Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Garðsbrún 4, 218-0632, Hornafirði, þingl. eig. Hlynur Kárason, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 5. febrúar 2013 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Höfn, 30. janúar 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álftaland 173216, fastanr. 221-6659, Reykhólahreppi, þingl. eig. Steinar Pálmason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 4. febrúar 2013 kl. 18:00. Dalbraut 1, fastanr. 212-4818, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vesturbyggð, mánudaginn 4. febrúar 2013 kl. 11:00. Vatneyri, fastanr. 212-4171, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Sjóræningjar ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. febrúar 2013 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 30. janúar 2013, Úlfar Lúðvíksson. Smáauglýsingar 569 1100 Garðar Trjáklippingar trjáfellingar og grisjun sumar- húsalóða. Hellulagnir og almenn garðvinna. Tilboð eða tímavinna. Jónas F. Harðarson, garðyrkjumaður, sími 6978588. Húsgögn HÓTELHÚSGÖGN www.nyvaki.is Húsnæði íboði Húsnæði í boði Herbergi og íbúðir. Alltaf til leigu í stuttan eða langan tíma. Upplýsingar í síma 511 3030 og gsm 861 2319. Atvinnuhúsnæði Óska eftir 600-1000 fm lagerhús- næði. Ódýrt lagerhúsnæði óskast, 600 til 1000 fm á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, þarf að hafa sæmilega inn- keyrsluhurð. Hafið samband við midlarinn@midlarinn.is eða 892 0808. Sumarhús Vaðnes - eignarlóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allar nánari upplýsingar í síma 896 1864. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Helgi pípari Hitamál, viðgerðir, endurlagnir, nýlagnir og allar pípulagnir. Hafið samband í s. 820 8604 eða: helgipipari@gmail.com Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is, s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Teg: 4141 Þægileg og vönduð dömustígvél úr leðri, fóðruð. Litur: grænt. Stærðir: 37 - 41. Tilboðsverð: 12.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. NÝ SENDING - NÝ SENDING MINIMIZERINN, teg. 4500, fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.880. Teg. REBECCA - léttfyllt skál, frá- bært snið í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 11.550. Teg. VIVIENNE - sérlega glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 99504: Fallegir og vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðr- aðir. Stærðir: 36 - 41. Verð: 16.500. Teg. 5522: Þægilegir dömuskór úr leðri, kuldafóðraðir. Litir: brúnt og grátt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 17.500. Teg. 99560: Flottir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðr- aðir, með grófum sóla. Stærðir: 36 - 41. Verð: 18.800. Teg. 99562: Flottir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir, með grófum sóla. Litir: svart og vizon. Stærðir: 36 - 41. Verð: 18.800. Teg. 99561: Flottir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir, með grófum sóla. Litir: grátt og brúnt. Stærðir: 36 - 41 Verð: 18.800. Teg. 99566: Flottir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir, með grófum sóla. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36 - 41. Verð: 18.800. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - föst. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Fjarlægi veggjakrot Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Byssur Útsala á skotfærum Bjóðum út janúar 20% afslátt af skotfærum í riffla, ýmis caliber í boði. Tactical.is, Verslunarmiðstöðinni Glæsibæ, sími 517 8878. Opið alla virka daga frá kl. 11-18. ✝ Daniel JacobJensen fæddist 14. júní 1930 í Skálavík, Sandö í Færeyjum. Foreldrar: Jacob Hendrik Jensen sjómaður, f. 7. nóv- ember 1887 í Skála- vík d. 30. apríl 1942 og Elsebeth Mar- lene Thomsen f. 6. júlí 1895, d. 9. októ- ber 1978. Daniel Jacob stundaði nám í Døveskole Kastelsvej í Kaupmannahöfn 1937-1940 og í Døveskole Fredericia í Dan- mörku 1940-1947. Lauk klæð- skeranámi hjá Svejier Triam í Kaupmannahöfn. Kom til Ís- lands 12. júlí 1956 og átti heima hér síðan. Rafsuðumað- ur í járnsmiðju að Nýlendugötu 14 og í fyrirtækinu Run- tal ofnum í Síðu- múla. Tíu ár til sjós á bátum á síld- og þorskveiðum. Einn- ig verið háseti í fjölda ára á tog- urum. Í stjórn Fé- lags heyrnarlausra, m.a. for- maður frá 1966-1971. Starfaði í framkvæmdanefnd Félags heyrnarlausra í fjölda ára. Val- inn maður ársins af Félagi heyrnarlausra árið 1981. Jarðarförin hefur farið fram. Fallinn er frá Daníel Jensen, góður vinur og félagi. Við kynntumst Daníel fyrst þegar hann kom til landsins árið 1956 og hélst vináttan alla tíð. Daníel var skemmtilegur maður, fyndinn og frumlegur og því allt- af gott að vera nálægt honum. Daníel var færeyskur en hafði gengið í skóla í Danmörku. Hann kom með nýjar hugmyndir inn í samfélag heyrnarlausra á Íslandi enda hafði hann kynnst slíkum samfélögum á Norðurlöndunum áður en hann settist að hér. Sem dæmi má nefna að hann kom með þá hugmynd að stofna sérstakt félag heyrnarlausra og vann hann að því þar til Félag heyrn- arlausra var stofnað árið 1960. Daníel var sjómaður alla tíð. Þegar hann var í landi fylgdist hann vel með því sem var að ger- ast hjá félaginu, var virkur í fé- lagsstörfum og var m.a. varafor- maður þess 1965-1966 og síðar formaður í sex ár. Hann var alls staðar vel liðinn og kom því ekki á óvart að hann var valinn maður ársins hjá Fé- lagi heyrnarlausra árið 1981 og var gerður heiðursfélagi þess á 50 ára afmæli félagsins fyrir mik- il og óeigingjörn störf í þágu þess. Við eigum margar góðar minn- ingar um Daníel. Oft áttum við skemmtilegar samverustundir og þegar hann kom heim af sjónum fannst okkur gaman að fara sam- an á kaffihús, í gönguferðir eða í ferðalög. Þar sem Daníel átti ekki ættingja hér á landi var hann duglegur að rækta vinskapinn og við eigum eftir að sakna þessa góða drengs úr hópnum okkar. Við þökkum þér samfylgdina, kæri vinur, og minnumst þín með hlýju og söknuði. Baldur og Sigurborg. Daníel Jacob Jensen Mig langar í fá- einum orðum að minnast Skjaldar Tómassonar og þakka honum samfylgdina sem auðgaði líf mitt á margan hátt. Ég vil þakka honum fyrir dætur sínar sem ég hef átt sam- leið með lengi og þær ásamt honum hafa auðgað mitt líf. Ég man fyrst þegar ég sá Skjöld, maður varð hálfhrædd- ur við hann, brúnaþungur og stífur, en fyrir innan var því- líkur gullmoli sem ég gleymi aldrei. Traustari maður og tryggari var vandfundinn, hann passaði vel upp á sitt fólk, að allir væru sælir og sáttir, þá held ég að hann hafi verið sátt- ur. Óteljandi eru þær stundir sem ég eyddi í Einilundinum með Huldu dóttur hans og margt var spjallað og brallað, og var Skjöldur alltaf sem einn af okkur krökkunum. Skjöldur var alltaf flottur í tauinu, vel greiddur og vel lykt- andi, fylgdist vel með hvað var í tísku og hvaða lykt strákarnir í ræktinni voru með og þar hjálp- aði Hulda dóttir hans honum oft að finna út hvaða lykt var um að ræða. Ekki voru það margir dagar sem maður mætti honum ekki á göngu einhvers staðar í bænum, teinréttur og flottur. Hann skíðaði líka sem unglingur, oft brunaði hann fram úr manni í brekkunum þannig að maður fékk á tilfinninguna að þar færi unglingur en ekki fullorðinn maður, slík var færni hans á skíðum. Skjöldur Tómasson ✝ Skjöldur Tóm-asson fæddist 19. október 1938 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu föstudaginn 11. janúar 2013 og fór útförin fram frá Akureyrarkirkju 21. janúar 2013. Eftir hjartaað- gerðina í apríl fyrir nærri tveimur ár- um átti hann að taka því rólega og fara vel með sig, það var nú senni- lega ekki til í hans orðabók og Hulda var oft að segja við pabba sinn að ekki gera þetta og ekki gera hitt, en þá svaraði hann hnarreistur: Hulda mín, ég ætla að lifa lífinu lifandi og fara svo með hvelli, sem hann svo sannarlega gerði. Ég trúi því að þótt þetta sé erf- itt og virðist oft óyfirstíganlegt fyrir aðstandendur hans hafi þetta verið eins og hann vildi fara, ekki verða ósjálfbjarga og upp á aðra kominn. Margt langar mig að skrifa og segja frá en ég geymi það í minningasjóði mínum. Mér þótti það mjög miður að koma ekki við í Furulundinum áður en hann fór, en það þýðir ekki að tala um það, gert er gert og bú- ið er búið. Ég skal gera mitt besta í því að styðja og styrkja Huldu og Drífu Sól, sem hafa misst mikið, og kveð ég nú Skjöld vin minn með þessum orðum og bið al- góðan Guð að styrkja Huldu, Drífu Sól, Björk og aðra að- standendur á þessum erfiðu tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guðrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.