Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is Jens Matthíasson hjá Vegagerðinni lagfærði í gær skilti á Þingvallavegi við gatnamót Vesturlandsvegar. Þótt auðvitað þurfi alltaf að gæta að því að merkingar og skilti í umferðinni séu í lagi er það sérstaklega mikilvægt rétt fyrir sumarið áður en fólk flykkist úr höfuðborginni og á vit ævintýranna á landsbyggðinni. Viðhald á vegum og skiltum Morgunblaðið/Kristinn Vorverkin hafin hjá Vegagerðinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég sagði í byrjun þessa árs að mál- inu yrði vísað til sérstaks saksóknara um miðjan apríl. Ég tel að Seðlabank- inn hafi verið í vandræðum með málið og hafi viljað losa sig við það á þennan hátt. Ég læt aðra um að túlka tíma- setninguna,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í til- efni af því að Seðlabankinn vísaði rannsókn á fyrirtækinu til sérstaks saksóknara. Málið varðar meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í viðskiptum með karfa til dótturfélags síns, Icefresh, í Þýskalandi. Gerðu starfsmenn Seðla- bankans og embættis tollstjóra hús- leit í starfsstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri vegna máls- ins hinn 27. mars í fyrra. Þorsteinn Már gagnrýndi þá aðgerð harðlega. Húsleitarheimildin væri byggð á röngum forsendum sem dómstólar hafi síðan staðfest. Telur bankann hafa brotið á sér „Það að Seðlabankinn hafi komið þessu til fjölmiðla í dag [í gær] kemur ekkert á óvart. Það er ljóst að við Már Guðmundsson seðlabankastjóri eig- um það sameiginlegt að telja að Seðlabankinn hafi brotið af sér,“ segir Þorsteinn Már og vísar þar til kjara- deilu Más við Seðlabankann. Spurður hver viðbrögð Samherja verði segir Þorsteinn Már það vissan létti að málið skuli vera komið í þenn- an farveg, enda geti fyrirtækið nú sýnt fram á sakleysi sitt í málinu. „Við trúum því að nú getum við komist að því hvað við eigum að hafa gert. Það er ljóst að það er stofnað til málsins með rangfærslum. Það er líka ljóst að rannsóknin er búin að hafa skaðleg áhrif á Samherja. Á meðan þetta hvílir yfir okkur mun það áfram hafa áhrif.“ Þorsteinn Már nefnir svo hvernig Samherji hafi í síðustu viku fengið af- hent gögn sem Seðlabanki Íslands lagði fram í Hæstarétti í maí í fyrra en hafi haldið leyndum fyrir Samherja, sem sé fáheyrt milli málsaðila fyrir Hæstarétti. Í þessum gögnum séu settir fram nýir útreikningar og full- yrðingar sem séu jafn rangar og það sem var lagt fram í mars í fyrra. Á þeim 13 mánuðum sem rannsókn- in hafi staðið yfir hafi enginn verið yf- irheyrður hjá Samherja né verið leit- að skýringa á gögnum sem málið varðar. Því sé furðulegt að Seðlabank- inn vísi málinu til annars embættis. Varðar fleiri þætti Rannsókn Seðlabankans laut að meintum brotum Samherja á gjald- eyrislögum. Samkvæmt heimildum blaðsins varðar kæruefnið fleiri þætti en viðskipti Samherja með karfa til dótturfélagsins Icefresh í Þýskalandi. Sérstakur saksóknari tekur nú málið til meðferðar og ákveður hvort tilefni sé til ákæru að lokinni sjálfstæðri rannsókn. Tímasetningin ekki tilviljun  Forstjóri Samherja sakar Seðlabankann um ámælisverð vinnubrögð í rannsókn  SÍ vísar meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum til sérstaks saksóknara „Ég læt aðra um að túlka tímasetninguna“ Þorsteinn Már Baldvinsson Baldur Arnarson Gunnar Dofri Ólafsson „Þetta eru gríðarlegir hagsmunir. Þetta eru hvorki meira né minna en 92 milljarðar. Þó að fullyrt sé að það sé ekki ríkisábyrgð á skuldabréfinu er þetta ríkisbanki og skattgreiðend- ur bera með einum eða öðrum hætti ábyrgð á honum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og einn fulltrúa minnihlutans í efnahags- og við- skiptanefnd, í tilefni af því að 92 milljarða skuldabréf færðist frá gamla Landsbankanum yfir til hins nýja eftir endanlegt uppgjör í gær. Ríkið á 98% hlut í nýja bankanum en starfsmenn bankans afganginn. Tilfærslan á skuldabréfinu var samþykkt samhliða aðalfundi í Landsbankanum í gær og kallaði Guðlaugur Þór eftir fundi í þing- nefndinni af því tilefni. „Það væri full þörf á því að fara vel yfir forsendur þessa máls, m.a. vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram hjá greiningaraðilum. M.a. hefur hagfræðideild Lands- bankans lýst yfir áhyggjum af því hversu skuldsett íslensk fyrirtæki eru eftir endurskipulagningu. Ef það er rétt þá hlýtur það að gefa til kynna ofmat á útlánasafni Lands- bankans og þar af leiðandi ofmat á virði skuldabréfsins. Ekkert í samn- ingunum ver skattgreiðendur fyrir röngu eignamati en ofmat mun hafa afleiðingar í för með sér.“ Samtals ríflega 300 milljarðar Kveðið er á um það í samningum við tilfærslu skuldabréfsins að það verði endurgreitt á árunum 2014 til 2018. Samhliða því þarf nýi Lands- bankinn að greiða annað skuldabréf að upphæð 220 milljarðar króna á árunum 2015 til 2018. „Það kom fram á fundi nefndar- innar [í gær] að við getum ekki greitt þessi skuldabréf. Seðlabankastjóri og margir fleiri hafa bent á að bank- inn hafi ekki gjaldeyrisforða til þess og því þurfi að endurfjármagna lán- in,“ segir Guðlaugur Þór sem segir aðspurður að ef lánasafn bankans í fyrirtækjalánum sé ofmetið, með til- heyrandi afskriftarþörf síðar meir, komi það niður á afkomu bankans. Það geti aftur kallað á aukið fram- lag frá ríkinu síðar á þessum áratug í formi aukinnar skattheimtu. Gerðu varúðarráðstafanir Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina hafa fengið greinargott yfirlit frá bankastjóra Landsbankans um upp- gjör þessara mála og þær varúðar- ráðstafanir sem gerðar hafi verið. Þegar endursamið verði um lengd á skuldabréfunum verði það hluti af samræðum stjórnvalda við kröfuhafa og slitastjórnir. Það verði hluti af heildarlausn sem þurfi að nást í þeim málum. Hinn 12. mars sl. hafi meiri- hluti efnahags- og viðskiptanefndar flutt lagafrumvarp sem taki eignir þrotabúanna og þar með kröfuhafa inn undir gjaldeyrishöftin. Að sögn Helga kom fram á fundi nefndarinnar í gær að afborganir af þessum bréfum væru undir höftun- um og færu þess vegna ekki úr landi nema til þess væru veittar sérstakar heimildir. Það hafi komið fram hjá seðlabankastjóra opinberlega og fjölmörgum öðrum aðilum um margra missera skeið að best væri að endursemja um bréfin, enda sé „ekki hægt að fullyrða að Landsbankinn gæti endurfjármagnað sig innan þessara tímamarka … Það væri best fyrir alla aðila að endursemja um greiðslur bréfanna. Slitastjórninni er fullkunnugt um það … og er alveg jafn vel upplýst og aðrir um þessa stöðu. Það er ekkert nýtt í þessu.“ Ofmetið eigna- safn geti kallað á ríkisframlag  Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur hættumerki í rekstri Landsbankans Helgi Hjörvar Guðlaugur Þór Þórðarson Skipulagsnefnd Rangárþings ytra hefur boðað til íbúafundar í kvöld um upp- setningu tveggja vindmylla á skipulögðu iðn- aðarsvæði norð- ur af kartöflu- verksmiðjunni í Þykkvabæ. Með hverfilsspaða í mestri hæð verður hæðin 74 metrar. Áformin kalla á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins en Skipulagsstofnun hefur ákveðið að framkvæmdin sé ekki háð lögum um umhverfismat. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og bygg- ingarfulltrúi Rangárþings ytra, segir að íbúum muni gefast tæki- færi til að gera athugsemdir við fyrirætlanirnar þegar tillaga að breyttu aðalskipulagi verður auglýst. Efnt til íbúafundar um vindmyllur í Rangárþingi ytra Landsvirkjun hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun vegna virkjana á veituleið Blönduvirkjunar. Fyrir- tækið áformar frekari nýtingu falls á núverandi veituleið og felur fram- kvæmdin í sér að byggja þrjár virkjanir á leiðinni. Heildarafl verður allt að 30 MW. Stefnt er að því að ljúka verkhönnun á í ár. Mat vegna þriggja minni virkjana Fjórum starfsmönnum var í gær sagt upp á skrifstofu sálfræði- þjónustu og félagsráðgjafar á geðsviði Landspítalans. Páll Matt- híasson, framkvæmdastjóri geð- sviðsins, staðfestir þetta. Ástæða uppsagnanna er endurskipulagning á skrifstofum geðsviðsins, að sögn Páls. Segist hann eiga von á því að fólkið fái ný störf innan spítalans ef það óskar þess. Sagt upp á geðsviði Landspítalans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.