Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra vill endurskoða áform um að leigja tvær björgunarþyrlur fyr- ir Landhelgisgæsluna. Hann telur hagkvæmara fyrir skattgreiðendur að kaupa þyrlurnar. Tvö fyrirtæki buðust til að leigja Landhelgisgæslunni þyrlu í útboði. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan eru að fara yfir tilboðin og kanna hvort þau standast þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Sam- kvæmt upplýsingum Ríkiskaupa er þeirri vinnu ekki lokið og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um viðræður við tilboðsgjafa. Efasemdir um tilboð Annað fyrirtækið bauðst til að leigja þyrlur fyrir sem svarar til rúmlega 300 milljóna króna á ári, fyrir hvora þyrlu, og hitt bauð þyrlur á rúmlega 450 milljónir á ári. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins þykir hærra tilboðið of hátt. Þá mun fyrirtækinu sem bauð lægri leiguna ekki hafa tekist að fá staðfestingu eiganda þyrlnanna um það hvernig standa skuli að breyt- ingum og ísetningu búnaðar fyrir Landhelgisgæsluna. Ögmundur segir að hann hafi tekið fram í ríkisstjórn þegar ákveðið var að bjóða út leigu á þyrlum að það væri ekki hagkvæm- asti kosturinn fyrir skattgreið- endur, til langs tíma litið. Hins vegar væri kveðið á um það í lögum um fjárreiður ríkisins að allt kaup- verðið yrði gjaldfært á kaupdegi þótt það yrði greitt á lengri tíma. Því þyrfti að afla fjárheimilda fyrir öllu kaupverðinu í upphafi. Vegna niðurskurðar og hagræðingar í rekstri ríkisins eftir efnahags- hrunið hafi ekki verið talið rétt að setja svo stórar fjárfestingar inn á fjárlög. Ein björgunarþyrla er talin kosta um tvo milljarða króna. Taka málið upp að nýju „Nú þegar bjartara er fram- undan í þjóðarbúskapnum, vonandi, finnst mér mikilvægt að taka málið upp að nýju,“ segir Ögmundur og vísar til stöðu mála varðandi útboð á leiguþyrlunum. Hann tekur fram að fullur vilji sé til þess að fá þyrlur, í stað þeirra tveggja leiguþyrlna sem hverfa af land- inu á þessu ári og því næsta. „Við hljótum alltaf að stefna að hagkvæmasta kostinum,“ segir inn- anríkisráðherra um hugsanleg kaup á þyrlum. Hagkvæmara að kaupa þyrlurnar  Innanríkisráðherra vill endurskoða leiguleiðina Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lús er enn að smitast í skólum og hafa stjórnendur í Vogaskóla meðal annars gripið til þess ráðs tvo síð- ustu daga að skikka foreldra allra barna í 1.-10. bekk til að kemba börnum sínum áður en þau koma í skólann. Komi börnin ekki með miða með undirskrift foreldra sinna þess efnis eru þau send aftur heim til sín. Jónína Ólöf Emilsdóttir, skóla- stjóri Vogaskóla, segir ástæðu þess að gripið var til þessara aðgerða vera þá að lúsin hafi fundist í fleiri en einum árgangi. „Lúsin kemur reglulega upp. Við ákváðum að ganga svolítið langt í að- gerðum til að athuga hvort það tæk- ist ekki að losna við hana í þetta skiptið,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavík- urborgar er þetta ekki eina dæmið um lúsasmit í leik- og grunnskólum borgarinnar í janúar. Því hafi þurft að grípa til aðgerða og fara aftur í að láta kemba börnum. „Það virðist vera meira af lús núna en í meðalári. Það eru næstum því helmingi fleiri skráð tilfelli hjá skólahjúkrunarfræðingum en í fyrra,“ segir Ása Atladóttir, hjúkr- unarfræðingur og verkefnisstjóri á sóttvarnasviði embættis Landlækn- is. Skólahjúkrunarfræðingar hafi nú fyrir stuttu verið búnir að senda út alls ellefu þúsund bréf til foreldra vegna lúsasmits. „Foreldrar verða frekar pirraðir á svona bréfum. Margir sinna þeim ekki neitt. Það er kannski þess vegna sem þetta gerist og hún bloss- ar upp aftur,“ segir Ása. Venjulega detti lúsasmitin niður eftir haustið en núna hafi tilfellin haldið áfram að koma upp. Það gefi vísbendingu um að fólk geri ekki nægilega mikið í því. Hún hefur tek- ið saman tölur um sölu á lyfjum gegn lús í fyrra en þá voru yfir 6.000 skammtar seldir í apótekum. Mælt er með að meðferð sé endurtekin og bendir það því til þess að á fjórða þúsund manns hafi fengið lús í fyrra. Börnin send heim ef ekki er kembt fyrir lús  Grunnskólar enn að berjast við lúsina Lúsaleit Á vef Landlæknis eru ráð til að bregðast við lúsatilfellum. Fyrirtækin sem tóku þátt í tilboði Ríkiskaupa um leigu á tveimur björgunarþyrlum fyrir Landhelg- isgæsluna buðu fram sömu þyrl- urnar. Hins vegar munar nærri 150 milljónum í leigufjárhæð á ári. Ásmegin ehf. bauðst til að leigja tvær þyrlur og hugðist taka fyrir 295 þúsund dollara á mánuði fyrir hvora. Samsvarar það rúmlega 450 milljónum kr. á ári, fyrir hvora þyrlu. CMS ehf. vill leigja þyrlur á tæplega 200 þúsund dollara á mánuði, eða sem svarar til rúmlega 300 milljóna á ári, fyrir hvora. Í fundargerð opn- unarfundar sést á núm- erum þyrlnanna að fyrirtækin eru að bjóða sömu þyrlurnar til leigu. Bjóða sömu þyrlurnar ÚTBOÐ RÍKISKAUPA Ögmundur Jónasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarþyrla Leigutími TF-GNA rennur út á næsta ári en TF-SYN verður skilað síðar á þessu ári. Ekki hefur verið unnið úr tilboðum sem bárust í leigu þyrlna í þeirra stað. Innanríkisráðherra vill endurskoða fyrirkomulagið. LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Eins og greint var frá í gær ákvað stjórn Veiðifélags Norðurár að hafna tilboðum Stangaveiðifélags Reykja- víkur, SVFR, í veiðiréttinn í Norðurá í Borgarfirði frá og með sumrinu 2014. SVFR hefur leigt réttinn í 66 ár og lýkur samstarfinu í haust. „Við urðum fyrir vonbrigðum,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. „Veiðifélag Norðurár fór af stað með vandað útboðsferli sem við tókum þátt í og vonuðumst til að rætt yrði við okkur. En svo var ekki og það eru mikil vonbrigði.“ Bjarni segir að vissulega hafi Norð- urá verið eitt flaggskipa félagsins og margir félagsmenn veitt þar árlega, enda séu margar stangir í ánni. „Við teygðum okkur eins og við treystum okkur mest og best í þessu til- boði. En við verð- um mjög vör við afstöðu veiði- manna í dag og hún litar afstöðu manna, eins og sást í þessu útboði þar sem enginn annar bauð.“ Bjarni segist hafa talað við fjölda veiðimanna síðustu mánuði og séu skilaboðin frá þeim öll á sama veg: „Ekki meiri hækkanir. Verðið verður að fara niður. Við sjáum það í eftir- sókn eftir veiðileyfum hjá okkur í um- sóknarferlinu nú í janúar, umsóknum fækkaði,“ segir Bjarni. efi@mbl.is Staðan á veiðileyfa- markaði viðkvæm  Ákvörðunin um Norðurá vonbrigði Bjarni Júlíusson Boðað hefur ver- ið til fundar í kjaradeilu Land- spítala og hjúkr- unarfræðinga á sjúkrahúsinu kl. 10.30 í dag. Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir mikið bera á milli í deilunni og hún viti ekki hvers sé að vænta á fundinum. „Ég eiginlega vil ekkert spá í það hvort maður á að vera bjartsýnn eða svartsýnn. En við ætlum alla vega að hitta þau og maður auðvit- að bara vonar að við náum samn- ingum. Það er mikið í húfi fyrir alla. Þannig að ég ætla bara að vona að okkur lánist að gera það. En til þess þurfa auðvitað báðir að- ilar að leggja sig fram,“ sagði hún í gærkvöldi. holmfridur@mbl.is Fundað í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga Elsa B. Friðfinnsdóttir Blaðamenn frá nokkrum fjölmiðlum á Írlandi og Englandi hafa verið hér frá því á þriðjudag að kynna sér sjávarútvegsmál, ekki síst sjónarmið Íslendinga í makríldeilunni. „Þetta er hluti af upplýsinga- miðlun stjórnvalda, útgerða og fisk- vinnslufyrirtækja um makríldeiluna og íslenskan sjávarútveg,“ sagði Huginn Þorsteinsson, aðstoðar- maður atvinnuvegaráðherra. Hann sagði að blaðamennirnir hefðu feng- ið góðan aðgang að íslenskum ráð- herrum og eins að fólki úr sjávar- útvegi. Í gær var efnt til hringborðs þar sem fulltrúar sjávarútvegsfyrir- tækja og stoðkerfis sjávarútvegsins sátu fyrir svörum. „Við vonumst til þess að geta mætt ýmsum gífur- yrðum sem sett hafa verið fram í fjölmiðlum og víðar með upp- byggilegum boðskap og upplýs- ingum,“ sagði Huginn. Hann benti á að ESB og Noregur hefðu dregið upp ósanngjarna mynd af stöðunni. Með þessari kynningu væri verið að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri og því hvernig staðan í makrílmálinu væri í raun. Hópurinn fer héðan í dag. gudni@mbl.is Erlendir blaðamenn kynntu sér makríldeiluna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.