Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Dea Magazine er rafrænttímarit helgað tísku-ljósmyndum. HeiðdísGuðbjörg Gunnarsdóttir
gefur út blaðið ásamt hópi íslenskra
ljósmyndara en hún lærði ljós-
myndun við Tækniskóla Íslands.
Fyrsta tölublaðið kom út í desember
síðastliðinum en miðað er við að gefa
tímaritið út fjórum sinnum á ári.
Fólk skemmtilegast
Heiðdís Guðbjörg gefur tímarit-
ið út samhliða daglegum störfum en
hún starfar hjá Eskimo Models.
Heiðdís Guðbjörg útskrifaðist úr
ljósmyndun frá Tækniskólanum vor-
ið 2012 og stefnir að því að fara í
frekara nám erlendis.
„Áhuginn fyrir ljósmyndun hef-
ur þróast smám saman hjá mér. Til
að byrja með var gaman að leika sér
að þessu en svo hefur þetta orðið að
meiri alvöru síðastliðin fimm ár eða
svo. Mér finnst skemmtilegast að
mynda fólk og helst tískuljósmyndir.
Það er gaman við slíka ljósmyndun
að maður fær að stjórna heildarútliti
í fötum, förðun og hári og getur
þannig skapað meiri heim í kringum
myndatökuna. Þetta er öðruvísi en
t.d. í götuljósmyndun þó að hún sé
auðvitað list líka,“ segir Heiðdís
Guðbjörg. Hugmyndin að Dea
Magazine kviknaði út frá ljósmynda-
áhuga Heiðdísar Guðbjargar. En
hún segist oft fletta í gegnum tísku-
tímarit eingöngu til að skoða mynd-
irnar. Hana langaði því til að búa til
tímarit eingöngu með myndum sem
mikið væri lagt í og með því að skapa
Nýr vettvangur
tískuljósmynda
Dea Magazine er rafrænt tímarit helgað tískuljósmyndum en í því eiga ljós-
myndir bæði íslenskir og erlendir ljósmyndarar. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
gefur út tímaritið ásamt fleiri ljósmyndurum sem fá frjálsar hendur við mynda-
tökuna þótt unnið sé innan ákveðins þema. Tímaritinu er ætlað að vera nýr vett-
vangur fyir ljósmyndara og skapa tengslanet milli t.d. þeirra og hönnuða.
Ljósmynd/Styrmir Kári
Ljósmyndari Heiðdís G. Gunnarsdóttir, ritstjóri Dea Magazine.
Í dag mánudag klukkan 17-18 fer Café
Lingua af stað að nýju eftir langt frí.
Café Lingua er staðsett á aðalsafni
Borgarbókasafnsins Tryggvagötu 15
en þar býður bókasafnið gestum að
hitta aðra heimsborgara á tungu-
málatorgi. Þetta er kjörinn vett-
vangur fyrir fólk sem vill skerpa á
tungumálakunnáttu sinni, finna ein-
hvern til að spjalla við á eigin móður-
máli eða miðla íslenskukunnáttu og
kynnast um leið nýjum tungumála-
og menningarheimum. Allir velkomn-
ir og þátttaka ókeypis. Heitt er á
könnunni í alþjóðlegu umhverfi.
Facebooksíðan Café Lingua-lifandi tungumál
Gaman Fólk frá ýmsum heimshornum hefur mætt á Café Lingua.
Lifandi vettvangur fyrir spjall
Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og
menningarsvið Garðabæjar standa
fyrir námstefnu þann 25. janúar
næstkomandi þar sem viðfangsefnið
verður skapandi bókverk og einfalt
bókband. Fyrirlesari og kennari verð-
ur Sigurborg Stefánsdóttir, grafískur
hönnuður og forsprakki ,,Arkanna, fé-
lagsskapar sem staðið hefur fyrir
spennandi bókverkasýningum hér
heima og erlendis.
Námsstefnan er haldin í tengslum
við sýningu Hönnunarsafns Íslands á
verkum Gísla B. Björnssonar.
Námstefnan er ætluð hönnuðum,
list- og verkgreinakennurum og kenn-
urum í nýsköpun og hönnun á leik-,
grunn- og framhaldsskólastigi á höf-
uðborgarsvæðinu. Verkefnisstjóri
námstefnunnar er Árdís Olgeirs-
dóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi í
Garðabæ. Nánari upplýsingar um
dagskrána má nálgast á vefsíðunni
honnunarmidstod.is.
Endilega…
…kynnist skap-
andi bókverki
Morgunblaðið/Eyþór
Bókband Tól til að binda bækur upp
á gamla mátann.
Mikil hátíðarhöld standa nú yfir í Berl-
ín en þar hófst nú um helgina svoköll-
uð græn vika eða „Grüne Woche“ sem
er stór landbúnaðarsýning. Ýmis lönd
sýna þar helstu framleiðsluvörur sínar
en Holland er sérstakur heiðursgestur
sýningarinnar að þessu sinni.
Sýningin var fyrst haldin árið 1926
og er þetta í 78. sinn sem hún er hald-
in í borginni. Sýningin er sú stærsta í
Evrópu en þar er kynntur matur, land-
búnaður og garðyrkja hvers þátt-
tökulands. Í kringum sýninguna starf-
ar einnig sérstök, alþjóðleg nefnd um
matvæli og landbúnað og heimsækja
fulltrúar hennar borgina á grænni
viku.
Á sýninguna koma einnig framleið-
endur hvaðanæva úr heiminum til að
sýna sig og sjá aðra. Það er því nóg
um að vera í Berlín þessa vikuna og
ætli má að gestafjöldi verði þónokkur
enda margir sem koma að og starfa á
þessu sviði.
Græn vika í Berlín
Landbúnaður, garðyrkja og
matvælaframleiðsla
AFP
Smakk Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, fær sér góðan ostbita.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Gleymdu gamla símkerfinu,
hér kemur Swyx