Morgunblaðið - 21.01.2013, Page 23

Morgunblaðið - 21.01.2013, Page 23
Arnar var formaður Leik- arafélags Íslands, formaður samn- inganefndar FÍL við Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið og sat í stjórn golfklúbbsins Odda 1998-2002. Arnar hefur þegið Lista- mannalaun, hlaut Stefaníustjakann 1971, styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins 1985, Menning- arverðlaun DV 1988; hlaut Grímu- verðlaunin fyrir túlkun sína á Lé konungi 2011, var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir leik sinn í Veislunni og síðar í Þrett- ándakvöldiog hefur þegið marg- víslegar viðurkenningar og verð- laun í golfíþróttinni. Fjölskylda Arnar kvæntist 8.10. 1965 Þór- hildi Þorleifsdóttur, f. 25.3. 1945, leikstjóra og fyrrv. alþm. og leik- hússtjóra. Hún er dóttir Þorleifs Guðmundssonar, f. 28.11. 1911, d. 18.9. 1992, og Guðrúnar Bergs- dóttur, f. 4.12. 1915, d. 9.6. 1992. Börn Arnars og Þórhildar eru Guðrún Helga, f. 15.7. 1964, d. 16.5. 2003, var flugfreyja, nuddari, producent og fleira, var gift Geir Sveinssyni, fyrrverandi hand- knattleiksmanni og nú þjálfara, og er sonur þeirra Arnar Sveinn og fósturdóttir Ragnheiður Katrín; Sólveig, f. 26.1. 1973, leikkona en maður hennar er Jósef Hall- dórsson, arkitekt og leik- myndagerðarmaður og eru synir þeirra Halldór Dagur, Arnar og Egill; Þorleifur Örn, f. 15.7. 1978, leikstjóri en kona hans er Anna Rún Tryggvadóttir myndlist- arkona og er sonur hennar Flóki en sonur þeirra er Tryggvi Þór; Oddný, f. 1.5. 1980, vinnur að ferðamálum en maður hennar er Rögnvaldur Bjarnason tölvufræð- ingur; Jón Magnús, f. 10.8. 1982, leikari og nemi, en sonur hans er Viktor Hugi. Systir Arnars er Helga El- ínborg Jónsdóttir, f. 28.12. 1945, leikkona í Reykjavík, gift Örnólfi Árnasyni rithöfundi og eiga þau fjögur börn. Fóstursystir Arnars er Arn- þrúður Jónsdóttir, f. 6.12. 1955, táknmálstúlkur. Foreldrar Arnars voru Jón Kristinsson, f. 2.7. 1916, d. 16.8. 2009, forstöðumaður á Akureyri, og Arnþrúður Ingimarsdóttir, f. 12.7. 1918, d. 22.4. 1993, húsfreyja. Arnar Jónsson Hann á hálfrar aldr- ar leikafmæli sem atvinnuleikari á þessu ári. Úr frændgarði Arnars Jónssonar Arnar Jónsson Baldvin Metúsalemsson b. á Fagranesi á Langanesi Ingimar Baldvinsson útgerðarm. á Þórshöfn Oddný Árnadóttir húsfr. á Þórshöfn Arngerður Ingimarsdóttir húsfr. á Akureyri Árni Sigurbjarnason póstur á Vopnafirði Lísibet Friðriksdóttir frá Arnarstapa í Ljósavatnsskarði Jón Magnússon skipstj. á Kálfsá í Ólafsfirði Elínborg Jónsdóttir húsfr. á Kambfelli Kristinn R. Stefánsson b. á Kambfelli í Djúpadal í Eyjafirði Jón Kristinsson forstöðumaður á Akureyri Jóhanna Magnúsdóttir húsfr. á Kambfelli Stefán S. Sigurðsson b. á Kambfelli Jóhann Kristinsson forstjóri Þórshamars Stefanía J. Kristinsdóttir húsfr. á Akureyri Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur Þórdís Benediktsdóttir frá Brunnum, bróðurdóttir Guðnýjar, ömmumeistara Þórbergs Guðný Benediktsd. húsfr. í Gamla- Garði í Suðursveit Stefán Benediktss. b. í Skaftafelli Borghildur Einarsdóttir húsfr. á Eskifirði Benedikt Stefánss. stjórnarráðsfulltrúi Stefán Benediktss. arkitekt Einar Bragi skáld Ingimar Ingimarsson prófastur á Raufarhöfn Þorkell Ingimarsson skólastj. Ingimar Ingimarsson fyrrv. fréttam. Hólmfríður Stefánsdóttir húsfr. á Fagranesi Ingunn Stefánsdóttir húsfr. á Stærri- Árskógi Þorsteinn Gíslason skáld og ritstj. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og prófessor Vilhjálmur Gíslason útvarpsstjóri Björn Gíslason kaupmaður Gunnlaugur Scheving listmálari Þór Vilhjálmsson fyrrv. dómari Þorsteinn Gylfason heimspekingur Þorvaldur Gylfason prófessor ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 Herdís Steingrímsdóttir varði dokt- orsritgerð sína ,,Menntunar- og vinnu- markaðsákvarðanir kynjanna“ (Essays on Gender Differences in Educational and Labor Market Outcomes) við hag- fræðideild Columbia-háskóla í New York. Í meginkafla doktorsverkefnisins notar Herdís gögn frá 7. og 8. ára- tugnum til að rannsaka hvernig aukinn aðgangur að getnaðarvarnarpillunni hafði áhrif á menntunarákvarðanir ungs fólks í Bandaríkjunum. Rann- sóknir á þessu sviði einblína gjarnan einvörðungu á konur en í rannsókn sinni skoðar hún áhrif á bæði kynin. Niðurstöðurnar benda til þess að auk- ið aðgengi að pillunni og þær fé- lagslegu breytingar sem fylgdu í kjöl- farið, hafi ekki síður haft áhrif á karlmenn en kvenmenn og að með auknu aðgengi hafi ungt fólk af báðum kynjum orðið líklegra til að velja sér störf sem nutu meiri virðingar og gáfu af sér hærri laun. Annar kafli rannsóknarinnar ein- blínir á brottfall karlmanna úr kenn- arastéttinni og þriðji kaflinn fjallar um ástæður þess að konur í Bandríkj- unum eru líklegri en karlmenn til að ljúka háskólanámi.  Herdís tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 2000, lauk grunn- námi í hagfræði við Háskóla Íslands 2003 og meistaranámi við London School of Economics ári síðar, áður en hún hóf samþætt meistara- og doktorsnám við Columbia-háskóla. Hún gegnir nú stöðu lektors hjá hagfræðideild Viðskiptahá- skólans í Kaupmannahöfn. Herdís er þrjátíu og tveggja ára, dóttir Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og Lindu Rósar Michaelsdóttur, kennara í Mennta- skólanum í Reykjavík. Herdís á tvö börn og býr með eiginmanni sínum, Úlf Við- ari Níelssyni hagfræðingi, í Kaupmannahöfn. Doktor Doktor í hagfræði 101 ára Ingigerður Þórðardóttir 85 ára Ása Gunnarsdóttir Gísli Kristjánsson Guðrún Guðmundsdóttir Ingibjörg Kristjánsdóttir Unnur Hjartardóttir 80 ára Bjargmundur Einarsson Erla Friðbjörnsdóttir Guðmundur Halldórsson Guðrún Þ. Vilhjálmsdóttir Hólmfríður Reimarsdóttir Kári Sigfússon Svavar Jóhannesson 75 ára Salgerður Marteinsdóttir 70 ára Atli Einarsson Erlendur Guðmundsson Sigurborg Kristinsdóttir 60 ára Gunnar Stefánsson Hjörtur Sigurðsson Hreinn Vilhjálmsson Linda Ágústsdóttir Páll Gestsson Páll Kárason Ruta Drungiliene 50 ára Bragi Hlíðar Sigurðsson Eyrún Oddný F. Ólafsdóttir Kristján R. Vernharðsson Siggerður Á. Sigurðardóttir Þórunn Ágústa Einarsdóttir Örn Valsson 40 ára Ágúst Hlynur Guðmundsson Guðmundur Sverrisson Hildur Íris Helgadóttir Kerstin A. María Renated. Meyer Krzysztof Dziduch Sophie Pouleur Sólveig Arndís Hilmarsdóttir Sylwia Agnieszka Polkowska 30 ára Atli Jóhann Leósson Friðrik Kristjánsson Harpa Dögg Nóadóttir Maciej Wieslaw Kolodziej Ólöf Ögn Ólafsdóttir Pavel Landa Petra Sigurðardóttir Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir Sigurður Óli Sveinsson Til hamingju með daginn 30 ára Helga ólst upp í Danmörku og á Hvanneyri en býr á Akri, lauk kenn- araprófi frá HA og er nú í M.Ed.-námi við HÍ. Bróðir: Pálmi Gunnarsson, f. 1989, nemi í við- skiptafræði við HA. Foreldrar: Jóhanna E. Pálmadóttir, f. 1958, bóndi, kennari og framkvæmdastj. við Textilsetur Íslands, og Gunnar R. Kristjánsson, f. 1957, starfsm. RARIK á Blönduósi. Helga Gunnarsdóttir 30 ára Alfreð ólst upp á Vopnafirði, stundar nám í matreiðslu við Mennta- skólann í Kópavogi og starfar auk þess á Kola- brautinni í Hörpunni í Reykjavík. Maki: Ylfa Helgadóttir, f. 1989, matreiðslumaður. Foreldrar: Sigurður Al- freðsson, f. 1949, starfs- maður hjá Granda á Vopnafirði, og Danfríður Kristjánsdóttir, f. 1948, húsfreyja á Vopnafirði. Alfreð Pétur Sigurðsson 30 ára Borgný ólst upp í Reykjavík, lauk BA-prófi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafr. frá Bifröst og er ráðgjafi hjá Um- boðsmanni skuldara. Maki: Barði Erling Barða- son, f. 1982, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins. Dóttir: Hera Mist Sigurð- ardóttir, f. 1999. Foreldrar: Haraldur Guð- jón Samúelsson, f. 1950, og Ásta Benediktsdóttir, f. 1947. Borgný Haraldsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.