Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 21

Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 VIÐTAL Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Eitt af okkar stóru málum er and- staðan við ESB-umsóknina. Það er ekki bara að við teljum að Íslandi sé betur borgið utan ESB heldur teljum við líka að þessar svokölluðu viðræður séu eins og þær ganga fyrir sig mjög varasamar og það beri að hætta þeim þegar í stað,“ segir Bjarni Harðarson, efsti maður á lista Regnbogans í Suður- kjördæmi. Regnboginn er ný regnhlífarsamtök sem bjóða fram undir merkjum sjálfstæðis og full- veldis, sjálfbærrar þróunar, jafn- réttis, bættra lífskjara almennings, mannréttinda og félagshyggju. Aðspurður hvað sé varasamt við viðræður við ESB vísar Bjarni í heimasíðu stækkunardeildar ESB. „Þar stendur skýrum stöfum að það sé misskilningur að tala um við- ræður. „Misleading“ er orðalagið í ensku útgáfunni. Ég hef ekki séð ís- lenskan texta frá ESB um þetta mál og utanríkisráðuneytið er ekki að þýða þennan texta. Þar segir að um sé að ræða aðlögun og aðlög- unin er algerlega á forsendum ESB. Þetta er algerlega ólýðræð- islegt ferli, það er í rauninni verið að blekkja þjóðina, það var aldrei lagt upp með það hér að menn væru sammála um að aðlagast ESB. Það var lagt upp með að menn væru sammála um að kíkja í einhvern pakka sem er mjög villandi mynd af raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Framtíðarskipan í þjóðaratkvæði Þá tekur Bjarni fram að meðal flokksmanna séu miklir talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna. „Við erum mörg í þessu framboði sem börð- umst fyrir því á sínum tíma að EES-samningurinn færi í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Við börðumst fyrir því að það yrði efnt til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti viðræður við ESB, því var hafnað. Ég tel að þegar þessum við- ræðum hefur verið slitið sé mjög þarft að setja framtíðarfyr- irkomulag viðskipta okkar og aðild- armála gagnvart ESB í þjóð- aratkvæði, þar sem ekkert er undanskilið. Þar tækjum við inn EES-samninginn, Schengen- samstarfið og auðvitað hugmyndina um aðild að ESB,“ segir Bjarni. Það er því kristaltært að Bjarni og félagar hans í Regnboganum hafna þeirri framtíðarsýn sem byggist á inngöngu í ESB en hvern- ig sjá samtökin Ísland fyrir sér í samfélagi þjóðanna í framtíðinni? „Utanríkisviðskipti eru Íslend- ingum afar mikilvæg og við þurfum að eiga opin viðskipti sem víðast. Ég held að við séum ekki á flæði- skeri stödd þar, þær vörur sem við höfum að bjóða og sú hnattræna staða okkar gerir það að verkum að við erum eftirsóknarverður og ákjósanlegur viðskiptaaðili þó að lít- ill sé. Fríverslunarsamningur við Kína er framtak sem ég tel gott og fagna. Ég held að það leiði ekki á neinn hátt til einangrunar að við séum ekki aðilar að ESB, þvert á móti þá opnar það heiminn,“ segir Bjarni og bætir við að hann telji það leiða til einangrunar að vera inni í tollabandalagi. Þrátt fyrir að fjöldi framboða hafi aldrei verið meiri fyrir komandi al- þingiskosningar og fjöldi nýrra framboða hafi litið dagsins ljós er Bjarni þeirrar skoðunar að Regn- boginn hafi ákveðna sérstöðu. Í því sambandi nefnir Bjarni að á öllum félagshyggjuvæng stjórnmálanna séu flokkar sem séu með einum eða öðrum hætti ESB-sinnaðir. „Af- staða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessum mál- um er óljós, þeir hafa slegið úr og í varðandi hvaða afstöðu þeir munu taka gagnvart aðildarviðræðunum. Við teljum, án þess að gera á nokk- urn hátt lítið úr öðrum málum að þetta sé mjög stórt hagsmunamál fyrir þjóðina og það þurfi rödd sem tali með mjög skýrum og ákveðnum hætti,“ segir Bjarni. Í stefnuyfirlýsingu Regnbogans segir að endurskoðun verðtrygg- ingar, lækkun verðbólgu og vaxta- kostnaðar sé forgangsverkefni næsta kjörtímabils. Bjarni fagnar umræðu um skuldamál heimilanna og segir að með henni aukist mögu- leikar á að hraustlega verði tekið til hendinni í kjölfarið. Segir Bjarni að fráfarandi ríkisstjórn hafi haft gríð- arlega möguleika í þeim málaflokki en hafi látið það hjá líða, ekki síst vegna þeirrar „þráhyggju“ að beina stjórnkerfinu öllu í þá átt að troða Íslandi inn í ESB. Kafa þarf í stöðu hvers og eins Bjarni segir að innan Regnbog- ans sé ekki unnið frá ákveðnum töl- um eða hlutföllum varðandi niður- færslur lána. „Við höfum mörg í okkar hópi lagt áherslu á að auk þess að mæta þeim heimilum sem eru skuldsett þá þurfi líka að mæta þeim misgengishópi sem er í lægstu þrepum meðal launþega og lífeyr- isþega.“ Bjarni segir að sá hópur hafi fyrir hrun verið í þeirri stöðu að rétt komast af en sé nú í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir framfærslu, m.a. þurfi að mæta þörfum þessa hóps. Bjarni segir að skuldavanda heimilanna verði ekki mætt nema með því að kafa ofan í mál hvers og eins. Flatar, almennar leiðir einar og sér dugi ekki. Í ljósi þess að Regnboginn kynnir sig m.a. sem samtök félagshyggju, er ekki úr vegi að spyrja um mögu- leika á að rétta við stöðu velferð- arkerfisins. Bjarni segir að gríðar- legir möguleikar séu á því sviði, forgangsröðun á yfirstandandi kjör- tímabili hafi verið röng. Bendir hann á að ef fjármunir sem fóru í ESB-umsókn og í „tilgangslausa“ endurreisn tryggingafélaga hefðu fengið að halda sér í velferð- arkerfinu væri staðan mun betri. „Við þurfum að skila til baka þar og í rauninni endurreisa heilbrigð- iskerfið, bæði á höfuðborgarsvæð- inu og ekki síður úti á landsbyggð- inni þar sem mjög hart hefur verið gengið fram í niðurskurði,“ ítrekar Bjarni. Áhersla á fullveldi og andstöðu við ESB  Segir þjóðina blekkta í ólýðræðislegu ferli  Regnboginn býður fram undir merkjum sjálfstæðis og fullveldis  Ísland „eftirsóknarverður“ viðskiptaaðili  Fagna umræðum um skuldamál Ljósmynd/Guðmundur Karl Á móti Bjarni Harðarson er eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Bjarni tilheyrir regn- hlífarsamtökunum Regnboganum sem leggur út frá sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar í stefnu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um helming á meðan Fram- sókn missir fjórðung fylgis síns frá fyrri könnun, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðs- ins. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta einnig við sig á meðan fylgi Bjartr- ar framtíðar dalar en Píratar standa í stað. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 17,8% fylgi í síðustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins en mælist nú með 26,9% fylgi. Fram- sóknarflokkurinn, sem mældist með 40% fylgi í síðustu könnun, fengi 30,3% atkvæða nú, sam- kvæmt könnuninni sem birt var í gær. Samfylkingin bætir talsverðu við sig, fer úr 9,5% í 13,7%, og fylgi Vinstri grænna eykst úr 5,6% í 7,9%. Björt framtíð, sem mældist með 8,3% fylgi í könnuninni frá 5. apríl, fengi nú 6,5% atkvæða en Pí- ratar standa í stað með 5,6% fylgi. Fylgi annarra flokka nær ekki fimm prósentum. Dögun mælist með 3% fylgi, Flokkur heimilanna með 2,4%, Lýðræðisvaktin fengi 1,7% atkvæða, Hægri grænir 0,8% en fylgi við Regnbogann og Húm- anistaflokkinn mælist ekki. Morgunblaðið/Ómar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi  Framsókn úr fjörutíu í þrjátíu prósent Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.