Morgunblaðið - 21.01.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 21.01.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Full búð af spriklandi nýjum fiski alla virka daga Hestháls 6-8, 110 Reykjavík, www.frumherji.is Söluskoðun fasteigna Tímapantanir í síma 570 9360 Ertu að kaupa eða selja fasteign? Viltu minnka áhættu í fasteignakaupunum? Hlutlaus söluskoðun og vönduð skýrsla yfir almennt ástand eignarinnar getur borgað sig margfalt. Láttu skoðunarmenn fasteigna hjá Frumherja fara yfir eignina áður en gengið er frá viðskiptum. Snæfríður Baldvins- dóttir, M.Sc. (econ.), fv. lektor við Háskól- ann á Bifröst, lést laugardaginn 19. jan- úar sl. á heimili sínu, Víðimel 27 í Reykja- vík. Snæfríður fæddist í Reykjavík 18. maí 1968, en ólst upp á Ísafirði til tólf ára ald- urs. Hún stundaði tónlistarnám við Tón- listarskóla Ragnars H. Ragnar á Ísafirði frá barnsaldri, með fiðluleik sem aðalgrein. Snæfríður lauk stúdents- prófi frá MR 1988, en las að mestu ut- anskóla til prófs, þar sem hún stund- aði fyrirsætustörf frá 17 ára aldri með aðsetur í París og Róm. Snæfríð- ur var búsett í Róm í rúman áratug (1990-2000) og í Mexíkóborg (2001- 03), þar sem hún var aðstoðar- framkvæmdastjóri Ítalska versl- unarráðsins. Á Rómarárunum tók hún B.Sc.-próf í hagfræði og alþjóða- samskiptum frá John Cabot Univers- ity (1995) og MS-próf í fjármálahagfræði og stærðfræði frá St. John’s University (2000). Árið 2011 lauk hún meistara- prófi frá Háskóla Íslands í þjóðhagfræði og hag- mælingum (ekonomet- riu). Heimkomin árið 2003 gerðist Snæfríður að- júnkt og síðar lektor í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Á sl. hausti var hún ráðin til starfa sem sérfræðingur hjá Fjár- málaeftirlitinu. Frá árinu 2010 sat hún í stjórn Neytendasamtakanna og í framkvæmdastjórn frá hausti 2012. Fyrri sambýlismaður Snæfríðar var Marco Brancaccia. Saman eiga þau dótturina Mörtu Brancaccia Snæfríðardóttur framhaldsskóla- nema. Seinni sambýlismaður Snæ- fríðar var Gunnar Gylfason fram- kvæmdastjóri. Foreldrar Snæfríðar eru þau Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. formaður Alþýðuflokksins. Andlát Snæfríður Baldvinsdóttir Laxamýri | „Það er alltaf eitthvað til að hlakka til þegar maður er með kindur og mér finnst mjög gaman að hafa eitthvað að gera,“ segir Jón B. Gunnarsson, tómstundabóndi í Heiðarbót í Reykjahverfi. Hann er nú kominn á eftirlaunaaldur en hjálpar sonum sínum tveimur sem búa í Heiðarbót við búskapinn og keyrir daglega frá Húsavík þar sem hann býr til þess að sinna skepn- unum. Jón hefur mjög gaman af því að klappa kindunum og ekki er verra þegar hann kemur með brauð til þess að færa þeim. Það þykir ánum sælgæti og þá verður ys og þys í krónni því allar vilja þær hitta Jón. Í Heiðarbót eru einnig aliendur sem verpa oftast á hverjum morgni þeg- ar daginn tekur að lengja. Þó vet- urinn hafi verið harður hafa þær far- ið út daglega undanfarið enda sakar ekki að fá sér bað í bæjarlæknum þegar vel viðrar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Andasmölun Jón B. Gunnarsson smalar hér öndunum saman á bænum Heiðarbót í Reykjahverfi. Brauðkindur og aliendur  Kindurnar í Heiðarbót eru sólgnar í brauð  Aliend- urnar á bænum verpa daglega þegar dag tekur að lengja Brauðmeti Jón gefur hér kindunum brauðmola, sem þær hafa reynst sólgn- ar í, eins og sjá má. Hann ekur daglega frá Húsavík í Reykjahverfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.