Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 ✝ Skjöldur Tóm-asson fæddist 19. október 1938 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu föstudaginn 11. janúar 2013. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Jónsson, bruna- vörður á Akureyri, f. 27.6. 1916, d. 13.1. 2003, og Hulda Emilsdóttir, húsmóðir, f. 12.10. 1919, d.17.12. 1966. Systkini Skjaldar eru Jón Guð- björn, f. 1937, Hreinn, f. 1941, Guðbjörg, f. 1945, Svala, f. 1948, og Helga, f. 1955. Skjöldur kvæntist 24.12. 1961 Drífu Gunnarsdóttur frá Tjörnum í Saurbæjarhreppi, f. 25.2. 1942, d. 30.12. 2004. Þau skildu. Eftirlifandi sambýlis- kona Skjaldar er Björk Nóa- dóttir, f. 30.9. 1933. Börn Skjaldar og Drífu eru Hulda Tómasína, f. 19.1. 1964, og Harpa, f. 19.9. 1967, d. 5.6. 2005. Sambýlis- maður Hörpu var Sveinn Guðfinns- son, f. 2.8. 1965. Þau slitu sam- vistir. Dóttir þeirra er Drífa Sól, f. 16.6. 1994. Skjöldur ólst upp með fjölskyldu sinni í innbænum á Akureyri. Hann lærði til múrverks, tók meistarapróf í því fagi og starfaði við það um árabil. Árið 1973 hóf hann störf sem bruna- vörður hjá Slökkviliði Ak- ureyrar og þar lauk hann sín- um starfsferli. Skjöldur var alltaf mikill áhugamaður um hvers konar hreyfingu og úti- vist og stundaði hana mikið. Skíðaiðkunin átti hug hans all- an og ekki er langt síðan hann renndi sér sína síðustu ferð. Útför Skjaldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. jan- úar 2013. Athöfnin hefst klukk- an 13.30. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Ástkær bróðir okkar, Skjöldur Tómasson, er fallinn frá eftir stutt og erfið veikindi. Hans verður sárt saknað því hann var góður bróðir, sem skilur eftir sig stórt skarð í systkinahópnum. Skjöldur fæddist í Lækjargötu 6 eða Tommhúsinu. Í minningunni var hann fjörugur og þróttmikill strákur og oft uppátækjasamur og allt sitt líf þurfti hann að hafa mikið fyrir stafni. Hann heillaðist ungur af skíðaíþróttinni, enda skíðasvæði Innbæinga, Hall- grímsgarðurinn, rétt ofan við heimili hans í Lækjargötunni og varð hann snemma góður skíða- maður og vann til margra verð- launa. Skíðin stundaði hann síðan allt sitt líf. Snyrtimennska og nákvæmni var Skildi í blóð borin. Það var honum mikils virði að vera vel til fara og hafa fallegt í kringum sig og hann lagði mikinn metnað í að t.d. skila góðri vinnu. Á yngri ár- um greiddi hann okkur systrum sínum stundum túkall fyrir að bursta skóna sína og mamma okk- ar Hulda sá um að hafa alltaf þrjár stífaðar skyrtur tilbúnar fyrir hverja helgi. Skjöldur var skemmtilegur maður, ræðinn og mikil fé- lagsvera. Hann var fjölskyldu- rækinn og fylgdist vel með því sem var að gerast í lífi okkar systkinanna og okkar fjölskyldna. Hann var duglegur að koma í heimsóknir og hafði gaman af því þegar stórfjölskyldan hittist. Margir minnast sennilega Skjaldar bróður okkar fyrir það hvað hann hafði mikinn áhuga á hreyfingu ýmiskonar og allavega í seinni tíð gekk hann oft marga kílómetra á dag. Hann var gjaf- mildur og boðinn og búinn að að- stoða aðra fjölskyldumeðlimi og vini því hann var handlaginn vel og lærður múrari og flísalagning- maður. Skjöldur var tónelskur og hlustaði t.d. mikið á karlakóra og einnig var hann hrifinn af söng ís- lensku dægurlagasöngvaranna Ragga Bjarna, Ellýar Vilhjálms og Óðins Valdimarssonar, og þá hreifst hann mjög af hljómsveit Ingimars Eydal og hafði mjög gaman af að dansa. „Nú er ég kominn til að dansa,“ sagði hann stundum kankvís og stríðinn. Hann var helst aldrei iðjulaus og féll aldrei verk úr hendi. Á ung- lingsárum var hann mikill hesta- maður, átti hesta og hleypti einnig fyrir aðra í kappreiðum. Að lokum þökkum við systkinin honum fyrir allar góðu samverustundirnar. Við vottum sambýliskonu hans Björk, dótturinni Huldu Tómas- ínu og barnabarninu Drífu Sól okkar dýpstu samúð. Jón, Guðbjörg, Svala, Helga og fjölskyldur. Sko Gísli, eigum við að ljúka við að steypa þessa stétt eða ekki, ha? Það gengur ekki með stanslausum kjaftagangi og kaffiþambi. Ha? Komdu þér að verki drengur. Láttu þetta ganga. Þar með var Skjöldur frændi minn Tómasson, „Skjölli Tomm“, búinn með ör- stutta kaffipásu í steypuvinnunni. Hann arkaði teinréttur að hræri- vélinni og setti í gang. Við vorum að renna í gangstétt við heimili mitt og honum þótti verkið ganga seint hjá mér. Ég átti að moka í vélina og færa honum síðan hrær- urnar. Hann pússaði, enda múr- ari, múrari sem var eftirsóttur til vinnu vegna vandvirkni, hrað- virkni og áreiðanleika. Skjöldur lærði múrverk hjá meistara Bjarna Sveinssyni, en um miðjan aldur réð hann sig til Slökkviliðs Akureyrar, þar sem faðir hans hafði starfað og Hreinn bróðir hans bættist einnig síðar í þá vösku sveit. Hjá slökkviliðinu starfaði Skjölli fram undir sjötugt. Múrverkið greip hann gjarnan í á frívöktum, síðustu árin nær ein- göngu við flísalagnir. Skjölli var harðsnúinn íþrótta- maður á sínum yngri árum. Sér- staklega var það skíðaíþróttin sem heillaði hann. Enda voru skíðabrekkurnar við þröskuldinn á æskuheimili hans í Lækjargötu 6. Í Búðagilinu voru líka margir aðrir harðsnúnir skíðamenn og þar voru stundum haldin skíða- mót hér á árum áður. En á skíðum var Skjölli kappsamur, eins og við önnur verk. Fyrir kom að hann réð ekki lengur ferðinni og endaði fótbrotinn með gifs frá tá og upp í nára. Það átti nú ekki við minn mann, að vera lengi í slíku „stofu- fangelsi“. Ekki síst vegna þess að bræður hans stríddu honum lát- laust. Það verða hljóðin í þér bróð- ir þegar þeir fara að rífa af þér gifsið og leggjarhárin með, sagði Jónsi og hló dátt. Já, Skjölli var ekki gefinn fyrir droll; hann vildi láta verkin ganga. Það gekk hratt undan honum við múrverkið og við slökkvistörf gekk hann vasklega fram. Það gerði hann líka þegar brennivíns- þorstinn gerði vart við sig, en það gat verið tafsamt verk. Hvað segir þú frændi, hefur þú nokkuð fengið þér nýlega? spurði hann mig eitt sinn sem oftar með glott á vör og ég spurði þess sama á móti. Ha, ég, nei ég er orðinn alveg hand- ónýtur við þetta, enda kunni ég ekkert með þetta að fara í gamla daga. Ha, Gísli. Nú er þetta bara léttvínssull og svo set ég plötu með góðum söng á fóninn, helst með góðum tenór sem kann að taka á því drengur. Í mínum huga var Skjölli frændi minn fyrst og fremst góður drengur, heiðarlegur og hjálp- samur. Hann hélt sér vel; gekk reistur um bæinn. Það rignir upp í nefið á honum, sögðu ónefndir frændur, en hann svaraði á móti, að það færi betur á því að ganga beinn og bera sig vel. Hann stund- aði líkamsrækt og fór á skíði og var hreystin uppmáluð. Þess vegna er sárt að kveðja þennan lit- ríka frænda minn, en lokaáfang- inn var í hans stíl. Hann hafði gengið milli sérfræðinga frá því síðsumars vegna bakverkja. Eftir margra mánaða þrautagöngu fannst meinið loks í lok nóvember. Ólæknandi krabbi. Mánuði síðar er Skjölli allur. Hann var ekki fyr- ir droll. Sjáumst síðar frændi. Góða ferð. Gísli Sigurgeirsson. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (Ragnar S. Gröndal) Þessi orð lýsa svo vel okkar kæra frænda, Skildi, sem nú hefur kvatt þennan heim. Skjöldur var afskaplega lífs- glaður maður sem var gaman að hitta og spjalla við um heima og geima. Hann var hinn eini sanni eilífðarunglingur. Hann var ungur í anda, hafði fjölmörg áhugamál og stundaði alls kyns líkamsrækt af lífi og sál. Þar var hann enginn eftirbátur sér mun yngri manna. Skildi var annt um okkur systk- inabörnin sín og sýndi það í verki. Hann fylgdist vel með og spurði reglulega frétta af okkur. Hann var alltaf boðinn og búinn að að- stoða okkur í flísalögnum og fleira. Þá fann maður vel fyrir kraftinum sem í honum bjó því það gat verið hörkupuð að vera handlangari hjá Skildi Tómassyni. Þá þurfti sko að vera til nýtt kaffi, svo var rösklega unnið og vandað til verka. Þetta voru góðar stund- ir. Það er mikil eftirsjá að góðum frænda, við þakklát fyrir að hafa kynnst honum og við megum margt af honum læra bæði af orð- um hans og gjörðum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Tómas, Ragnhildur, Bergur og Kristín. Skjöldur Tómasson ✝ Árni Hró-bjartsson fæddist í Reykja- vík 1. desember 1938. Hann and- aðist á Landspít- alanum, Fossvogi 11. janúar 2013. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 15. september 1909, d. 11. júlí 2004, og Hróbjartur Árnason burstagerðarmeistari, f. 12. júní 1897, d. 11. febrúar 1953. Árni var eitt sex barna þeirra hjóna. Þau eru í aldursröð: Margrét, Helga Steinunn, Helgi, Friðrik og Jón Dalbú. Hinn 4. júlí 1959 kvæntist Árni Kristrúnu Ólafsdóttur, f. 3. júlí 1938. Hún er dóttir Arn- dísar Pétursdóttur, f. 24. jan- úar 1914, d. 10. október 2002, og Ólafs Haraldar Jónssonar húsgagnasmiðs, f. 15. okt. 1904, d. 10. janúar 1948. Börn þeirra eru þrjú: 1) Hróbjartur, f. 7. janúar 1960. Maki hans er Sveinbjörg Pálsdóttir, f. 27. Friðriki og Sigurbergi Árna- syni föðurbróður sínum. Árni og Kristrún stofnuðu sitt fyrsta heimili við Sogaveg í Reykjavík en fluttu skömmu eftir fæðingu Hjördísar til Englands þar sem Árni lauk stúdentsprófi og háskólagráðu í útflutnings- og markaðs- fræðum frá Bournemouth Municipal College árið 1972. Í framhaldi af því stofnaði hann póstverslunina Heimaval sem hann rak ásamt eiginkonu sinni til ársins 1983. Hann starfaði einnig í nokkur ár sem markaðsstjóri sérverslunar- innar Torgsins. Síðar stofnaði Árni líkamsræktarstöðina Æf- ingastöðina og upplýsingafyr- irtækið Kompass. Hann vann að ýmsum markaðs- og frum- kvöðlamálum eins lengi og heilsan leyfði. Árni var fyrsti forseti Kiw- anisklúbbsins Setbergs í Garðabæ og virkur meðlimur í Gídeonfélaginu á Íslandi. Hann var einn af upphafsmönnum júdóhreyfingarinnar á Íslandi og meðal stofnenda sambands vaxtarræktarmanna. Útför Árna fer fram í dag, 21. janúar 2013, frá Háteigs- kirkju og hefst athöfnin kl. 15. nóvember 1961. Synir þeirra eru Kristinn Árni, f. 28. desember 1989, og Ari Stef- án, f. 17. febrúar 1996. 2) Hjördís, f. 14. febrúar 1965. Maki hennar er Jó- hann Jóhannsson, f. 10. janúar 1963. Dætur þeirra eru Sóley, f. 3. nóv- ember 1990, Berglind, f. 2. ágúst 1995, og Þórdís Helga, f. 14. maí 1997. 3) Helena, f. 23. nóvember 1972. Maki hennar er Tómas Njáll Möller, f. 26. desember 1970. Dætur þeirra eru Katrín Edda, f. 11 maí 1999, og Arndís, f. 7. sept- ember 2003. Árni ólst upp á Laugavegi 96 í Reykjavík. Hann lærði raf- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Eftir það fór hann til Englands í málanám 17 ára og 19 ára nam hann bursta- og penslagerð í Noregi. Hann rak Burstagerðina í Reykjavík í nokkur ár ásamt bróður sínum Elsku afi Árni, vinur minn og lærifaðir, lést föstudaginn 11. jan- úar, eftir baráttu við veikindi. Afi sem gaf mér Nóa, eftirlætis- bangsann minn sem hefur fylgt mér nánast alla ævi og situr enn á rúminu mínu nú rúmum tuttugu árum síðar. Ég held ég hafi aldrei sagt hon- um það, en ég leit mjög upp til afa míns og nafna. Ég naut þess að hlusta á sögurnar um viðburða- ríka ævi hans og vona innilega að ég muni geta upplifað jafn mikið og hann. Að vissu leyti hef ég, hvort sem það er ósjálfrátt eða ekki, reynt að feta í fótspor hans. Ég veit að hann mun fylgjast með mér áfram, og vona að hann geti verið jafn stoltur af mér og ég er af honum. Guð blessi þig, afi. Kristinn Árni Hróbjartsson. „Það endist þér eins lengi og þú lifir hið ljúfa ævintýr. Það lagði þér á tungu orð, sem yfir þeim undramætti býr að fella rúbínglit á mýri og móa. Þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga. Því töfraorðið, það var æska þín, og þú varst sjálfur lítill Aladdín. Tengdafaðir minn, Árni Hró- bjartsson, var maður ævintýr- anna. Þess ber viðburðaríkt lífs- hlaup hans vitni. Hann var frumkvöðull sem kannaði óhikað nýjar lendur. Hann var víðförull eldhugi sem átti svo auðvelt með að fá aðra í lið með sér á vit nýrra drauma. En eins og oft vill verða um þá sem velja að fara ótroðnar slóðir í lífinu var vindurinn stund- um í fangið. Dalir tóku við af hæð- um. Hvort heldur sem var tókst Árni á við aðstæður sínar með bjartsýni og óbilandi trú að leið- arljósi. Kynni mín af Árna hófust fyrir rúmlega aldarfjórðungi er ég kom inn í fjölskyldu hans fyrst tengda- barnanna. Hann var einstaklega hlýr maður, gestrisinn og glett- inn. Í minningunni eru óteljandi samverustundir, bæði hér heima og erlendis þar sem við hjónin bjuggum á tímabili. Oft var mikið rætt, um allt milli himins og jarð- ar. Við tengdafaðir minn vorum ekki alltaf sammála í skoðana- skiptum okkar, enda hvernig má annað vera þegar raunsæi og draumar takast á. Samskipti okk- ar urðu mér lærdómsrík, þau kenndu mér margt um lífið og um sjálfa mig. Síðustu árin glímdi Árni við erfið veikindi er settu mark sitt á daglegt líf hans og möguleikann á að rækta samskiptin við fólkið sitt eins mikið og hann hefði viljað. Sem fyrr tókst hann á við þær að- stæður af miklu æðruleysi og með einstökum stuðningi tengdamóð- ur minnar. Og hvernig sem allt var var hugur hans síkvikur og aldrei slokknaði neistinn sem kynnti undir hugmyndir hans og drauma. Og þó skal engum dýrðardraumi glat- að, sem dreymdi þína önd. Í auðmýkt hjartans ennþá færðu ratað í óska þinna lönd. Því minningin um morgunlandið bjarta um myrka vegu lýsir þínu hjarta í veröld þá, sem ósýnileg er, en Aladdín í minni sínu ber.“ (Tómas Guðmundsson) Ég kveð tengdaföður minn með söknuði, nú þegar hann er genginn á vit ævintýrsins með Guði þar sem allt verður nýtt og enga þjáningu er að finna. Af hjarta þakka ég honum sam- fylgdina. Megi Guð blessa minn- ingu Árna Hróbjartssonar. Sveinbjörg Pálsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast góðs vinar míns, Árna Hróbjartssonar. Það má segja að okkar kynni hafi hafist fyrir alvöru þegar ég gerðist Gí- deonfélagi en síðar áttum við eft- ir að starfa mikið saman í okkar Gídeondeild í Hafnarfirði/Álfta- nesi. Árni sat m.a. í fyrstu stjórn þeirrar deildar þegar hún var stofnuð. Árni var einlægur í trú sinni á Jesúm Krist og það kom skýrt fram hjá honum að hann vildi starfa með okkur að út- breiðslu Guðs heilaga orðs. Árni og Kristrún kona hans opnuðu oft heimili sitt fyrir okkur til að halda fundi, fyrst úti á Álftanesi, síðan í Reykjavík og nú síðast í Reykjanesbæ, það var ætíð gott að koma inná þeirra fallega heimili. Mig langar að þakka fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum heima hjá þeim hjónum. Árni tók þátt í okkar starfi, m.a. með því að biðja fyrir starfi okk- ur við útbreiðslu Guðs orðs, það var okkur mikils virði. Síðustu æviárin átti Árni við veikindi að stríða en alltaf var hann með hugann við starf Gídeonfélagsins og áhugi hans leyndi sér ekki. Við vitum að núna er Árni kom- inn heim til Drottins þar sem við munum hittast aftur þegar okkar lífi lýkur hér á jörð. Við leiðarlok langar mig að þakka fyrir allar góðar samverustundir í gegnum árin og gott samstarf, megi Guð blessa minningu Árna Hró- bjartssonar. Kristrúnu og fjöl- skyldu langar mig að votta ein- læga samúð mína. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16) Pétur Ásgeirsson, Hafnarfirði. Kveðja frá Kiwanis- klúbbnum Setbergi Fallinn er í valinn félagi okkar Árni Hróbjartsson. Árni var ekki aðeins venjulegur félagi, hann var forystumaður um stofnun Setbergs og fyrsti forseti þess. Klúbburinn var stofnaður 9. júní 1975 og eru nokkrir stofnend- anna ennþá félagar. Samfylgd þeirra og Árna er því orðin býsna löng. Árni gegndi fyrrum starfi sem útheimti tíðar utanlands- ferðir og því óhægt um vik að sinna klúbbstörfum. Hann tók sér því frí um tíma. Þegar utanlandsferðum fækk- aði og aðstæður breyttust kom Árni aftur til starfa í klúbbnum og hugðist taka fullan þátt í þeim. Vegna heilsubrests hans varð þó minna úr þeim fyrirætlunum en ætlað var. Auk þess sem hann átti, síðustu árin, heima í Reykja- nesbæ og því óhægt um reglu- lega fundarsókn. Auk þess sem heilsuleysi hamlaði. Talið er að Árni hafi, á ferðum sínum til Ind- lands á árum áður, smitast af sjaldgæfum en landlægum sjúk- dómi sem hann glímdi við ávallt síðan og beið að lokum lægra hlut hinn 11. janúar sl. Árni var óvenju hugmyndarík- ur hugsjónamaður og varði t.d. miklum tíma og fjármunum til þess að koma upp fjáröflunar- kerfi á netinu fyrir klúbbinn sinn og Kiwanishreyfinguna. Þetta kerfi kallaði hann „Instant lottó“. Leyfi yfirvalda fékkst til rekst- urs lottósins og starfaði það um sinn. Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa fjáröflun og svo fór að lokum að hún var, af óvildar- mönnum, kæfð í fæðingunni. Fleiri hugmyndir Árna voru at- hyglisverðar en kannski ekki að sama skapi raunhæfar, að svo stöddu. Hann var e.t.v. á undan sinni samtíð og árangur ekki ávallt sem skyldi. Sbr. lottóið hér á undan. Sagt er að Guð almáttugur eigi alla vegi og því sé sama hvaða stíg menn velja sér að feta. Þeir liggja allir til Sumarlands- ins, þar sem menn hittast aftur og geta væntanlega, áfram, lagt stund á áhugamál sín. Fimm af eldri Setbergsfélögum hafa nú fetað sinn jarðneska stíg á enda. E.t.v. fær Árni því tækifæri til þess að endurreisa klúbbinn sinn á nýjum vettvangi. Óhjákvæmi- lega munu fleiri félagar fara sömu leiðina og þeir sem þegar eru farnir hjá og því verður brátt fundarfært hjá Árna á nýjum vettvangi. Við Setbergsfélagar þökkum honum langa samfylgd og vott- um aðstandendum hans samúð. Fyrir hönd Setbergsfélaga, Björgvin Kjartansson. Árni Hróbjartsson Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar JÓSEFS SIGFÚSSONAR, Knarrarstíg 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Fjóla Kristjánsdóttir, og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.