Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Meðalheimta á laxi í flotvörpuveiði á síld og makríl fyrir þrjú síðustu ár er talin vera um 5,5 laxar á hverjar þús- und lestir úr þeim veiðiferðum þegar lax fékkst sem meðafli. Enginn lax fékkst hins vegar í mörgum veiðiferð- um og ef miðað er við heildarafla á síld og makríl í flotvörpu þrjú síðustu ár má reikna með að um 1,5 laxar hafi fengist á hverjar þúsund lestir. Enginn lax frá vinnsluskipum Á árinu 2010 veiddust 169 laxar sem meðafli, 249 laxar 2011 en aðeins 48 laxar 2012. Fram kemur í grein- argerð sérfræðinga á Fiskistofu að einhver tregða sé í því að skila inn veiddum löxum úr uppsjávarveiði þrátt fyrir tilmæli þar að lútandi. Fiskistofa hefur virkt eftirlit um borð í vinnsluskipum, þegar eftirlitsmenn eru um borð. Alls hafa því 466 laxar skilað sér úr uppsjávarveiðinni þrjú síðustu ár en athygli vekur að enginn lax skilaði sér úr afla vinnsluskipa 2012, sam- kvæmt því sem fram kemur í grein- argerðinni. Þar sem niðurstöður árin 2010 og 2011 sýndu að meðafli á laxi var mun meiri fyrri hluta sumars og gæti þessi mismunur stafað af því að eftirlit um borð í vinnsluskipum hófst mánuði seinna í fyrrasumar en árið á undan. Einnig eru líkur á að veiðarn- ar 2012 hafi verið markvissari og makrílafli á togtíma hafi aukist með meiri veiðireynslu og úthaldstími hafi því styst, sem gæti dregið úr meðafla. Meðaflinn virðist vera mjög sveiflukenndur og vitað er um allt að 30 laxa í 600 lesta heildarafla upp- sjávarskips fyrir Austurlandi, sem samsvarar 50 löxum á hver 1000 tonn af makríl/síld. Þetta virðist þó vera undantekning, segir í greinargerð- inni. Uppruni rannsakaður Tilgangur rannsóknarinnar, sem haldið verður áfram í ár, er annars vegar að kanna magn þeirra laxa, sem koma fram sem meðafli í flot- vörpuveiðum á síld og makríl, og hins vegar kanna dreifingu og uppruna þeirra laxa, sem veiðast í hafinu um- hverfis Ísland. Ekki liggja fyrir niðurstöður frá Veiðimálastofnun um líffræðilega þætti og uppruna þeirra laxa sem veiddust í fyrra og hittiðfyrra en upp- lýsingar frá árinu 2010 bentu til að meirihluti af laxinum (90%) væri af erlendum uppruna. Lax sem meðafli X 2010 X 2011 X 2012 2 Fjöldi laxa sem meðafli innan ICES rétthyrninga í makríl/síldveiðum 2010-2012 ásamt endurheimtum merkjum 1 1 1 3 1 1 1 1 1 4 2 6 1 2 1 3 1 3 1 3 5 1 2 2 3 6 4 1 7 1 1 1 1 1 18 12 3122 2 3 2 4 6 1 6 1 2 2 4 1 7 2 3 1 3 2 1 2111 32 3 7 1 2 1 2 1 1 1 2 1 3 4 4 2 3 4 3 5 1 3 7 8 9 10 14 2 3 5 8 2 3 3 8 2 1 1 12 3 1 12 7 10 2 3 1 9 1 18 4 4 16 1 1 11 2 10 4 2 1 Írland Noregur Noregur Noregur Noregur Írland Ísland Heimild: Fiskistofa Sveiflur í skilum á laxi sem meðafla með makríl  Alls 466 laxar  Kanna uppruna  Tregða í skilum Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 15. febrúar nk. Forsætisráðuneytið hefur und- irritað samning við Blindrafélagið um að bjóða upplestur á íslensku efni á vefsíðum Stjórnarráðs Ís- lands með svonefndum veflesara. Um er að ræða hugbúnað (IVONA - iWebReader) sem bætir aðgengi blindra og sjónskertra að textuðu efni á vefjum allra ráðu- neytanna. Veflesarinn nýtist einnig lesblindum og þeim sem kjósa að hlusta frekar en að lesa. Með samningnum hefur forsæt- isráðuneytið f.h. Stjórnarráðs Ís- lands tryggt afnot allra ráðuneyta af veflesara sem þulið getur textað efni af vefsíðum stjórnarráðsins, segir í tilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu. Jóhanna Sigurðardóttir ritaði undir samkomulagið fyrir hönd Stjórnarráðsins og Kristinn Hall- dór Einarsson, formaður Blindra- félagsins, f.h. félagsins. Bjóða upplestur á efni á vefjum Námsbraut í japönskum fræðum í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, í samvinnu við sendiráð Japans á Íslandi, stendur að Jap- anshátíð laugardaginn 2. febrúar milli kl. 13.00 og 17.00 á Há- skólatorgi í Háskóla Íslands. Japanshátíðin hefur verið haldin í janúar ár hvert síðan árið 2005. Hátíðin í ár er því sú níunda í röð- inni. Eitt af sérkennum Japans- hátíðarinnar er að flestallt sem gestum og gangandi er boðið upp á að skoða er unnið og fram borið af nemendum í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands. Há- tíðin er öllum opin. Japanshátíð haldin í níunda skipti í HÍ Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar föstudaginn 1. febrúar kl. 12.00-13.00 í Gull- teigi, Grand Hóteli, Sigtúni 28. Heiti fundarins er „Úr klaka- böndum Icesave“. Á fundinum munu Kristín Haraldsdóttir, sér- fræðingur við Háskólann í Reykja- vík, og Reimar Pétursson hrl., sem voru í málflutningsteymi Íslands fyrir EFTA-dómstólnum, fjalla um forsendur dómsins og einstök álita- efni sem fram hafa komið. Fund- arstjóri verður Kristín Edwald, hrl. og formaður LÍ. Fjallað um forsend- ur Icesave-dómsins STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.