Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Almenn laun alls launafólks á al- mennum vinnumarkaði hækka um 3,25% frá og með morgundegin- um, 1. febrúar, samkvæmt kjara- samningum, sem hafa verið fram- lengdir og gilda til 30. nóvember næstkomandi. Auk þessa hækka launataxtar frá og með mánaðamótum um 11.000 krónur og föst álög skv. samningum hækka um 3,25%. Launahækkunin kemur ofan á laun í febrúarmánuði og kemur því til útborgunar hjá þeim sem eru á eftir á greiddum launum 1. mars næstkomandi en launamenn sem fá fyrirfram greidd laun fá hækkunina frá og með morgun- deginum. Launakostnaðurinn 980 millj- arðar eftir hækkanirnar Við þessar hækkanir hækka lág- markslaun fyrir fullt starf á vinnu- markaði um 11.000 kr., úr 193 þús- und kr. á mánuði í 204 þúsund. 3,25% meðalhækkun launa sam- kvæmt kjarasamningum og krónu- töluhækkanir gera að verkum að launakostnaður atvinnulífsins hækkar um 3,75% samkvæmt áætlun Samtaka atvinnulífsins eða um 37 milljarða kr. Eru þá með- talin launatengd gjöld á borð við lífeyrisiðgjöld og tryggingagjald. Tryggingagjaldsstofninn er nú áætlaður um 900 milljarðar kr. og heildarlaunagreiðslur að frádregn- um iðgjöldum í lífeyrissjóði 823 milljarðar. Eftir hækkanirnar sem taka gildi 1. febrúar verður heildarlaunakostnaður á vinnu- markaðinum að meðtöldu trygg- ingagjaldi atvinnurekenda, lífeyr- isgreiðslum o.fl. kominn í 980 milljarða króna. Opinberir starfsmenn fá sam- bærilegar hækkanir 1. mars Sambærilegar launahækkanir og taka gildi á morgun á almenna vinnumarkaðinum verða hjá ríkinu og sveitarfélögum 1. mars næst- komandi. Í fjárlögum ársins 2013 var gengið út frá að áfangahækkun launa í kjarasamningum við félög ríkisstarfsmanna 1. mars leiddi til þess að launaliðir stofnana hækk- uðu að meðaltali um 3,5% á árs- grundvelli. Kostnaður ríkissjóðs við hækkanirnar er metinn á tæpa 4,4 milljarða króna. Kauptaxtar hækka Hækkun launataxta um 11.000 kr. hjá einstökum starfsstéttum á almenna vinnumarkaðinum hefur m.a. í för með sér að lægsti kaup- taxti verslunarmanna hækkar úr 185.450 kr. á mánuði í 196.450 kr. eða um 5,9% skv. útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Lægsti kauptaxti iðnaðarmanna hækkar úr 249.604 kr. í 260.604 eða um 4,4% svo dæmi séu nefnd. Morgunblaðið/Golli Kjarabætur Launafólk á almenna vinnumarkaðinum fær launahækkanir 1. febrúar. Laun starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hækka 1. mars. Hækka um 37 milljarða  Laun hækka um 3,25% á morgun  Lágmarkslaun úr 193 þúsund í 204 þús. á mánuði  Launakostnaður atvinnulífsins 980 milljarðar eftir hækkanirnar „Við framsóknar- menn munum ekki leggja fram vantraust. Það er búin að vera eftir- spurn eftir því að þessi ríkisstjórn fari frá og að það komi fram van- traust. Við viljum að vantrausti fylgi skilyrði um að þingið starfi fram að kosningum að þremur mikilvægum málum; fjár- hagsstöðu heimilanna, atvinnu- málum og stjórnarskránni,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins. „Það er hins vegar alveg ljóst að Björt framtíð og einhverjir þing- menn Hreyfingarinnar munu ekki styðja slíkt vantraust, hvorki á ríkis- stjórnina né einstaka ráðherra. Þar af leiðandi kemur það í hlut þjóð- arinnar að segja álit sitt og sam- þykkja vantraust sitt á ríkis- stjórnina í komandi kosningum,“ segir Gunnar Bragi. Framsókn hættir við vantraust  Ekki reyndist stuðningur í þinginu Gunnar Bragi Sveinsson Maðurinn sem varð úti við heimili sitt eftir þorrablót á Kópaskeri að- faranótt sunnudags hét Rúnar Arn- björnsson. Hann var til heimilis að Boðagerði 2 á Kópaskeri. Rúnar heitinn var fertugur að aldri. Hann var ókvæntur og barn- laus. Aftakaveður gekk yfir Norður- land aðfaranótt sunnudags. Varð úti á Kópaskeri Undirbún- ingur er að hefjast fyrir gerð næstu kjarasamn- inga en skv. sam- komulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífs- ins 22. janúar um endur- skoðun kjarasamninga var samningstími gildandi samn- inga styttur til 30. nóvember nk. Á vettvangi ASÍ er í und- irbúningi fundaherferð um allt land sem á að gangsetja í síðari hluta febrúar. Skv. upplýsingum ASÍ er hugmyndin sú að funda með aðildarfélögum og fara yfir þau áherslumál sem hæst bar við endurskoðun kjara- samninganna fyrr í þessum mánuði, þ.e. um atvinnu- málin og verðlagsmálin, auk þess sem fara á yfir áherslur ASÍ í húsnæðismálum og hugmyndir um nýtt húsnæð- islánakerfi sem er í smíðum á vettvangi launþegasamtak- anna. UNDIRBÚA SAMNINGAHlutfallsleg hækkun kauptaxta í kjarasamningum SA og landssambanda ASÍ þann 1. febrúar 2013 vegna 11.000 kr. hækkunar (almenn launahækkun 3,5%) Heimild: Samtök atvinnulífsins 1. febrúar 2012 2013 Hækkun Lægsti kauptaxti verkafólks 180.752 191.752 6,1% Lágmarkstekjutrygging 193.000 204.000 5,7% Hæsti kauptaxti verkafólks 216.937 227.937 5,1% Lægsti kauptaxti verslunarmanna 185.450 196.450 5,9% Hæsti kauptaxti verslunarmanna 222.989 233.989 4,9% Lægsti kauptaxti iðnaðarmanna 249.604 260.604 4,4% Hæsti kauptaxti iðnaðarmanna 309.600 320.600 3,6% Fundaherferð um landið Meirapróf 8. febrúar 2013 ef næg þátttaka verður Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld lést í gær, 30. janúar, á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Þorkell var fæddur 16. júlí 1938, eitt átta barna biskupshjónanna Magneu Þorkelsdóttur og dr. Sigurbjörns Ein- arssonar. Þorkell hóf snemma nám við Tónlistarskólann í Reykjavik en eftir stúd- entspróf frá MR 1957 hóf hann nám í tónsmiðum við Hamline- háskólann í Minnesota og síðan við Illinois-háskólann þaðan sem hann lauk meistaraprófi 1961. Sama ár kom hann heim og hóf störf við Tón- listarskólann í Reykjavík og kenndi þar allan starfsaldur sinn. Kenndi einnig í Listaháskólanum er hann var stofnaður. Hann var félagi í kon- unglegu sænsku tónlistarakademí- unni og heiðursdoktor frá Hamline-háskólanum. Þorkell samdi rúm- lega 300 tónverk, og mörg þeirra hafa verið gefin út á nótum og á hljómplötum. Þorkell var formaður Tónskáldafélags Íslands um árabil, formaður Mu- sica Nova 1964-67 og for- seti Bandalags íslenskra listamanna 1982-86 Hann var framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður Listahátíðar í Reykjavík um skeið. Þorkell kvæntist Barböru Jane Powell á jólum 1959. Börn þeirra eru: Mist Barbara, tónskáld og deildarforseti tónlistardeildar Listaháskólans, og Sigurbjörn verk- fræðingur, einn stjórnenda Barcla- y’s banka í London. Barnabörnin eru átta og eitt barnabarnabarn. Andlát Þorkell Sigurbjörnsson „Við höfum verið að bíða eftir nýj- um verkefnum hér innanlands nokkuð lengi, það er talið í mánuðum. Það eru ekki margar nýjar fjárfest- ingar að fara í gang,“ segir Eyj- ólfur Árni Rafns- son, forstjóri Mannvits, en fyr- irtækið sagði upp 21 starfsmanni fyrir þessi mánaðamót. Eyjólfur segir að um varúðarráðstafanir sé að ræða og vissulega standi vonir til þess að verkefnastaðan batni innanlands. hjorturjg@mbl.is Mannvit segir upp 21 starfsmanni Eyjólfur Árni Rafnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.