Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Hvernig fannst ykkurstuttmyndin Fáðu já?Guðríður: „Mérfannst þetta frábær
mynd. Loksins er komið eitthvað
nýtt. Þegar ég var í kynfræðslu var
öll umræða bæði vandræðaleg, leið-
inleg og gömul. Ég held að þessi
mynd veki til dæmis grunn-
skólanema meira til umhugsunar en
annað efni sem hefur verið notað.“
Guðný Rós: „Mér finnst líka að
það mætti gera fleiri svona myndir
að því að mér finnst þessi eina
mynd ekki ná yfir allt sem snýr að
kynlífi. En það er ótrúlega flott að
taka það sem er mest í umræðunni
núna til að útskýra málið betur.
Mér finnst svo góður punktur í
myndinni að þú þarft að fá já. Að fá
já er að fá örugga staðfestingu.
Þögn er ekki það sama og sam-
þykki og það eru ekki alltaf að-
stæður til þess að berjast á móti og
segja nei.“
Egill: „Það sem er líka svo flott
við þessa mynd er að hún er ekki
löng, hún er skemmtileg, ekki of
fræðileg og heldur manni við efnið.“
Kynlíf gleymist í kynfræðslu
Kristján: „Það er náttúrlega líka
þannig að kynfræðsla í grunn-
skólum er lítil sem engin og það er
eiginlega bara líffræði. Þar er til
dæmis ekkert farið yfir muninn á
ofbeldi og kynlífi.“
Guðný Rós: „Mér finnst kyn-
fræðsla snúast svo oft um getn-
aðarvarnirnar og kynlífið sjálft
gleymist.“
Kristján: „Ég held að öll börn
ættu að sjá þessa mynd þegar þau
eru að komast á kynþroskaaldur.
Það þarf að ná til krakka áður en
þau eru farin að stunda kynlíf.“
Egill: „Það er náttúrlega ekkert
of seint í rassinn gripið að sýna
krökkum eins og okkur svona mynd
en hitt er kannski mikilvægara. Í
grunnskóla eru krakkar svo mikið
að mótast og þá er hægt að hafa svo
mikil áhrif á þá.“
Guðríður: „Umræðan þarf að vera
opin á milli foreldra og barna.“
Guðný Rós: „Ég var til dæmis
mjög heppin með þetta. Ég ólst upp
mestmegnis hjá mömmu minni og
hún byrjaði mjög snemma að upp-
lýsa mig um kynlíf. Þetta var auð-
vitað vandræðalegt, ég var nátt-
úrlega gelgja en núna er þetta mjög
auðvelt og þægilegt okkar á milli og
gerir það að verkum að ég á mjög
auðvelt með að ræða við aðra um
kynlíf. Þetta hefur til dæmis hjálp-
að mér mjög mikið í samböndum
því maður á að geta talað um hvað
maður vill gera og hvað maður vill
ekki gera.“
Guðríður: „Ég fór ekkert sér-
staklega til foreldra minna og bað
þau um að segja mér frá en í dag
finnst mér aldrei neitt vandræða-
legt að spyrja um það sem ég vil
vita eða að tala við þau eða aðra um
kynlíf.“
Egill: „Auðvitað finnst samt
mörgum þetta viðkvæmt og erfitt
að ræða þetta. Maður tekur sér-
staklega eftir því meðal kenn-
aranna. Ég er náttúrlega svo lítið
feiminn og á ekkert erfitt með að
ræða kynlíf en ég hef ekki rætt það
sérstaklega við foreldra mína. En
maður á klárlega alltaf að geta rætt
við einhvern hvort sem það eru fé-
lagar manns eða einhverjir aðrir.“
Maður veit hvað maður vill
og hvað maður vill ekki
Hafið þið orðið vör við kyn-
ferðistengt ofbeldi í kringum ykk-
ur?
Öll: „Já.“
Guðný Rós: „Maður veit samt
aldrei hversu mikið maður á að
ræða slíkt. Maður veit ekki hversu
mikið á að ýta á manneskjuna til að
tjá sig. Það veltur allt á manneskj-
unni sem verður fyrir því.“
Kristján: „Þetta er alltaf alvar-
legt mál og maður pressar ekki á
fólk með þetta.“
Guðný Rós: „Það er samt mik-
ilvægt að láta manneskjuna vita í
einrúmi að maður sé til staðar til að
hlusta ef hún er tilbúin og þarf á
því að halda. Fólk þarf líka að
muna að sá sem verður fyrir ofbeldi
Já er öruggasta
staðfestingin
Stuttmyndin Fáðu já var frumsýnd í Menntaskólanum við Sund í gær á jafnrétt-
isdegi skólans. Handritshöfundar myndarinnar ræddu við nemendur um mörk
kynlífs og ofbeldis sem fjölmenntu á sal skólans. Menntaskólanemarnir Guðný Rós
Vilhjálmsdóttir, Kristján Hermann Þorkelsson, Guðríður Jóhannsdóttir og Egill
Fannar Halldórsson ræddu myndina sín á milli og sögðu umræðuna þarfa.
Kynlíf og samþykki Leitaðu eftir svari og fáðu já, nýr áherslupunktur í
baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þögn er ekki sama og samþykki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jafningjafræðsla Kristján, Guðný Rós, Egill og Guðríður telja að jafningja-
fræðsla skili meiri árangri en bókleg kynfræðsla frá kennurum.
Bloggsíðan manversusworld.com er
skemmtilegt ferðablogg Ástralans
Simon Petersen og kærustannar
hans sem kalla sig „kíví“ á ferð og
flugi um heiminn. Þegar kreppan var
við það að skella á ákváðu þau
skötuhjúin að rífa sig upp og flytja
frá Nýja Sjálandi til London, árið
2008. Á leiðinni komu þau við í Taí-
landi, Frakklandi, Ítalíu, Grikklandi og
Belgíu en á þeim fjórum árum sem
þau hafa búið í London hafa þau hald-
ið áfram að ferðast og nú heimsótt
nærri 30 lönd. Á síðuna setja þau ým-
is góð ráð fyrir ferðalanga t.d. hvað
sé best að gera ekki í London, hvaða
strendur séu bestar í Víetnam og svo
mætti áfram telja. Á síðunni er hægt
að lesa skemmtilegar frásagnir frá
spennandi áfangastöðum og ekki
annað hægt að segja en að ferðaþrá-
in kitli þegar þessi vefsíða er heim-
sótt. Um að gera að fara á flakk.
Vefsíðan www.manversusworld.com
London Á vefsíðunni má lesa sér til um það sem varast ber í borginni.
Hugrakkir ferðalangar
Vörðukórinn stendur fyrir bað-
stofukvöldi í Félagsheimili Hruna-
manna á morgun, föstudagskvöld 1.
febrúar kl. 20.30. Meðal dagskrár-
atriða er sýning á stuttmynd Sig-
urðar Ingólfssonar, Reimt á Kili. Þar
er fléttað saman örlögum Reynistað-
arbræðra sem urðu úti á Kili haustið
1780, og ferð nokkurra fífldjarfra
uppsveitamanna sem fetuðu slóð
þeirra bræðra haustið 2011. Tónlist
úr myndinni verður flutt „live“ og
leikarar gefa eiginhandaráritanir.
Vörðukórinn tekur nokkur lög, Sigga í
Arnarholti flytur ljóð sem hæfa
kvöldinu og Bjarni Harðarson, bóksali
á Selfossi, verður með hnitmiðað er-
indi. Veitingar verða að hætti Vörðu-
kórsins og má búast við góðri stemn-
ingu. Sjá má sýnishorn úr
stuttmyndinni á YouTube ef slegið er
inn leitarorðið: Reimt á Kili. Myndin
var frumsýnd á heimildarmyndahá-
tíðinni Skjaldborg í fyrra og í kynn-
ingu segir m.a. um hana: Reimt á Kili
er leikin heimildastuttmynd um sam-
band Íslendinga við sögur og sögu,
samband lifenda við dauða, um kynlíf
afturgangna innbyrðis og nesti.
Myndin reynir að fanga þá kyrrlátu
gleði að gæða umhverfi sitt merkingu
og arfleifð, sama hversu nöturlegt,
óljóst og óskiljanlegt tilefnið er. Hún
leitast ekki við að ráða gátuna um ör-
lög þessara fornu ferðalanga heldur
gerir þeim óhikað upp skoðanir og
eignar þeim áhugamál, tiktúrur eða
lesti eftir þörfum líðandi stundar,
jafn fyrir sem eftir dauðann. Eftir
stendur ljóslifandi mynd af mataræði
Reynistaðarbræðra og þrálátum
uggi.
Endilega…
…kíkið á baðstofukvöld
Á Kili Veður geta orðið válynd á Kili eins og sést í kvikmyndinni.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
RV
0113
RV birginn þinn - í skrifstofuvörum
Vönduðbréfabindi ímiklu úrvaliVerð frá
288 kr./stk.
Ljósritunar-prentpappír500 bl/búntVerð frá
499 kr.
12 stk.Trélitir
297 kr.
Reiknivélar10 stafa
1.598 kr.