Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 Fígúra Á köldum vetrardegi er hressandi að fara út í röskan göngutúr og er ævintýraheimurinn á Laugarnesinu kjörinn staður til að þramma framhjá. Golli Í afskekktu, fámennu þorpi á Grænlandi – sem allt eins gæti verið hér á Ís- landi – veikist barn skyndi- lega með vaxandi höfuðverk, uppköstum og hækkandi hita. Það hafði verið að leika sér fyrr um daginn og í ærslum leiksins hafði það fallið fram fyrir sig og feng- ið kúlu á ennið. Er sam- hengi milli höfuðhöggsins og veikindanna, eða er barnið með umgangspestina sem er farin að stinga sér niður í byggðarlaginu? Barnið er flutt á næsta sjúkrahús í nálægu byggðarlagi þar sem hægt er að taka röntgenmynd af höfði þess. En læknirinn er ungur og óreyndur, myndgæðin ekki þau bestu sem völ er á, og hann þarfnast sérfræðiálits. Með tilkomu tölvutækninn- ar á hann þess kost að senda myndina fjarstöddum sérfræðingum til nánari greiningar – vegalengdir skipta þá ekki máli, heldur reynir nú á gæði tölvu- sambandsins og gagnaflutningagetuna. Enn fremur reynir á það hvort lagaum- hverfi viðkomandi sjúkrastofnana heim- ilar slíka gagnaflutninga og gagnvirka upplýsingagjöf, jafnvel á milli landa. Þetta er eitt dæmi af mörgum hugs- anlegum um gagnsemi þess að auka heil- brigðissamstarf á Vestur-Norðurlöndum, ekki aðeins á sviði fjarlækninga, líkt og í dæminu hér fyrir ofan, heldur einnig á sviði sjúkraflutninga, þjálfunar starfs- fólks eða innkaupa á dýrum búnaði eða lyfjum sem stórar stofnanir gætu sam- einast um og náð þannig niður kostnaði. Málið snýst um gagnsemi þess að taka upp aukið heilbrigðissamstarf milli landa og stofnana – að auka heilbrigðisþjón- ustu með samlegð og samstarfi en minnka um leið tilkostnaðinn eftir föng- um. Þetta var umfjöllunarefni nýafstað- innar þemaráðstefnu Vestnorræna ráðs- ins sem fram fór á Ísafirði 14.-17. janúar síðastliðinn. Þangað mættu um 40 vest- norrænir og norskir stjórnmála-, há- skóla- og fræðimenn til að ræða sam- starfsmöguleika milli Íslands, Grænlands og Færeyja í heilbrigðiskerfi Vestur- Norðurlanda. Markmið ráðstefnunnar var að veita innsýn í heilbrigðiskerfi vestnorrænu landanna þriggja, á hvaða hátt þau eru ólík og greina hvaða vandamálum þau standa frammi fyrir auk þess að rann- saka hvaða tækifæri felist í auknu samstarfi landanna. Meðal fyrirlesara á ráð- stefnunni voru ráðherrar heilbrigðismála auk sérfræð- inga og stjórnenda í heil- brigðisstofnunum landanna þriggja. Meðal umræðuefna var hvort hægt væri að skapa sameiginlegan heilbrigð- ismarkað á svæðinu þar sem hvert land sérhæfir sig í ákveðnum hlutum og þjón- ustar allt svæðið. Þrýstingur á hagkvæmni í rekstri heil- brigðiskerfa á Vesturlöndum eykst ár frá ári. Samhliða gera íbúar í velferðarsam- félögum kröfu um góða og skilvirka heil- brigðisþjónustu. Eftir því sem þrýsting- urinn á sparnað verður meiri samhliða kröfum um bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hljóta stjórnmálamenn og fagfólk í okkar heimshluta að velta fyrir sér möguleikum þess að auka hag- kvæmni reksturs heilbrigðiskerfa. Á þetta sérstaklega við um fámenn lönd þar sem tilkostnaður við sómasamlega heilbrigðisþjónustu er tiltölulega mikill en þörfin á auknu öryggi þjónustunnar jafnframt brýn. Er skemmst frá því að segja að ráð- stefnan tókst í alla staði vel. Þarna gafst kærkomið tækifæri fyrir pólitískt og fag- legt samráð þar sem allir hlutaðeigandi leiddu fram hugðarefni sín, skiptust á hugmyndum og reyndu að finna lausn- arfleti. Af framsöguerindum og þeim um- ræðum sem sköpuðust má glöggt ráða að sóknarfærin eru mörg og vilji meðal fag- fólks og stjórnmálamanna að nýta þau sem best. Fundarmenn voru á einu máli um að miklir möguleikar fælust í því að efla enn frekar en orðið er samstarf landanna á þessu sviði til hagsbóta fyrir íbúana ekki síður en opinber fjármál í löndunum þremur. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Sóknarfærin í heilbrigð- issamstarfi milli land- anna þriggja eru mörg og vilji er meðal fagfólks og stjórnmálamanna að nýta þau sem best. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Aukið heilbrigðis- samstarf á Vestur- NorðurlöndumSíðustu daga og vikur hefur launa-fólk beðið í ofvæni eftir því hvernigendurskoðun kjarasamninga reiðir af. Kjarasamningum á almennum markaði hefur verið flýtt og atvinnu- rekendur, ríkið og stéttarfélögin reyna að finna leiðir til að leiðrétta kjararýrnun og launaþróunina í landinu. Það er margt sem hvílir á næstu kjarasamningsgerð. Eitt af því stærsta er kynbundinn launamunur. Árlega sýna launakannanir bæði á almennum og opinberum vinnu- markaði að kynbundinn launamunur er á bilinu 10- 15% ár eftir ár og tekur hægfara breytingum þrátt fyrir mikla umfjöllun og mikla alvöru málsins. Um þetta þurfa næstu kjarasamningar meðal annars að snúast. Kynbundnum launamun verður ekki út- rýmt nema með auknu fé af hálfu atvinnurekenda. Launakannanir SFR SFR hefur látið gera árlegar launakannanir síð- an 2007, en þar er kynbundinn launamunur meðal annars mældur. Árið 2007 sýndi launakönnun SFR stéttarfélags í almannaþjónustu 14,3% kynbund- inn launamun. Í síðustu könnun SFR frá árinu 2012 var hann 12,1%. Launamunurinn er áþekkur hjá öðrum stéttarfélögum. Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er munurinn 11,8%, hjá VR 9,4% og 13,1% hjá BSRB-félögunum í heild. Mikill munur er á milli starfsstétta eftir því hvort þar eru í meirihluta karlar eða konur eins og nýjasta umfjöllun í Blaði stéttarfélaganna sýnir. Í dag hafa félagskonur SFR 79% af heildarlaunum karla. Mestur munur kemur fram í starfsstéttinni „sérhæft starfsfólk og tæknar“, en þar hafa konur 24% lægri laun en karlar. Í hópi stjórnenda hafa konur 12% lægri heildarlaun en karlar. Ekki ein einasta starfsstétt eða starfahópur þar sem konur eru í meirihluta telst hálaunastétt – er þetta til- viljun? Kynskiptur vinnumarkaður Launakönnun SFR sýnir það svart á hvítu að kynbundinn launamunur meðal ríkisstarfsmanna er stórt vandamál sem þarf að leysa. Í síðustu samningum lagði SFR til við ríkið að samið yrði um sérstakan jafnréttislaunapott að norrænni fyrirmynd. Hugmyndin var hluti af kröfugerð fé- lagsins og var hún vandlega kynnt forsætis- og fjármálaráðherra. Þessari hugmynd var hafnað. Þess í stað var farið af stað með umræður um fleiri kannanir og rannsóknir á stöðunni. Það segir sig sjálft að launamunur kynjanna verður ekki leið- réttur nema til komi aukið fjármagn. Vilji eða vandræðagangur? Stjórnvöld hafa oftsinnis lýst yfir þeim vilja sín- um að jafna laun kvenna og karla. Flestir gætu haldið að þar væru hæg heimatökin þar sem ríkið er einn af stærstu atvinnurekendum landsins. Markmið stjórnvalda eru sannarlega góð og gild, en þar vantar allar tímasetningar og fjármagn. Nýverið voru gefnar út leiðbeiningar um jafn- launastaðal en honum er ætlað að vera verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi. Ákvæði jafnréttis- laga um jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf felur ekki í sér að þeir einstaklingar sem ákvæðið tek- ur til skuli fá nákvæmlega sömu krónutölu í laun. Lagaákvæðið kem- ur heldur ekki í veg fyrir að litið sé til einstaklingsbundinna þátta, hóp- bundinna þátta eða sérstakrar hæfni starfsmanns við launaákvörðun. Í jafnlaunastaðlinum er tilgreint að atvinnurekandi skuli við innleiðingu hans ákvarða hvort og þá hvernig umbunað er fyrir einstaklings- bundna eða hópbundna þætti, þ.e. hvaða málefnalegu viðmið þar skuli lögð til grundvallar. Þetta atriði er eitt af grundvall- aratriðunum til að koma í veg fyrir mismunun í launum karla og kvenna, því niðurstöður rann- sókna sýna að karlar fá frekar greitt fyrir ein- staklingsbundna þætti en konur, meðal annars má sjá það í aukagreiðslum og hlunnindum. Nú hefur verið skipaður aðgerðahópur þar sem BSRB á m.a. fulltrúa. Verkefni aðgerðahópsins eru meðal annarra að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafnlaunastaðals og sinna upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja. Markmiðin eru sannarlega háleit, en mun þetta skila ein- hverju? Munu félagsmenn SFR og aðrir rík- isstarfsmenn sjá það gerast að kynbundinn launamunur verði afnuminn? SFR hefur margoft bent á leiðir til að vinna á kynbundnum launamun. Ríkið hefur ekki fallist á samvinnu um þær leiðir. Afleiðingin er sú að kvennastéttirnar búa við framkvæmd launa- stefnu sem framkallar kynbundinn launamun. Er það í lagi? Nokkrar naprar staðreyndir  Launamunur vex með starfsaldri. Munur á heildarlaunum milli karla og kvenna er minnstur meðal fólks með hvað skemmstan starfsaldur.  Launamunur er mestur meðal þeirra sem hafa minnsta menntun.  Launamunur er meiri meðal eldra fólks en yngra. Sem dæmi má nefna að hjá SFR hafa konur 82% af launum karla í yngsta hópi svarenda en 76% af launum karla í hópi 60 ára og eldri.  Launin eru lægst í þeim störfrum þar sem konur eru fleiri en 70% starfsfólks. Nánari umfjöllun er að finna í Blaði stétt- arfélaganna og á www.sfr.is. Eftir Árna Stefán Jónsson » Það er hægt að taka fyrstu skrefin í að vinna á kyn- bundnum launamun. Stjórnvöld verða að vilja það, taka ákvarð- anir og koma ráðuneytinu til verka. Árni Stefán Jónsson Höfundur er formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Kynbundinn launamunur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.