Morgunblaðið - 21.01.2013, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.2013, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 ✝ Gunnar Gunn-björnsson fæddist 16. apríl 1963 í Reykjavík. Hann lést 12. jan- úar síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar Gunnars eru hjón- in Gunnbjörn Svanbergsson raf- virki og síðar verslunarmaður, f. 13. mars 1942 á Ísafirði, og Unnur Helgadóttir skrifstofumaður, f. 20. júní 1944 á Blómst- urvöllum í Hafnarfirði. Bróðir Gunnars er Eyjólfur Gunn- björnsson, f. 29. mars 1974, og er hann kvæntur Elínu Rós Pétursdóttur, f. 27. janúar 1981. Börn þeirra eru Krist- rún Lena, f. 2002, og Víkingur Óli, f. 2008. Gunnar gekk að eiga Hildi Óskarsdóttur, f. 23. ágúst 1960, hinn 15. júní 2002. Gunnar ólst upp í Hafnarfirði þar sem hann bjó í for- eldrahúsum til ár- ins 1995. Þá hóf hann sambúð með verðandi eig- inkonu sinni. Fyrstu árin bjuggu þau á Seilugranda í Reykjavík en fluttu sig um set í Skerjafjörðinn árið 2000. Gunnar starfaði fyrst um sinn á Bjarkarási en síðar á Vinnu- stofunni Ási þar sem hann starfaði í 26 ár eða allt þar til veikindi fóru að segja til sín í lok árs 2012. Gunnar lét gott af sér leiða og vann að bar- áttumálum þroskaheftra og starfaði með leikhópnum Perl- unni um margra ára skeið. Útför Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar ég sit hér og skrifa þess- ar línur hellist raunveruleikinn yfir mig. Gunni minn, nú ertu far- inn frá okkur. Ég hélt alltaf að þú myndir hafa þetta af, búinn að ná þér á strik aftur og aftur, koma til baka hress og skemmtilegur, stríðandi öllum í kringum þig. Það eru ekki allir sem rassskella lækninn sinn og grínast í honum en það gerðir þú þrátt fyrir þær þungu byrðar sem hvíldu á herð- um þér. Það fór ekkert á milli mála sá vinskapur og hrifning sem ríkti milli þín og starfsfólks- ins á spítalanum enda var allt gert sem hægt var. En það eru bara takmörk fyrir því hvað er hægt að leggja á eina manneskju og á endanum höfðu veikindin betur þrátt fyrir hetjulega bar- áttu. Ég mun þó alltaf eiga minning- arnar, margar og góðar. Þú varst ólíkur okkur hinum á öllum svið- um, reyndist öllum vel og sást bara það góða í öðrum. Það er fá- gætur eiginleiki, sem flest okkar skortir, að fara í gegnum lífið án fordóma og missættis. Ég er ekki frá því að þér hafi farið það nokk- uð vel úr hendi. Þú notaðir þinn tíma til að gera það sem þig lang- aði að gera, vannst að áhugamál- um þínum, stundaðir þína at- vinnu, ferðaðist og eyddir tíma með vinum og ættingjum. Sóaðir aldrei tíma í illindi og gremju. Fyrstu minningar mínar eru frá þeim tíma þegar við bjuggum á Suðurgötunni enda vorum við ungir þá. Þú varst reyndar eldri en ég en það hafði aldrei nein sér- stök áhrif á okkar samband. Það var alltaf gott þó svo mikið bæri á milli í aldri. Það var ýmislegt brallað og margt af því skemmti- legt að rifja upp. Ein skemmti- legasta minningin frá þessum tíma er hinn frægi pönnuköku- bakstur og vorum við heppnir að brenna ekki kotið til kaldra kola. Það slapp þó fyrir horn í það skiptið með smá skemmdum á eldhúskollum. Það átti þó eftir að gera aðra tilraun til stórbruna löngu síðar með málningarbakka sem fyrir slysni gleymdist á elda- vélinni þegar verið var að lífga aðeins upp á litla eldhúsið. Flest uppátækin voru nú ekki eins dramatísk en mörg voru þau skemmtileg. Þrátt fyrir mikla sorg og sökn- uð get ég alltaf huggað mig við það hvað ég var þó heppinn að hafa fengið að kynnast þér. Það var ekki bara heiður að fá að þekkja þig heldur forréttindi að eiga þig sem bróður. Þú munt lifa áfram í hjarta mínu því hluti af mínum persónuleika og viðhorf- um er frá þér kominn. Ég mun alltaf eiga minningarnar og þakk- ir fyrir þann tíma sem þú varst með okkur. Þangað til við hitt- umst aftur, vertu sæll, elsku bróðir. Eyjólfur Gunnbjörnsson. Í dag kveðjum við tengdason minn Gunnar Gunnbjörnsson. Ég hef þekkt hann síðan hann var lít- ill drengur í Lyngási, þau fylgd- ust alltaf að Hildur dóttir mín og hann í gegnum tíðina og voru þau saman í Perlunni og ferðuðust um allan heim saman. En þau urðu ekki par fyrr en 1993 á af- mæli Gunnars, þá var ljóst að þau ætluðu að ganga æviveginn sam- an. Þau hafa búið saman síðan 1995 og giftu sig 2002. Það var alltaf gott að heyra hann segja að ég væri besta tengdamamma sem hann ætti og hann meinti það svo innilega. Þau hjónin hafa átt yndisleg ár saman og okkur ber að vera þakklát fyr- ir það, það er ekki öllum gefið að sýna jafnmikla ást og Gunnar sýndi Hildi sinni. Nú er það okk- ar að sjá um hana í sorginni. Ég kveð töffarann Gunnar með sökn- uði. Kveðja frá fjölskyldunni Gunnlaug Emilsdóttir. Gunnar mágur minn var alveg einstakur maður. Ég kynntist Gunnari fyrir 12 árum, en þá bjó hann ásamt Hildi systur minni á Rekagrandanum. Hann var ekki lengi að fullvissa mig um það að þau væru trúlofuð. Hann spurði mig hvort ég væri gift kona og hversu lengi ég hefði verið gift. Framundan var brúðkaup. Und- irbúningurinn að brúðkaupinu átti hug hans allan. Hann vandaði sig við að velja tónlist, koma með hugmyndir um sal, kirkju og tón- listarfólk. Hann talaði við prest- inn, bauð gestum, valdi hringana og hringapúðana. Hann valdi föt á sjálfan sig og að lokum fór hann í bæinn einn síns liðs og keypti brúðarkjólinn á tilvonandi eigin- konu sína. Já, það var fátt sem stoppaði Gunnar þegar hann var kominn í gang. Eftir smá aðstoð og örlitlar lagfæringar á kjólnum giftu þau sig með pompi og prakt. Fallegri athöfn var ekki hægt að hugsa sér. Ástin skein úr augum þeirra beggja. Þegar ég sagði einni einhleypri vinkonu minni frá frumkvæði Gunnars í undir- búningi brúðkaupsins spurði hún hvar í ósköpunum maður fyndi slíkan mann. Gunnar var mjög stoltur af Hildi sinni og ekki síst af því að þau væru hjón. Hann sýndi gjarnan hring sinn því til staðfestingar og lét í ljós undrun á því ef menn, jafnvel með börn, væru ekki kvæntir kærustum sínum. Hann spurði þá gjarnan: „Af hverju ertu ekki giftur?“ Þá var oft fátt um svör. Gunnar var oft hrókur alls fagnaðar í boðum og honum leiddist nú ekki að troða upp í hlutverki Saxa lækn- is, Skúla rafvirkja, Elsu Lund og Magnúsar bónda. Við munum sakna Gunnars og allra þeirra skemmtilegu stunda sem við átt- um saman. Elsku Hildur mín, Guð veri með þér á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldu og vinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Áslaug og Ingólfur. Nú er skarð fyrir skildi. Gunn- ar, stórvinur minn í fjörutíu ár og mágur í tuttugu ár, er nú fallinn frá fyrir aldur fram. Ég var svo lánsöm að kynnast Gunnari þeg- ar hann var strákur, en hann og systir mín voru bæði á dagheim- ilinu Lyngási. Þau voru vinir í mörg ár og fóru svo að skjóta sér saman. Allt í einu var Hildur systir mín farin að hringja í kær- astann sinn á hverju kvöldi, ná- kvæmlega klukkan tíu. Hægt var að stilla klukkuna eftir því, „ten on the dot“! Þetta var árið 1993, fyrir tuttugu árum. Í þrítugsaf- mæli Gunnars var öllum ljóst að hér var eitthvað meira á ferð en smáskot, þau Hildur voru hug- fangin hvort af hinu. Í tvö ár héldu símhringarnar áfram, klukkan tíu á kvöldin. Stefnumótin voru ófá og Gunnar kom oft í heimsókn. Turtildúf- urnar fóru að búa saman. Óvígð sambúð dugði nú ekki honum Gunnari mínum og árið 1996 var blásið til heljarinnar trúlofunar- veislu. Þar skiptist parið á hring- um, það var yndisleg stund og við glöddumst öll með þeim. Þau Gunnar og Hildur bjuggu sér fallegt heimili fyrst á Seilugr- anda og síðar í Einarsnesi, en Gunnar vildi gera Hildi að heið- virðri konu. Ekkert annað kom til greina en að kvænast ástinni sinni. Seint gleymi ég því þegar hann kom heim með brúðarkjól handa brúði sinni. Kjóllinn var í stærð átta sem engin nema súp- erfyrirsæta hefði komist í. Eftir nokkurn undirbúning varð samt allt klárt, en eitt var víst og það var að heimabrúðkaup skyldi það vera. Bróðir Gunnars, Eyjólfur og ég vorum svaramenn. Bróðir minn Emil leiddi Hildi upp að alt- arinu og María Rún var brúðar- mey. Það var stoltur ungur mað- ur sem giftist ástinni þann dag. Gunnar átti svo margar skemmtilegar hliðar. Til að mynda var hann frábær eftir- herma og Laddi og Elvis urðu ljóslifandi þegar Gunnar komst á flug. Hvert sinn sem Hildur syst- ir mín horfði á hann var það með draumkenndu augnaráði og þau unnust heitt, það fór ekki fram hjá neinum. Samband þeirra var fallegt og tært. Til að mynda var Gunnar stundum óskýr í máli en Hildur þýddi fyrir hann reip- rennandi vegna þess að hún skildi allt sem hann sagði. Á sama máta má segja að hún var fótafú- in en hann gekk fyrir hana. Þau héldust hönd í hönd inn í ham- ingjunnar lönd eins og Ríó Tríó söng. Það vill nefnilega svo undar- lega til að Gunnar og Hildur hafa fylgst að allt sitt líf. Fyrst í Lyng- ási, svo Bjarkarási og síðastliðin 25 ár á vinnustofunni Ási. Þau léku saman í leikhópnum Perl- unni og ferðuðust saman um all- an heim. Þau hjónin Gunnar og Hildur hafa búið í Einarsnesi 62A ásamt góðum vinum og nágrönnum. Sorgin er þar mikil. Mig langar senda þangað einlægar kveðjur og þakka starfsfólkinu í Einars- nesi fyrir sitt frábæra og óeig- ingjarna starf. Þar er svo sann- arlega valinn maður í hverju rúmi. Hildur systir mín elskuleg hef- ur misst ástina sína, sinn besta vin og félaga. Það er mitt og okk- ar í fjölskyldunni að hlúa sem best að henni. Með miklum sökn- uði kveð ég kæran vin minn og mág Gunnar. Hann verður alltaf hetja í mínum huga. Júlía Margrét Sveinsdóttir. Kveðja til Gunna Það var ungum foreldrum ekki auðvelt að horfast í augu við að ekki væri allt sem skyldi með þroska litla barnsins þeirra. Þeg- ar fyrir lá að Gunnar litli væri með Downs-heilkenni hefur ef- laust ótti um framtíð barnsins heltekið ungu foreldrana. Fyrir tæpum fimmtíu árum var slík greining litin öðrum augum en nú og möguleikar á ánægjulegu lífi ólíkir því sem nú gerist. Verður þeim seint þakkað sem þá braut ruddu. Litla barnið, Gunnar Gunn- björnsson, hefði orðið fimmtugt 16. apríl næstkomandi. Ekki veit ég hvað hann hugsaði síðustu stundir lífs síns, en svo sannar- lega mátti hann líta glaður yfir farinn veg. Á fyrstu árum sínum naut hann aðstoðar og umhyggju Sævars Halldórssonar læknis og við tók dagvist undir leiðsögn Hrefnu Haraldsdóttur í Lyngási og Grétu Bachmann í Bjarkarási. Vinnustaður hans varð síðan á vinnustaðnum Ási og þar vann hann í 26 ár allt þar til hann veiktist í nóvember síðastliðnum, lengst af undir verkstjórn Haf- liða Hjartarsonar, en síðar tóku aðrir við. Öllu þessu góða fólki ber að þakka af heitu hjarta fyrir ótrúleg störf í þágu þeirra sem fengu aðrar guðsgjafir en við hin. Öll eigum við rétt á að lifa menningarlífi og að vinna við skapandi og túlkandi listir ef hugur okkar stendur til þess. Og það skildi listakonan Sigríður Eyþórsdóttir, sem um árabil hef- ur stjórnað leikhópnum Perlunni og með þrotlausri atorku og elju gefið fjölda manns ómetanleg tækifæri til að sýna getu sína bæði heima og erlendis. Í okkar stóru fjölskyldu hefur aðeins einn notið þeirrar upphefðar að vera gestur í Hvíta húsinu, en það var Gunnar og forsetinn var Bush eldri. Og maður gat hitt Gunna á hinum ýmsu stöðum. Eitt sinn sem oftar var ég á þingi Norður- landaráðs í Ósló og hafði Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra boðið okkur og einhverjum kollegum til eftirmið- dagsveislu. Ekki var ég fyrr kom- in á staðinn en þykkir handleggir vöfðust um hálsinn á mér og var þar kominn Gunnar frændi minn með Sigríði sinni og Perlunni. Og svo eignaðist hann Gunni konu. Hann fór að búa með henni Hildi sinni Óskarsdóttur árið 1995 og þau gengu síðan í hjóna- band 15. júní 2002. Þau bjuggu fyrst í húsi við Seilugranda, en fluttust svo í þjónustuíbúð í Skerjafirði þar sem þau hafa búið síðan. Þar ber að þakka elskulegu starfsfólki fyrir alúð og aðstoð við innkaup og fleira. Þarna áttu þau Gunni og Hildur fallegt heimili og var gott að koma og fá nýbakaðar pönnukökur hjá húsbóndanum. En nú er tjaldið fallið fyrir leikarann okkar. Hugurinn leitar til Hildar og hennar fólks, sem alltaf var hald og traust hennar. Við, frændgarðurinn stóri, þökk- um Gunna ótal góðar samveru- stundir í jólaboðum, afmælum og leikhúsferðum og við önnur tæki- færi og biðjum þess að Hildur nái að sætta sig við orðinn hlut. Þegar ég var að festa blund í nótt fór ég að hugsa um stóru fjölskylduna mína. Allt í einu sá ég fyrir mér stóra sviðið í Þjóð- leikhúsinu og tjaldið fyrir. Þá fannst mér Gunni eiga að koma fram og hneigja sig djúpt. Því hann var bestur. Guðrún Helgadóttir. Gamall og góður Perlu-leikari hefur kvatt lífsins leiksvið. Gunni var með frá upphafi leikferils Perlunnar og lék með leikhópn- um í 14 ár. Hann hreif samleik- endur og áhorfendur með leik sínum. Við munum hann í hlut- verki piltsins í Síðasta blóminu, púkans í Karnivalinu í skóginum og þjónsins í Mídasi konungi. Eftirminnileg er senan þegar hann svæfði Mídas með söng sín- um og bíaði ofan á hann. Mídas var svo spenntur að hann gat ekki sofnað. Hann hlakkaði svo til að sjá allt verða að gulli sem hann snerti, sem átti að gerast við sól- arupprás. Gunni var fjölhæfur leikari. Hann fór létt með að túlka piltinn í Síðasta blóminu – ástina, uppbyggingu og friðar- boðskapinn. Jafnlétt átti hann með að bregða sér í hlutverk stríðnispúkans, tákn hins illa. Nornin fékk að kenna á brellum hans og ati. Þetta verk, Í skóg- inum, endaði þó vel og hið hlýja og góða mýkti hið illa. Hann er minnisstæður í látbragðsleiknum Blómið sem gleymdist, sem sýnd- ur var á 25 ára afmælishátíð Styrktarfélags vangefinna 1983. Eftir það varð hópurinn eiginleg- ur leiksýningarhópur og fékk nafnið Perlan. Gunni tók þátt í leikferðum Perlunnar til útlanda: Tvisvar sinnum til Noregs, Bandaríkjanna, Færeyja, Bruss- el og til Þýskalands. Gunni var mikill aðdáandi Bobbys Ewings úr Dallas-þáttunum og reyndi mikið að hringja í hann þegar við vorum í Washington. Loks svar- aði Bobby með aðstoð aðstoðar- manns Gunna. Hvað þeim fór á milli veit ég ekki. Gunni var ánægður og reyndi ekki að hringja aftur. Okkur var boðið í veislu til þáverandi forseta, George Bush eldri, og Barböru konu hans ásamt fullt af öðru fólki. Þegar heim kom og Gunni var spurður hvort það hefði ekki verið merkilegt að hitta Banda- ríkjaforseta svaraði hann: „Nei, hann er bara venjulegur maður.“ Þar sannaðist hið fornkveðna „að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“. Hildur Óskarsdóttir, eigin- kona Gunna, horfir nú á eftir eig- inmanni sínum eftir kærleiksríkt hjónaband. Hildur var líka í leik- hópnum Perlunni. Hugur okkar er hjá henni. Einnig sendum við foreldrum Gunna, bróður hans og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Hvíl í friði, vinur. Sigríður Eyþórsdóttir og leikhópurinn Perlan. Gunnar Gunnbjörnsson  Fleiri minningargreinar um Gunnar Gunnbjörns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞÓRARINSSON, Sunnuflöt 25, Garðabæ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Vífilsstöðum, föstudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi mánudaginn 21. janúar kl. 13.00. Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Brynjar Árnason og barnabörn. Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GUÐJÓNSSON FLUGSTJÓRI (CPT.), Lækjarhvammi 9, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 16. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ulla Magnússon, Erla Ósk Guðjónsdóttir, Sigurður Kristinsson, Linda María Guðjónsdóttir, Rósa Björk Guðjónsdóttir, Trent Antony Adams, Guðjón Ágúst Guðjónsson, Alda Steinþórsdóttir, Lilja Barbara Guðjónsdóttir, og barnabörn. Bróðir okkar, frændi og vinur, EINAR SIGURÐSSON frá Steinmóðarbæ, síðar í Fossgili og Hrísateig 39, Reykjavík, lést hinn 18. janúar á Droplaugarstöðum. Útför hans verður gerð frá Stóra-Dalskirkju 26. janúar kl. 14. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Hjalti Sigurðsson. Ástkær móðir mín, amma, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Laufrima 3, Reykjavík, lést á heimili sínu 18. janúar. Sævar Hólm Einarsson, Kristján Atli, Sigtryggur Einar, Sigurjón Stefán, Anna J. Bjarnadóttir, Hansína Bjarnadóttir, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Örn Ingólfsson, Þóranna Bjarnadóttir, Róbert Brink, Bára Bjarnadóttir, Einar Ingólfsson, Kristján Jónsson, Guðrún M. Jónsdóttir, og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.