Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 27

Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Í sömu viku og þjóð mín gekk til at- kvæða um Icesave- samningana í hinsta sinn árið 2011 hvatti ég hana, í grein hér í Morgunblaðinu, til að segja nei við samn- ingunum og standa þannig fast á lögvörð- um rétti sínum. Ég lýsti jafnframt furðu minni á málflutningi þeirra sem reyndu að hræða landsmenn til að samþykkja þann ólánssamning sem fyrir lá. Þeir héldu því fram að við sem hygðumst fella samn- inginn neituðum að taka þátt í að borga þjóðarskuldir! Við hin héld- um því fram að með því að segja nei vildum við einungis fá úr því skorið hvort okkur bæri að borga óreiðuskuldir einkafyrirtækis. Eftirleikinn þekkja allir. Við felldum samninginn og höfum nú unnið sætan sigur. Hann er þó ein- ungis hálfur, enn sem komið er. Reikningsskil Ég skrifa þessa grein ekki til að hreykja mér af því að hafa haft á réttu að standa. Ég tilheyrði meirihluta þjóðarinnar í þessu máli og hann fékk, sem betur fer, að ráða að lokum. Nei, ég skrifa þessa grein til að krefjast reikn- ingsskila. Ríkisstjórnin brást þjóðinni ger- samlega í þessu máli, ekki einu sinni heldur þrívegis. Það gerði meirihluti Alþingis líka, jafn oft. Það var einungis for- seti vor, Ólafur Ragn- ar Grímsson, sem sýndi þá stefnufestu og þann kjark sem þurfti á örlagastundu. Nánast einn og óstuddur forðaði hann þjóð sinni frá greiðslu- falli og jafnvel gjald- þroti með því að koma tvívegis í veg fyrir að ríkisvaldið samþykkti hina fráleitu Icesave- samninga. Án hug- rekkis forseta vors, sem vísaði málinu tvisvar sinnum til þjóð- arinnar, sætum við Íslendingar nú í botnlausu skuldafeni og sæjum ekki til sólar. Hann á þakkir skild- ar en fáir telja sig aflögufæra um þær í drambsemi sinni. Í frábærri bók dr. Hjálmars Freysteinssonar hagyrðings, Lán í óláni, er að finna vísu um þá hvatningu til Íslendinga að horfa fram á veginn en ekki í baksýnis- spegilinn. Vísan er svona: Farið höfum villur vega, því verður ekki breytt. Af því skulum endilega ekki læra neitt. Þegar dómur hefur nú loks fallið í Icesave-málinu er uppgjör óum- flýjanlegt. Þeir þingmenn þjóð- arinnar, í stjórn og stjórnarand- stöðu, sem máluðu skrattann á vegginn og reyndu að þvinga þjóð sína með hótunum til að sam- þykkja Icesave-samningana, hljóta að þurfa að axla sína ábyrgð. Ann- að er óhugsandi. Ég blæs á öll rök um að við erlent ofurefli hafi verið að etja. Ef þingmenn okkar hefðu alltaf verið svo veikir í hnjánum gagnvart erlendu valdi værum við sennilega ennþá dönsk nýlenda og landhelgin tólf mílur en ekki tvö hundruð… Stefnum breska ríkinu! Þótt fullnaðarsigur hafi loks unnist í Icesave-deilunni er sig- urinn í málinu öllu einungis hálfur. Lokahnykkurinn er eftir og hann er óhjákvæmilegur ef við viljum ganga hnarreist í samfélagi þjóða. Verkefnið sem við blasir er að ís- lenska þjóðin leiti réttar síns gagnvart breska ríkinu. Engin siðmenntuð þjóð getur leyft annarri þjóð að komast upp með að setja sig á lista yfir hryðjuverkamenn án þess að stefna henni fyrir athæfið. Sá gjörningur var bæði ástæðulaus og ógeðfelldur og með öllu for- dæmalaus. Hvað málafylgju varðar hefur forseti vor enn og aftur sýnt hvað í hann er spunnið – einn ís- lenskra ráðamanna. Verkefni okk- ar nú er að taka við keflinu úr höndum hans og skila því alla leið í mark. Við eigum stuðning hans vísan í því verki. Sá flokkur sem setur það efst á stefnuskrá sína að sækja Breta undanbragðalaust til saka fyrir að setja hryðjuverkastimpil á ís- lensku þjóðina fær atkvæði mitt í kosningunum í vor. Ég hvet allt kosningabært fólk til að setja stjórnmálaflokkunum þetta ein- falda skilyrði fyrir atkvæði sínu. Hálfur sigur unninn Eftir Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann »Ef þingmenn okkar hefðu alltaf verið svo veikir í hnjánum gagn- vart erlendu valdi vær- um við sennilega ennþá dönsk nýlenda og land- helgin tólf mílur… Höfundur starfar við almannatengsl. Erum við mann- fólkið ekki í sífellu að reyna að vera eitt- hvað og sanna okkur hvað fyrir öðru? Þegar ég leit inn í hringinn sá ég mig í boxi við sjálfan mig. Þar áttust við betri helmingurinn og sá verri. Guð gefi að sá betri vinni. Í stöðugri baráttu við sjálfan mig Það er nefnilega þannig að íbygginn á svip með hendur læstar fyrir aftan bak, og bundið fyrir bæði augu, spássera ég daglega um markaðstorg lífsnautnanna með girndina að leiðarljósi. Ráfandi um götur og torg í ein- hvers konar firringu, smjattandi, líkt og í leiðslu í leit að einhverju, skoðandi hvað hlaðborð heimsins hefur upp á að bjóða. Áreitið er mikið. Fullt af girni- legum tilboðum sem freista mín og ég á erfitt með að hafna. Hlað- borðið svignar undan lygilegum krásum lystisemda hégómans. Ég litast um og staldra við. Úr innsta kjarna mínum brjótast fram góðviljaðir þankar en afar hjá- róma: Hvers vegna að vera að kaupa lygina þegar sannleikurinn fæst ókeypis? Og baráttan heldur áfram. Kröfur heimsins Dulbúnar kröfur heimsins eru nefnilega lævís og lipur hégómi sem kallar á tilgangsleysi og magna upp minnimáttarkennd. Þær setja verðmiða á fólk, eru þröngsýnar, hrokafullar og nið- urlægjandi. Kræsingarnar á veisluborði heimsins gera í rauninni ekki ann- að en að íþyngja, valda áhyggjum, streitu og álagi. Þær taka toll og geta hæg- lega aukið líkurnar á illvígum og jafnvel banvænum sjúkdóm- um. Þær valda von- brigðum, harmi og kvöl, angist, sorg og dauða. Hvar slær hjarta þitt? Hvar eða hverju og hverjum slær hjarta þitt? Egóinu, hégóm- anum, lífsgæðakapphlaupinu, streðinu yfir því að reyna að vera eitthvað, lyginni, því að reyna að græða eða að sanna þig fyrir fólki? Eða: Fyrirgefningunni, auð- mýktinni, sannleikanum og því að lifa í þakklæti fyrir lífið? Slær það í fjölskyldu þinni, í um- hyggju fyrir samferðafólki þínu og í bæn til Guðs? Í bæn um náð hans og miskunn? Eða kannski í óþol- inmæði yfir stundargirndum? Láttum freistingar tíðarandans ekki villa okkur sýn. Látum þær ekki glepja okkur svo þær nái ekki tökum á okkur og afvegaleiði. Já, daglega lít ég inn í hringinn og sé ég mig þar fyrir í boxi við sjálfan mig. Þar sem þeir eigast við betri helmingurinn og sá verri. Guð gefi að sá betri hafi sigur að lokum. Og baráttan heldur stöðugt áfram. Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Þegar ég leit inn í hringinn sá ég mig í boxi við sjálfan mig. Þar áttust við betri helming- urinn og sá verri. Guð gefi að sá betri sigri að lokum. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Alltaf að reyna að vera eitthvað Vesturhraun 5 Garðabæ Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2000 Bíldshöfði 16 Reykjavík Mán.–fim.: 08:00–18:00 Föstudaga: 08:00–17:00 Laugardag: 10:00–14:00 Sími: 530 2002 Smiðjuvegi 11e, gul gata Kópavogi Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2028 Freyjunes 4 Akureyri Mán.–fös.: 08:00–12:00 13:00–17:00 Sími: 461 4800 VIÐ ERUM WÜRTH www.wurth.is Helgi Þór Þórsson Söluráðgjafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.