Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
13 O 4
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
KALT ÚTI
Rafmagnshitablásari
2Kw 1 fasa
6.990
Rafmagnshitablásari
5Kw 3 fasa
11.990
Panelofnar í MIKLU ÚRVALI!
FRÁBÆRT VERÐ!
KRANAR OG
HITASTILLAR FRÁ
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.890 Gas hitablásari 15Kw
16.900
„Ég gat alls ekki upplifað þetta
svona. Það er náttúrlega fráleitt að
tala um ofbeldi og ef borgarstjóri
getur ekki tekið við gagnrýni á
hann ekki að vera í þessu starfi,“
sagði Hjörtur Stefánsson, sem var
á íbúafundi með Jóni Gnarr í Graf-
arvogi í fyrrakvöld, við mbl.is í
gær.
Jón Gnarr borgarstjóri skrifaði
færslu á Facebook þar sem hann
segist vona að hann hafi með skrif-
um sínum, um að hafa upplifað
„einelti og hreint og klárt ofbeldi“
frá nokkrum fundargestum, hrund-
ið af stað gagnlegri umræðu. Hann
þakkar fyrir stuðninginn en segir
svo: „Einn og einn er þó með sér-
kennileg viðhorf; annars vegar að
upplifun mín af ofbeldinu í gær
hafi verið mín ímyndun á ein-
hverju sem hafi ekki átt sér stað.
Það er bara rangt.“
Hjörtur segir það með eindæm-
um að borgarstjóri skuli upplifa
þetta sem einelti. „Þarna var fólk
að ræða málin en borgin er búin
að valta yfir Grafarvoginn með
sameiningu skóla sem hefur verið
harðlega mótmælt.“
Hann segir að umræðan hafi
verið hófstillt og um réttmæta
gagnrýni hafi verið að ræða, að
megninu til. „Að vísu féllu kannski
óheppileg orð en þegar fólki er
neitað um svör, það fór í taugarnar
á nokkrum þarna inni.“ Nokkur
umræða var um málið á netinu og
fannst sumum borgarstjóri gengis-
fella hugtakið einelti. „En er það
einelti þegar almenningur skamm-
ar borgarstjórann sinn?“ spurði
Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í
Guðríðarkirkju, á vefsvæði sínu og
bætti við að þegar valdamiklir
menn tali um einelti á hendur sér
séu þeir að taka yfir orðræðu
hinna valdalausu.
Þá spurði Marta Guðjónsdóttir,
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, á Facebook hvers vegna
Jón héldi fundi með borgarbúum
ef hann treysti sér ekki til að
svara gagnrýnum spurningum um
hagsmunamál íbúanna. „Hann þarf
að fara að gera sér grein fyrir því
að fólk er ekki tilbúið til að taka
þátt í þessum skrípaleik lengur og
að fólk vill borgarstjóra sem axlar
ábyrgð en er ekki skemmtanastjóri
borgarinnar.“ andri@mbl.is
„Fráleitt að tala um ofbeldi“
Morgunblaðið/Golli
Borgarstjóri Jón Gnarr á íbúafundi.
Segir borgarstjóra verða að geta tekið gagnrýni
Borgarfulltrúi vill borgarstjóra sem axlar ábyrgð
Bensínlítrinn hjá N1 og síðar Olís
var hækkaður í gær um fimm
krónur og fór í 260,5 kr. og lítr-
inn af dísilolíu í 265,4 krónur.
Skammt er síðan olíufélögin
hækkuðu lítrann um þrjár krón-
ur.
Eldsneytisverð hafði ekki
hækkað hjá öðrum olíufélögum í
gærkvöldi. Lægsta verðið var hjá
Orkunni eða 255,2 krónur fyrir
bensínlítrann og 262 krónur fyrir
lítrann af dísilolíu.
Hæsta verðið var hjá N1 og Ol-
ís en næsthæst hjá Skeljungi eða
257,9 krónur fyrir bensínlítra.
N1 og Olís hækk-
uðu um 5 krónur
Hólmfríður Gísladóttir
Hjörtur J. Guðmundsson
Frumvarp til stjórnskipunarlaga
var tekið til 2. umræðu á Alþingi í
gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks höfðu farið
fram á að umræðunni yrði frestað í
ljósi þess að fundur hefði verið boð-
aður um málið í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd í dag og fóru þeir
hörðum orðum um vinnubrögð
stjórnarliða í málinu.
„Stærsta málið sem yfirleitt er
tekið fyrir í þinginu er frumvarp til
fjárlaga og það er mælt fyrir því í
fyrstu umræðu og svo tekur nefnd-
in það fyrir og vinnur og síðan hefst
önnur umræða og þá vinnur nefnd-
in áfram. Og það er ekkert því til
fyrirstöðu að nefndin haldi áfram
að vinna málið,“ sagði Valgerður
Bjarnadóttir, formaður stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar, í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hún sagði það markmið meiri-
hlutans að nota tímann sem best og
gera frumvarpið eins vel úr garði
og mögulegt væri og gagnrýndi
sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn fyrir að reyna að stöðva mál-
ið. „Þeir hafa ekki lagt neitt efn-
islegt til málanna,“ sagði hún.
Málið vanbúið
„Það er mat okkar sjálfstæðis-
manna í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd að málið sé alls ekki tilbúið
til annarrar umræðu,“ sagði Birgir
Ármannsson þegar umræðum var
að ljúka í gærkvöldi.
Hann sagði það rétt að það væri
álit fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að
frumvarpið í núverandi mynd ætti
alls ekki að ná fram að ganga, í
stað heildarendurskoðunar hefði
átt að beina kröftunum í að breyta
eða bæta nýjum ákvæðum við nú-
gildandi stjórnarskrá. Þá sagði
Birgir málið vanbúið.
„Í fyrsta lagi er stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd ekki búin að fara
nema á miklum harðahlaupum yfir
umsagnir annarra nefnda þingsins,
sem sumar hverjar eru mjög viða-
miklar,“ sagði hann. Þá hefði ekki
nema að litlu leyti verið komið til
móts við athugasemdir.
„Í öðru lagi liggur fyrir að Fen-
eyjanefndin, sem af hálfu stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndarinnar
var beðin um að fara yfir mikilvæga
þætti frumvarpsins, eins og æðstu
stjórn ríkisins, samspil handhafa
ríkisvalds, þjóðaratkvæðagreiðslur
og fleira, er ekki búin að skila af
sér, þannig að álit hennar liggur
ekki fyrir þegar önnur um-
ræða hefst.“
Þá sagði Birgir nefndar-
álit meirihlutans lítið gera til
að skýra efni frumvarpsins
betur en áður og að þær
breytingatillögur sem
meirihlutinn hefði lagt til
væru algjörlega ófull-
nægjandi.
Vildu fresta umræðunni
Málið alls ekki tilbúið til 2. umræðu, segir Birgir Ármannsson Ekkert því til
fyrirstöðu að nefndin vinni málið áfram, segir Valgerður Bjarnadóttir
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Þegar umræðum lauk í gærkvöldi um stjórnarskrárfrumvarpið
voru fjölmargir eftir á mælendaskrá. Önnur umræða heldur áfram í dag.
Í fréttatilkynningu sem þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins
sendi frá sér í gær segir m.a.
að hætta sé á því að verði
frumvarpið samþykkt muni
það leiða af sér mikla óvissu
um ýmsar grundvallarreglur
stjórnskipunarinnar.
„Auk þess bjóða miklar
breytingar á mannréttinda-
ákvæðum og fleiri tengdum
ákvæðum heim hættunni á
margvíslegum túlkunarvanda
og deilum, sem við blasir að
leiða munu til umfangsmikilla
málaferla fyrir dómstólum á
næstu árum,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Valgerður Bjarnadóttir gef-
ur lítið fyrir áhyggjur sjálf-
stæðismanna. „Ég myndi ein-
mitt frekar segja að það
væri tekinn af vafi, t.d.
um það hvort dómarar
eða aðrir eigi að taka
tillit til óbeinna einka-
réttaráhrifa varðandi
mannréttindabrot og
annað,“ sagði Val-
gerður í gær-
kvöldi.
Eru uggandi
um áhrifin
RÉTTARÓVISSA?
Valgerður
Bjarnadóttir
Veðurstofan aflýsti í gærmorgun
óvissustigi vegna hættu á snjóflóð-
um á Austfjörðum.
Búið er að opna vegina yfir Fjarð-
arheiði og Oddsskarð en Vegagerðin
biður vegfarendur um að sýna sér-
staka aðgát á leið um þessa vegi því
vegurinn er einbreiður á köflum. Þar
verður unnið áfram við snjómokstur
næstu daga. Undir kvöldmat í gær
var þæfingur á Fjarðarheiði og
hálka á Oddsskarði. Raunar var
hálka víða á vegum í gær, m.a. á
fjallvegum á Vestfjörðum auk Aust-
urlands. Búist var við ísingu á veg-
um á Suðvesturlandi í nótt sem leið.
Orkubú Vestfjarða lauk síðdegis í
gær viðgerð á Hrafnseyrarlínu og
Þingeyrarlínu. Keyrslu varaaflsvéla
var þá hætt og allir rafmagnsnot-
endur í Dýrafirði komnir með raf-
magn. Þar með var raforkukerfið
fyrir vestan komið í lag eftir trufl-
anir undanfarna daga. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ófærð Mikil ófærð hefur verið á
Austurlandi. Myndin er úr safni.
Einbreiðar
snjótraðir
á heiðum
Rafmagn komst á
í Dýrafirði í gær