Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Daginn sem EFTA-dómurinnvar væntanlegur auglýsti stjórn Samfylkingarinnar glað- beitt:    Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu, samningsbrotamáli sem ESA – Eft- irlitsstofnun EFTA höfðaði gegn ís- lenska ríkinu, verð- ur kveðinn upp í dag. Til að ræða dóminn og afleið- ingar hans höfum við fengið Vil- hjálm Þorsteinsson, frumkvöðul og gjaldkera Samfylkingarinnar, á opinn fund á Hallveigarstíg. Að lokinni framsögu Vilhjálms verða umræður. Fundurinn verð- ur haldinn á miðvikudagskvöldið 30. janúar og hefst kl. 20.00.“    En svo varð slys. Dómurinn féllóvænt þjóðinni í hag en ekki Samfylkingunni!    Þá var í miklu óðagoti samin ogbirt glæný auglýsing:    Ágæti félagi. Áður auglýstumfundi um Icesave-dóminn sem halda átti á Hallveigarstíg 1 ann- að kvöld, miðvikudagskvöldið 30. janúar, er frestað vegna þess að húsnæðið á Hallveigarstíg er þétt setið þessa dagana vegna lands- fundarverkefna og undirbúnings sem honum tengist.“    Gátu þeir á samfylking-arbænum ekki fundið neina aðra skýringu en að þeir hefðu skyndilega uppgötvað að lands- fundur væri hjá þeim eftir fjóra daga?    En auðvitað var þeim vönk-uðum vorkunn. Vilhjálmur Þorsteinsson Fagnaðarlátum frestað STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydda Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -2 skýjað Kirkjubæjarkl. -1 skýjað Vestmannaeyjar 4 alskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 8 skýjað Brussel 11 léttskýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 skýjað London 11 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 8 heiðskírt Vín 13 skýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 15 heiðskírt Róm 13 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -17 skafrenningur Montreal 6 alskýjað New York 10 léttskýjað Chicago 3 skúrir Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:11 17:13 ÍSAFJÖRÐUR 10:32 17:01 SIGLUFJÖRÐUR 10:16 16:43 DJÚPIVOGUR 9:44 16:38 Haraldur Guðbergsson myndlistar- maður lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt gærdagsins, 30. jan- úar. Haraldur fæddist 26. október 1930. Hann er þekktastur fyrir myndasögur og myndskreytingar sem byggjast á Snorra-Eddu. Hann lærði við Myndlista- og handíða- skólann og er stundum talinn fyrsti menntaði íslenski myndlistarmað- urinn sem tekst á við myndasögu- formið. Myndasaga hans, Ævintýri Ása-Þórs, birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 1964-1965. Árið eftir birtist í Fálkanum myndasagan Sæmund- ur fróði og sama ár hóf Gylfaginn- ing göngu sína í Lesbókinni og síð- an Þrymskviða. Árið 1968 hóf Haraldur að teikna fyrir Spegilinn undir ritstjórn Ása í Bæ en blaðið lagði upp laupana eftir aðeins eitt ár. Árið 1974 hannaði Haraldur sviðsmynd fyrir óperu Jóns Ás- geirssonar, Þrymskviðu. Á sama tíma myndskreytti hann fjölda barna- og námsbóka. 1980 komu út bækurnar Baldursdraumur og Þrymskviða. Haraldur kvæntist Þóru Jóns- dóttur. Hún lést árið 2009. Þau áttu einn uppkominn son. Andlát Haraldur Guðbergsson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.