Morgunblaðið - 21.01.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.01.2013, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ísland úr leik eftir hörkuleik 2. Myndir af Vilborgu á pólnum 3. Einhleypum konum fjölgar 4. Bjargað eftir að hafa verið þrjá … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í tilefni af því að skáldsagan Góði elskhuginn kom út á þýsku í fyrra hefur höfundurinn Steinunn Sigurð- ardóttir lesið úr þýðingunni víðs veg- ar um Þýskaland og komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Fyrirhugaður er upplestur úr bókinni á Freud-safninu í Vínarborg, en ein af söguhetjunum er sálgreinandi. Morgunblaðið/Kristinn Les úr Góða elskhug- anum á Freud-safni  Næstu fimm mánudagsmorgna kl. 8:10 verður boðið upp á hálf- tíma jógahug- leiðslu í tengslum við sýningu Bjark- ar Viggósdóttur, Aðdráttarafl, hringlaga hreyf- ing, í Hafnarborg. Helga Einarsdóttir jógakennari hefur umsjón með tím- unum sem verða byggðir á öndunar- æfingum, léttum jógastöðum og hug- leiðslu. Jógahugleiðsla í Hafnarborg  Fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröð- inni af Hæ Gosi verður forsýndur í Bíó Paradís á miðvikudaginn en sýn- ingarnar hefjast á SkjáEinum þann 31. janúar. Þáttunum hefur verið lýst sem sprenghlægilegum en óþægilegum og var önnur þáttaröð- in, sem fór í loftið í fyrra, vinsælasti þáttur stöðv- arinnar það ár- ið. Fyrsti þátturinn af Hæ Gosi forsýndur Á þriðjudag og miðvikudag Austlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s en allt að 15 með suðurströndinni. Skúrir eða él með suðurströndinni en annars skýjað með köflum. Frost víða 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir eða él, en skýjað með köflum norð- anlands. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða norðantil. VEÐUR „Við féllum úr leik með ákveðinni virðingu og sæmd. Þetta var að vonum gríðarlega svekkjandi. Við ákváðum fyrir leikinn að leggja líf og sál í hann og það gerðum við svo sann- arlega,“ sagði Aron Krist- jánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, meðal annars við Morgunblaðið eftir ósig- urinn gegn Frökkum í 16- liða úrslitum á heimsmeist- aramótinu. »1 Féllu úr leik með virðingu og sæmd Aníta Hinriksdóttir er búin að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumeistaramóti fullorðinna í frjálsíþróttum, nýorðin 17 ára, en hún bætti Íslands- met sitt í 800 m hlaupi innan- húss á Reykjavíkur- leikunum á laugardaginn þrátt fyrir að hún fengi litla sem enga sam- keppni í hlaupinu. »3 Aníta á EM þrátt fyrir litla samkeppni „Þegar ég skrifaði undir samning við félagið þá var það til þriggja ára, færi svo að þeir myndu kaupa mig fyrir 1. mars. Ég vil halda áfram hérna og líð- ur mjög vel hér,“ sagði Birkir Bjarna- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, meðal annars við Morgunblaðið í gær. Ítalska liðið Pescara hefur ákveðið að kaupa hann frá Standard Liege í Belgíu. »1 Birkir ánægður með gang mála hjá Pescara ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Ólafsdóttir maria@mbl.is Um helgina kom saman tíu manna hópur kunnra rakarameistara úr Reykjavík. Hópurinn kallar sig Spice Guys sem vísar til þess að allir hafa þeir annaðhvort selt eða notað Old Spice-rakspíra en einnig vísar það í bresku hljómsveitina Spice Girls sem sló í gegn á sínum tíma. Allir eiga rakarameistararnir það sameiginlegt að hafa í gegnum tíðina lært eða starfað á Rakarastofu Sig- urðar Ólafssonar í Eimskipafélags- húsinu sem stofnuð var árið 1921 og rekin allt til ársins 1988. Einn þeirra er Trausti Thorberg Óskarsson, rak- arameistari og tónlistarmaður. Hann hóf störf á stofunni árið 1943, þá 17 ára gamall, og er enn að. Vinsælt að koma í rakstur „Við vorum þannig staðsettir að við vorum í hringiðunni og hittum mikið af fólki auk þess sem mikið var að gerast í Reykjavík og borgin að vaxa og dafna. Á þessum árum var mjög vinsælt að menn létu raka sig á rakarastofum og mættu þá prúðbún- ir til þess á stofuna til okkar. Við vorum fimm að vinna í einu og rök- uðum oft fimm menn hver fyrir há- degi. Þetta lagðist að mestu af í kringum 1950 og nú eru menn al- gjörlega hættir að láta raka sig á þennan hátt þótt ungu mönnunum finnist gaman að því einstöku sinn- um,“ segir Trausti og bætir við að hann hafi klippt og rakað flesta ef ekki alla þá menn sem unnu á Morg- unblaðinu í Aðalstræti þau tíu ár sem hann starfaði í Eimskipafélags- húsinu. Samtals hafi hann rakað nokkur þúsund menn um ævina. Músíkalskur rakari Trausti hóf snemma störf í bakaríi föður síns við Laugaveg en var sem áður segir 17 ára þegar hann hóf störf á Rakarastofu Sigurðar og seg- ir þau ár sem hann starfaði þar hafa verið bestu ár ævi sinnar. „Maður gerði lítið annað fyrsta ár- ið en að sápa en við þurftum að þeyta stykki í litlu fati til að fá það til að skúma. Eins var með raksturinn; fyrsta hálfa árið rakaði ég miða af öl- flöskum til að æfa mig og hlaut styrka leiðsögn. Það var heilmikið mál að hugsa um sína rakhnífa og við notuðum vandaða þýska hnífa sem þurfti að passa upp á og slípa á sérstakan hátt,“ rifjar Trausti upp. Hann hefur komið víða við á starfsævinni og vann m.a. um tíma í Danmörku. Þá starfaði hann lengi sem gítarleikari samhliða rakara- starfinu, m.a. með KK sextett. Enn í dag fær Trausti til sína nokkra fastakúnna í klippingu. Mættu prúðbúnir í rakstur  Spice Guys-rak- arameistararnir rifja upp gamla tíð Morgunblaðið/Golli Rakarameistarar Kári Elíasson og Trausti Thorberg (fyrir aftan) rifja hér upp gamla takta við raksturinn. Trausti á frá fyrri tíð gnægð ljós- mynda, sem nánast spanna heila sögu um starf rakarastéttarinnar, en ein sú allra merkasta er þessi hér til hliðar. Hér má sjá þá félaga Trausta og Kára Elíasson standa hlið við hlið á Rakarastofu Sig- urðar Ólafssonar og raka við- skiptavini upp á gamla mátann líkt og þá tíðkaðist. Myndin er frá árinu 1943 en á rakarastofuna komu margir þekktir menn úr samfélaginu. Ungir rakarar 70 ÁRA GÖMUL MYND Rakarameistarar Kári og Trausti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.