Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 23

Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 en þeirra sem búa á suðvesturhorn- inu,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið. Þá sé meiri áhersla á mennta- málin meðal kjósenda á suðvest- urhorninu en í hinum kjördæm- unum og sömuleiðis meiri áhersla á Evrópumálin. „Þetta rímar við and- stöðuna við inngönguna í Evrópu- sambandið, sem er meiri á lands- byggðinni en á Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Rúnar. Hann segir að niðurstöðurnar sýni, að afstaða stuðnings- mannahópa flokkanna rími allvel við kosningastefnuskrár og málflutning forustumanna þeirra. Þannig komi ekki á óvart að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks leggi áherslu á skattamál en stuðningsmenn ann- arra flokka, að stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar telji Evrópumál meðal mikilvægustu mála og stuðn- ingsmenn VG horfi á umhverf- ismálin umfram aðra. Könnunin var gerð dagana 18. mars til 4. apríl. Tekið var 1.796 manna tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar, lagskipt eftir kyni og aldri. Alls svöruðu 1330 og var svarhlutfall því 74%. Mikilvægustu málaflokkar á næsta kjörtímabili eftir stuðningi við stjórnmálaflokka Byggðamál Skuldamál Atvinnumál Heilbrigðis- Menntamál Samgöngu- Evrópumál Skattamál Sjávar- Stjórnarskrár Umhverfis- heimila mál mál útvegsmál mál mál Framsóknarflokkurinn 11,2% 79% 47,7% 56,3% 9,7% 7,9% 12,8% 28,5% 7% 10,3% 2,4% Sjálfstæðisflokkurinn 6,1% 61,1% 58,3% 59,1% 8,9% 7,6% 10,2% 48,2% 11% 5,2% 0,8% Samfylkingin 2,4% 54,6% 39,8% 46,4% 13,9% 4,5% 49,3% 14,3% 14,5% 28,1% 11,5% Vinstri hreyfingin grænt framb. 8,5% 43,5% 28,5% 52,5% 27,5% 4,3% 13,5% 16,5% 17,3% 29,8% 36,3% Björt framtíð 4,4% 60,9% 37,3% 64,8% 23,7% 4,9% 31,8% 9,4% 7,8% 23,2% 11,6% Píratar 5,8% 63,5% 52,7% 65% 23,5% 6,2% 22,8% 9% 4% 32,2% 5,5% Dögun 5,8% 61% 26,6% 33,7% 6% 0% 18% 10,6% 32,5% 46,4% 13,6% Hægri grænir 1,3% 87,6% 32,6% 65,4% 9,7% 0% 11,3% 24% 13,3% 15,2% 3% Lýðræðisvaktin 7,8% 69,4% 31,7% 40,1% 5,8% 2% 37,9% 11,4% 16,8% 51,7% 5,7% Heimild: Þjóðmálakönnun mars-apríl 2013, Rúnar Vilhjálmsson, prófessor Hlutfall sem nefnir málaflokk sem einn af þremur mikilvægustu Rúnar Vil- hjálmsson segir, að þeir flokkar séu líklegri til að bæta við sig fylgi á enda- spretti kosninga- baráttunnar, sem teljist hafa trúverðuga stefnu í þeim þremur málaflokkum, sem kjósendur leggja megináherslu á, eða skuldamálum heim- ilanna, heilbrigðismálum og at- vinnumálum. Flokkar, sem leggi meg- ináherslu á mál, sem kjósendur telja síður mikilvæg, eigi hins vegar erfiðara uppdráttar mál- efnalega og á brattann gæti verið að sækja hjá þeim. Því sé taflan, sem sýni af- stöðu stuðningsmanna flokka til málaflokka, ef til vill ekki leiðarljós fyrir flokkana vilji þeir höfða til fleiri kjósenda en þeirra, sem styðja þá nú þegar. Trúverðug stefna í helstu málaflokkum SÓKNARFÆRI FLOKKA Rúnar Vilhjálmsson Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.