Morgunblaðið - 21.01.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
SÉRBLAÐ
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar.
Þetta sérblað verður með
ýmislegt sem tengist
þorranum s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið
út sérblað tileinkað Þorranum
Stjórn Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra (SKB) barna lýsir þungum
áhyggjum af þeirri stöðu sem yfir-
vofandi er vegna uppsagna hjúkrun-
arfræðinga á Landspítalanum al-
mennt og Barnaspítala Hringsins
sérstaklega.
Yfir þriðjungur hjúkrunarfræð-
inga á Barnadeild LSH og Bráða-
móttöku Barnaspítala Hringsins
hefur sagt upp störfum, hvort sem
litið er til fjölda hjúkrunarfræðinga
eða stöðugilda og á Barnadeildinni
nema uppsagnir yfir 40% stöðugilda.
„Í því ljósi er mikil röskun á starf-
semi Barnaspítalans fyrirséð sem
hugsanlega mun bitna á öryggi sjúk-
linga sem þar þurfa að fá þjónustu.
Sambærileg þjónusta er hvergi ann-
ars staðar í boði hérlendis. Börn eru
meðal viðkvæmustu skjólstæðinga
Landspítalans og umönnun þeirra
krefst bæði sérhæfingar og alúðar.
Það traust sem myndast á milli
barnanna, aðstandenda þeirra og
þess frábæra fagfólks sem þeim
sinnir hefur mikið um líðan
barnanna og bata að segja.
Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru
eftirsóttir til starfa í öðrum löndum
og raunveruleg hætta að þeir hverfi
til starfa utan landsteinanna. Stjórn
SKB hefur áhyggjur af þeirri hættu.
Það munar um hvern og einn,“ segir
í yfirlýsingu stjórnar SKB, sem
hvetur heilbrigðisyfirvöld og yfir-
stjórn LSH til að grípa til nauðsyn-
legra aðgerða til að bægja frá þeirri
óvissu sem nú ríkir um starfsemi
spítalans.
Þungar áhyggjur
af Barnaspítalanum
Mál hjúkrunarfræðinga verði leyst
Oddný Harð-
ardóttir, oddviti
Samfylking-
arinnar í Suður-
kjördæmi og
fyrrverandi fjár-
málaráðherra,
gefur kost á sér
til embættis
varaformanns
Samfylkingar á
komandi landsfundi flokksins. Eftir
góða kosningu í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík hefur Sig-
ríður Ingibjörg Ingadóttir verið
nefnd sem arftaki Dags í varafor-
mannsembætið en sjálf segist Sig-
ríður í samtali við Morgunblaðið
hafa velt því mikið fyrir sér að fara
fram.
Þingkonan Ólína Þorvarðar-
dóttir hefur einnig komið til tals og
vill hún ekki útiloka framboð sitt til
varaformanns.
Þá er sterkur orðrómur um að
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og
efnahagsráðherra, ætli að gefa kost
á sér í embætti varaformanns en
ekki náðist í Katrínu við gerð frétt-
arinnar í gærkvöldi.
Fjórar konur koma
helst til greina
Oddný Harðardóttir
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ástandið er mjög erfitt og álag
mikið langt út fyrir Landspítalann.
Það er ekki þrautalaust að halda
rekstrinum í jafnvægi við þessar
kringumstæður en það erum við bú-
in að gera síðustu þrjú ár og höfum
dregið saman í rekstri frá árinu 2008
um 25%. Það kemur niður á starf-
seminni og starfsfólkinu og síðast en
ekki síst á skjólstæðingum okkar og
sjúklingum,“ segir Sigríður Snæ-
björnsdóttir, forstjóri Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Suðurnesjum,
HSS, um stöðuna á stofnuninni.
Vakin var athygli á því í Víkurfrétt-
um fyrir helgi að vegna yfirvofandi
flensufaraldurs yrði að takmarka
heimsóknir og aðgang að stofnun-
inni.
Á sama tíma er álagið mikið en
Sigríður segir það vera hvað mest á
slysa- og bráðamóttökunni. Þangað
koma um 100 manns á hverri vakt en
deildin er sú þriðja stærsta á land-
inu. „Við höfum ekki meiri mann-
skap í augnablikinu né fjármagn til
að manna hana betur. Þó höfum við
fjölgað þar fólki á undanförnum
tveimur árum,“ segir Sigríður.
Margir eiga um sárt að binda
Hún segir ástandið einnig óvenju
erfitt í geð- og sálfélagsþjónustunni
og sé búið að vera það lengi. „Hér er
fjölmennur hópur sem á um sárt að
binda,“ segir Sigríður en skjólstæð-
ingum geð- og sálfélagsþjónustu
fjölgaði um 16% á síðasta ári. Þeir
voru um 450 árið 2011 en fóru í 525 á
síðasta ári. Skráðum samskiptum
fjölgaði um 38% í 3.460 árið 2012.
Nýjar tilvísanir voru 311, eða 3%
fleiri en árið 2011.
Að sögn Sigríðar er lágmarks-
mannskapur að sinna þessari þjón-
ustu, eða nærri fjögur stöðugildi.
Verið er að auglýsa eftir fólki og
vonast hún til að þegar líða taki á ár-
ið takist að fjölga stöðugildunum í
sex.
Ástandið erfitt og mikið álag
Niðurskurður um 25% farinn að bitna á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja 100 manns koma á slysadeild á hverri vakt Ásókn í geðþjónustuna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Suðurnes Álag er mikið á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
„Það er ekki þrauta-
laust að halda
rekstrinum í jafn-
vægi.“
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum í sömu stöðu og fyrir
helgi en eins og stendur þá eru 39
manns í einangrun á spítalanum,“
segir Már Kristjánsson, yfirlæknir
smitsjúkdómadeildar Landspítala
og formaður farsóttanefndar. En
síðastliðinn föstudag var tekin
ákvörðun þess efnis að setja Land-
spítala á svonefnt óvissustig í kjölfar
aukins álags sem rekja má til inflú-
ensu, nóró- og RS-vírusfaraldra.
Már segir spítalann nú vera yf-
irfullan af sjúklingum og stöðufund
verða haldinn fyrir hádegi í dag.
„Þá verður tekin ákvörðun um
hvort við getum haft einhverja val-
starfsemi í gangi en það verður í al-
gjöru lágmarki,“ segir hann en undir
valstarfsemi falla einkum þær
skurðaðgerðir og meðferðir sjúk-
linga sem yfirvofandi eru en geta
beðið betri tíma. Már segir þó hægt
að inna af hendi tiltekna starfsemi,
t.a.m. þær skurðaðgerðir þar sem
sjúklingur mætir á spítalann
snemma að morgni og snýr aftur
heim að kvöldi sama dag. „Svo er
náttúrlega alltaf eitthvað af fólki
sem þarfnast strax skurðaðgerða,
t.a.m. vegna krabbameins. Ef ekki
er hægt að láta það fólk bíða munum
við náttúrlega sinna því,“ segir Már
og bendir á að ástandið á spítalanum
sé mjög kvikt og þarfnist því stöð-
ugrar endurskoðunar. Spurður
hvort inflúensan sé í rénun segir
Már: „Ég sé það ekki núna hvort
inflúensan er í rénun eða ekki en við
búumst ekki við því að ná toppi fyrr
en eftir eina til tvær vikur.“
Björn Zoëga, forstjóri Land-
spítala, tekur undir með Má Krist-
jánssyni yfirlækni, ástandið á spít-
alanum sé óbreytt en starfsemin hafi
gengið með ágætum um helgina.
Segir Björn spítalann nú vera á
fyrsta viðbragðsstigi en alls eru stig-
in þrjú talsins. Næsta stig fyrir ofan
nefnist hættustig og því næst neyð-
arstig sem er jafnframt efsta stig
viðbragðsáætlunar Landspítala.
Fleytum þessu áfram
„Þetta er bara fyrsta stigið, það
heldur starfsfólki á tánum og setur
ákveðna ferla í gang svo við getum
náð betur utan um ástandið.“
Viðbragðsáætlun Landspítala
tekur til eitrana, farsótta, geislavár,
hópslysa og rýmingar. Segir Björn
það fara eftir vánni til hvaða aðgerða
er gripið hverju sinni. „Það er mis-
jafnt hversu margir ferlar eru virkj-
aðir eftir því hvaða vá verið er að
bregðast við. Viðbragðsáætlunin fel-
ur því í sér marga mismunandi
hluti.“ Spurður hvernig gengið hafi
að halda úti reglubundinni starfsemi
spítalans við það ástand sem nú ríkir
segir Björn: „Við höfum náð að
halda starfseminni úti en á morgun
[í dag] er alveg ljóst að það verður
mjög lítið um valstarfsemi. Lífs-
nauðsynlegum meðferðum verður
bara sinnt. [...] Þannig fleytum við
þessu áfram og höfum pláss fyrir þá
sem koma veikir inn.“ Ekki liggur
ljóst fyrir hversu lengi þetta ástand
mun vara.
Valstarfsemi LSH mun
víkja vegna aukins álags
Spítalinn enn starfandi á fyrsta stigi viðbragðsáætlunar
Morgunblaðið/Golli
Óvissustig Miklar annir hafa verið á Landspítalanum. Hér er starfsfólk slysadeildar í Fossvogi að störfum í gær.
Viðbragðsáætlun
Landspítala
» Óvissustig: Viðbúnaður
vegna yfirvofandi eða orðins
atburðar.
» Hættustig: Orðinn atburð-
ur sem kallar á að starfað sé
eftir viðbragðsáætlun.
» Neyðarstig: LSH ræður
ekki við atburðinn án ut-
anaðkomandi aðstoðar.