Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ísland er fimmta landið sem er komið með fastan samning um að halda Sónar-hátíðina árlega,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi, tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykja- vík sem haldin verður í fyrsta skipti í Hörpu föstudaginn 15. og laug- ardaginn 16. febrúar nk. Bendir Björn á að Sónar-hátíðin hafi fyrst verið haldin í Barcelona árið 1994, en árlega er þar haldin þriggja daga hátíð í júní. Frá árinu 2002 hefur há- tíðin verið haldin víðsvegar um heiminn, m.a. í Buenos Aires, New York, London, Frankfurt, Seoul, Toronto, Montreal og Los Angeles. „Í dag er hátíðin haldin árlega í Barcelona, Höfðaborg, Tókýó og Sao Paulo auk þess sem Reykjavík bætist nú í hópinn,“ segir Björn og tekur fram að hátíðin hérlendis sé haldin í samstarfi við hátíðina í Barcelona. „Það er auðvitað ekki einfalt að feta í fótspor Sónar Barce- lona, sem hefur verið brautryðjandi á sínu sviði um árabil. Engu að síður teljum við vel raunhæft að setja upp viðburð sem verður enginn eft- irbátur Sónar Barcelona hvað varð- ar tónlistaratriði og stemningu,“ segir Björn. Breyta hluta af bílakjallara Hörpu í næturklúbb Að sögn Björns er á Sónar- hátíðunum lögð mikil áhersla á að blanda saman skemmtun og til- raunastarfsemi þar sem það nýjasta í framsækinni tónlist og tengdum listum fái að njóta sín. „Á öllum Són- ar-hátíðum er vakin athygli á þeirri gerjun sem á sér stað í rafrænni tónlist og sýnt hvernig hún sam- tvinnast ýmsum öðrum listgreinum. Um leið er leitast við að kalla saman bæði þekkta listamenn og upprenn- andi nýliða, sem gerir hátíðina að suðupotti nýrra hugmynda og framþróunar á öllum sviðum hljóð- og sjónlistar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Birni munu um tuttugu erlendir lista- menn, hjómsveitir og plötusnúðar troða upp á hátíðinni auk um þrjátíu íslenskra tónlistarmanna og plötu- snúða. „Meðal þeirra sem koma fram eru japanski listamaðurinn Ryuichi Sakamoto sem ásamt þýska raftónlistarmanninum Alva Noto mun leika í Norðurljósum Hörpu. Sakamoto vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í myndinni The Last Emperor (1987) og hefur á ferli sínum starfað með fjölda þekktra listamanna. Af öðrum má nefna Modeselektor sem er þekkt þýskt teknóband, en það spilar í Silfurbergi. Squarepusher leikur í Silfurbergi, en hann er ásamt Aphex Twin talinn brautryðjandi í raf- tónlist í Bretlandi. Jafnframt má minnast á James Blake sem átti mest spilaða lagið á Íslandi í fyrra, „Limit to your love“, en hann mun leika í Silfurbergi auk þess að troða upp sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu,“ segir Björn og bendir á að hluta af bílakjallara tónlistarhússins verður breytt í næturklúbb þar sem íslenskir og erlendir plötusnúðar munu þeyta skífum meðan á hátíð- inni stendur ásamt erlendum og inn- lendum danstónlistarhljómsveitum. „Af íslenskum listamönnum má nefna GusGus, Bloodgroup, Retro Stefson, Ásgeir Trausta og Mug- ison, en hann er einmitt að fara að hita upp fyrir Of Monsters and Men,“ segir Björn, en þess má geta að allar nánari upplýsingar um dag- skrá og listamenn hátíðarinnar má nálgast á sonarreykjavik.com. Þar má einnig nálgast miða sem og á harpa.is og midi.is. Aðspurður segir Björn miðasöluna hafa farið vel af stað, en gert er ráð fyrir að gestir hátíðarinnar geti alls orðið allt að 3.500 talsins. Að sögn Björns eru skipuleggj- endur þegar farnir að huga að næstu hátíð að ári. „Við ætlum að stækka hátíðina strax á næsta ári, bæta við einum tónleikastað og bjóða upp á þriggja daga dagskrá í stað tveggja,“ segir Björn og tekur fram að hann sé þegar byrjaður að bóka listamenn sem koma eigi fram að ári. Suðupottur nýrra hugmynda Listamaður Meðal þeirra sem fram koma á Sónar Reykjavík er japanski listamaðurinn Ryuichi Sakamoto.  050 íslenskir og erlendir listamenn koma fram á Sónar Þekktur Margir þekkja vafalaust lagið Limit to Your Love í flutningi James Blake. Hann mun koma fram í Silfurbergi og í kjallara Hörpu. Fjölhæfur Sakamoto samdi tónlist- ina fyrir myndinni Merry Christmas Mr. Lawrance (1983) og fór með eitt aðalhlutverka ásamt David Bowie. Málþing verður haldið í Norræna húsinu í dag, fimmtudag kl. 13 til 16, um varðveislu og skráningu gagna sem tengjast Halldóri Laxness. Fjöldi allskyns gagna er til eftir og um Halldór og eru þau varðveitt á mörgum stöðum. Má þar á meðal nefna hljóðrit, ljósmyndir, handrit og kvikmyndir. Þar sem varðveislu- staðirnir eru margir og skráningar- kerfin ólík er mikilvægt að yfirsýn sé höfð yfir þessi menningar- verðmæti. Málþingið er haldið til að vekja athygli á margbreytileika minjanna og þeirri hættu sem steðj- að gæti að ef ekki er vel haldið utan um slík gögn. Með framsögu verða Margrét Sig- urgeirsdóttir, safnastjóri RÚV, og Hreinn Valdimarsson tæknimaður, Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. Í pallborðs- umræðum bætist Fríða Björk Ingv- arsdóttir, formaður stjórnar Gljúfrasteins, í hópinn. Kolbrún Halldórsdóttir stýrir málþinginu og umræðum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mikilvirkur Verk Halldórs Laxness hafa varðveist í handritum, hljóðrit- unum, sendibréfum og kvikmyndum, en hvernig eru gögnin varðveitt? Rætt um gögn um og eftir Halldór Laxness Fjórir viðburðir eru á dagskrá Myrkra músíkdaga í dag:  Kl. 12.15 Forleikur að Myrkum músíkdögum í Kaldalóni Hörpu: Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Peter Máté pí- anóleikari flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Snorra Sigfús Birgisson og Jón Nordal.  Kl. 16.05 Setningarathöfn í Efstaleiti 3: Þóra Einarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson barítón og píanóleikararnir Eva Þyri Hilm- arsdóttir og Helga Bryndís Magn- úsdóttir frumflytja ný sönglög efir Atla Heimi Sveinsson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir verða í beinni útsetningu á Rás 1.  Kl. 19.30 Opnunartónleikar í Eldborg Hörpu: Sinfóníuhljóm- sveit Íslands frumflytur þrjú ný íslensk verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Pál Ragnar Pálsson og Davíð Brynj- ar Franzson auk þess sem flutt er verk eftir Gerald Barry. Einleik- ari er Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleik- ari en hljómsveitarstjóri Ilan Vol- kov.  Kl. 22 í Kaldalóni. Frumflutt verða níu ný verk, sem og eitt eldra, eftir m.a. Jesper Ped- ersen, Úlfar Inga Haralds- son, Hallvarð Ásgeirsson Her- zog, Lydíu Grét- arsdóttur, Kjart- an Ólafsson og Pál Ívan Páls- son. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur einleik á fiðlu og Úlfar Ingi á kontrabassa auk þess sem Saga Sigurðardóttir dansari kemur fram á tónleikunum. Myrkir músíkdag- ar settir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.