Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 26
Hjónin Eitt af fyrstu verkunum sem Sossa málaði á námsárunum í Boston. þekkt þau vel þá lagðist hún yfir þau aftur og varð margs vísari. „Ég ákvað að rifja þau öll upp aftur bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu og las og endursagði fyrir barna- börnin. Ég komst að því að mörg æv- intýranna enda svo illa og mér fannst það ekki gott. Ég ákvað því að ein- blína á ævintýrin sem enda vel.“ Ein- fætti tindátinn stendur keikur í bréfabátnum á mynd Sossu , Þum- alína hefur fangað fiðrildið með mitt- isbandi sínu og prinsessan sefur vært á bauninni. Næturdrottningin er einnig komin á striga og í huga Sossa brjótast ævintýrin um Óla lokbrá, Eldfærin og Smalastúlkuna og sótarann. „Ég vil að verkin passi vel saman svo að ég geri jafnvel fleiri en eina útgáfu og vel svo.“ Þannig fékk fyrsta túlkun á Þumalínu að víkja fyrir annarri og hana hefur Sossa parað við tindátann. „Mér ina. Á undanförnum árum hefur hún haft húsnæði undir vinnustofu á besta stað í miðbænum og er einn af listamönnunum í Galleri Sct. Gert- rud, sem rekið er af Kurt Svendsen. Blaðamaður spyr Sossu hvort Danir séu hrifnir af henni? „Já, þeir eru það. Ég heyri það að mörgum líkar vel að verkin mín eru öðruvísi og ég veit um Dani sem safna verkum eftir mig.“ Meðal kaupenda í Danmörku er listaverkasjóður stórfyrirtækisins Mærsk og forsagan þar leiddi til þessa verkefnis sem Sossa vinnur nú fyrir fyrirtækið. „Þannig er að í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu fyrrver- andi eiganda fyrirtækisins, Mærsk Mc-Kinney Møller, sem lést í hárri elli í fyrra. Það var ákveðið að halda upp á þessi tímamót og þetta varð niðurstaðan. Þeir höfðu samband við Kurt og ég var beðin um að mála 6 myndir innblásnar af ævintýrum H.C. Andersen. Ævintýrin áttu að vera þekkjanleg út frá verkunum en valið á ævintýrunum og útfærsla verkanna var að öðru leyti algjörlega frjáls. Myndirnar verða hengdar upp í höfuðstöðvum fyrirtækisins nú í janúarlok,“ sagði Sossa. Einblínir á ævintýrin sem enda vel Heiðurinn er mikill og hugmyndin er skemmtileg. Ævintýri Andersen eru Íslendingum vel kunn og hafa verið lesin áratugum saman af bæði börnum og fullorðnum. Þó Sossa hafi VIÐTAL Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Ævintýri H.C. Andersen lifna við á striganum hjá myndlistarkonunni Sossu. Á vinnustofu hennar í Reykja- nesbæ má m.a. sjá einfætta tindát- ann, næturdrottninguna og prinsess- una á bauninni. Forsvarsmenn danska skipafyrirtækisins Mærsk komu að máli við Sossu á síðasta ári og báðu hana að mála 6 myndir úr verkum ævintýraskáldsins góða til að skreyta höfuðstöðvarnar með. Margrét Soffía Björnsdóttir er aldrei kölluð annað en Sossa og hefur hún haft það gælunafn síðan hún var lítil stúlka enda auðvelt að stytta Soffíu í Sossu. Fyrstu árin eftir Myndlistar- og handíðaskólann vildi hún þó aldrei merkja myndirnar sín- ar með gælunafninu, taldi fólk halda að hún væri að búa sér til lista- mannsnafn og henni fannst það ekki smart. Hún fékk líka að heyra það hjá dönskum listaverkasafnara, sem sýndi henni safnið eftir að hafa keypt af henni fyrstu myndina, að hann ætti mynd eftir einhverja Margréti, sem hann vissi ekkert hver væri. Stíll Sossu hefur líka tekið nokkrum breytingum á listamannsferlinum, sem nú spannar bráðum 30 ár. Sossa nam svartlist í Kaupmanna- höfn snemma á níunda áratugnum og hefur alla tíð haldið tryggð við borg- finnst ævintýrið um tindátann stað- fasta vera það fallegasta og ég held að ég geti sagt að það sé mitt uppá- haldsævintýri. Það er af því að end- irinn er svo fallegur. Tinhjartað er það eina sem finnst í öskustónni eftir að tindátinn og dansmærin hafa brunnið til ösku. Kærleikurinn sigr- aði.“ Sossa tekur jafnframt fram hversu ánægjulegt það hafi verið að rifja sögurnar upp, þær séu svo mikl- ar dæmisögur og af þeim megi draga ýmsan lærdóm. Verkefnið fyrir Mærsk er þó ekki það eina sem Sossa er að vinna að þessa stundina, því framundan er listamessa í Herning á Jótlandi, sam- sýning á Jótlandi og með færeyskri vinkonu í Færeyjum með vorinu, Art Copenhagen í haust og síðan auðvit- að hjá Kurt. Sossa segir ekki koma að sök þó hver viðburðurinn reki annan „Þannig er að þegar ég dvel á vinnustofunni minni í Kaupmanna- höfn mála ég mjög mikið. Þar er ekk- ert áreiti og ég mála jafnvel í náttföt- unum ef andinn kemur yfir mig. Svo er ég nýlega búin að halda jólaboð hér á vinnustofunni minni og á nokk- ur verk eftir það. Annars er ég alltaf mjög vinnusöm og tek mér sjaldan frí, hvorki um helgar né á sumrin. Ákveðin rútína hentar mér vel og ég held mig við hana.“ Viðtalið fer fram á vinnustofu Sossu í Reykjanesbæ og úr viðtækinu hljómar útvarpssagan á Rás 1. Blaðamann rennir grun í að það sé ekki tilviljun að útvarpið sé opið og spyr Sossu hvort hún viðhafi ákveðnar venjur þegar hún er að mála. „Já, ég þarf alltaf að hlusta. Það er oft mjög einmanalegt að vera listmálari og þess vegna finnst mér gott að hafa félagsskap frá útvarpinu eða úr tónlist. Það fer alveg eftir því í hvernig skapi ég er hvað ég hlusta á. Listakonan Sossa við fjögur af fullkláruðum verkum úr ævintýrum H.C. Andersen. Sossa málar ævintýri H.C. Ander 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 - merkt framleiðsla yfir 30 ára reynsla á Íslandi• hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun• styrkur, gæði og ending — langur líftími• háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu• lægri kostnaður þegar fram líða stundir• Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.