Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 20

Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 20
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Á Bryggjunni, nýjum veitingastað í gamla Gránufélagshúsinu við Strandgötu, verða þekktir Akureyr- ingar heiðraðir með því, að þeim verður tileinkaður stóll á staðnum. Staðurinn verður opnaður í vetur og sá fyrsti frægi sem hægt verður að setjast á, er Baldvin Z kvikmynda- gerðarmaður.    Líklega mætti orða það þannig, ef vill, að gestum veitingastaðarins verði til z boðið. En þá er best að z sé með greini …    Einn flottasti hrútur landsins – ef að líkum lætur – verður senn fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann mun gleðja viðskiptavini ullar- vöruverslunar í Princeton. Þar stóð íslenskur hrútur, uppstoppaður eins og sá nýi, árum saman en var stolið á síðasta ári.    Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði, sem búsettur er á Ak- ureyri, tók að sér að stoppa upp þennan nýjasta Vesturfara. Hrútn- um verður komið upp fyrir utan verslun bræðranna Roberts og Henry Landau en afi þeirra stofnaði verslunina 1914 og þriðju kynslóðar Landauar reka nú búðina.    Kristján segir í samtali við Morgunblaðið að mjög mikið sé að gera við uppstoppun. „Ég stoppa upp gríðarlega mikið af kindahaus- um, en líka geita- og nautshausum,“ segir hann. Aðallega er um að ræða verk fyrir bændur, sem vilja hafa uppáhaldsgripi sína til skrauts á heimilinu.    Kristján afhenti fyrir stuttu 200. kindahausinn sem hann stoppar upp, en á verkstæðinu má líka sjá sel og ýmiskonar fugla. „Ég hef nú ekki verið í þessu nema í þrjátíu ár!“ seg- ir Kristján.    „Ég fór hægt af stað. Ætlaði upphaflega bara að læra þetta að gamni mínu til að hafa eitthvað að dunda við í ellinni, tók að mér eitt og eitt stykki fyrir kunningjana en það hlóð utan á sig,“ segir Kristján.    Um fjórir áratugir eru síðan Landau-fjölskyldan keypti íslenska hrútinn, hann ku ætíð hafa verið vin- sæll og vakið mikla athygli og versl- unarmennirnir voru með böggum hildar eftir að sá íslenski hvarf af vettvangi í fyrra með aðstoð ein- hverra fingralangra fagurkera. Því var ekki nema um eitt að ræða; að snúa sér aftur til Íslands og kaupa hrút.    Vesturfarinn nýi er frá Birgi Arasyni bónda í Gullbrekku í Eyja- fjarðarsveit, mjög fallega hvítur en Birgir leggur sérstaka áherslu á að rækta slíkt fé.    Fjórar myndir af frönsku kvik- myndahátíðinni, sem nýlokið er í Reykjavík, verða sýndar í Borg- arbíói um helgina. Þetta eru: Ryð og bein, Jarðarförin hennar ömmu, Griðastaður og Ást. Sú síðastnefnda hlaut Gullpálmann í Cannes og Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin. Óhætt er að lofa góðum bíódögum á morg- un, laugardag og sunnudag.    Gamanleikritið Dagatalsdöm- urnar verður frumsýnt á morgun, föstudag, hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði. Verkið er breskt, eftir Tim Firth, og er gert eftir bíómynd- inni Calendar Girls. Davíð Þór Jóns- son var fenginn til að þýða það og staðfæra, og er það nú sett upp í fyrsta sinn hérlendis.    Í leikritinu er fjallað um kven- félagskonur. Ein þeirra missir mann- inn sinn úr krabbameini og í kjölfar þess taka þær sig til og útbúa hálf- gert nektardagatal til að selja og safna með því peningum fyrir sófa á deildina á sjúkrahúsinu þar sem hann lá.    Sýningin er unnin í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar. Hluti af hagnaði miðasölu og af sölu daga- tals, sem gefið er út í tengslum við sýninguna, rennur til félagsins.    Sýning Freyvangshópsins að þessu sinni er skemmtilegt mótvægi við Með fullri reisn, sem berrössuðu bændurnar í Leikfélagi Hörgdæla sýndu á Melum í fyrravetur!    Hljómsveitin MEIK heldur tón- leika á Græna hattinum í kvöld. Sveit- in var stofnuð í haust með það í huga að leika eingöngu lög glysrokksveit- arinnar Kiss, en MEIK skipa liðs- menn ýmissa þekktra sveita.    Einn liðsmanna MEIK er Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari í Skálmöld, en sú magnaða hljómsveit verður með tvenna tónleika í Hofi á laugardagskvöldið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brjálað að gera Kristján frá Gilhaga á vinnustofu sinni með hrútinn góða, sem senn verður fluttur vestur um haf. Fjör Freyvangsdömurnar munu væntanlega trylla lýðinn næstu mánuði. Glæsilegur Vesturfari ættaður frá Gullbrekku 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Ómar Friðriksson Guðni Einarsson ASÍ hefur höfðað mál fyrir Fé- lagsdómi gegn Samtökum atvinnu- lífsins fyrir hönd LÍÚ, þar sem þess er krafist að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjó- mannadaginn 2. júní sl. og beina þeim þess í stað til Reykjavík- urhafnar 7. júní, í mótmælaskyni gegn sjávarútvegsfrumvörpum rík- isstjórnarinnar, verði dæmd brot á vinnulöggjöfinni. Stefna ASÍ var þingfest síðastlið- inn mánudag og var SA og LÍÚ veittur frestur til 6. mars til að skila greinargerð vegna málsins. Er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar skv. 70. grein laganna um stéttarfélög og vinnudeilur og greiðslu málskostn- aðar. ASÍ heldur því fram í málshöfðun sinni að aðgerðir LÍÚ hafi falið í sér ólögmæta stöðvun fiskiskipaflotans. Um hafi verið að ræða ólögmæta pólitíska vinnustöðvun sem brjóti gegn 2. tölulið, 17. greinar laganna um stéttarfélög og vinnudeildur en hún kveður á um að aðilum vinnu- markaðarins sé óheimilt að fara í vinnustöðvun til að knýja stjórnvöld til ákveðinna athafna eða athafna- leysis. Í málatilbúnaði ASÍ er á það bent að samtökin hafi ítrekað mótmælt þessari aðgerð LÍÚ og haldið því fram að hún hafi haft neikvæðar af- leiðingar fyrir félagsmenn aðild- arfélaga ASÍ. Því sé ASÍ knúið til að höfða málið til viðurkenningar á að um ólögmæta stöðvun fiskiskipaflot- ans dagana 4.-7. júní hafi verið að ræða. Gerir ASÍ ekki athugasemdir við sjálfan samstöðufundinn sem haldinn var á Austurvelli 7. júní þar sem sjávarútvegsfrumvörpunum var mótmælt, en stöðvun flotans hafi aft- ur á móti verið óskyld og ónauðsyn- leg aðgerð. Hafna ólögmæti Forsvarsmenn LÍÚ hafa á hinn bóginn haldið því fram að þessar að- gerðir hafi verið lögmætar og ekki falið í sér vinnustöðvun eins og hún er skilgreind í lögunum um stétt- arfélög og vinnudeilur. „Við höfnum því að hér sé um ólögmæta vinnustöðvun að ræða eins og ASÍ heldur fram,“ sagði Hlynur Sigurðsson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá LÍÚ, um tilefni málshöfðunar ASÍ. Stefna SA/LÍÚ fyrir Félagsdóm  Telja stöðvun skipaflotans ólögmæta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.