Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að er alltaf rétti tíminn til að breyta um lífsstíl, hverfa frá því sem ekki virkar og fara inn á nýjar, hollari og skemmtilegri brautir,“ segir Þorbjörg Hafsteins- dóttir, hjúkrunarfræðingur og nær- ingarþerapisti. „Upphaf árs er þó góður tími til að snúa við blaðinu því þá fáum við tækifæri til að líta um öxl og vega og meta hvar við stönd- um. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum en við áttum okkur kannski ekki á því fyrr en hún fer að gefa sig, oft langt fyrir aldur fram. Þá sést svart á hvítu hvernig við höf- um ofboðið líkama og sál, meira og minna meðvitað. Auðvitað hefur hver og einn alltaf val. Þú getur ákveðið að vera þar sem þú ert núna og haldið áfram að eldast alltof hratt; verða feitari, stirðari og latari. Það er óumflýj- anlegt ef þú ert á vondum stað en ákveður að breyta engu. Það kostar talsvert að sóa lífinu þannig, en ef þú ert til í að borga reikninginn þá er það vitaskuld þín ákvörðun. Þetta er þín lífssýn og hún á rétt á sér, alveg eins og mín.“ Vafasöm mantra Aðspurð kveðst Þorbjörg ekki fylgjandi því að fólk breyti um lífsstíl með heilsuátaki. „Getum við ekki verið sammála um að taka þetta orð, átak, út úr málinu þegar það er not- að í þeim skilningi að hlúa að sér? Það kyndir undir þann misskilning að það sé barátta og stríð og svaka- lega erfitt að bæta heilsuna og hugsa vel um sig.“ Hún segir það vissulega geta ver- ið áskorun fyrir suma að losa sig úr úreltu mynstri, breyta matarvenjum og byrja að hreyfa sig. „Ég er þó með skilaboð til þeirra sem hafa hingað til kosið að gera ekkert í sín- um málum og finnst það eitt erfitt að lesa þessar línur: Það krefst mikillar orku að gera ekki neitt. Margir hafa í huganum samið sína eigin sögu, sem gæti til dæmis heitið Hundrað ástæður fyrir því að breyta engu, og þar við situr. Fullyrðingarnar verða að vafasamri möntru sem lifað er eftir.“ Leiðin út úr neikvæðu mynstri er í raun sáraeinföld, að mati Þor- bjargar. „Skrifaðu sögu þína upp á nýtt og breyttu fullyrðingunum yfir í ég kann, ég get, ég vil. Snúðu við blaðinu og komdu þér á óvart. Það er enginn að ætlast til þess að það sé gert á nokkrum dögum. Ég skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum til að sýna hvernig hægt er að koma sér í gott form á tveimur og hálfum mánuði. Það hættir auðvitað ekkert þar en það tekur um það bil 10 vikur að sættast við breytingarnar, venj- ast nýjum mat, losna við sykurfíkn- ina og svo framvegis.“ Orka og jafnvægi Hún breytti sjálf um lífsstíl og tal- ar því af eigin reynslu. „Það er langt síðan að ég tók ákvörðun um að halda fullri orku, vera áhugasöm um lífið og lifa því vakandi og meðvituð. Ég fjalla einmitt um þetta í nýjustu bókinni minni, 9 leiðir til lífsorku, hvað þú ert í rauninni fær um að öðl- ast ef og þegar þú velur að borða rétt og hreyfa þig. Þú uppskerð svo margt; orku, meðvitund, hugrekki, skýra hugsun og jafnvægi. Ég er ekki að tala um að fólk gjör- breyti yfir í einhverjar fram- andlegar fæðutegundir sem það ekki þekkir, heldur velji gott hráefni og borði hollan mat í hæfilegum skömmtum. Sjálf er ég klárlega pró- teintýpa og verð að fá minn skammt af fiski eða góðu kjöti á hverjum degi. Ég borða jafnframt mikið af hráfæði og bý mér til ávaxta- og grænmetisdjús oft í viku.“ Þorbjörg er búsett í Kaupmanna- höfn, þar sem hún starfar sem nær- ingarþerapisti og lífsstílsráðgjafi. Hún segir margt hafa áunnist hér- lendis á sviði heilsueflingar, þó að árangurinn mætti vera betri. „Ég vildi að ég hefði töfrasprota og gæti galdrað fram löngun hjá íslensku þjóðinni til að hlúa betur að sér og þykja vænt um sig. Þá á ég ekki við eigingjarna sjálfselsku heldur að fólk finni til væntumþykju og þakk- lætis fyrir líkama sinn og lífið. Ef þetta er til staðar þá leitumst við ósjálfrátt við að næra okkur á alvöru mat, góðum og næringarríkum. Það er auðvitað margt í neyslu- venjum og matarræði okkar Íslend- inga sem við þurfum að laga. Það er til dæmis hægt að skemmta sér og njóta nærveru fjölskyldu og vina án þess að sulla í áfengi. Það má vel Komdu þér á óvart Þorbjörg Hafsteindóttir næringarþerapisti segir það mun auðveldara en margir haldi að snúa við blaðinu og taka upp hollari lífshætti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ósiðir Þorbjörg Hafsteinsdóttir segir margt í matarræði og neysluvenjum okkar Íslendinga sem við þyrftum að laga; það sé til dæmis hægt að skemmta sér án þess að sulla í áfengi. Mánuðurinn sem þú snýrð við blaðinu, skref fyrir skref. 1. Drekktu meira vatn, 8 stór glös af vatni daglega, byrjaðu í dag. 2. Fækkaðu kaffibollunum um einn. 3. Borðaðu tvær gulrætur og eina rauða papriku, til viðbótar við daglega grænmetisskammtinn. 4. Skrifaðu niður hvað þú borðar yfir daginn. 5. Skrifaðu á ný hvað þú borðaðir í dag. 6. Skoðaðu matarlistana frá því í gær og fyrradag. Settu rauðan hring utan um allt brauð, kökur, mat sem inniheldur sykur, sæl- gæti og gos. Festu blöðin á ís- skápinn. 7. Skiptu út öllu brauði í morg- unmatnum. Borðaðu í staðinn hreint skyr með ferskum eða frystum bláberjum, möndlus- pónum, smá hunangi og rjóma. 8. Skrifaðu niður hvernig þér líð- ur, á skalanum 1-10: magi og melting, orka, svefn, liðir og skrokkur, höfuð og einbeiting. Stígðu á vigtina og skráðu lík- amsþyngd. 9. Ef vinnustaðurinn er innan við 1,5 km frá heimili þínu skildu bílinn eftir heima og njóttu þess að ganga. 10. Útvegaðu þér betri skó sem henta til lengri gönguferða. 11. Fækkaðu kaffibollunum aftur um einn. Prófaðu að drekka þess í stað 1 bolla af grænu tei. 12. Borðaðu salat í hádeginu, með kjúklingi, eggjum eða fiskmat. 13. Kauptu þér fjölvítamín, til dæmis Eve frá NOW fyrir kon- ur, Adam fyrir karla. Taktu jafnframt D3-vit, 2000 iu, þó þú takir lýsi. 14. Búðu til hollan orkubita í milli- mál; ósaltar hnetur, möndlur, kakónibbur og goji-ber. Bland- aðu í skál og skiptu niður í 50- 75g poka sem þú mátt borða daglega, einn poka á dag. 15. Skrifaðu niður hvernig þér líð- ur á skalanum 1-10, eins og á 8. degi, finnurðu fyrir jákvæðri breytingu? Ef já, skrifaðu það á blað og festu á ísskápinn. 16. Borðaðu sætar kartöflur með kvöldmatnum í staðinn fyrir þær hefðbundnu. 17. Brostu til allra sem verða á vegi þínum í dag, líka til þeirra sem þú þekkir ekki. 18. Pantaðu prufutíma hjá einka- þjálfara í ræktinni eða prófaðu einn jógatóma, þú þarft að styrkja vöðvana núna. 19. Blandaðu þér próteinhristing í morgunmat. Uppskriftir er m.a. að finna í bókinni Matur sem yngir og eflir. 20. Vonda samviskan sem er að naga þig út af þessu máli sem þú átt að vera að búin/n að ganga frá? Gerðu það í dag. 21. Kláraðu kaffidæmið, bara 1 bolli á dag. Fáðu þér hins vegar einn bolla í viðbót af grænu tei. 22. Prófaðu, í staðinn fyrir ís í eft- irrétt, að fá þér frosin villt blá- ber með 30g af 85% dökku súkkulaði í litlum bitum, van- illudufti og smá sætuefni og pínu rjóma eða möndlurjóma. 23. Skiptu út hefðbundna brauðinu í eftirmiðdaginn og fáðu þér 1 sneið af 100% heilkorna-, spelt-, rúg- eða byggbrauði. Borðaðu með reyktan silung, harðsoðin omega-egg og tómat, hummus eða cheddar-ost og grænmeti. 24. Gerðu eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, utandyra. Göngutúr í Heiðmörk, sund, skautar eða hvað sem þér dettur í hug. 25. Byrjaðu að taka inn Magnesium Citrat á kvöldin, 400 mg dag- skammtur. 26. Hvað er langt síðan þú heimsótt- ir mömmu, eða ömmu eða afa? Láttu verða af því í dag. 27. Skrifaðu niður allt það sem þú borðar yfir daginn. Settu hring 31 heillaskref – eitt á dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.