Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Í áliti meirihluta ítölunefndar eru
50 málsgreinar. Landgræðslan gerir
mjög alvarlegar athugasemdir við
yfir 40 þeirra og telur þær bæði
rangfærslur og rangar forsendur
sem þeir nýta til þess að komast að
niðurstöðu,“ segir Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri, sem hefur
farið fram á við atvinnu- og nýsköp-
unarráðherra að ítölumat Almenn-
inga verði tekið upp að nýju.
„Ámælisvert að hundsa matið“
„Það sem okkur hjá Landgræðsl-
unni finnst ámælisvert er að í lög-
unum um fjallskil og fleira stendur
að ítölunefnd skal byggja á beitar-
þolsmati eftir því sem við verður
komið. Meirihluti ítölunefndar getur
að engu um þetta beitarþolsmat sem
lá fyrir í árslok 2011,“ segir Sveinn.
Hann segir meirihlutann hafa
þetta að engu og færi engin rök fyrir
því að byggja sitt mat ekki á því.
„Sjónarmið Landgræðslunnar
gengur út á að samkvæmt lögum fer
Landgræðsla ríkisins með gróður-
vernd í landinu og það er þá mjög
sérstakt ef Landgræðslan sem slík á
ekki hagsmuni að gæta,“ segir
Sveinn en upprekstrarhafar hafa
nefnt að miðað við stjórnsýslu- og
afréttalögin eigi einungis lögvarðir
hagsmunaaðilar að málinu rétt á að
kæra niðurstöðuna til ráðherra og
það séu upprekstrarhafar og forsæt-
isráðuneytið, sem fer með eignar-
hald á þjóðlendum í landinu.
Spurður að því hvort land-
eigendur á svæðinu fái í ár styrk úr
Landbótasjóði til að vinna að upp-
græðslu á svæðinu segir Sveinn svo
vera en að óvíst sé hvort það verði í
framtíðinni að ákvarðanir séu
teknar árlega.
„Við munum taka afstöðu til þess
núna í vikunni hvort þessi yfirítölu-
nefnd verði kölluð saman. Það sem
farið er fram á er að þessu verði
skotið til nefndar sem ráðherra þarf
þá að kveða saman,“ segir Arnór
Snæbjörnsson, lögfræðingur í at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt-
inu, spurður um málið í gær. Enn sé
verið að úrskurða hvort þeir sem
hafi farið fram á endurupptöku séu
aðilar máls samkvæmt skilgreiningu
laganna. Ráðuneytinu hafa borist
nokkrar kröfur um endurupptöku,
meðal annars frá Náttúruverndar-
samtökum Íslands. Landeigendur
hafa farið fram á við ráðuneytið að
málinu verði vísað frá.
Krefjast endurupptöku
á ítölumati Almenninga
Ljósmynd/Sveinn Runólfsson
Afréttur Fé gekk á Almenningum í fyrra sem er afréttur Vestur-Eyfellinga.
Deilt er um
hverjir teljist
aðilar að málinu
Almenningar
» Ítölunefnd skilaði af sér
niðurstöðu í mars.
» Meirihluti hennar vill heimila
takmarkaða beit í áföngum
næstu árin.
» Landgræðslan hefur kært
úrskurðinn til ráðherra og seg-
ir afréttinn óbeitarhæfan.
Náttúrustofa Norðausturlands
hefur vaktað fiðrildi með ljós-
gildrum frá árinu 2007. Í vikunni
voru slíkar gildrur settar upp við
Náttúrurannsóknastöðina á
Skútustöðum við Mývatn og í Ási
í Kelduhverfi.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líf-
fræðingur á Víkingavatni og um-
sjónarmaður fiðrildavöktunar
NNA, lét snjóinn við Skútustaði
ekki stöðva vísindin er hann kom
gildrunni þar fyrir svo hægt væri
að mæla fjölda og tegundir sum-
argestanna. Reyndar tókst ekki
að miða út nákvæma rétta stað-
setningu gildrunnar sökum mikils
snjóskafls svo hún fær að sitja á
toppi hans þar til vorar fyrir
norðan.
Gildrurnar eru settar upp á
sömu stöðum og á sama tíma á
hverju ári. Þær eru síðan tæmdar
vikulega og er aflinn sem úr
þeim fæst greindur til tegundar.
Til og með ársins 2012 höfðu 40
tegundir fiðrilda komið í gildr-
urnar.
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Vetur Aðalsteinn Örn Snæþórsson, lét snjóinn ekki stöðva vísindin
Fiðrildagildrur
í fönninni nyrðra
Ljósgildrur við Skútustaði og í Ási