin eyðilegu hraun mæna Lóndrangar eins og stórkostleg bygging með risavöxn- um turnum, það er satt sem stendur í hinni alkunnu vísu: Um Lóndranga yrkja má eru þeir Snæfells prýði yst á tanga út við sjá aldan stranga lemur þá. Þorvaldur segir, að í dröngunum sé fugl og geti menn gengið upp á hinn stærri, – „í hann hafa ein- hvern tíma til forna verið reknir járnfleinar í móbergið, krækja menn á þá kaðli og handstyrkja sig upp. Á vestari dranginn er ekki hægt að komast upp, því ekki er hægt að reka þar nagla í bergið, þó er það í munnmælum að maður hafi komist þar upp og hlaðið þar vörðu, en síðan hefur enginn kom- ist þangað eins og segir í gamalli vísu: Enginn þorir upp á drang að yngja upp hruninn vörðu bing, gengið er þeim frægð í fang sem fingrar við þá spásseríng.“ Það er fallegt undir Jökli. Stein- grímur Thorsteinsson orti: Grundin vallar glitruð hlær, glóir á hjalla og rinda; sólarhalla blíður blær blæs á fjallatinda. Látum skotið fari á flot á fagran græði, vindur lotinn varpar mæði, varla er brot á Ránar klæði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Lóndranga og spássering Í klípu „ÉG ER FYLGJANDI NÁTTÚRULEGUM FÆÐINGUM, AÐ HJÁLPA BARNINU BLÍÐ- LEGA Í HEIMINN. EF ÞAÐ KLIKKAR NOTA ÉG GJARNAN OFBELDI OG HÓTANIR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER SVO VONDUR MÁLARI AÐ ÉG FÉKK RÍKISSTYRK TIL AÐ HÆTTA AÐ MÁLA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hlý og notaleg. „HÚN SVEIFLAÐI SPROT- ANUM SÍNUM OG FLAUG UPP ÚR MÚSAHOLUNNI...“ „OG BEINT UPP Í GINIÐ Á GLORSOLTNUM KETTI.“ „MÝSNAR FÖGNUÐU ÞEGAR OSTAÁLFADÍSIN KVADDI...“ NEEEEEEI!!! HVAÐ DREKKUR ÞÚ MARGA BJÓRA Á DAG? TJA, SVONA TVO EÐA ÞRJÁ. ÉG SKIL. HÉR VIRÐIST VERA UM TÚLKUNARATRIÐI AÐ RÆÐA. Í vina- og kunningjahópi Víkverjaeru meðal annars nokkrir ein- staklingar sem hafa mikið dálæti á loftstokkalímbandi (e. duct tape). Telja það jafnvel geta komið í stað- inn fyrir flest önnur verkfæri ef eitthvað bjátar á fjarri manna- byggðum. Einu sinni var Víkverja sýnt flæðirit sem sýndi að vandamál gætu verið tvenns konar, ann- aðhvort væri eitthvað að hreyfast sem ætti ekki að hreyfast eða að eitthvað hreyfðist ekki sem ætti að hreyfast. Lausnin við fyrra vanda- málinu væri loftstokkalímband, en við því seinna undraefnið WD 40. x x x Fréttir síðustu viku voru af ýmsumtoga. Olíuleit er formlega hafin í íslenskri lögsögu, barátta einnar konu við facebook skilaði loks árangri og annarri var bannað að heita það sem hún heitir. Og svo var það flugdólgurinn. x x x Reyndar voru tvær flugdólga-fréttir, en sökudólgarnir í ann- arri þeirra voru kallaðir kven- dólgar, ekki flugdólgar. Sem Vík- verji skilur ekki alveg. Láti karl dólgslega í flugvél er það umhverfið sem skiptir máli, en geri konur það er fréttapunkturinn fólginn í kyni þeirra. Dálítið eins og kalla helming Íslendinga kven-Íslendinga. x x x Í tilfelli flugdólgsins sem var umborð í íslenskri flugvél var við- komandi svo ölvaður að við komuna til New York þurfti að flytja hann á sjúkrahús. Áður hafði hann slegið til annarra í flugvélinni, hrækt á þá og tekið einn hálstaki. Þegar hér var komið sögu aðstoðuðu farþegarnir áhöfnina við að yfirbuga manninn og fjötra með límbandi við flugsæti. Fyrrnefnt flæðirit virðist því hafa sannað sig. Ef eitthvað hreyfist, en á ekki að hreyfast, skal nota lím- band. x x x Eðlilegt næsta skref væri kannskiað reyna að finna leið til að nota WD 40 á mannanafnanefnd, því hún er sannarlega óhagganleg! víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. (Filippíbréfið 4:13) Ertu þreytt á að vera þreytt? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.