Morgunblaðið - 21.01.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kim Dotcom vígði um helgina nýja gagnavist-
unarþjónustu sem fengið hefur heitið Mega.
Fréttaveitan Bloomberg greinir frá að fyrstu 14
tímana sem heimasíða Mega var í loftinu hafi síðan
fengið milljón gesti og hálfa milljón skráðra not-
enda.
Það þóttu stórfréttir fyrir réttu ári þegar sér-
sveitarmenn ruddu sér leið inn á óðal netfrumkvöð-
ulsins Kims Dotcoms austur á Nýja-Sjálandi. Þar
gaf að líta hluta af þeim auðæfum sem gagna- og
myndbandadeilivefirnir Megaupload og Megavideo
höfðu aflað Dotcom: átján lúxusbifreiðir, völund-
arhús, jafnvirði eins milljarðs króna í reiðufé og
einkaþyrla.
Illa fengnir milljarðar?
Í máli sem rekið var af bandaríska dóms-
málaráðuneytinu var Dotcom gefið að sök að hafa
framið risavaxið brot á höfundarlögum. Voru
tekjur Megaupload af hinum meintu brotum taldar
nema 175 milljónum dala, eða um 21 milljarði
króna.
Auk Dotcom voru þrír aðrir stjórnendur fyr-
irtækisins handteknir. Um 220 starfsmen Megaup-
load urðu atvinnulausir, hýsingarþjónum var lokað,
gögn notenda vefjarins töpuðust og 50 milljón dag-
legir notendur þjónustunnar þurftu að fara annað
með viðskipti sín. Þegar mest lét er áætlað að starf-
semi Megaupload hafi verið á bak við um 4% af allri
netumferð.
Málarekstur í Megaupload-málinu stendur enn
yfir og í ágúst á þessu ári hyggjast nýsjálenskir
dómstólar taka ákvörðun um hvort Dotcom og
samstarfsaðilar hans verða framseldir til Banda-
ríkjanna. Ýmsir alvarlegir gallar þykja þó á málinu
og þykir sumum líklegt að Dotcom þurfi ekki að
kvíða niðurstöðunni.
Starfsemi Mega verður á flesta vegu svipuð og
starfsemi Megaupload og er séð sem bein sam-
keppni við t.d. Dropbox og jafnvel YouTube. Að
viðstöddum 200 gestum sagði Dotcom við vígslu
vefjarins að Mega skæri sig frá samkeppninni með
því að leyfa mjög sterka dulkóðun gagna gegnum
vafra þar sem aðeins notandinn hefði lykilinn til að
opna gögnin. Fyrir vikið eiga gögnin að vera utan
seilingar stjórnvalda og gagnafyrirtækja.
Kim Dotcom snýr aftur
Stofnandi Megaupload hleypir af stokkunum nýjum skráaskiptivef Opnaði vefinn nákvæmlega
ári eftir að lögregla handtók litríka netjöfurinn vegna meintra stórfelldra brota á höfundarlögum
AFP
Risi Kim Dotcom vígði nýja vefinn með litríkum hætti og gerði m.a. grín að handtöku sinni fyrir ári.
Dotcom fyrir miðju, umkringdur leikurum, bregður glaðbeittur á leik fyrir fjölmiðlafólk.
Undarlega dulúðugur blær er
yfir Kim Dotcom. Þessi hávaxni
og gildvaxni maður fæddist
Kim Schmitz í borginni Kiel í
Þýskalandi og hneigðist ungur
að tölvum. Hann hefur hreykt
sér af að vera hakkari, og mun
um skeið hafa búið á Taílandi
þaðan sem hann stundaði
ólöglegar tölvuhakkanir.
Árið 2002 var Dotcom fram-
seldur til Þýskalands, þá 28
ára gamall, og sakfelldur fyrir
umfangsmestu innherjasvik í
sögu landsins, en slapp með
lága sekt og skilorðsbundinn
dóm.
Áætlað er að þegar Megaup-
load-ævintýrið stóð sem hæst
hafi Dotcom verið með um
115.000 dali í tekjur á dag,
jafnvirði tæplega 14 milljóna
króna á núverandi gengi.
Vellauðugur
tölvunörd
ÓVENJULEGUR MAÐUR
Hvað svo sem mönnum kann að þykja um pólitík þeirra
Obama-hjóna getur enginn neitað því að Michelle
Obama er stórglæsileg og smekkleg kona. Raunar ætti
engan að undra að hún skuli vera orðin áhrifavaldur í
tískuiðnaðinum.
Prófessor við New York University hefur nú reiknað
út að áhrif Michelle Obama séu svo mikil að fataval
hennar við opinberar athafnir hafi bætt um fimm millj-
örðum dala við hlutabréfaverð ýmissa fataframleið-
enda – og það bara á árinu 2009. Á þessi tala að slá við
áhrifum allra helstu tískugoða til þessa.
Grænu leðurhanskarnir
Viðskiptafréttastofa Yahoo! segir frá útreikningunum
og hver áhrif val forsetahjónanna á fatnaði, matvælum
og ýmsum öðrum vörum getur haft á hegðun neytenda
og um leið markaðsverð fyrirtækja sem eru svo heppin
að höfða til smekks hjónanna.
Tilefni útreikninganna er sú mikla athygli sem von
er á að fjölmiðlar sýni klæðaburði Michelle á sunnudag
þegar Barack Obama sver í annað sinn embættiseið
sem forseti Bandaríkjanna.
Við embættistökuathöfnina fyrir fjórum árum
klæddist Michelle m.a. grænum leðurhönskum frá J.
Crew. Voru viðbrögðin slík að vefsíða fyrirtækisins
hrundi. Þá minntist Michelle á J. Crew í viðtali hjá Jay
Leno árið 2008 og varð það til þess að hlutir í fyrirtæk-
inu hækkuðu um 25% á einni viku.
Forsetinn sjálfur virðist reyna að sneiða hjá því að
gefa í skyn stuðning við tiltekin fyrirtæki eða hönnuði
en sömu sögu er ekki hægt að segja um Chuck Schu-
mer, þingmann frá New York, sem stýrir nefndinni
sem skipuleggur athafnir sunnudagsins. Áhrif Schu-
mers sjást m.a. í því að mikil New York-slagsíða er á
matarvalinu í veislunum í kringum athöfnina.
ai@mbl.is
Fataval Michelle fimm millj-
arða dala virði árið 2009
Neytendur fylgjast vel með smekk forsetafrúarinnar og
skilar það sér í snarbættu verði á hlutabréfamarkaði
AFP
Kraftur Bandarískar konur virðast líta á Michelle
Obama sem mikilvæga tískufyrirmynd.
Peter Brabeck-Letmathe segir
framleiðslu lífefnaeldsneytis úr land-
búnaðarafurðum skýra hækkun
matvælaverðs undanfarinn áratug.
Brabeck-Letmathe er stjórnarfor-
maður matvælarisans Nestlé og lét
þessi ummæli falla á ráðstefnu um
matvæli og landbúnað sem haldin
var í Berlín.
„Það er með ólíkindum að þegar
skortur er á matvælum í heiminum
skulum við vera að setja þessi mat-
væli á bílana okkar,“ sagði hann og
biðlaði til ráðstefnugesta að láta af
notkun landbúnaðarafurða í elds-
neytisgerð.
Brabeck-Letmathe segir kolrangt
að kenna spákaupmennsku um þá
þreföldun á verði ýmissa matvöru-
tegunda sem orðið hefur síðastliðin
tíu ár. Hann segir spákaupmennsk-
una skýra sveiflur í verði en ekki
undirliggjandi og stöðuga hækkun.
Heimsmarkaðsverð á matvælum
hefur tvöfaldast á einum áratug sam-
kvæmt mælingum Sameinuðu þjóð-
anna. Bloomberg greinir frá.
ai@mbl.is
Lífefnaeldsneyti um að kenna
Stjórnarformaður Nestlé gagnrýnir notkun landbúnaðar-
afurða til eldsneytisgerðar og segir hækka matvælaverð
AFP
Hillur Matvælaverð hefur verið á
hraðri leið upp á við síðasta áratuginn.