Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Súgfirðingaskálin – 4 lota
Fjórða lota í keppni um Súgfirð-
ingaskálina var spiluð á mildum
mánudegi í lok mörsugs.
Tólf pör mættu til leiks.
Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi
feðgarnir Ásgeir Sölvason og Sölvi
Ásgeirsson tóku 61,4% skor.
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson 135
Kristján H. Björnss. - Flemming Jessen 123
Jensína Stefánsd. - Mortan Hólm 123
Unnar Guðmss. - Guðrún K. Jóhannesd. 119
Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson
119
Friðgerður Friðgeirs - Kristín Guðbjd. 110
Heildarstaðan fyrir þorra er svo-
hljóðandi, meðalskor 352.
Kristján H.Björnss. - Flemming Jessen 406
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirss. 401
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 375
Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 370
Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 369
Guðbjartur Halldórss. - Gísli Jóhannss. 343
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 342
Þrjár lotur eru eftir af mótinu og
gilda sex bestu skorin til verðlauna.
Næst verður spilað 18. febrúar.
Alltaf fjölmenni
í Gullsmáranum
Sama góða þátttakan er í Gull-
smára. Mánudaginn 28. janúar var
spilað á 17 borðum. Úrslit urðu:
N/S
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 345
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 325
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 306
Pétur Antonss. - Guðlaugur Nielsen 295
Guðrún Gestsd. - Gunnar Hansson 291
A/V
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 335
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 327
Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 325
Svanhildur Gunnarsd.- Magnús Láruss. 310
Ernst Backman - Hermann Guðmss. 295
Félag eldri borgara í Reykja-
vík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánudaginn 28.
janúar sl. Spilað var á 14 borðum,
meðalskor 312 stig. Árangur N-S:
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 395
Valdimar Ásmundss. - Björn E. Péturss. 357
Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 347
Björn Árnas. - Auðunn Guðmundss. 343
Árangur A-V:
Vilhj. Vilhjálmss.- Ólafur Kristinsson 379
Kristín Guðmundsd. - Kristján Guðmss. 373
Hrólfur Guðmundss. - Óli Gíslason 370
Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 361
Bridsdeild Breiðfirðinga
Eftir tvö kvöld í fimm kvölda tvímenn-
ingskeppni eru þeir Magnús og Halldór með
góða forstu. Röð efstu para er þessi
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 537.
Bergljót Gunnarsd. - Jón H. Jónsson 499
Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss.
497
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 491
Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 481
Sunnudaginn 27/1 var spilaður tvímenn-
ingur á 11 borðum Hæstaskor kvöldsins í
Norður/Suður.
Gunnar Guðmss. - Sigurjóna Björgvinsd.266
Björgvin Kjartans. - Berglj. Aðalsteinsd.255
Garðar V. Jónss. - Sigurjón Guðmss. 246
Austur/Vestur
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 265
Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 253
Bergljót Gunnarsd. - Jón H. Jónsson 245
Þetta var annað spilakvöldið í fimm
kvölda tvímenningskeppni . Þar sem fjögur
bestu kvöldin gilda til úrslita.
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14
á sunnudögum kl. 19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is
Við prentum alla regnbogans liti.
Við bjóðum upp á alla almenna prentun,
ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband
og umsjón með prentgripum.
Pixel er alhliða prentþjónusta með
starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði.
Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd.
Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum
pix (pictures) og el (element)
Nafnspjöld, bréfsefni
og umslög!
Kjaranefnd Félags
eldri borgara mótmælir
því harðlega að ríkis-
stjórnin skerðir á ný í
upphafi árs 2013 rétt-
mæta hækkun lífeyris
eldri borgara. ASÍ telur
að lífeyrir aldraðra eigi
að hækka um 11 þúsund
kr. á mánuði í upphafi
ársins vegna gildandi
kjarasamninga en ríkis-
stjórnnin hefur ákveðið að greiða að-
eins hluta þeirrar fjárhæðar í hækk-
un lífeyris. Jafnframt er það nú
endanlega ljóst, að ríkisstjórnin ætlar
að svíkjast um að afturkalla kjara-
skerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.
júlí 2009 en tekið var fram í at-
hugasemdum með frumvarpi um þá
kjaraskerðingu, að hún væri tíma-
bundin og voru 3 ár nefnd í því sam-
bandi.
Ríkisstjórnin virðist telja nóg að
ráðherrar, alþingismenn og embætt-
ismenn hafi fengið afturköllun á tíma-
bundinni kjaraskerðingu sinni. Fjár-
lög fyrir árið 2013 voru afgreidd án
þess að gera ráð fyrir afturköllun á
kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.
Hér er um grófa mismunun að ræða.
Þá stóð ríkisstjórnin heldur ekki við
það að leggja fram fyrir áramót frum-
varp um endurskoðun almannatrygg-
inga eins og heitið hafði verið. Ráð-
gert hafði verið að fyrsti áfangi
endurskoðunar almannatrygginga
tæki gildi 1. janúar 2013 en það stóðst
ekki.
Kjaranefnd FEB krefst þess að
kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá
2009 verði þegar í stað afturkölluð.
Jafnframt krefst kjaranefndin þess
að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði
leiðréttur vegna kjaraskerðingar á
tímabilinu 2009-2012 og lífeyrir
hækkaður um 20% af þeim sökum.
Ráðuneytið stingur ályktunum
eldri borgara undir stól
Framangreind ályktun var sam-
þykkt samhljóða í kjaranefnd Félags
eldri borgara í Reykjavík 3. janúar sl.
Ályktunin var send ráðherrum. Einn-
ig var hún send formönnum þing-
flokkanna. Þær eru orðnar margar
ályktanirnar sem kjara-
nefnd FEB og kjara-
málanefnd LEB hafa
sent ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar á valda-
tíma hennar en það hef-
ur engin áhrif haft.
Ráðherrarnir stinga
þessum ályktunum allt-
af undir stól. Þó hét rík-
isstjórnin því, er hún
tók við völdum, að hafa
samráð við almanna-
samtök í landinu. En sú
yfirlýsing hefur reynst
orðin tóm. Eins er með umbótaáætl-
un Samfylkingarinnar, sem sam-
þykkt var eftir miklar umræður:
Ákveðið var að taka upp ný og breytt
vinnubrögð sem einkennast mundu af
heiðarleika. Sú samþykkt hefur einn-
ig reynst orðin tóm.
Fyrrverandi formaður kjaranefnd-
ar FEB, Ólafur Hannibalsson, fór
ásamt undirrituðum á fund forseta
ASÍ, Gylfa Arnbjörnssonar, haustið
2010. Með í för var einnig Eyjólfur
Eysteinsson. Erindi okkar við forseta
ASÍ var að fara þess á leið við verka-
lýðshreyfinguna að hún mundi bera
upp þá kröfu í viðræðum við rík-
isstjórnina að bætur aldraðra og ör-
yrkja yrðu hækkaðar jafnmikið og
laun samvæmt nýjum kjarasamn-
ingum vorið 2011. Forseti ASÍ sam-
þykkti erindi okkar. Og ríkisstjórnin
féllst á þessa kröfu ASÍ í tengslum
við kjarasamninga sem gerðir voru
2011. Við fórum þessa leið vegna þess
að við höfðum gefist upp á því að eiga
bein samskipti við ríkisstjórnina.
Ríkisstjórnin hundsaði kröfur
eldri borgara og öryrkja
Þess vegna leituðum við aðstoðar
ASÍ. Ástandið er eins í dag. Ríkis-
stjórnin neitar að afturkalla kjara-
skerðinguna frá 1. júlí 2009. Hún neit-
ar að leiðrétta kjaraskerðingu og
kjaragliðnun frá tímabilinu 2009-2012
og hún uppfyllir ekki eigin yfir-
lýsingar um að láta lífeyri aldraðra og
öryrkja hækka hliðstætt launahækk-
unum samkvæmt kjarasamningum.
Enn á ný verða eldri borgarar því að
treysta á verklýðssamtökin.
Samkvæmt nýjum kjarasamn-
ingum vorið 2011 hækkuðu lágmarks-
laun strax um 10,3% en velferð-
arráðherra ákvað að bætur
einhleypra elli- og örorkulífeyris-
þega, sem eingöngu höfðu bætur frá
TR, skyldu aðeins hækka um 6,5%.
Þarna byrjaði ríkisstjórnin strax að
klípa af bótum aldraðra og öryrkja.
Ríkisstjórnin hélt uppteknum hætti í
ársbyrjun 2012 en þá var réttmæt
hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja
skert á ný. Lífeyrir átti þá að hækka
um 11.000 kr. á mánuði en var aðeins
hækkaður um rúmlega helming
þeirrar fjárhæðar (um 3,5%). Og nú í
ársbyrjun 2013 er í þriðja sinn höggv-
ið í sama knérunn, þegar ríkisstjórnin
eða velferðarráðherra ákveður enn á
ný að klípa af réttmætri hækkun líf-
eyrisþega.
Höfum fjarlægst norræna
velferðarkerfið
Ríkisstjórnin lýsti því yfir, þegar
hún tók við völdum, að hún ætlaði að
koma hér á norrænu velferðarkerfi.
Það hefur mistekist. Í stað þess að
bæta kjör aldraðra og öryrkja hafa
kjörin verið skert. Því var lofað að
kjaraskerðingin sem framkvæmd var
2009 yrði tímabundin. En ekki hefur
verið staðið við það.
Í lögum um almannatryggingar
segir að breytingar á lífeyri aldraðra
og öryrkja eigi að taka mið af þróun
launa og verðlags en bætur eigi aldrei
að hækka minna en vísitala neyslu-
verðs. Við þetta hefur ekki verið stað-
ið. Á árunum 2009 og 2010 hækkuðu
lágmarkslaun um 16% án þess að líf-
eyrir aldraðra og öryrkja hækkaði
nokkuð. Á öllu tímabili ríkisstjórn-
arinnar, 2009-2010, hafa lágmarks-
laun hækkað miklu meira en lífeyr-
ir.Til þess að jafna metin þarf að
hækka lífeyri strax um a.m.k. 20%.
Ályktunum eldri borgara
stungið undir stól
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Stjórnin lýsti því yf-
ir, þegar hún tók við
völdum, að hún ætlaði
að koma hér á norrænu
velferðarkerfi. Hefur
mistekist: Kjör aldraðra
skert.
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður kjaranefndar Félags eldri
borgara
Oft hefur það kom-
ið í ljós, hvað svoköll-
uðum vinstri mönn-
um, sem þykjast þó
vera sammála í því
að berja á auðvald-
inu, virðist ómögu-
legt að standa saman
og eru einlægt að
klofna vegna valda-
græðgi þeirra, sem
ráða í þessum flokk-
um á hverjum tíma. Þegar svo-
nefndri Samfylkingu var ýtt á flot
til að berjast við Sjálfstæðisflokk-
inn, gátu gamlir kommar og
barnalegir hugsjónamenn í ýmsum
málum ekki verið með, sennilega
vegna þess, að of margir vildu fá
að stjórna hinum nýju samtökum.
Sjálfsagt hefur gamla ólæknanlega
kommahatrið á jafnaðarmönnum
líka ráðið ferð.
Steingrími Sigfússyni gekk vel
að afla VG fylgis. Samfylkingunni
gekk ekki vel þar til bankahrunið
og eggjakastarar á Austurvelli
komu þeirri fylkingu og Jóhönnu
til valda. Henni tókst að mynda
stjórn með því að taka formann
VG hreðjatökum í stærsta kosn-
ingamáli hinna síðarnefndu, ESB
málinu.
Margt hefur gengið á síðan. Jó-
hönnu hefur tekist að jarða flest
baráttumál sín frá því hún var
jafnaðarkona í stjórnarandstöðu.
Henni hefur tekist með fádæma
frekju og óbilgirni að eyðileggja
stóru málin sín nú, t.d. ESB-málið
og stjórnarskrármálið, sem þó átti
að verða kórónan á hennar
stjórnmálaferli. Helst verður
hennar minnst fyrir það pólitíska
afrek að beita meirihlutavaldi
vinstri manna á Alþingi til að bola
bankastjórum Seðlabankans frá og
koma húskarli sínum í stöðu þar
með loforðum um laun, sem hún
gat svo ekki staðið við.
Jóhanna heldur tökum sínum á
Steingrími J. með þeim afleið-
ingum, að hver þingmaður hans
eftir annan gengur úr
flokknum og lýsir
hann svikara. Flokk-
urinn er að leysast
upp í óflokksbundna
þingmenn. Samfylk-
ingin neyðist til að
stofna útibú með
björtu nafni. Útibús-
stjóri þar er siðgæð-
isvörður í stjórn-
málum og flóttamaður
úr flokki föður síns,
þar sem aðrir stóðu í
vegi fyrir hans frama.
Brottrekstur Jóns Bjarnasonar
úr embættum að kröfu Jóhönnu
var klámhögg og Steingrímur J.
er kominn í mestu ógöngur. Á ný-
afstöðnum flokksráðsfundi sagði
hann í ræðu og við fjölmiðlamenn,
að það væri sorglegt, að góðir
menn yfirgæfu hann og húskarla
hans, en það gerði ekkert til.
Hann ætlar að ná aftur vopnum
sínum með hnefasveiflum og stór-
yrtum ræðum í anda Leníns um
illmennsku rúmlega þriðjungs
þjóðarinnar, sem styður Sjálfstæð-
isflokkinn.
Eru þeir tímar ekki liðnir, að
stjórnmálamenn reyni að afla sér
fylgis með því að berja í ræðupúlt
og öskra á þá fáu, sem ennþá
fylgja þeim?
Frambjóðandi til formennsku í
Samfylkingunni er svo gáfaður, að
hann hefur efni á því að segja
meiri hluta Íslendinga skyni
skroppinn. Eru þeir tímar komnir,
að stjórnmálamenn reyni að afla
sér fylgis með því að segja kjós-
endur illa gefna?
Kosningasundrung
vinstri manna
Eftir Axel
Kristjánsson
Axel Kristjánsson
»Eru þeir tímar
komnir, að stjórn-
málamenn reyni að
afla sér fylgis með
því að segja kjósendur
illa gefna?
Höfundur er lögmaður.