Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Kona biður fyrir Norodom Sihanouk, fyrrver- andi konungi Kambódíu, fyrir utan konungshöll- ina í Phnom Penh. Búist er við að um milljón manna komi saman á götum borgarinnar á morgun þegar lík Sihanouks verður flutt frá höllinni í líkbrennsluhús, á gylltum vagni í líki goðsagnafugls. Sihanouk afsalaði sér völdum ár- ið 2004 eftir að hafa verið konungur í sex ára- tugi. Hann lést í Peking í október. AFP Kambódíumenn búa sig undir milljón manna líkfylgd Ný rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að kettir drepi fjór- um sinnum fleiri fugla en áður var talið. Rannsakendurnir áætla að bandarískir kettir drepi 1,4 til 3,7 milljarða fugla og 6,9 til 20,7 millj- arða spendýra á ári hverju. Villikettir drepa flest dýranna en rannsóknin bendir til þess að villt- um dýrum stafi einnig hætta af heimilisköttum. Á meðal dýra sem eru í mestri hættu eru mýs, snjáldr- ur, íkornar og kanínur, auk fugla eins og farþrasta. Talið er að 33 dýrategundir hafi orðið útdauðar í heiminum vegna katta, að sögn fréttavefjar BBC. Kettir drepa millj- arða dýra á ári AFP Skæðir Sumir kettir eru sérlega sólgnir í mýs, aðrir vilja frekar fugla. BANDARÍKIN Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar í málefnum Malí telja að hætta geti enn stafað af íslamist- um í landinu þótt þeir hafi misst helstu vígi sín á síðustu þremur dög- um. Franskir hermenn náðu bænum Kidal í norðurhluta Malí á sitt vald í gær og hafa þar með náð yfirráðum yfir öllum helstu borgum og bæjum sem íslamistar lögðu undir sig í fyrra. Hermennirnir mættu ekki mótspyrnu því íslamistarnir höfðu flúið frá bænum. Áður höfðu fransk- ar hersveitir náð borgunum Gao og Timbúktú á sitt vald án mótspyrnu eftir að íslamistarnir forðuðu sér vegna harðra loftárása. Alain Antil, franskur sérfræðing- ur í málefnum Afríkuríkja sunnan Sahara, segir að íslamistarnir hafi ekki gefist upp, þótt þeir hafi ekki veitt mótspyrnu. „Þeir geta nú hafið skæruhernað, meðal annars gert skyndiáhlaup, framið mannrán og gert sprengjuárásir,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Antil. Hann telur að erfitt verði að verja borgirnar vegna þess að engir hermenn séu á stórum svæðum í grennd við þær. Sérfræðingarnir segja að verkefni franska hersins sé aðeins hálfnað nú þegar þeir hafi flæmt íslamistana frá borgunum og stærstu bæjunum. „Eftir að hafa frelsað bæina þarf að stjórna þeim og verja þá,“ hefur AFP eftir Dominique Thomas, frönskum sérfræðingi í málefnum múslímaþjóða í Afríku. „Hermenn- irnir eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum.“ Hermt er að tveir helstu leiðtogar íslamistanna séu að safna liði í af- skekktu fjallahéraði nálægt landa- mærunum að Alsír. Óttast að íslamistarnir í Malí hefji skæruhernað og mannrán  Verkefni franska hersins aðeins hálfnað þótt hann hafi náð borgunum á sitt vald AFP Þúsund þakkir Frönskum her- mönnum fagnað í bæ nálægt Gao. Fornritum bjargað » Nánast öll fornrit, sem voru geymd á safni í borginni Tim- búktú, björguðust þar sem stærstum hluta þeirra var smyglað út úr safninu áður en íslamistar náðu borginni á sitt vald í fyrra. » Shamil Jeppie, sem hefur umsjón með varðveislu hand- ritanna frá Timbúktú, segir að yfir 90% þeirra hafi verið bjargað áður en íslamistar kveiktu í byggingu þar sem handritin voru geymd. Rannsókn, sem gerð var í Banda- ríkjunum, bendir til þess að því meira sem kvæntir karlmenn taki þátt í húsverkunum því minna sé kynlíf þeirra, að því er fram kemur í tímaritinu American Sociological Review. Rannsakendurnir segja að hjón, sem hjálpist að við heimilis- störf á borð við eldamennsku, þrif og innkaup, hafi sjaldnar kynmök en hjón sem hafi hefðbundna verka- skiptingu. Þeir mæla þó ekki með því að eiginmenn neiti að taka þátt í heimilisstörfunum og segja það auka hættuna á togstreitu og rifrildum í hjónabandinu. Minna kynlíf þegar karlar taka þátt í húsverkunum BANDARÍKIN Ein evrópsk drottning hefur tilkynnt starfslok sín. Er einhver möguleiki á að sú frægasta, sjálf Elísabet Bret- landsdrottning, feti í fótspor þeirrar hol- lensku? Það er afar ólíklegt, að mati sérfræðinga. Beatrix Hollandsdrottning mun segja af sér í apríl. Elsti sonur hennar, Willem-Alexander, tekur við af henni. Beatrix er 75 ára og sonur hennar 45 ára. Elísabet er 86 ára. Karl sonur hennar er 64 ára og hefur verið lengur ríkisarfi en nokkur annar í breskri sögu. Breskir fjölmiðlar grínuðust með fréttina um afsögn Beatrix. Daily Mirror skrifaði stórum stöfum: „Drottning afsalar sér krúnunni fyrir soninn“. Í undirfyrirsögn, í smærra letri stóð svo: „Rólegur Karl, þetta er Hollandsdrottning“. Í öðrum fjölmiðlum stóð m.a.: „Því miður Karl, þetta gerðist í Hollandi, ekki hér!“ Sérfræðingar í málefnum kon- ungshallarinnar hafa bent á að El- ísabet líti svo á að það að vera drottning sé lífstíðarstarf. Síðasta sumar er Elísabet fagnaði 60 ára valdatíð sinni sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra, að hugmyndin um að drottningin myndi afsala sér krúnunni væri „al- gjörlega fáránleg“. Hann sagði ljóst að Elísabet myndi sinna sínu starfi til æviloka nema heilsubrest- ur hindraði það. sunna@mbl.is Verður drottning til dauðadags Elísabet drottning BRETLAND Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem hönnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.