Morgunblaðið - 21.01.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 21.01.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 Hafi einhver verið í vafa þá ligg-ur nú fyrir að stjórnarliðar á þingi eru algjörlega búnir að klúðra þessu síðasta þingi sínu. Þeir hafa komið öllu í hnút með slóða- skap, röng- um áherslum og lélegum vinnu- brögðum og sjá nú enga leið út úr vandanum.    Þá grípa þeir til þess ráðs aðboða fund með stjórnarand- stöðunni á þingi og fréttir af þeirri boðun herma meðal annars að þar eigi að „kortleggja“ afstöðu stjórn- arandstöðunnar til stjórnarskrár- frumvarpsins.    Um leið er ljóst að stjórnarliðarætla sér að halda ótrauðir áfram með það mál og keyra það nú í gegnum nefndir þingsins og boða aðra umræðu um það í vikunni.    Þó hafa nefndirnar ekki fengiðað hitta þá sérfræðinga sem þingmenn hafa óskað eftir auk þess sem ljóst er að Feneyjanefndin verður ekki einu sinni búin að skila bráðabirgðaáliti sínu, hvað þá loka- niðurstöðu, sem mun ekki vera væntanleg fyrr en í mars.    Þetta mál er orðið slíkur farsi aðengu tali tekur og með ólík- indum að til Alþingis hafi náð kjöri fólk sem telur sjálfu sér og þinginu sæmandi að vinna með þessum hætti að gerð nýrrar stjórnarskrár.    Og að detta í hug að dragastjórnarandstöðuna inn í þessa endaleysu er ekki síður furðulegt. Hvers vegna í ósköpunum ætti hún að aðstoða afvegaleiddan stjórn- armeirihlutann í þessari aðför að Alþingi og stjórnarskrá? Furðuleg fundarboðun STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 heiðskírt Bolungarvík 3 heiðskírt Akureyri 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 2 skýjað Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn -5 heiðskírt Stokkhólmur -3 léttskýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg -2 þoka Brussel -3 þoka Dublin 2 skýjað Glasgow 2 skýjað London 0 snjókoma París -2 snjókoma Amsterdam -3 snjókoma Hamborg -2 skýjað Berlín -3 skýjað Vín 0 þoka Moskva -12 snjókoma Algarve 15 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 skúrir Aþena 15 skýjað Winnipeg -27 upplýsingar bárust ek Montreal 2 þoka New York 10 heiðskírt Chicago -8 skýjað Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:39 16:40 ÍSAFJÖRÐUR 11:07 16:22 SIGLUFJÖRÐUR 10:51 16:04 DJÚPIVOGUR 10:14 16:04 Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar voru kallaðar út síðdegis á laugardag vegna göngu- manns sem villst hafði á Esjunni. Eftir víðtæka leit fundu björg- unarmenn manninn um klukkan hálfníu sama kvöld en þá var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg var mað- urinn ágætlega á sig kominn, miðað við aðstæður, þegar björgunarmenn komu að honum. Fyrr um daginn var göngumað- urinn, ásamt félaga sínum, staddur á Kerhólakambi þegar þeir ákváðu að ganga hvor sína leið niður af fjallinu. Þegar hinn týndi skilaði sér ekki niður hringdi félagi hans í hann. Kom þá í ljós að maðurinn hafði tapað áttum og kvartaði um kulda en úrkoma var á svæðinu og þoka í hlíðum. Í kjölfarið var haft samband við Neyðarlínuna þar sem óskað var eftir aðstoð björgunarmanna. Við tók umfangsmikil leit að göngu- manninum þar sem allt kapp var lagt á að finna hann fyrir nóttina. Alls tóku um 120 björgunar- sveitamenn af höfuðborgarsvæðinu, úr Borgarfirði og af Suðurnesjum þátt í leitinni. Jafnframt var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands við leitina. Ljósmynd/Kolbeinn Guðmundsson Leit Björgunarmenn leggja af stað upp Gunnlaugsskarð. Umfangs- mikil leit á Esjunni  Yfir 100 björg- unarmenn tóku þátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.